Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 1
64 SÍÐUR 277. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samstaða f elur nef nd að kanna fangelsanir Varsjá, 10. des. — AP. ÓIIÁÐA verkalýðshreyfinííin Sam- staða skipaði i dag sérstaka nefnd til að rannsaka pólitískar fangels- anir i Póllandi og berjast fyrir því að pólitiskir andófsmenn verði látnir lausir. Áður hafnaði Sam- staða i yfirlýsingu ásökunum um. að hreyfingin hefði ýtt landinu „út á yztu nöf efnahaKsöngþveitis“ og itrekaði vilja til viðra'ðna við ríkisstjórnina. Nefndin, sem er meðal annars skipuð átta leiðtogum Samstöðu og nokkrum menntamönnum hand- gengnum hreyfingunni, sagði að tveir andófsmenn andvígir komm- únistum hefðu nýlega verið hand- teknir og þeir væru orðnir 'tíu alls. Hinir handteknu eru úr „Bandalagi sjálfstæðs Póllands" undir forystu Leszek Moczulski, sem hefur verið í haldi í nokkrar vikur. „Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við stefnu Moczulski eða samtaka hans,“ sagði Tadesz Mazo- wieckin, talsmaður Samstöðu, held- ur reynum við að verja alla, sem eru í haldi fyrir stjórnmálaskoðanir. Yfirvöld hafa sakað Moczulski um að berjast opinberlega gegn komm- únistastjórn í Póllandi. Landvarnaráðherra Sovétríkj- anna, Dmitri Ustinov hvatti í dag til „aukinnar árvekni“ gegn tilraun- um „heimsvaldasinna" að veikja stöðu sósíalistaríkja — einkum Póllands. Ustinov sagði þetta á ráðstefnu kommúnistaflokksins á Moskvu-herstjórnarsvæðinu og er valdamesti maðurinn, sem hefur beint opinberum ummælum um Pólland til sovézka hersins. Fyrr í dag neitaði sovézki tals- maðurinn Leonid Zamyatin í Nýju Delhi, að sovézkt herlið hefði sótt inn í Pólland og kallaði slíkar fréttir „illa meinta ögrun". Ný viðvörun birtist í málgagni pólska hersins um að sumir Pól- verjar reyndu að magna vandamál Póllands. Blaðið Trybuna Ludu sagði, að skortur á matvælum væri að aukast í verzlunum og skellti skuldinni á svartamarkaðsbraskara og spákaupmenn. Veiðibann í Norðursjó Frá fréttaritara Mbl. i Ósló i K»'r. ALGERT bann við allri fiskvéiði Efnahagsbandalagsins á norska sva'ðinu í Norðursjó tekur gildi í nótt vegna ofveiði fiskimanna- bandalagsins á þorski og ýsu. Norðmenn og Efnahagsbanda- lagið reyndu árangurslaust á fundi sínum í Briissel 1. og 2. desember að ná samkomulagi um fiskveiði- samning. Norðmenn ákváðu þá, að frá og með 3. desemjfer yrði að hætta allri þorsk- og ýsuveiði á norska svæð- inu og hvöttu EBE til að hætta allri veiði á þessum fiskitegundum á EBE-svæðinu einnig. En þessum veiðum hefur verið haldið áfram á svæði EBE. Því var ákveðið að skip EBE fengju ekki frá og með miðnætti í nótt að veiða aðrar fiskitegundir. í dag voru 28 skip frá EBE á norska svæðinu. Lauré. Sigri Obote í Uganda spáð Kampala, 10. des. — AP. TÆPLEGA 10 milljónir Uganda- manna fóru á kjörstað í dag til að greiða atkvæði í fyrstu kosning- unum í 18 ár. Ákveðið var að kosið yrði einnig á morgun vegna þess að kjörgögn hárust seint á marga kjörstaði og kosningar gátu viða ekki hafizt fyrr en eftir langa bið. Milton Obote fyrrverandi for- seti og flokki hans, UPC, Þjóðar- ráði Uganda, er spáð sigri í kosningunum, en þó getur orðið tvísýn keppni milli hans og Lýð- ræðisflokks (DP) Paul Ssemoger- ere, sem rómversk-kaþólskir menn styðja. Kjörstjórnum hefur verið skip- að að setja vörð um kjörkassa í nótt, en andstæðingar Obote gagnrýna þá ráðstöfun að kjósa líka á morgun þar sem það gefi flokki Obote og stuðningsmönnum hans í stjórninni færi á að hafa í frammi kosningamisferli. Kosningarnar fóru yfirleitt frið- samlega fram, þótt ofbeldi og ásakanir um kúgun og svik settu svip sinn á kosningabaráttuna og þrátt fyrir skort á kjörkössum, atkvæðaseðlum og skrám yfir kjósendur á hundruðum kjörstaða. Brezhnev-tillaga um olíusiglingar Nýju Delhi, 10. des. — AP. LEONID Brezhnev, forseti Sovét- rikjanna, kynnti í kvöld áatlun um að tryggja alþjóðlegar siglingar til Persaflóa með því að afneitað verði valdheitingu. hcrstöðvum og kjarn- orkuvopnum í þessum heimshluta. Hann sagði í meiriháttar stefnu- ræðu á indverska þinginu í lok Indlandsheimsóknar sinnar, að það væri „hreinn tilbúningur" að Rússar ógnuðu olíubirgðum Miðausturlanda. Brezhnev skoraði á Bandaríkin, önnur vestræn