Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
Gunnar G. Schram, formaður Lögfræðingafélags Islands:
Yegið að Hæstarétti
í viðtali við Dagblaðið þann 6.
desember sl. lýsir Vilmundur
Gylfason þingmaður því yfir að
nærvera Armanns Snævarrs
hæstaréttardómara á sameigin-
legum fundum menntamála-
nefnda Alþingis, er fjallað var um
frumvarp um biskupskjör, hafi
verið stjórnarskrárbrot. I viðtal-
inu segist Vilmundur hafa „bent á
þá staðreynd að þarna væri kom-
inn fulltrúi dómsvaldsins í land-
inu eins og kaupmaður með vöru
sína að halda henni að okkur ...
En að fulltrúi dómsvaldsins skuli
vera að vasast í málum löggjaf-
arvaldsins er augljóslega brot á 2.
grein stjórnarskrárinnar um þrí-
skiptingu valdsins og spilling af
verstu tegund".
Sá þingmaður, sem telur sig
hafa þekkingu til þess að dæma
um það að hér hafi verið framið
stjórnarskrárbrot, ætti jafnframt
að vita að dr. Ármann Snævarr
var ekki kominn til þessa þing-
nefndarfundar að eigin ósk, held-
ur eftir sérstakri beiðni formanns
menntamálanefndar neðri deildar
Alþingis. Hann var heldur ekki
þangað kominn til að „kenna
löggjafarvaldinu" eins og þing-
maðurinn orðar það og telur
einnig stjórnarskrárbrot. Á fund-
inn var hann kominn til þess að
gera grein fyrir og skýra efni
frumvarps, sem hann samdi að
beiðni biskups á grundvelli álykt-
unar Kirkjuþings um breytingar á
fyrirkomulagi biskupskjörs, í
samráði við kirkjumálaráðherra.
Alkunna er að það er algengt að
þeir embættismenn og sérfræð-
ingar, sem alþingismenn eða ráðu-
neyti biðja um að semja laga-
frumvörp, séu kvaddir á þing-
nefndarfundi til þess að skýra efni
þeirra frumvarpa, enda má líta á
það sem embættiskyldu þeirra að
verða við slíkum beiðnum þing-
nefnda.
Ekkert er við það að athuga þótt
hæstaréttardómarar komi á fundi
þingnefnda þessara erinda sem
aðrir, sé þess óskað af þingmönn-
um. Hvergi er stafur í lögum eða
stjórnarskrá, sem bannar slíkt.
Hvergi er það heldur bannað að
alþingismenn eða ráðherrar leiti
liðsinnis hæstaréttardómara við
gerð lagafrumvarpa. Það lýsir
vægast sagt takmarkaðri þekk-
ingu á stjórnskipun landsins að
halda því fram að með því séu
dómarar að taka löggjafarvaldið
úr hendi Alþingis og brjóta 2. gr.
stjórnarskrárinnar. Hér er aðeins
um það að ræða að Alþingi fær í
hendur fyrstu gerð lagafrumvarps
eða frumvarpsdrög að þeim mál-
um, sem það sjálft telur svo flókin
að sérfræðingar þurfi þar um að
fjalla. Þau drög eru síðan send til
umsagnar fjölmargra aðila utan
þingsins, ítarlega rædd á þing-
nefndarfundum í báðum deildum
og loks rædd við minnst sex
umræður á þingi. Það er því
augljóst að vitanlega er það Al-
þingi sjálft, sem hér vinnur lög-
gjafarstarfið, en ekki þeir sér-
fræðingar, sem frumdrögin semja.
Alla vega ætti ekki manni, sem
setið hefur sjálfur á þingi í nokkur
ár, að vera ókunnugt um þessa
hluti.
Þingmanninum til fróðleiks má
geta þess að það hefur tíðkast allt
frá stofnun Hæstaréttar fyrir
röskri hálfri öld að leitað væri til
hæstaréttardómára um gerð
frumvarpsdraga i vandasömum
málum, einkum á sviði réttarfars
og einkamálaréttar. Raunar nær
sú venja allt aftur til dómara
Landsyfirréttarins. Má það því
furðu mikil glámskyggni heita, að
enginn skuli fyrr hafa komið auga
á að slíkur háttur mála sé stjórn-
arskrárbrot og spilling af verstu
tegund.
Þá má og géta þess að ekki eru
nágrannaþjóðir okkar á Norður-
löndum á sama máli og þingmað-
urinn í þessum efnum. Þar er það
alsiða, ekki sízt í Danmörku, að
hæstaréttardómarar eru kallaðir
til, þegar undirbúa þarf vanda-
sama og mikilvæga lagasetningu.
