Morgunblaðið - 07.12.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.1980, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 88 Hrunadans heimsveldisins Þess hefir áður verið getið í þáttum þessum, að lítill og snjáður peningur, sem legið hef- ir í jörðu í margar aldir, getur sagt langa sögu um liðinn tíma. En það er líka til, að nýsleginn peningur segi sögu sem er að gerast fyrir augunum á okkur, án þess þó, að við beinlínis tökum eftir því. Ég ætla að segja ykkur eina slíka sögu. Nú í vetur hefi ég tekið eftir auglýsingum í Evrópu-útgáfu bandaríska tímaritsins News- week, að svissneskur banki, Wozchod-verzlunarbankinn í Zúrich auglýsir sérstaklega rússneska 10 rúblu gullpeninga, sem kallaðir eru Chervonets. Peningarnir eru aðallega seldir í V-Þýskalandi og Sviss. Chervon- ets hefir verið sleginn mjög óreglulega og upplagið hefir einnig verið breytilegt, svo sem hér segir. 1923 slegnir 1925 slegnir 1975 slegnir 1976 slegnir 1977 slegnir 1978 slegnír 1979 slegnir 1980 slegnir 2.751.000 peningar 600.000 peningar 200.000 peningar upplag óþekkt upplag óþekkt 300.000 peningar 750.000 peningar 1.000.000 peninga Chervonets-gullpeningurinn er frekar lítill, 8,6026 grömm og að 9/10 hlutum úr gulli. Hann er því tæpur fjórðungur af guliúnsu á þyngd. En margur er knár þótt hann sé smár og ættu þeir 1.750.000 Chervonets-peningar, sem slegnir hafa verið árin 1979 og ’80, að gefa um 300 milljónir dollara í rússneska ríkiskassann. Eftirtektarvert er að þarna er á ferðinni gullpeningur, sem er Va af stærð og því líka verðmæti Krugerrand-gullpeningsins frá Suður-Afríku. Vegir viðskipt- anna eru sannarlega undarlegir þegar Rússarnir notfæra sér þann byr, sem skapast hefur við sölu á gullpeningi frá Suður- Afríku!! Rússarnir ætla sér inn á markað sem Krugerrand hefir ekki verið inni á vegna þess hve sá peningur er stór og dýr. Rússarnir ætla sér nefnilega að selja litlu kapitalistunum, sem vilja, eins og þeir stóru líka, hagnast á gulli. Rússar seldu líka töluvert af gullmynt, sem slegin var í tilefni af Olympíu- leikunum í Moskvu á síðastliðnu sumri. Voru þar einir sjö mis- munandi peningar. Auk þessa selja þeir óhemju mikið af gulli í stöngum óg hafa grætt vel á hinu háa gullverði undanfarið. En hvérs vegna eru Rússar nú að slá svona marga Chervonets- peninga og selja svona mikið gull? Kornuppskeran hefir brugðist ár eftir ár hjá þeim vegna mistaka hjá kerfinu og stjórnleysis. Stjórnin hefir því neyðst til að kaupa árlega millj- ónir lesta af korni frá Vestur- löndum. Leppríki Rússa standa sig líka bölvanlega í matvæla- framleiðslunni, svo sem fréttir frá Póllandi bera með sér þessa dagana. 80% af búvörúm í Pól- landi eru framleiddar af smá- bændum og 20% á samyrkju- búum í eigu ríkisins. Samt er það svo að 80% af ölium nýjum landbúnaðartækjum fara til samyrkjubúanna, svo ekki er góð stjórnin þar. Rússarnir geta ekki lengur pínt mikið meira af mat út úr leppríkjunum. Þau eiga nóg með sig sjálf. Rússland verður á hverju ári háðara Vesturveldunum því tæknifram- farir þar í kerfinu ganga miklu hægar fyrir sig en á Vesturlönd- eftir RAGNAR BORG um. Þarf því að verja hærri og