Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 13 Kvikmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Var einhver að tala um leikara? Já, þeir stóðu sig nú aldeilis vel í Paradísarheimt enda allir íslensk- ir utan einn, Dietmar Schönner sem er víst þýskur barón og sómdi sér vel sem Kristján kóngur. Verður að teljast afrek hve góðum tökum hinn þýski leikstjóri nær á löndum vorum í þessu verki, að vísu með dyggri aðstoð Sveins Einarssonar og Guðnýjar Hall- dórsdóttur. Þar ber hæst í sköpun- arverki Björn frá Leirum sem Þórður B. Sigurðsson leikur. Hef ég aldrei séð skáldsögupersónu jafn ljóslifandi. Hefði ég ekki séð Þórð þennan vera að háma í sig steik í hléi inní Blómasal væri ég nú endanlega sannfærður um til- vist Björns kallsins. Fríöa Gylfa- dóttir nær hins vegar misgóoum tökum á Steinu. Samt myndast stúlkan vel, hefur þennan sak- lausa svip sem þarf. En slíkt nægir ekki í íslenskum myndum þar sem textinn situr í fyrirrúmi. Ekki síður með Jóhann Tómassson í Jóa. Fellini væri hinsvegar ánægður. Róbert Arnfinsson nær leikandi hinum skoplega alvöru- þunga Þjóðreki, var við öðru að búast? Gunnar Eyjólfsson situr vel hest og er allur hinn mesti sýslumaður, minna fer fyrir skáldinu. Enda það atriði óljóst í bókinni. (Einar Ben er jú þjóð- skáld). Helgi Skúlason bregður sér í nýtt og ferskt gerfi i hlutverki Prestsins. Helga Bachmann hverf- ur hins vegar ekki svo mjög frá sínum stíl í hlutverki Borgy. En þá persónu tel ég hvað torráðnasta í Paradísarheimt. Anna Björns kom á óvart sem dóttir Borgyar. Frísk- leg enda auglýsir hún sjampó í Ameríku. Arnhildur Jónsdóttir, sem kona Steinars, vakti athygli mína fyrir séríslenskt höfuðlag. Svona eins og maður sá á gömlum myndum. Gísli Alfreðsson var sannfærandi fyllibytta. Þá er víst flest upp talið. Nei annars, Jón Laxdal er eftir. Ég var næstum búinn að gleyma honum. Þeir eru svona þessir menn sem ganga um í taóinu. Hefði ég gleymt Jóni alveg, væri leikur hans fullkominn, því „Það alvald sem um er talað er ekki Vegur eilífðarinnar." Ofurlít- ið útlent yfirbragð greindi hins- vegar Jón frá Steinari og þar með frá hinu orðlausa taói sem bónd- inn stendur fyrir. En þú komst nálægt því, Jón. Þá er ekki annað eftir en þakka Rolf Hádrich fyrir þá tryggð sem hann sýnir íslenskri menningu. Mér sýnist hann vera með enn eitt verk Laxness í sigtinu. Er óskandi að þar haldist sú farsæla sam- vinna sjónvarpsstöðva sem varð í Paradísarheimt. Það er ennfrem- ur ósk mín að íslenskir kvik- myndatökumenn filmi hið óborna samstarfsverkefni. Við Islend- ingar erum orðsins menn og það er vandi að filma íslenska tungu, raunar ekki á færi annarra en þeirra sem hafa drukkið hana með móðurmjólkinni. Sorgleg dæmi um vanmátt útlendinga gagnvart tungu vorri sjáum við alltof mörg í Paradísarheimt. Sá sem filmar fylgir þar ekki nægjanlega vel eftir hárfínum bendingum tungu- málsins. Hljóðsetning er líka slæm. Hitt er svo annað mál að sjálfur yfirverkstjóri myndarinn- ar, Rolf Hádrich, er orðinn nokk- urs konar íslendingur svo mjög hefir hann sökkt sér í íslenskan veruleika. Merkilegt hve Laxness fær fólk til að skipta um ham. Hvílíkur segulkraftur! Er lykillinn að þessum krafti kannski í þeirri taóistisku hugsun að raunar skipti maðurinn ekki um nema hið yrtra borð þá hann flytur sig um set innan menningarinnar. Kjarninn ætíð samur og hann býr í brjósti allra manna. Sé svo á Steinar bóndi undir Steinahlíðum erindi til heimsbyggðarinnar. Það þarf bara að pakka honum inn í réttar umbúðir. Það dugar ekki lengur að notast við smjörpappír. Sæmundur G. Jóhannesson inn hafa unað sér best: »Væri ég gæddur laxneskri mælskusnilld, skyldi ég mikla þig svo, Miðfjarð- arháls, að Fljótshlíðin fagra og skrauti búinn Skagafjörður hyrfu í skugga þínum. Hvað veittir þú mér? Meðal annars sjóndeildar- hringinn víða, er ég stóð á Mið- hæðum þínum eða á nágranna þeirra Miðdegishólnum stóra, sem átti bræður tvo, sinn á hvora hlið.