í Svíþjóð og Finnlandi er það
beinlínis lögfest sem ein af emb-
ættisskyldum hæstaréttardómara
að semja frumvörp að beiðni
þjóðþinganna þar.
Enn má í þessu sambandi
minna þingmanninn á 83. grein
norsku stjórnarskrárinnar. Þar
segir að Stórþingið geti beðið um
álitsgerðir Hæstaréttar varðandi
lögfræðileg málefni. Svo mikil-
vægt þykir þar í landi að löggjaf-
arþingið geti leitað ráða og lið-
sinnis hæstaréttardómara að það
er beinlínis fest í stjórnarskrá —
það framferði, sem þingmaðurinn
telur hér á landi vera spillingu og
stjórnarskrárbrot.
Loks sakar ekki að geta þess, að
þá fáu mánuði, sem þessi þing-
maður fór með embætti dóms-
málaráðherra, fól hann persónu-
lega ýmsum dómurum landsins að
semja a.m.k. hálfan tug lagafrum-
varpa. Þá var hvorki minnzt á
spillingu, né stjórnarskrárbrot!
Nú segist þingmaðurinn hinsvegar
vilja „berjast gegn þeirri spill-
ingaráráttu að flækja saman
dómsvald, framkvæmdavald og
löggjafarvald í landinu". Skjót eru
veður að skipast í lofti hjá sumum
mönnum.
í síðari hluta Dagblaðsviðtals-
ins er um að ræða einhverja
grófustu og ómaklegustu árás á
æðsta dómstól landsins, sem
nokkru sinni hefur sést á prenti
hér á landi. Þar segir þingmaður-
inn orðrétt:
„Hæstaréttardómur um aftur-
virkni skatta féll fyrir skömmu
ríkisvaldinu í hag. Þrír dómarar
voru fylgjandi dómnum, en tveir
andvígir. Ég held að niðurstaða
dómsins hafi fyrirfram verið
ákveðin ríkinu í hag og að mis-
munandi skoðanir dómaranna séu
aðeins sjónarspil".
Um þessi ummæli má segja það
að þau eru bæði siðlaus og löglaus.
Hér er þingmaðurinn að gefa í
skyn að dómarar Hæstaréttar
dæmi ekki í málum eftir beztu
vitund og samvizku, heldur beygi
sig í duftið fyrir ríkisvaldinu og
reyni síðan að leyna þeirri afstöðu
sinni og blekkja þjóðina með því
að setja sérálit sín á svið.
Það er alvarlegri hlutur en í
fljótu bragði gæti sýnzt, þegar á
Þeim, sem þekkt hafa til
Thors Vilhjálmssonar, kemur
það ekki á óvart, að hann
heldur sýningu á myndlist
sinni. Hann hefur sýnt nokkur
verk áður hér í borg ásamt
öðrum rithöfundum. Sú sýn-
ing var í anddyri Norræna
hússins, ef ég man rétt, og
vakti nokkra eftirtekt. Thor
hefur einnig látið fylgja verk-
um sínum rituðum, myndir
bæði við texta og einnig á
kápum. Og það virðist ekki
óalgengt, að rithöfundar
stundi myndgerð jöfnum
höndum, einnig er það oft svo,
að málarar hafa skemmtun af
að grípa til ritsmíða, en engin
Thor í Djúpinu
föst formúla er fyrir þessu
fremur en öðru því, er undir
listir flokkast. Þetta er því
fyrsta einkasýning Thors.
Hann hefur valið 36 verk til
þessarar sýningar og eru
þarna krítarmyndir, vatns-
litamyndir og teikningar með
bleki. Sumar þessara mynda
eru gerðar á ítölsk dagblöð
með Gouache-litum(?) og hafa
skemmtilega áferð, myndræna
og dálítið expressionistíska.
Thor er ágætur í litameðferð
og nær stundum merkilega
góðum árangri. Hann er einn-
ig nokkuð góður teiknari og
fer yfirleitt mjög vel með þær
hugmyndir, er verða valdar að
verkum hans. Hann er á
stundum undir sjáanlegum
áhrifum frá sumum samtíma
meisturum,. og nefni ég í því
sambandi Klee, enda ekki leið-
um að líkjast. í heild er þessi
sýning Thors furðulega sam-
stæð og hefur vissan slag-
kraft, sem vart er finnanlegur
hjá fólki, sem hefur myndgerð
sem aukastarf, að ég ekki
nefni, að einbeiting á öðru
listasviði verður í flestum
tilfellum þess valdandi, að
broddurinn fer úr öðru hvoru.
Hvað um það, Heinesen kemst
einnig vel frá þessu, og fleiri
mætti telja.
