Morgunblaðið - 11.12.1980, Page 12

Morgunblaðið - 11.12.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 PARADÍSARHEIMT. Sjónvarpskvikmynd gerð eftir sögu Halldórs Laxness. Leikstjórn og handrit: Rolf Hád- rich. Tónlist: Jón Þórarinsson. Leikmynd: Björn Björnsson. Búningar: Ulla-Britt Söderlund. Kvikmyndataka: Frank A. Ban- uscher. KJipping: Ingeborg Bohman. Aðstoðarieikstjórar: Sveinn Ein- arsson og Guðný Halldórsdóttir. Norddeutscher Rundfunk gerði myndina í samvinnu við islenska sjónvarpið. norrænu sjónvarps- stöðvarnar og svissneskt sjón- varp. Steinar kemur i tjald konungs (Dietmar Schönherr leikur hann, aðra aukaleikara þekki ég ekki nema einn sem heitir Björgúlfur lengst til vinstri). Paradísarheimt Undirritaður skrapp um daginn að sjá Paradísarheimt sjónvarps- ins. Er það hans lengsta bíóferð, mætt 10 um morguninn og ekki staðið upp fyrr en langt gengið í sex. Þar af voru ríflega 325 mínútur hreint bíó. Er ekki frá því að hafi teygst nokkuð úr þeim mínútum sumum hverjum (þrátt fyrir að Sjónvarpið hafi hlaðið sálina á milli þátta af ágætis vínarbrauði og fyrirtaks kaffi) flaug mér í hug í þessu sambandi hve tíminn er afstæður. Var ekki kenning Einsteins gamla að mín- úturnar væru mislangar eftir því hvernig þú sæir þær. Svo virtist mér að minnsta kosti þessa bíó- stund. Held ég Laxness hafi ýjað að þessu í rabbi að lokinni sýningu er hann sagði nokkurn veginn orðrétt: Ekki allt sem búið er til í skáldsögu er hæft til kvikmyndun- ar. Laxness á hér vafalaust við andrúmsloftið, þá hugsun sem felst á bak við textann. Þennan hljóm sem situr eftir í sálinni þá orðin eru þögnuð, vildi leikstjór- inn vekja með því að hægja á tímanum. Þögul andlit merkt svipbrigðum kulnandi setninga vokra á tjaldinu, sömuleiðis orða- laus fjöll eða himinn. í frásagnar- hætti skáldsögunnar er þessi frysting tímans á valdi lesandans. Það er lesandanum í sjálfsvald sett hversu hratt hann fer yfir atburðarásina og hve lengi hann dokar við í andrúmslofti þagnar- innar. Sá sem horfir á kvikmynd á hins vegar ekki annars úrkosti en horfa á það sem fyrir augu ber: hvort sem það eru þagnir eða hvísl atburða. Hann getur lokað augun- um finnist honum tíminn nema of lengi staðar en þar með er hann kominn í sæti klipparans. Ég eyði svo miklu máli í þetta atriði vegna þess að mér finnst hér komið að Stone P. Stanford (Jón Laxdal) bakar múrstein „Án strits“ að sjálfsögðu. grundvallarmisskilningi þeirra sem filma bækur. Við getum náð andrúmslofti bókar með því að hægja á tímanum, en slíkt þreytir áhorfandann svipað og skrúðmáll stíll þreytir lesandann. Andrúms- lo'ft bókar verður innan kvik- myndar að fljóta með í kjölfar viðburðanna. Atburðirnir verða eins og að fela í sér andrúmsloftið. Hvað um það, þrátt fyrir ein- kennileg tök Rolf Hádrich á tím- anum í Paradísarheimt og máski einmitt vegna þessarar sérstæðu meðferðar þá nær hann hinni taoistisku tímalausu veröld sem sumir lesendur kjósa að sjá í verkinu. Sá unaðsljómi sem ríkir í þeirri veröld ríkir að nokkru á filmu Hádrich. Efast undirritaður um að hann hafi komist eins nálægt miðilsástandi og þegar líða tók á myndina. Fannst honum persónurnar líkt og svífa út úr bókinni og lenda dúnmjúkt á hvítu tjaldinu eins og væru þær fram- liðnar eða á loftpúðum. En bókin er bara ekki eitt samfellt tao. Þar skjótast milli rifja safaríkir at.burðir sem slá mann með blautri tusku ólíkri mjúku hýjalíni taósins. Hvað til dæmis um þáttinn í bátskelinni þegar Þjóðrekur biskup dýfir barninu ofan í ískalt fljótið en faðirinn, Björn umboðsmaður á Leirum, hamast á bakkanum, eða þegar stúlkan um borð í Ameríku- farinu vaknar eftir bríma sinnar fegurstu nætur og hún sér í stað syeinsins unga mann sem er „... óæskulegur, og ekki fríður úr hófi, sköllóttur með skarð í vör.“ Ekki eru áhorfendur þarna rifnir af leikstjóranum úr leiðsluástandi taósins. Nei, áfram líða þeir á loftpúðum sínum eins og ekkert hafi í skorist. Rolf Hádrich beitir annars konar aðferðum til að rífa menn upp úr leiðslunni, nefnilega HÚMOR. Stundum verður allt eitthvað svo bráðfyndið að maður hrekkur við: nýtt ljós fellur á textann. Er mér sérstaklega minnisstæð konungsveislan á Þingvöllum en þar fer meðal annarra Thor á kostum. Eru frægar bækur leiðinlegar? SÁ VÍSI PÓLVERJI, Gombro- wicz, segir frá því í dagbókum sínum að hann hafi litið í Réttarhaldið eftir Kafka og bor- ið það saman við leikgerð Gides. En honum tókst ekki að halda athyglinni vakandi og lagði frá- sér bókina án þess að Ijúka við hana. í framhaldi af þessu segir Gombrowicz: „Að því mun koma að það verður ljóst hvers vegna svo margir miklir listamenn þessarar aldar hafa samið svo mörg ólesandi verk.“ Gombro- wicz viðurkennir að margar frægar bækur hafi valdið honum leiða og hann hafi ekki komist í gegnum þær. Gombrowicz var rithöfundur sem átti löngum í stríði við hið viðurkennda mat. Hann fór eigin leiðir í skáldskap sínum og átti þátt í að breyta viðhorfum manna til leikhússins. Með verk- um eins og Yvonne Búrgúnd- arprinsessu og Óperettu lagði hann til atlögu við hið hefð- bundna og sigraði eftirminni- lega. En þótt dagbækur Gom- browicz mótist af uppreisn hans hefur hann oft rétt fyrir sér. Eflaust er það ekki fjarri lagi að verk sem fengið hafa á sig varanlegan gæðastimpil geta verið leiðinleg aflestrar og eru jafnvel framandi þorra manna þótt bókmenntamenn þreytist ekki á að lofa þau og vitna til þeirra. Kafka er til dæmis ekki neinn skemmtilestur. En hver kannast ekki við samtímann í bókum hans? Hafi menn úthald til að lesa hann er þeim launað erfiðið. Hann túlkar einmitt einn mesta vanda okkar tíma, það hvernig maðurinn er hnepptur í fjötra valdsins, er aðeins leiksoppur afla sem hann ræður ekki við. Sektarkennd og ótti setja mark sitt á allt sem Kafka skrifaði. Firringin sem síðar varð höfuð- viðfangsefni margra nútímahöf- unda er ljóslifandi í bókum Kafka sem hann lauk við á öðrum áratug aldarinnar, en komu ekki út fyrr en að honum látnum. Bðkmenntir eltir JÓHANN HJÁLMARSSON Þegar minnst er á frægar bækur verður að játa að fáar þeirra eru til í íslenskum þýðing- um. Aðeins Hamskiptin eftir Kafka eru til á íslensku, leikgerð Réttarhaldsins að vísu sviðsett. Ódysseifur eftir James Joyce hefur ekki enn verið þyddur. Leitin að hinu liðna eftir Marcel Proust verður sennilega aldrei þýdd vegna þess hve bókin er viðamikil. Hvenær kemur út á íslensku verk eins og til dæmis Maðurinn án eiginleika eftir Robert Musil? Þess