« Kaflinn, sem þessar setningar eru teknar upp úr, heitir Mennta- skólinn Miðfjarðarháls. Þó svo að það sé ekki skýrt nánar hygg ég að af því megi ráða að í kyrrð og friði þessa bláfjallageims með heið- jöklahring telji Sæmundur sig hafa orðið að hugsandi manni. Niðri í sveitinni mátti læra þá lexíu að holdið er veikt og freist- ingarnar áleitnar. Uppi á hálsin- um gaf víðsýni til að huga að háleitum markmiðum; leita ein- hvers sem hafið væri yfir stund og stað. Þó Sæmundi auðnaðist ekki að nema í öðrum menntaskóla átti hann síðar eftir að verða nágranni — og í raun og veru kristniboði slíkrar stofnunar. Langskólanám fyrir svo fátækan pilt sem Sæ- mundur var kom sem sagt ekki til greina þegar hann var ungur. Eigi að síður tókst Sæmundi að afla sér nokkurrar menntunar sem meðal annars ieiddi til þess að hann varð ekki bóndi í Miðfirði heldur pred- ikari norður á Akureyri. Snemma hefur hann gerst trú- hneigður auk þess sem hann hefur í fásinninu lagt eyrun við því sem sagt var um trúmál. Einnig las hann það sem hann náði til um kristileg málefni. Yfirhöfuð hefur hugurinn snemma hneigst í átt til andlegra viðfangsefna. Drauma sína hefur hann t.d. fest sér glöggt í minni; rekur þá ýmsa og útlistar síðan hvernig hann telur að þeir hafi ræst. En tilfinninganæminu og sveimhyglinni fylgdi ekki að sama skapi hæfileiki til að aðlagast umhverfinu: Sæmundur var svo skapbráöur sem barn að krakk- arnir í barnaskólanum gerðu sér að leik að æsa hann upp og kveðst hann ekki fyrr en löngu síðar hafa lært að stilla skap sitt. Trúarhiti Sæmundar blandast lítt inn í þessar frásagnir. Ekki þó svo að skilja að skaparinn sé ekki nefndur á nafn, né heldur mann- kynsins erkióvinur. En þau mál- efni eru Sæmundi raunverulegri en svo að hann þykist þurfa að hafa mörg orð um þau. Þar að auki er hann ekki að predika í þessari bók heldur að rekja endur- minningar. Sú er ástríða Sæ- mundar að segja opinskátt það sem hann veit sannast og réttast, hvort heldur hann vitnar um trú sína (það hefur verið ævistarf hans) eða rekur ævisögu sína og sinna nánustu sem hér er á dagskrá. Þetta er heiðarlega skrifuð bók, undanbragðalaus og hressileg; og að mínum dómi skemmtileg. Kr. 7.905. — Nykr. 79,05 FJÖRULALU í bókinni FJÖRULALLI, eftir Jón Viö- ar Guólaugsson, kynnist lesandinn lífi og hugarheimi ,,dæmigeröra“ ís- lenskra drengja og fær aö fylgjast meö nokkrum spaugilegum uppá- tækjum þeirra. FJÖRULALLI á heima á Akureyri. Hann er uppnefndur þessu nafni af því aö hann á heima í bæjarhluta, sem kallast Fjaran. Hann er hálf- gerður kramaraumingi, en finnur upp á ýmsu til aö bjarga sér, og oft verð- ur útkoman hin spaugilegasta. Ef hláturinn lengir lífiö, á FJÖRULALLI eflaust eftir að lengja líf margra. íslensk gamansaga.skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bókaútgáfan bálZ Freyjugötu 27, sími 18188, ‘AVX • 1 V * t v* \C í 1 » ? »v*/1: m < * V*- " m 'í ;einna v®nna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.