Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
11
þennan hátt er höggvið að sæmd
og heiðri þeirrar stofnunar, sem
er helzti hornsteinn réttaröryggis
í landinu, og til þess treyst af
þjóðinni að leysa úr ágreiningi að
réttum lögum einungis. Ekki er
því að neita að sérstætt andlegt
atgervi þarf til þess að halda slíkri
samsæriskenningu fram um störf
æðsta dómstóls þjóðarinnar, án
minnsta snefils af rökum eða
sönnunum um réttmæti hennar.
Enn sérstæðara er að ásakanir
um svo gróf embættisbrot skuli
koma fram frá manni, sem fyrir
skömmu fór með embætti dóms-
málaráðherra landsins og ætti því
öðrum fremur að þekkja til starfs-
hátta Hæstaréttar. Slík gífuryrði
verða því hér ekki afsökuð með
ókunnugleika. Og hér við bætist
að þingmanninum er fullkunnugt
um að hæstaréttardómurum er
torkleift, starfs síns vegna, að
svara slíkum árásum á opinberum
vettvangi eða gefa þar skýringar á
dómum sínum.
Þingmönnum, sem öðrum borg-
urum þessa lands, er vitanlega
fullheimilt að gagnrýna allt það,
er miður fer á sviði dómsmála sem
annars staðar í þjóðfélaginu. Til
þess er prentfrelsið í stjórnar-
skránni. En þá lágmarkskröfu
verður að gera til slíkrar gagn-
rýni, að hún sé rökstudd og
máiefnaleg, en ekki fullkomlega
úr lausu lofti gripin, ekki sízt
þegar spjótum er beint að þeirri
stofnun, sem er helzti vörður laga
og réttar í landinu og hefur frá
öndverðu rækt það hlutverk sitt af
hendi með miklum ágætum.
Gunnar G. Schram,
formaður Lögfræðingafélags
íslands.
Þá skvettir Lárus Björnsson
innihaldi glassins í andlitið á Má
Blöndal." Með það endar bókin, en
verkakonurnar hafa samt unnið
nokkurn sigur. Þeim verður ekki
sagt upp og það er trúlegt að
aðstaða þeirra verði bætt, eða við
höfum að minnsta kosti ástæðu til
að ætla það.
Galeiðan er að mörgu leyti góð
bók og segir í knöppu máli og
liðlegu býsna áhrifaríka sögu,
lýsir af skilningi og án teljandi
öfga — nema hvað varðar for-
mann atvinnurekendaklúbbsins,
sem kemur eins og skrattinn úr
sauðaleggnum — aðstöðu stúlkn-
anna í verksmiðjunni. Kaflarnir
um formanninn tengjast ekki
söguþræðinum, hafi það verið ætl-
an höfundar að setja þetta upp í
andstæður sínar, finnst mér hann
sem sagt skjóta yfir markið.
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐAL3TRÆTI • - SfMAR: 17152-17355
W \llökull hf.
Ármúla 36. Símar 84366 - 84491
SÍVINSÆL
BARNABÓK
SALÓMON SVARTI
eftir HJÖRT GiSLASON
Sagan um Salómon svarta átti gífur-
legumvinsældum að fagna þegar hún
kom fyrst út. en hefur verið ófáanleg
um árabil. Þvt gefur Bókaforlag Odds
Björnssonar bókina út að nýju.
I bókinni segir frá þeim bræðrum
Fía og Fóa, en þeir alast upp hjá
Skúla afa sínum og Þurtöi ömmu
sinni. Óvænt bætist einn meðlimur í
fjölskylduna, svart hrútlamb, sem
þeir bræður nefna Salómon svarta.
Skúli I Smiðjubæ fann hann hjá mömmu sinni sem lá dauð milli þúfna og
var lambið heldur óburðugt í fyrstu. En það færist lif i Salómon svo um
munar og ævintýri þau sem hann og bræðurnir lenda i eru óvænt og
skemmtlleg.
Hjörtur Gíslason segir söguna á eðlilegan og kíminn hátt svo allir geta
haft gaman af, bæði börn og fullorðnir. Bókina prýða teikningar eftir Hall-
dór Pétursson.
Verð gkr. 4.940 — nýkr. 49,40
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR
BÓKAFORLAGSBÚI
ATBURÐIR SEM
SKIPTU SKÖPUM
FYRIR ÍSRAEL
ÞRENNING eftir KEN FOLLETT
Árið er 1968. Leyniþjónusta (sra-
els hefur komist að því um seinan
að Egyptar, með aðstoö Sovét-
manna, munu eignast kjarn-
orkuvopn innan nokkurra mán-
aða — sem þýddi ótímabæran
endi á tilveru hinnar ungu þjóð-
ar. (sraelsmenn brugðu þá á það
ráð aö stela úrani úti á rúmsjó og
segir frá því einstaka þrekvirki í þessari bók. Þetta er eitthvert
furðulegasta njósnamál síöustu áratuga og best geymda leyndar-
mál aldarinnar.
Jafnframt því að vera hörkuspennandi er ÞRENNING stór-
furðuleg ástarsaga.
Verögkr. 15.930 — nýkr. 159,30
BÓKAFORLAG ODDS BJÚRNSSONAR
ÞAÐ GNEISTAR
AFÞESSUM
MINNINGAELDI
VINIR I VARPA
eftir JÓN G(SLA HÖGNASON
Gísli á Læk, eins og hann er
jafnan nefndur af samferða-
mönnum sínum, er roskinn bóndi
úr Árnessýslu. ( þessari gagn-
merku og skemmtilega skráðu
bók rekur hann endurminningar
sínar frá æsku og uppvexti á
fyrstu áratugum þessarar aldar.
Ljóslifandi er lýsing hans á bú-
skaparháttum þess tíma og samskiptum viö menn og málleysingja
í bliðu og stríðu. Það gneistar af minningaeldi hins greinda bónda
ogfrásögnin hefur ótvírætt mikið menningarsögulegt gildi. Bókina
prýða margar myndir og i bókarlok er nákvæm nafnaskrá.
Verðgkr. 19.760 —nýkr. 197,60
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR