Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 29

Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 93 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI öllum mannlegum samskiptum, og þyngdaraflið í heimi efnisins. Sé annar væng- urinn visinn ... í yngstu opinberuðu trúar- brögðum heims, Bahá’í trúnni (upprunnin í Persíu fyrir nærfellt 140 árum) er það grundvallarsetn- ing, að það sem andstætt sé skynseminni sé andstætt trúnni. Trú og vísindi eru manninum það sem vængirnir eru fuglinum. Sé annar vængurinn visinn, getur fuglinn ekki flogið. Trú án vísindalegrar hugsunar og þekk- ingar leiðir til kreddufestu og ofstækis. Vísindi án trúarlegs sið- gæðis hafa menn fyrir augunum á okkar tímum og óþarfi er að fjölyrða um þau. Schopenhauer skaut yíir markið Trúarbrögðin eru vaxandi fyrir- bæri, lifandi og virk, og hlíta sömu lögmálum og önnur vaxtarfyrir- bæri — þau kvikna, eflast að þrótti, ná hámarki og síðan fjarar lífsmagn þeirra út. Þá endurnýja þau sig, en siðgæðisboðskapurinn, sem er kjarni þeirra allra, er áfram hinn sami. Það er góð vísbending um trúarbrögð í hnign- un, þegar þeim tekst ekki lengur að umbreyta hjartalagi og hugar- fari fylgjenda sinna og göfga siðu þeirra. Efist nokkur um að trúar- brögðin hafi megnað þetta meðan frumkraftur opinberunarinnar bjó í þeim, er hann beðinn að kynna sér sögu þeirra. Áhrif Islám á eflingu vísindanna fram á elleftu öld er eitt fegursta dæmið um hvernig trúarbrögðin í lífs- blóma sínum skapa kröftuga og glæsilega sið.menninu. Allar stofn- anir og hreyfingar, sem stuðlað hafa að bættu og fegurra mannlífi á Vesturlöndum, má rekja til frumuppsprettu kristindómsins. Ljóst má því vera að Schopenhau- er skaut yfir markið, þegar hann í elli sinni nefndi trúarbrögðin „Dætur fáfræðinnar". Nær sanni væri að nefna þau mæður visk- unnar." Þessir hringdu . . . Ekki hægt að neita öðrum hans líkum Kristín Kress hringdi og sagði: — Ég er mjög undrandi yfir þeim múgæsingum sem orðið hafa út af franska flóttamanninum sem kom hingað til lands á fölskum for- sendum og þekkist hvorki haus né sporður á. Það er eins og fólk skilji ekki að ef þessi maður fær land- vistarleyfi, þá er ekki hægt að neita öðrum hans líkum um það, og afleiðingar þess yrðu hörmu- legar. Það er einmitt það, sem fyrir 50 árum „í Kær barst sú fregn austan úr Skaftafellssýslu, að eld- ingu hefði slegið niður í ibúðarhúsið í Flögu í Skaft- ártungu. og að húsið hefði brunnið til kaldra kola. Til þess að fú nánari fregnir af þessu, átti Morgunblaðið tal við Gísla Sveinsson sýslu- mann í Vík, og skýrði hann þannig frá: Aðfaranótt mánudags (l.des.) gerði hjer aftaka veð- ur af haf-útsuðri; var það með verstu veðrum, sem hjer hafa komið. Urðu víða simslit, svo að ekki fcngust strax fregnir um, hvort nokkurt slys hefði orðið af veðrinu. Þó gat stöðvarstjórinn i Vík heyrt óljóst samtöl á aukalínum austan Mýrdalssands. Fékk hann þá þær fregnir, að kl. um 3 aðfaranótt 1. des. hefði cidingu slegið niður í ibúðar- húsið í Flögu i Skaftártungu og húsið brunnið til kaldra kola. Eldingu sló niður í skiftiborð simans og húsið stóð þegar i björtu báli. Fólk- ið komst nauðulcga út ómeitt, en misti alt, sem inni var. Bóndinn i Flögu heitir Vig- fús Gunnarsson og er kona hans Sigríður Sveinsdóttir, systir Gísla Sveinssonar, sýslumanns.