Morgunblaðið - 11.12.1980, Page 3

Morgunblaðið - 11.12.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 3 Þorskaflinn ast 400 þús. UM SÍÐUSTU mánaðamót var þorskafli íslendinga á árinu orðinn rúmlega 390 þúsund lestir samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands. Er það tæp- um 50 þúsund lestum meiri afli, en fyrstu 11 mánuði síðasta árs. Fiski- fræðingar lögðu til í upp- hafi þessa árs, að þorskafli færi ekki yfir 300 þúsund tonn á árinu, stjórnvöld ákváðu að miða við 350 þúsund tonn sem hámark og nú er útlit fyrir að alls verði veidd 410—415 þús- und tonn af þorski á ís- landsmiðum í ár. Þorskafli skiptist þannig á milli báta og togara fyrstu 11 mánuði ársins að bátarnir höfðu veitt 201.571 tonn, en togararnir 189.704 tonn. Botnfiskaflinn var samtals orðinn um síðustu mánaðamót 605.320 tonn og í botnfiski er nálg- tonn aukningin á milli ára tæplega 59 þúsund tonn á árinu, þannig að aukningin í botnfiski á milli ára er nær öll í þorski. Sjö þúsund tonnum meira hafði borizt á land af síld á síðustu mánaðamót en á sama tíma í fyrra eða 50.719 tonn og áttu allmörg skip þá eftir að fylla kvóta sinn. Loðnuafli er hins vegar um 230 þúsund tonnum minni í ár, en í fyrra. Heildarafl- inn var um síðustu mánaðamót 1.420.391 tonn, en var á sama tíma í fyrra 1.612.136 tonn. „Smyglhjón- in“játuðu IIJÓNIN, sem setið haía í gæzluvarðhaldi undanfarna daga á meðan rannsókn hefur farið fram á hlut þeirra í smyglmáli. voru leyst úr haldi í Kær. Eiginmaðurinn er stýrimað- ur á íslenzku vöruflutninga- skipi og liggja fyrir játningar hans og eiginkonunnar um smygl og dreifingu á um 48 lítrum af spíra, 30 flöskum af vodka og 40 lengjum af vindl- ingum. Smyglvarningnum var aðallega dreift í Þorlákshöfn og nágrenni. Maður einn í Þorlákshöfn sat inni í gæzlu- varðhaldi um tíma vegna máls- ins en honum hefur einnig verið sleppt. ekkisama kaupir amatinn Hjá Versluninni Ásgeir í Tindaseli leggja þeir saman krafta sína Sveinbjörn kjötiðnaðarmaður og Bjarni matreiðslumaður til þess að gera hrá- efnið sem allra best úr garði. Því eins og Bjarni segir: ,,Þú lagar ekki góðan mat úr lélegu hráefni.” í kjötborðinu hjá þeim félögum færðu allt það besta sem hægt er að hugsa sér í jólamatinn. Þar er til dæmis úrval af 1. flokks svínakjöti og norðlenskt hangikjöt sem alltaf stendur fyrir sínu, — og ekki sakar að það er á gamla verðinu. En það besta er eftir! Þú færð kaupbæti: Bjarni veitir þér allar hugsanlegar upplýsingar og ráð sem þú þarft á að halda við matreiðsluna. Að þessu sinni mælir hann sérstaklega með „SÆNSKRI SKINKU,” en sá réttur nýtur nú vaxandi vinsælda. ÞAÐ ERU KOMIN JÖL í KJÖTBORÐINU HJÁ VERSLUNINNI ÁSGEIR! Tindaseli 3, Breiðholti. Sími: 76500 og Grímsbæ Sími: 86744, Þess vegna borgar sig að versla þar sem starfsmennirnir hafa bæði þekkingu og reynslu sem kemur þinni eigin matargerð til góða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.