ríki, Kína, Japan og önnur hlutaðeigandi ríki — þar á meðal ríki í heimshlutanum — að takast á hendur nokkrar „gagn- kvæmar skuldbindingar" til að tryggja frið á svæðinu og ábyrgjast frjálsar siglingar til Persaflóa. Bandaríkin hafa heitið að verja olíuflutninga frá Miðausturlöndum og tillögur Brezhnevs mætti skoða sem lið í baráttu gegn hernaðaráhrif- um þeirra. En orðalagið í ræðunni var óljóst, þannig að ekki er vitað hvort tillögurnar einskorðast við Persaflóa eða ná til nálægra sigl- ingaleiða. Óljóst er hvort átt er við núverandi herstöðvar eða fyrirhug- aðar herstöðvar einnig. Um Afghanistan sagði Brezhnev að samningar við stjórnina í Kabul mundu leiða í ljós hvort brottflutn- ingur gæti átt sér stað. Honum var fagnað með lófataki þegar hann lofaði að vinna að stofnun „friðar- svæðis" á Indlandshafi. Hann kallaði áætlun sína „kenningu friðar og öryggis". Leonid Brezhnev ávarpar indverska þingið og hvetur til trygginga fyrir siglingum til Persaflóa. Indira Gandhi hlustar á ásamt forscta neðri deildar. Balram Jakhar, en túlkur stendur fyrir aftan Brczhnev. Astæðurnar fyrir morðinu kannaðar New York. 10. des. AP. NÁNAR gætur eru hafðar á Mark David Chapman, scm er ákærður fyrir morðið á John Lennon. og reynt er að grafast fyrir um ástæðurnar fyrir verkn- aðinum. Maður nokkur, sem þekkti Chapman fyrir fimm árum, kvað þau ummæli Lennons, að bítlarnir væru vinsælli en Jesús Kristur, hafa komið honum úr jafnvægi. Hann sagði líka, að Chapman hefði fengið taugaáfall, þegar for- eldrar hans skildu fyrir fjórum árum. Chapman, sem er einlægur bítlaaðdáandi, er sagður valda „engum hegðunarvandkvæðum“. Dómari fyrirskipaði að eftirlit væri haft með Chapman á 15 mínútna fresti, þar sem lögfræð- ingur hans sagði, að hann hefði tvívegis reynt að fyrirfara sér. Lík Lennons var í dag afhent „fulltrúum fjölskyldunnar" og flutt í líkstofu. Ekkja Lennons, Yoko Ono, bað um að þeir sem vildu minnast hans létu líknar- stofnun, sem Lennon stofnaði, njóta þess. Fólk safnaðist enn saman við Dakota-fjölbýlishúsið í dag og tók þátt í óundirbúinni minningarathöfn. Maðurinn. sem er grunaður lögreglunnar í New York. um morðið á John Lennon. í vörzlu Eiginkona og móðir Chapmans eru í einangrun í Honolulu og njóta verndar öryggisvarða. Chap- man mun hafa hringt í konu sína og sagt henni að fá sér lögfræðing til öryggis. Hann verður í einangr- un þar til kyrrð kemst á og gengst undir sálfræðipróf til að kanna hvort hann er sakhæfur. Mark David Chapman, sem er grunaður um morðið á Lennon. Mvndin er frá skólaárum hans i Decatur, Georgíuríki. Refsiaðgerðir fyrirætlaðar Brtissel, 10. des. — AP. IIAROLD Brown. landvarnaráð- herra Bandarikjanna. sagði í dag. að „efling hernaðarmáttar" NATO yrði eitt andsvarið við sovézkri innrás i Pólland. Aðrir landvarna- ráðherrar NATO sögðu á fundi sinum í Briissel, að bandalagið legði siðustu hönd á aðrar efna- hagslegar og diplómatiskar gagn- ráðstafanir. Brown sagði að Bernard Rogers hershöfðingi, yfirmaður liðsafla bandamanna í Evrópu, hefði verið falið að gera eðlilegar hernaðarlegar varúðarráðstafanir vegna eflingar sovézka heraflans í Austur-Evrópu að undanförnu. Brown og Fráncis Pym, land- varnaráðherra Breta, sögðu þó , að hernaðarráðstafanirnar væru ekki „óvenjulegar". En margt bendir til þess að utanríkisráðherra banda- lagsins muni ræða alvarlegar póli- tískar og efnahagslegar ráðstafanir á fundi sínum á morgun og föstudag. Niðurskurður á viðskiptum aust- urs ög vesturs, lánum og tækniaðstoð eru meðal „hugsanlegra sameigin- legra andsvara" Bandaríkjanna og samherja þeirra samkvæmt heimild- um í Washington. Þó er lögð áherzla á, að meginmarkmið Carter-stjórn- arinnar sé að sannfæra Rússa um, að þeim stafi ekki ógn af frjálsræði í Póllandi og stjórnin hafi reynt að sýna fram á, að hún vilji ekki auka innanlandsvanda Pólverja eða hagn- ast á honum. Utanríkisráðherrarnir munu leggja á það áherzlu, að bandalagið hafi áhyggjur á hernaðaruppbygg- ingu Rússa og hættunni, sem íhlutun hefði á jafnvægi í Evrópu. Vitað er, að aðildarríkin vilja ganga misjafn- lega langt í refsiaðgcrðum: Vestur- Þjóðverjar og Belgar hafa minnstan áhuga á þeim, Bretar og Frakkar mestan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.