Morgunblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 15 Sautján ára gamall sonur John Lennons, Julian, kemur til Dakota-fjölbýlishússins i New York. Beðið fyrir John Lennon Liverpool. 10. des. — AP. Bænasamkoma var haldin í Liverpool í dag til þess að minnast hins látna hitils John Lennons og sagði prest- urinn sem stjórnaði samkom- unni, Donald Grey, að Lcnnon myndi 'ávallt lifa í hugum fólks sem „maður friðarins“. „Hann notaði tónlistargáfu sína í þágu friðar og bræðralags í heiminum," sagði Grey. „Hann hefur nú látið lífið vegna óskiljan- legs ofbeldisverks og við skulum biðja fyrir þeim sem leiðst hafa út á slíkar brautir." Lög Lennons voru leikin stöðugt í útvarpinu, blóm voru lögð fyrir framan söngklúbbinn, þar sem bítlarnir slógu fyrst í gegn og kirkjuyfirvöld í Liverpool til- kynntu, að minningarathöfn um Lennon kynni að verða haldin innan tíðar. Soyus snýr aft- ur til jarðar Moskva. 10. des. — AP. SOVÉSKIJ geimfararnir þrír, Kizim. Marakov og Strekalov sem skotið var á loft í nóvember síðastliðnum hafa tekið stefnu aftur til jarðar eftir að hafa hringsólað um sovésku geimstiið- ina Salyut 6 í tæplega tvær vikur, að því er útvarpið í Moskvu tilkynnti i dag. Þetta er í fyrsta skipti sem geimfarar dveljast í Salyut 6 síðan tveir aðrir sovéskir geimfarar settu þar dvalarmet í geimnum í október síðastliðnum. Fréttastofan sagði að geimfar- arnir væru nú að hefja lokaundir- búning fyrir lendinguna á jörðinni og að líðan þeirra væri í besta lagi. Þrettán geimskipaáhafnir hafa átt viðdvöl í Salyut 6 um lengri eða skemmri tíma síðan rann- sóknarstöðinni var skotið á loft fyrir þremur árum og þar hafa 14 geimfarar verið af öðru þjóðerni en sovésku. Nú eru í þjálfun í Sovétríkjunum geimfarar frá Rúmeníu, Mongólíu og Frakklandi sem áætlað er að muni taka þátt í sameiginiegum geimferðum til Salyut 6 í framtíðinni. Þetta gerðist 11. des. 1317 — Birgir Magnússon Svíakon- ungur lætur handtaka bræður sína,. hertogana Eirík og Valdimar, í Nyköbinghöll. 1515 — Leo páfi X lætur Parma og Piacenza af hendi við Frakka með Bologna-sáttmála. 1718 — Karl XII fellur við Frede- rikshald í herförinni gegn Norð- mönnum. 1806 — Saxland gengur í Rínarsam- bandið og verður konungsríki með Posen-friðnum við Frakka. 1816 — Bretar skila Hollendingum Jövu. 1845 — Síkhar sækja yfir ána Sutlej á Indlandi og Fyrra Síkha- stríðið hefst. 1853 — Bretar innlima Nagpur á Indlandi. 1878 — Sameiginlegri stjórn Frakka og Breta í Egyptalandi hætt. 1899 — Ósigur Breta við Magers- fontein, Óraníu-fríríkinu. 1936 — Georg VI verður konungur Englands eftir valdaafsal Játvarðar VIII. 1937 — Italir fara úr Þjóðabanda- laginu. 1941 — Bandaríkin segja Þýzka- landi og Ítalíu stríð á hendur. 1961 — Bein hernaðaraðstoð Banda- ríkjanna við Suður-Víetnam hefst með komu tveggja bandarískra þyrlusveita til Saigon. 1972 — Geimfararnir í Apollo 17 lenda á tunglinu. 1974 — Brezka þingið hafnar endurvakningu dauðarefsingar fyrir hryðjuverk. Afmæli. Hector Berlioz, franskt tónskáld (1803—1869) — Alfred de Musset, franskur rithöfundur (1810-1857). Andlát. 1913 Menelik II Eþíópíu- keisari. Innlent. 