verður lík- lega langt að bíða. Til þess að unnt sé að líta á okkur sem bókmenntaþjóð er nauðsynlegt að gera stórátak í því að þýða sum helstu verk heimsbókmenntanna, að minnsta kosti þau samtímaverk sem þykja skara fram úr. Tung- unnar vegna er brýnt að hún einangrist ekki, við þurfum að geta komið orðum að því á íslensku sem umheimurinn hugsar. Ég nefni að lokum þrjá þýð- endur sem af dugnaði og ósér- hlífni hafa gert sitt til að víkka sjóndeildarhring íslenskra les- enda á síðustu árum: Þorgeir Þorgeirsson (Heinesen), Guð- berg Bergsson (Gabriel García Márquez) og Hjört Pálsson (Strindberg, J.B. Singer). %.*.*.*.■*.**/*4 tt a » m * m a w' m a'ita a * »'»•*«« « • b » • » 4% Menntaskólinn Miðfjarðarháls MANNLÍF í MÓTUN Æviminningar Sæmundar G. Jó- hannessonar frá Sjónarhæð I. Skjaldborg. Akureyri. 1980. Sæmundur G. Jóhannesson er í besta lagi ritfær maður. Ef ein- hver er að hugsa um hvernig setja skuli saman góðan texta má benda á þessa bók sem fyrirmynd. Hnökralaus texti — einn saman — skapar þó aldrei góða bók. Hitt varðar meira að höfundurinn hafi eitthvað að segja og segi það afdráttar- og undanbragðalaust. Ég er algerlega sammála því sem segir hér í formála um bókina: »Hún er merkilega laus við slepju yfirhylminga og óskhyggju, sem einkennir svo margar ævisögur, sem seljast á íslenskum bóka- markaði.« Þetta er berorð saga þar sem hvorki er gerð tilraun til að dekkja né lýsa; höfundurinn drífur fram hvaðeina sem í hugan- um leynist og lýsir mönnum og mannlífi frá æskuárum án þess að vera sífellt að draga í land eða afsaka (sem líka einkennir sjálfsævisögur nú á dögum) né heldur að felia dóma eða fara í kringum efnið. Sæmundur er gagnorður og afgreiðir flest í stuttu máli, fjölyrðir nánast aldrei fram yfir það sem nauðsyn- legt má telja. Stundum finnst manni sem þetta sé samsafn raðkvæmra atriða fremur en óslit- in, samfelld frásaga. Og fyrir bragðið er sagan ekki alltaf nógu skipuleg; höfundur hefði getað raðað efninu betur niður; og hefði það reyndar verið smávægileg Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON fyrirhöfn miðað við annað erfiði sem hann hlýtur að hafa haft af þessu verki sínu. En hins ber þá að geta að frásögnin mun ekki frá upphafi hafa orðið til vegna þess- arar bókar, heldur er bókin að nokkru leyti byggð á þáttum sem höfundur hafði áður skrifað fyrir tímarit eða lesið upp — eða jafnvel mælt af munni fram í útvarp. Sæmundur er Vestur-Húnvetn- ingur að uppruna, uppalinn í Miðfirði, en þar var faðir hans bóndi á bænum Finnmörk; en móðir hans var lærð ljósmóðir. Efnuð voru þau ekki, heldur líkast til þvert á móti, kannski nálægt meðallagi síns tíma sem nú á dögum mundi kallast örbirgð. Sæmundur ólst upp við öll algeng sveitastörf, enda talinn sjálfsagð- ur hlutur að börn færu að erfiða strax og þau hefðu krafta til. Ekki dró hann af sér við vinnuna. Má þó ráða af frásögninni að hugurinn hafi stundum hvarflað frá önn hversdagsins — til að njóta víð- sýnis jafnt í landfræðilegum sem í andlegum skilningi. Uppi á hálsi, með útsýni til allra átta, mitt í fjölskrúðugum sumargróðri og með samhljóm óteljandi náttúru- radda fyrir eyrum, mun drengur-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.