Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
Hæsti vinningurinn
skiptist í fimm staði
DREGIÐ var í happdrætti Há-
skóla íslands í gær og var
vinningsupphæðin l.fi milljarðar
króna. Miðarnir með númerinu.
sem hæsti vinningurinn féll á,
eru i eigu fimm Reykvíkinga.
Kópavogsbúa og Vestmanney-
inga, og skiptust 45 milljónirnar
því þannig, að eigandi trompmið-
ans fékk 25 miiijónir króna. en
hinir fjórir 5 milljónir hver.
Jóhannes L. L. Helgason, for-
maður happdrættisráðsins, sagði í
samtali við Mbl. í gærkvöldi: „Við
munum reyna að greiða vinnings-
höfunum í reiðufé, þótt verkfall
bankamanna dragist á langinn. Og
það munum við gera án aðstoðar
Seðlabankans, þrátt fyrir það, að
við höfðum pantað fé með löngum
fyrirvara."
Sjá vinningaskrá bls. 28.
*
Samgönguráðherrar Islands
og Luxemborgar:
Vilja hef ja könnun á
áframhaldi Atlants-
hafsflugs næsta haust
„VIÐ urðum sammála um það að stuðla að því að fyrr en
seinna verði hafist handa við að athuga hvort
áframhaldandi grundvöllur sé fyrir Norður-Atlants-
hafsfluginu eftir 30. sept. nk. og áhugi Luxemborgara í
þessum efnum er sá sami og áður, þeir vilja skoða alla
möguleika til þess að flugið geti haldið áfram,“ sagði
Steingrímur Ilermannsson samgönguráðherra í samtali
við Mbl. í gær, um viðræður hans við Josy Bartel
samgönguráðherya Luxemborgar en Steingrímur kom
þar við á leið til íslands af ráðherrafundi í Danmörku.
„Luxemborgarmenn vilja m.a.
skoða sérstaklega möguleika á
samblandi af farþegaflugi og
vöruflutningaflugi og þeir hafa
áhuga á því að flugfélög landanna
tengd þessum leiðum hefji fyrr en
seinna samstarf á einhvern hátt ef
grundvöllur er á annað borð til.
Þeir leggja áherslu á það að þeir
vilja halda áfram samstarfinu við
íslendinga.
Annars kom þessi heimsókn til
vegna þess að Bartel hringdi í mig
fyrir skömmu og þar sem ég var
þá á leið til Danmerkur var
ákveðið að ég kæmi við í Luxem-
borg til þess að við bærum saman
bækur okkar í framhaldi af fyrri
viðræðum, bæði það sem hefði
gerst síðan og varðandi framtíð-
INNLENT
Samkeppnisnefnd:
Félagslög bóka-
útgefenda brjóta
verðlagslög
„SAMKEPPNISNEFND taldi
einróma, að i félagslögum Félags
islenzkra bókaútgefenda séu
ákvæði, sem hafi i för með sér
skaðlegar samkeppnishömlur og
var verðlagsstofnun falið að taka
upp samningaviðræður við bóka-
útgefendur til að binda endi á
þessar skaðlegu samkeppnis-
hömlur, eins og verðlagslög
segja, að skuli vera fyrsta skref-
ið,“ sagði Björgvin Guðmunds-
son, formaður samkeppnisnefnd-
ar, er Mbl. spurði hann í gær-
kvöldi, hver hefði orðið niður-
staða nefndarinnar varðandi mál
það sem risið er vegna bóksölu
Hagkaups.
Auk Björgvins eru Unnsteinn
Beck og Þórir Einarsson í sam-
keppnisnefnd. Björgvin sagði, að í
félagslögum bókaútgefenda væru
ákvæði um sölukerfi varðandi
verzlun með bækur, sem sam-
keppnisnefnd teldi m.a. takmark-
anir á frelsi til atvinnureksturs,
sem brytu í bága við verðlagslög-
in.
ina. Þetta er því óformleg kurteis-
isheimsókn.
Við vorum sammála um það að
æskilegt væri að fundir hæfust
strax eftir áramót á vettvangi
flugfélaganna og við munum
reyna að fylgjast með þeim.
Þessar viðræður við Bartel voru
gagnlegar, þeim finnst að vísu að
umfangið hafi minnkað mjög og
hafa áhyggjur af því hver sam-
dráttur hefur orðið hjá Luxair í
framhaldi af færri flugferðum
Flugleiða, en Bartel er jákvæður
og reynt verður að vinna málið á
þann hátt.“
Flugvallarskattur hækkaði í gær:
Birgir Þorgils-
son hættir hjá
Flugleiðum
BIRGIR Þorgilsson sem um
árabil hefur unnið að sölu og
markaðsmálum Flugleiða. hef-
ur nú sagt upp störfum hjá
Flugleiðum frá áramótum.
Birgir hefur verið yfir norður-
svæðinu svokallaða. á sinu
sviði, Skandinaviu, Bretlandi
og lslandi, þá hefur hann
annazt IATA-mál og sölustjórn
á farþegasviði. Mbl. innti Birgi
eftir því í' gær hvort hann
hygðist ganga i ákveðið starf,
en hann kvað óráðið með öllu
hvað hann færi að gera. Vildi
hann ekki tjá sig um ástæðu
þess að hann segir upp starfi
sinu hjá Flugleiðum.