1930 „Garnaslagurinn“ (átök lögreglu og verkfallsmanna við Garnahreinsunarstöðina) — 1933 Hannes Jónsson og Jón í Stóradal reknir úr Framsóknar- flokknum — 1942 Haraldur Guð- mundsson tilkynnir að tilraun til stjórnarmyndunar hafi mistekizt — 1951 Alþingi staðfestir herverndar- samninginn — 1975 Tveir brezkir dráttarbátar sigla á „Þór“ í mynni Seyðisfjarðar. Island kærir Breta fyrir Öryggisráðinu. Örð dagsins. Tvær verstu uppfinn- ingar mannkynsins eru miðöldum að þakka — púðrið og rómantísk ást — André Maurois (1885—1967). Afleiðingar vísitölukerfis- ins eru vaxandi verðbólga I breska blaðinu The Econom- ist frá 6. dcs. sl. er grein um islensk efnahagsmál og nýút- komna skýrslu OECI) þar að iútandi. Greinin fcr hér á eftir litillega stytt: Hvar er efnahagsmálum best stjórnað í Evrópu? Svarið er Island cf atvinnuleysið er haft í huga. Þar hefur verið full atvinna fyrir lands- menn allan síðasta áratug. En hvar er efnahagsmálum verst stjórnað? Svarið er líka ísland ef verðbólgan er tekin sem dæmi, en hún hefur verið 50% allan áratuginn. er nú 58% og kann að fara vaxandi. Ástæðurnar fyrir íslenskri verð- bólgu má tákna með einu orði: fiskur. Efnahagur þjóðarinnar byggist nær eingöngu á fiskút- flutningi, sem nemur 3A alls útflutn- ings og tekur sífelldum stökkbreyt- ingum bæði í verði og magni. I fiskiðnaði starfa aðeins 13% vinnuaflsins en launagreiðslur þar eru stefnumarkandi fyrir allar aðr- ar atvinnugreinar. Sjávarútvegi og fiskiðnaði er séð fyrir fjármagni á hverju sem veltur og batnandi verð fyrir afurðirnar veldur launahækk- unum, sem síðan velta um allt hagkerfið. Lækkandi afurðaverð veldur hins vegar, að sjálfsögðu, ' * * "* V u k’ l ekki launalækkunum hjá sjómönn- um og fiskverkunarfólki. Lækkandi fiskverð eða minnkandi veiði leiðir til óhagstæðs viðskipta- jafnaðar, sem venjulega er mætt með mikilli gengislækkun og mikl- um verðhækkunum á innanlands- markaði. Þegar svo olíukostnaður- inn bætist- við — og íslendingar kaupa olíuna á Rotterdamverði — er útkoman „suður-amerísk“ verð- bójga. íslendingar hafa aðlagast þessu ástandi á undraverðan hátt en orðið að gjalda fyrir það með vaxandi vísitölubindingu og þar af leiðandi sjálfvirkri verðbólgu. Laun hafa verið vísitölubundin mest allan þennan áratug og fjárskuldbind- ingar í stöðugt ríkari mæli. Á árinu 1975 frestaði ríkisstjórnin vísitölugreiðslum á laun og afleið- ingarnar urðu þær, að kaupmáttur- inn hrapaði um 12%. Nú hafa áhrif erlendra verðhækkana verið tekin út úr vísitölukerfinu að öllu leyti nema hvað varðar laún sjómanna og má það dæmigert heita. Áhrifin af síðustu olíuverðhækkun virðast minni en áður en segja þó fyrr til sín: raunverulegar þjóðartekjur minnkuðu um 6% árið 1975 en talið er að samdrátturinn verði aðeins um 1% í ár. En eyðileggjandi áhrif verðbólgunnar, af völdum vísitölu- bindingarinnar virðast nú öllu meiri en áður. í síðustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, um íslensk efnahagsmál, sem kom út fyrir skömmu, er bent á leiðir út úr vandanum, sem yrðu þá farnar um leið og gjaldmiðilsbreytingin, sem verður nú um áramótin: + Strangt aðhald í launa- og verðlagsmálum, stutt lækkun per- sónuskatta. Leyfðar verði erlendar veðhækkanir en aðeins sem liður í víðtækum efnahagsaðgerðum, ella kæmi allt fyrir ekki með auknum kaupkröfum. + Full verðbinding fjárskuld- bindinga. + Reynt verði að forðast verð- bólguáföll af völdum breyttrar gengisskráningar. Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins hefur ekki reynst hlutverki sínu vaxinn og betra kynni að vera að beita auð- lindaskatti eða útflutningsgjaldi og meira eftirliti með lánum til fyrir- tækja í sjávarútvegi og fiskiðnaði. + Strangari fjárlaga- og pen- ingamálastefna til að gera „aftur- hvarfið“ frá núgildandi kerfi eins auðvelt og kostur er. u> • VI i dansara til á hverjum einasta gs söngurinn og ,^tt spor i Stverslu" okkar — þér emtfk og P — ■ kaupbgtl~ _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.