Myndlist
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Þarna í Djúpinu eru nokkur
verk, sem mér fundust fremri
öðrum, og nefni ég sem dæmi
No. 3, 4, 9 og 12 og enn eitt
verk, sem mér varð miklu
minnisstæðara en aðrar
myndir á þessari sýningu. Það
var No. 23, sem að mínum
dómi er algerlega í sérflokki.
Þar er bæði næm tilfinning og
skemmtileg póesía á ferð, sem
grípur mann á seiðandi hátt
og skilar áhrifum, sem fáum
er gefið að miðla í verkum
sínum. Það mætti ýmislegt
fleira segja um þær 36 myndir
Thors, sem þarna eru á veggj-
um. En mér kom í hug, er ég
rölti upp Túngötuna eftir að
hafa skoðað sýningu Thors,
hvort myndi nú hafa betur
myndlistarmaðurinn Thor eða
rithöfundurinn Thor, ef hann
legði sömu rækt við myndgerð
sína og ritað mál. Ég er langt
frá því að hafa komist að
niðurstöðu, þegar þetta er
ritað. En sýning sem þessi
hlýtur að vekja hugmyndir,
sem ef til vill ekki allar passa
inn í raunveruleikann. Vanga-
veltur mun einhver segja, Já
vangaveltur í sambandi við
list sýna einmitt að hún hefur
náð tilgangi sínum.
Ég hafði sérlega ánægju af
að sjá þessi verk Thors Vil-
hjálmssonar og þakka hér með
fyrir stundarkorn er varpaði
ljósi í grámyglu skammdegis.
Stúlkur í
dósaverksmiðju
ólafur Ilaukur Simonarson:
Galeiðan, skáldsaga. Útg. Mál og
Menning 1980.
Sögusviðið er aðallega dósa-
verksmiðja í Kópavogi og nokkrar
stúlkur, sem vinna þar. Aðalper-
sónan er Jónína, einstæð móðir
sem býr í leiguíbúð á Rauðarár-
stígnum með tveimur vinkonum
sínum. Þær vinna allar í dósaverk-
smiðjunni og það koma vitanlega
fleiri við sögu. Lýst er vinnudegi
stólknanna og knappri aðstöðu
þeirra, misréttið í launum skýtur
upp kollinum og verkstjórinn er
hálfleiðinlegur. Samræður stúlkn-
anna snúast ekki um sérlega
mikilvæg efni, það er talað um
karlmennina og dálítið um arð-
ránið og fleira. En þetta er
lifandi saga og vel sögð, lesandi
fær góða hugmynd um hag og
líðan þessara stúlkna. Inn í sög-
una fléttast fjölskyldumál stúlk-
unnar Brynju, sem hefur verið
vanheil á geði og vill ekki verða
hlaðfreyja, þrátt fyrir grátbeiðnir
móður hennar. Brynja vill bara
vinna í dósaverksmiðjunni. Einnig
koma einkamál verkstjórans Lár-
usar Björnssonar við sögu og kona
hans, Lóló, gerir uppreisn gegn
honum og yfirgefur hann vegna
þess að hann metur ekki vinnu
hennar og er naumur á peninga til
nauðþurfta. Hann situr eftir jafn
skilningssljór og áður: dæmigerð-
ur karlmaður sem ekki botnar
neitt í neinu.
Dósaverksmiðjustúlkunum og
fleiri sögupersónum er lipurlega
lýst og sagan rennur fram í
fremur stuttum og hnitmiðuðum
köflum, sem allir hafa í sér
samhengi og það er góður stígandi
í bókinni.
Þegar slys verður í dósaverk-
smiðjunni, vegna ónógs öryggis-
búnaðar taka konurnar sig saman.
Þær leggja niður vinnu, vegna
þess að aðstaðan fæst ekki bætt.
Lárus verkstjóri lendir í hinum
mestu vandræðum og hann reynir
að fá liðsinni forstjóra fyrirtækis-
ins, Más Blöndal, sem er heldur
ólafur Haukur Simonarson
Bókmenntlr
eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
fráhrindandi og ekki kærusamur
aðili. En Már er sofandi og Lárusi
stendur þvílík ógn af svo fínum
forstjóra að það má ekki vekja
hann að sinni. Blaðamenn
streyma á vettvang og þá fer
Blöndal að runíska. Stöðvar allar
fréttir í blöðunum, en ákveður að
segja engum upp. „Þetta mál er
allt á misskilningi byggt," segir
Már við Lárus. „Það er út úr
heiminum. Lárus, málið er út úr
heiminum."
En svo er að skilja að nú sé
Lárusi nóg boðið: ... „Málið er
útúr heiminum segir Már Blöndal.
Vinnufriðurinn er fyrir öllu. Skál
Lárus!