** dómsmálaráðuneytið vill forða okkur frá. Hafi það þökk fyrir. Lög eru lög. Ég vona að þau sem dveljast í ráðuneytinu og aðrir samherjar gefi sér tíma til þess að breiða feld yfir höfuð sér eins og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum og hugsa til komandi kynslóðar. Á villigötum Kristján Kristjánsson, Kópa- vogi, hringdi og hafði þetta að segja: — Eg hef fylgst með máli Gervasonis og hugleitt það. Hann segist berjast fyrir friði og af- vopnun. Ég held að þessi ungi maður sé á villigötum. Það mætti t.d. spyrja hann, hvernig fara mundi fyrir föðurlandi, hans, Frakklandi, ef það yrði almennt að ungir menn flykktust úr landi og neituðu að gegna herþjónustu, ekki síst með tilliti til þess hversu ófriðlega horfir í heiminum. Ég trúi því ekki að Gervasoni sé þannig gerður að hann mundi neita að verja land sitt. Mér finnst að ráðamenn hér ættu að bjóða honum að skrifa með honum til Frakklands, þar sem honum væri beðið griða og þess farið á leit að hann fengi refsingarlaust að taka út sína herskyldu. Hann fengi þá áreiðanlega góðar móttökur í landi sínu og hann getur áreiðan- lega hvergi haft það betra. Það má líka minna á, að samkvæmt ís- lensku stjórnarskránni getur hann lent í þeirri aðstöðu hér að þurfa að grípa til vopna og verja Island. Hefur hann hugsað út í það? Annars konar flóttamenn ættu að ganga fyrir Matthías Kristinsson, ísafirði, hringdi og kvaðst vera á móti því að veita Gervasoni landvist hér. — Mér blöskrar það, að lítill hópur skuli ætla sér að taka lögin í sínar hendur og laga þau að eigin geðþótta, eins og nú virðist vera að gerast. Þögli meirihlutinn horf- ir bara á. Ef það er hins vegar áhugi fyrir þvi hjá yfirvöldum að taka við fleira landflótta fólki finnst mér að annars konar flótta- menn en hér er um að ræða ættu að ganga fyrir. Það eru vafalaust margir þeirra ólíkt verr staddir en Gervasoni. Lipur þjónusta á Hressingar- skálanum Dröfn Snæland hringdi og kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti sínu til starfsfólks Hress- ingarskálans fyrir einstaklega lipra þjónustu. — Ég er sykursýk- issjúklingur og hef átt í vandræð- um með að fá mat við mitt hæfi á veitingahúsum. Alls staðar eru þessar sósur og fiskur er steiktur í feiti, sem sagt freistingar en for- boðnir réttir fyrir sykursjúka. Við eigum því óvíða innhlaup ef okkur liggur á hérna í miðbænum. En ég rakst inn á Hressingarskálann og þar var mér tekið tveim höndum, fékk þurran hamborgara fram- reiddan eins og mér hentaði og matsveinninn upplýsti mig um kálmeti sem ég gæti fengið með kjötinu. Þannig var stjanað við mig. Þökk fyrir. ii. i * T J L —~~T ^ WtiL -w*á Gervijólatré í miklu úrvali Stæröir Verö 1,25 m 25.900 1,35 m 34.900 1,55 m 44,900 1,80 m 59.900 Einnig mikið úrval af kertum, kortum og jólapappír. Póstsími 30980. HAGKAUP Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI mmooifuuo: Innlauanarverð 7. desember 1980 Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir- pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi 1969 1. flokkur 5.219,14 20/2 '80 3.303,02 58,0% 1970 1. flokkur 4.775,68 15/9 '80 3.878,48 23,1% 1970 2. flokkur 3.459,85 5/2 '80 2.163,32 60,0% 1971 1. flokkur 3.158,18 15/9 '80 2.565,68 23,1% 1972 1. flokkur 2.752,20 25/1'80 1.758,15 56,5% 1972 2. flokkur 2.354,94 15/9 '80 1.914,22 23,0% 1973 1. flokkur A 1.759,91 15/9 '80 1.431,15 23,0% 1973 2. flokkur 1.621,45 25/1 '80 1.042,73 55,5% 1974 1. flokkur 1.119,16 15/9 '80 910,11 23,0% 1975 1. flokkur 913,82 10/1 '80 585,35 56,1% 1975 2. flokkur 689,54 1976 1. flokkur 654,22 1976 2. flokkur 531,34 1977 1. flokkur 493,48 1977 2. flokkur 413,31 1978 1. flokkur 336,87 1978 2. flokkur 265,84 1979 1. flokkur 224.82 1979 2. flokkur 174,41 1980 1. flokkur 131,17 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miðaö er við auðseljanlega fasteign. NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI- SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS: 2. flokkur 1980. Sölu lýkur 31. desember. Sölugengi pr. 1. des. 1980 103,51 -t- dagvextir. niRKfnncmféM isuMtoi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGOTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9 30—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.