Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
87
Til hjálparstarfa
í Asiu og Afríku
Tvær hjúkrunarkonur. SÍKríður Guú-
mundsdóttir ok Matthea E. Ólafsdóttir,
voru staddar á skrifstofu Rauða krossins
oinn da^inn i sl. viku. Matthea að koma frá
Thailandi eftir art hafa unnið i flóttamanna-
húðum þar i 3 mánuði. t>ar hafði hún á
sínum tíma tekið við af Sigríði, sem nú var
að leggja aftur land undir fót. í þetta sinn
til hjálparstarfa i annarri heimsálfu. i
Sómaliu í Aíríku. Þar ætlar Sigriður að
vera í næstu sex mánuði. Flýgur fyrst til
Genf ok þaðan með íinnskum lækni ok
hjúkrunarkonu. sem hún á að starfa með, i
þetta sinn meira að heilsugæslu og við
hitabeltissjúkdóma. en á spítala, eins ok
þær gerðu háðar í flóttamannabúðunum i
Kho-e-dang í Thailandi. Hafa þá 13 manns
farið til hjálparstarfs á vegum Rauða
krossins á þessu ári, á þá staði þar sem mest
lÍKKur við, ok hlýtur það að teljast drjúg
aðstoð frá ekki fjðlmennari þjóð en íslend-
ingar eru.
Til sjúkrahúss flóttamannabúðanna í
Kho-e-dang eru um 15 km frá landamærum
Kambodíu og hýsa nú 180—200 þúsund
manns, þangað er flutt allt sært og slasað
fólk úr öllum flóttamannahópnum og allir
sem þurfa uppskurð. Sögðu íslenzku hjúkrun-
arkonurnar að meiri hiuti sjúklinganna
hefðu verið með skotsár eða sprengjusár, þvi
mikið væri af jarðsprengjum á leið þeirra á
flóttanum. Þótt þetta séu ólík störf þeim, sem
þær eru vanar heima — Matthea starfar á
Fæðingardeild Landspítalans og er líka
ljósmóðir, en Sigríður hefur verið á hjarta-
deild Landspítalans — þá fer maður strax að
telja sjálfsagt að fá svona sært fólk. Allt
kemst upp í vana, jafnvel rotturnar, sem í
búðunum hlaupa gjarnan yfir fæturna á
manni.
— Þegar búðirnar voru fluttar, saknaði ég
þess mest í byrjun að heyra ekki tístið í
rottunum, sem veröur hluti af andrúmsloft-
inu eins og kvakið í froskunum, segir
Matthea. En það stóð ekki lengi, þær skiluðu
sér, höfðu flutt með okkur.
Þeim Sigríði og Mattheu kom saman um að
við þessar aðstæður fe.ngi maður mikla
þjálfun í að bjarga sér með það sem maður
hefur — sem oft væri ekki mikið og þær ynnu
miklu meira sjálfstætt en á sjúkrahúsi á
Islandi. — Maður verður að fá lífsreynslu,
sagði Sigríður. Og Matthea bætti við: Þegar
unnið er að svona málefni, þá finnur maður
að miklu meira munar um mann en heima og
að maður er að gera verulegt gagn. Áhugi
þeirra á að gera gagn sést á því, að Sigríður
er nú að fara aftur til hjálparstarfa, og
Matthea sagði að ef kallið kæmi aftur, þá
mætti eins búast við að hún tæki því. Nú eru
tvær íslenskar hjúkrunarkonur í Thailandi,
þær Anna Óskarsdóttir frá Vestmannaeyjum
og Ingibjörg Nielsen af Landspítalanum.
Sigríður og Matthea voru sammála um, að
þót.t fólkið sem þær voru með í flóttamanna-
búðunum væri ólíkt okkur íslendingum, þá
væri þetta einstaklega elskulegt fólk, og í
raun heiðarlegt. Hvorki undirförult né svik-
ult, en gott að treysta því sem einstaklingum.
En bættu því við, að undir þessum lífsskil-
yrðum hlyti maður auðvitað að verða að
bjarga sér. Og Sigríður sagði, að þetta
Austur-Asíufólk virtist sérlega vel gefið, sem
hún yrði að játa að hefði komið henni nokkuð
á óvart.
Hér eru þær Sig-
ríður og Matthea.
önnur á förum til
Sómaliu, hin að
koma frá Thai-
landi. Ljósm.
E.E.B.
Gunnar Kvaran sellóleikari og sonurinn Nikulás. Báðum iíkar
vel á íslandi.