hærri fjárhæðum til að flytja inn nýju tæknina, þrátt fyrir mikil og löng lán frá Vesturveld- unum. Hvað er það þá sem þessi litli gullpeningur, Chervonets, segir okkur? Hann segir okkur, að kommúnisminn hefir brugðist. Biðraðir og skömmtun á mat- vælum er plága í öllum löndum austan járntjaldsins og kerfið er svo ægilegt að það lamar allt. Þrátt fyrir ítrustu notkun full- komnustu áróðurstækni, tungl- flaugar, geimstöðvar, stóran flota og landvinninga í Afríku og Asíu, fangelsanir og útlegðar- dóma, vex órói fólksins. Þjóðirn- ar í austri hafa smám saman frétt hvað við hér á Vesturlönd- um njótum mikils frelsis og höfum það gott, þrátt fyrir að stanslaust sé á því hamrað, að hér sé óðaverðbólga, atvinnu- leysi og sultur. Fólkið fyrir austan er orðið svo órólegt að nú á að reyna að róa það með því að gefa því meiri mat. Fyrir matinn á að greiða m.a. með þessum litla gullpeningi, Chervonets, sem seldur er litlum kapitalist- um á Vesturlöndum. Það þýðir ekkert að kaupa þennan pening og ætla sér að versla með hann í Rússlandi. Hann þekkist þar auðvitað ekki. Þar má enginn eiga neitt, nema ríkið. Ef þið viljið fræðast meira um þróunina í Rússlandi vil ég benda á bók, sem ég hef lesið nýverið. Bókin heitir á ensku „The Devil’s Alternative" og er eftir Frederic Forsyth, þann sama og samdi bókina „Dagur Sjakalans". Nýja bókin hans Forsyth fjallar um uppskeru- brest í Rússlandi 1982 og afleið- ingar hans. Bókin er afbragðs vel skrifuð og er spennandi aflestrar. Chervonets-gullpeningurinn er laglegur, vel sleginn og ágæt fjárfesting. Hann má nota sem minnispening um kerfi, sem hef- ir brátt gengið sér til húðar, kommúnismann. Ég er ekki að segja að dómsdagur sé runninn upp yfir kommúnismanum. Enn ræður kerfið þar yfir her og leynilögreglu, sem getur haldið fólkinu í skefjum um tíma. Mörg teikn eru þó á lofti um að kerfið sé að riðlast. Þessi litli gullpen- ingur er eitt slíkt teikn. Það er þó líklegra, að áður en Rússarnir yfirgefa kommúnismann, fari þeir í stríð til að komast yfir mat og tækni, sem hið kommúnist- íska kerfi hefir ekki getað skaff- að þeim þrátt fyrir óteljandi mannfórnir, eymd og örbirgð milljóna manna í áratugi. Það kom fram í upphafi grein- arinnar, að Chervonets-gullpen- ingarnir voru fyrst slegnir 1923 og 1925. Engir slíkir peningar voru þó í gullsjóðnum, sem fannst í Gullfossi hér um árið. Talið var að þeir peningar væru komnir frá Póllandi og margir álitu að Rússar hefðu sent þá til að fjármagna sellustarfsemi kommúnista hér á landi. Það hefir verið oftlega sagt, að sagan endurtaki sig. Var það ekki svo í hinu forna Rómaveldi að lýður- inn fékk brauð og leiki? Hvað höfum við í dag? Olympíuleika í Moskvu 1980 og gullpeninga til að borga fyrir brauðið!! Róma- veldi tók að hnigna með leikun- um og brauðgjöfunum. Það skyldi þó ekki vera hið sama uppi á teningnum í Rússlandi núna? Myntsafnarafélagið heldur umboðs- og skiptafund á í dag, sunnudag kl. 14.30. Þessi fundur verður á Hótel Sögu. John Paul James with Amour syngja i HoIIywood, Breskt söngtríó í Hollywood og á Sögu „JOHN Paul James with Amour“ nefnist söngtríó sem Hótel Saga og Hollywood hafa í sameiningu fcngið til landsins. Tríóið mun skemmta hér á landi til 21. desember nk. Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga syngja þau í Hollywood við undirleik af hljóðbandi sem þau komu með. Föstudaga og laugardaga syngja þau á Hótel Sögu við undirleik Hljómsveitar Ragn- ars Bjarnasonar og sunnudaga koma þau fram á báðum stöðunum. Söngtríóið skipa þrír Bret- ar, John Paul James, Michelle og Lorraine. Þau hafa sungið saman í tvö ár en áður sögn John einn, en stúlkurnar, sem eru systur, sungu saman. Tríó- Á TVEIMUR tímum í gær skrif- uðu yfir 100 starfsmcnn hjá Vegagerðinni undir yfirlýsingu til stuðnings við ákvörðun Frið- jóns Þórðarsonar dómsmálaráð- herra i máli Gervasonis, en það voru um 90% af þeim sem talað var við. Endaði ályktun hópsins á þvi að hvetja til þess að þrýsti- hópar yrðu ekki látnir ráða ferðinni í stjórn iandsins. ið hefur sungið víða, meðal annars á Norðurlöngunum, en hingað koma þau frá Hollandi. Þá sendu 80 starfsmenn Vífils- staðaspítala stuðningsyfirlýsingu til dómsmálaráðherra í gær vegna ákvörðunar um að vísa Gervasoni úr landi og var lögð áhersla á að ekki yrði kvikað frá þeirri ákvörð- un sem lægi fyrir. 22 starfsmenn hjá Ingvari og Gylfa af 23 starfsmönnum sendu dómsmálaráðherra einnig stuðn- ingsyfirlýsingu en einn sat hjá. Vilja ekki láta þrýsti- hópa stjórna landinu Hlutu góða dóma á nor- rænni höggmyndasýningu NORRÆN höggmyndasýning var haldin í Noregi í sumar á vegum norska myndhöggvarafélagsins og Listafélagsins í Drammen. Sýningin var í Drammen frá 19. júní til 1. september sl. Tveimur meðlimum Félags ís- lenskra myndhöggvara var boðin þátttaka, þeim Sigurjóni Ólafs- syni og Hallsteini Sigurðssyni. íslendingarnir hlutu góða dóma fyrir verk sín í fjölmiðlum. Norska blaðið Aftenposten segir m.a. um verk þeirra: „Mest áberandi hinna norrænu gesta er íslendingurinn Sigurjón Ólafsson sem túlkar sjómanns- mynd á huglægan hátt í brons. Landi hans, Hallsteinn Sigurðs- son, sýnir óhlutlægt samspil hvítra flata á grasflöt...“ Barokktónleikar AÐRIR tónleikar Kammersveit- ar Reykjavíkur á þessu ári verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 7. desember kl. 17 og verður þar einvörðungu flutt barokktónlist. Að þessu sinni verður fluttur konsert eftir J.S. Bach fyrir tvær fiðlur. Þennan sama konsert um- skrifaði Bach síðar fyrir tvo semb- ala og kammersveit. Báðar gerðir konsertsins verða fluttar á tón- leikunum. Fyrsta verkið sem Kammer- sveitin flytur verður konsert eftir Telemann fyrir trompet, tvö óbó og kammersveit en tónleikunum lýkur með flutningi á Concerto grosso eftir Corelli sem gengur ævinlega undir heitinu Jólakons- ertinn. Alls koma fram á tónleikum Kammersveitarinnar að þessu sinni 20 tónlistarmenn en einleik- arar eru semballeikararnir Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmunds- dóttir, fiðluleikararnir Laufey Sigurðardóttir og Rut Ingólfsdótt- ir og Lárus Sveinsson trompet- leikari. Tónleikar Kammersveitarinnar eru fyrir styrktarfélaga en miðar verða seldir við innganginn. Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Bústaðakirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.