Skilar 1350 millj-
ónum á næsta ári
Flugvallarskatturinn
hækkaöi í gær og vegna
ílugs milli landa er hann nú
11.200 krónur, en var áður
8.800 krónur. Innanlands-
gjaldið nú 800 krónur, en
var áður 650 krónur á
hverja ferð. Hækkunin milli
landa nemur 27,3%, en inn-
anlands 23,1% og þess má
geta að vegna ferða til
Grænlands og Færeyja er
sami flugvallarskattur og
innanlands.
Hækkun þessi er samkvæmt
ákvæðum í lögum vegna ákvæða
um breytingar á verðlagi og eink-
um var tekið mið af breytingum á
gengi dollarans síðan í maí við
hækkunina. í fjárlagafrumvarpi
fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að
flugvallarskatturinn skili 1350
milljónum króna, en því á að
ráðstafa til flugmála.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, sagði í samtali við
Mbl. í gær, að flugvallarskattur-
inn hefði verið vandræðabarn allt
frá því, að hann fyrst var settur á.
Margvíslegir erfiðleikar hefðu
komið upp við innheimtu hans og
margur útlendingurinn farið
óánægður úr landi vegna hans.
— Fólki finnst þessi skattur
alltof hár, en hann er með því
hæsta sem gerist í slíkri skatt-
heimtu í heiminum, og mörgum
finnst hann ganga þvert á þá
viðleitni að byggja upp ferða-
mennsku sem atvinnugrein hér á
landi. Starfsfólk okkar í Keflavík
hefur farið fram á, að það sleppi
við innheimtu skattsins og vill að
ríkið taki sjálft að sér innheimt-
una, sagði Sveinn Sæmundsson.
N ey ðarsendingar
án bankastimpl-
unar stöðvaðar
NEYÐARSENDINGAR eða af-
greiðsla á þeim án bankastimplun-
ar hefur verið stöðvuð, að sögn
Björns Hermannssonar. tollstjóra i
Reykjavik, þar sem bankastimplun
vantar, en Island mun vera eitt
fárra landa, sem krefst banka-
Meinbugir taldir á laga-
setningu í bankamannadeilu
BANKAMENN og fleiri hafa velt
þvi fyrir sér að undanförnu,
hvort stjórnvöld muni skerast í
leikinn i verkfallsmálum banka-
manna og banna verkfall SÍB og
setja gerðardóm til ákvörðunar
launakjörum bankamanna. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins munu ekki enn uppi
nein áform um lagasetningu,
enda þar miklir meinbugir á að
mati fróðra manna.
Helztu erfiðleikar við lagasetn-
ingu eru þeir, að það boð, sem
bankamönnum hefur þegar borizt,
er mun hærra hlutfall launahækk-
ana en BSRB samdi um og munar
þar um 3 prósentustigum. Einnig
hefur BHM krafizt endurskoðunar
á kjarasamningi sínum fyrir
Kjaradómi og er búizt við að
þessar hækkanir fari þá út yfir
allan ríkisgeirann. Að vísu mun
BSRB ekki hafa endurskoðunar-
rétt eftir að það fékk verkfallsrétt,
en í samningi þess við fjármála-
ráðherra er kveðið á um samræm-
ingu miðað við launatöflu BHM á
samningstímanum. Geta hækkan-
ir á efstu töxtum BHM þá haft
hugsanleg áhrif þar á.
Nú hefur uppstytta orðið í
bankaviðræðum og verði boðað til
nýs sáttafundar síðdegis í dag,
þykir augljóst að takist að ná
samkomulagi, verður verkfalli
ekki aflýst, fyrr en atkvæða-
greiðsla hefur farið fram í aðild-
arfélögunum SÍB. Við það mun
myndast ófremdarástand á morg-
un, er greiða á tímakaupsmönnum
vikulaun sín.
stimplunar, svo að unnt sé að
tollafgreiða vörusendingar.
Þessar afgreiðslur neyðarsend-
inga hafa farið fram um helgar,
þegar tollstjóraskrifstofan hefur
verið lokuð. Björn Hermannsson
kvað þetta vera afbrigðilegar af-
hendingar, sem framkvæma ætti
þegar skrifstofa tollsins væri ekki
opin um hátiðar eða helgar. Að öðru
leyti á öll afgreiðsla að beinast í
gegnum tollstjóraskrifstofuna á
meðan hún er opin, þar með talin
bankastimplun.
Heimild er í reglugerð í þessum
neyðartilvikum, að farmflytjandi
afhendi vöruna án tollafgreiðslu og
án bankastimplunar með því að sett
verði trygging fyrir. Tollstjóri sagði,
að sér hefði ekki þótt rétt að
afgreiða þetta án bankastimplunar
á meðan skrifstofan væri opin og
hafi ráðuneyti og stjórnvöld viður-
kennt það sjónarmið sitt. Hins
vegar hefur ekki reynt á það enn,
hvort afgreiðsla fæst á þessu um
næstu helgi. Björn Hermannsson
sagði, að þessi mál væru til athug-
unar bæði í viðskiptaráðuneytinu og
fj ármálaráðu ney tinu.