Upphaf grósku-
mikils tónlistarlífs
+ Gunnar Kvaran sellóleikari er í vctur heima á Fróni og kennir við
Tónlistarskóla Reykjavíkur og Garðabæ. — Mig hefur í mörg ár
langað til að reyna hvernig er að vera og starfa á íslandi eftir 17 ár
i Danmörku, sagði hann. er við hringdum i hann eítir ákaflega
fallega tónleika hans og fl. i Hallgrimskirkju. Það kom i ljós að
hann er hér með 9 ára gamlan son sinn, Nikulás, sem er i skóla úti á
Seltjarnarnesi, þar sem þcir húa hjá fólki sínu. — Mér þótti
ákaflega vænt um að geta komið og gefið honum tækifæri til að læra
islenzkuna betur. Það gengur ágætlega og hann er mjög ánægður.
Fjölskyldan er því í vetur dreifð. Kona Gunnars, Bodil Kvaran,
starfar við Konunglega leikhúsið og er bundin þar. Þurfti nýlega að
hlaupa inn í stórt óperuhlutverk fyrir aðra, sem forfallaðist, auk þess
sem hún hefur frumflutt ljóðaflokk eftir Vagn Holomboe og hlotið
mjög góða dóma.
Gunnar Kvaran sagðist vera ákaflega ánægður hér. í Tónlistarskól-
anum hefðu verið erfiðleikar í sambandi við kennslu á selló. Þurfti að
sækja kennslu til útlendinga og oft árlegá skipt um kennara, en erfitt
er að byggja upp kennslu á þann hátt. Hann sagðist því hálft í hvoru
vera að hugsa um að vera lengur en þennan vetur. — Ekki aðeins að
mér þyki gaman að kenna hér, sagði hann. Heldur líka að vera. Það er
svo mikið um að vera í listum öllum og einkum á tónlistarsviðinu. Hér
er að koma upp svo mikið af hæfileikafólki og tónlistarskólar að rísa
um allt land. Ég held að við séum að hefja mjög gróskumikið tímabil
í tónlist hér á landi. Það sýnir m.a. aðsóknin að þessum mörgu góðu
tónleikum. A öllum þeim tónleikum sem ég hefi sótt að undanförnu
hefur verið fullt hús. Og það er alveg einstakt á ekki stærri stað.
Ekur á milli í
skammdeginu
SIGRÍÐUR húsfreyja á ólafs-
völlum á Skeiðum lætur sér
ekki allt fyrir brjósti brenna.
Hún kemur akandi á hvcrjum
morgni til höfuðborgarinnar
þar sem hún rekur útflutn-
ingsfyrirtæki sitt Röskva, og
heim fer hún að kvöldi, sem
tekur um hálfan annan tíma,
og er venjulega komin þang-
að um kl. 8. — Jú. það er
erfitt með köflum, segir hún.
En það er svo mikilvægt að
geta dregið sík alveg út úr
vinnunni þegar maður kemur
heim. Svo er það allt annað líf
um helgar að vera heima í
sveitinni. Þetta gengur ágæt-
lega, því það er svo góð
samvinna hjá okkur, á betra
verður ekki kosið. Heima eu
auk Kjartans, drengirnir
okkar tveir og ein stúlka í
úti- og inniverkum. Því má
bæta við að á ólafsvöllum er
stunduð hestarækt í stórum
stíl og hundarækt — sex
hundar núna — og auk þes
eru þar 30—40 kýr, sem er
mun færra en áður var.
Fyrirtæki Sigríðar er alltaf
að færa út kvíarnar, sem er
fclk f
fréttum
ástæðan fyrir því hve hún þarf
mikið að vera í borginni.
Útflutningurinn á ullarvörum
hefur aukist á þessu ári um
25%. En hún framleiðir eigin
„model“. Nú nýlega keypti hún
Elg í Síðumúla 33, þar sem nú
er verið að breyta frá því að
sauma úr venjulegum efnum
yfir í að sauma úr prjónavoð-
um. — Við ætluðum okkur
alltaf að fá aðstöðu fyrir
saumaskapinn, til að geta
stýrt framleiðslunni betur,
segir Sigríður. Auk þess erum
við hluthafar í prjónastofu á
Seltjarnarnesi, Björg hf. Þótt
þetta færist í þá átt að við
höfum stjórn á framleiðslunni
hér þá hættum við ekki að
skipta við hinar prjóna- og
saumastofurnar úti á landi,
eins og við höfum gert, alls
ekki. Af hverju leggur hún
þetta allt á sig? — Mér þykir
það skemmtilegt, annars væri
ég ekki að því.
SÍKríður á Ólafsvöllum á skrif-
stofu sinni i TúnKötunni. þar scm
unnið er að útflutningi á prjóna-
vörum. Ljósm. G.B.B.