Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 18

Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 Bæjarstjórn Sauöárkróks: Blanda verði virkrað næst Verðlaun fyrir akstursiþróttir sumarsins afhent. Á myndinni eru frá vinstri. Örvar Sigurðsson, formaður LÍA, ómar og Jón Ragnarssynir, Jón S. Halldórsson, Ólafur Vilhjálmsson, Bragi Finnbogason. Oddur Vífilsson og Gunnar Þ. Jónsson. Verðlaun afhent hjá LÍA NÝLEGA afhenti Landssamband islenzkra akstursiþrótta verð- laun fyrir sameiginlcgan árang- ur á mótum sumarsins. Alls var keppt um 30 sinnum í sumar í fimm flokkum á vegum LÍA. Þetta var i annað skipti sem verðlaun voru veitt fyrir Rally og rally-cross, en i fyrsta skipti í jóla- umferðinni Spurningakeppni skólabarna ÞESSA dagana fer fram í skól- um um land allt spurninga- keppni 6—12 ára barna um umferðarmál sem kallast „í jólaumferðinni“: Tilgangur hennar er að vekja athygli skólabarna og fjöl- skyldna þeirra á ýmsum mikil- vægum reglum umferðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá umferðarráði. Segir ennfremur að ætlast sé til að börnin leiti samráðs við kennara og foreldra um réttar lausnir en þó hjálp þeirra fullorðnu sé mikilvæg sé um að gera að láta börnin spreyta sig sem mest sjálf á verkefninu. Ýmis félög og stofnanir gefa verðlaun sem einkennisklæddir lögregluþjónar munu víðast hvar gefa þeim heppnu fyrir jólin. í Reykjavík fá 175 börn bókaverð- laun og mun lögreglan heim- sækja þau á aðfangadag. : inlaumferó,- | J 1980 ,fyrir kvartmílukeppni, spyrnu og motor-cross. sand- Bræðurnir Jón og Ómar Ragn- arssynir urðu hlutskarpastir í rallymótum sumarsins. Verðlaun í þeim flokki gaf Ford-umboðið. I rally-cross sigruðu Jón S. Hall- dórsson og verðlaun gaf Kristinn (ielraun skólahörn Árni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverk- um slnum í „Smalastúlkunni og útlögunum“. Síðustu sýningar á „Smalastúlkunni og útlögunum“ Nú um helgina, nánar tiltek- ið föstudaginn 12. og sunnu- daginn 14. desember, verða allra seinustu sýningarnar á Smalastúlkunni og lltlögun- um eftir Sigurð Guðmundsson og Þorgeir Þorgeirsson. Verkið er í leikstjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur og leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson. Með helstu hlutverkin fara Árni Blandon, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Baldvin Halldórsson, Kristbjörg Kjeld, Róbert Arn- finnsson, Arnar Jónsson, Guð- rún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson, Þráinn Karlsson, Helga E. Jónsdóttir, Helgi Skúlason, Rýrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir og Þórhall- ur Sigurðsson. Leikritið var frumsýnt á þrjátíu ára afmæli Þjóðleik- hússins sl. vor og hefur þegar verið sýnt 40 sinnum, en sýn- ingum lýkur nú fyrir jól. Bókagjöf frá Austurríki FRÁ Austurríki hefur nýlega borist bókagjöf til Islands og afhenti austurríski ræðismað- urinn, Ludwig Siemsen, gjöf 0' INNLENT þessa forstöðumanni þýska bókasafnsins, Colette Biirling. Bækur þessar munu verða varðveittar í safninu og er hægt að fá þær lánaðar þar. Hér er um að ræða úrva! austurrískra fagurbókmennta. Meðal höfunda mánefna Hugo von Hofmannsthal, Arthur Schnitzler, Franz Kafka, Stef- an Zweig, Robert Musil, Rein- er Maria Rilke, Paul Celan og Peter Handke. Guðnason. Ólafur Vilhjálmsson sigraði í kvartmílunni og þar gaf Ö.S.-umboðið verðlaun. I sand- spyrnunni bar Bragi Finnbogason sigur úr býtum, en þar var aðeins ein keppni gild. Verðlaun gaf B.A., Gunnar Þ. Jónsson sigraði í 50 cc. flokki í motor-cross og Oddur Vífilsson í 500 cc. flokki. Sauóárkróki, 10. desember. VEGNA umræðna. sem nú eiga sér stað um virkjunarmál Blöndu gerði bæjarstjórn Sauðárkróks eftirfarandi samþykkt um málið á fundi sínum i gær, 9. desember: „Bæjarstjórn Sauðárkróks skor- ar á iðnaðarráðherra að beita sér nú þegar fyrir því að ákvörðun verði tekin um virkjun Blöndu sem næsta áfanga í virkjunarmál- um þjóðarinnar. Bæjarstjórnin minnir á það fyrirheit í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar, að næsta vatnsaflsvirkjun skuli vera utan eldvirkra svæða. Bæjar- stjórn Sauðárkróks leggur á það ríka áherzlu að samningar takist strax við þá landeigendur, sem hagsmuna eiga að gæta, þannig að framkvæmdir geti hafizt við sjálfa virkjunina sem fyrst, helzt á árinu 1981.“ Þessi samþykkt var gerð með 9 samhljóða atkvæðum bæjarfull- trúa. Telja má víst, að allur þorri Sauðárkróksbúa sé sammála þess- ari ályktun bæjarstjórnarinnar. Kári r 1 á 6 skip með loðnuafla REYTINGSAFLI hefur verið loðnumiðunum austur af Kol- beinsey i vikunni og er heildar- aflinn á vertiðinni nú orðinn um 360 þúsund lestir. Eftirtalin skip tilkynntu Loðnunefnd um afla í gær og í fyrradag: Þriðjudagur: Keflvíkingur 500, Bergur 500. Miðvikudagur: Rauðsey 580, Skírnir 380, Ljósfari 220, Isleifur 400. Lucíuhátíðir Akureyrarkirkju Akureyri, 10. dcsember. KARLAKÓR Akureyrar heldur Lucíuhátíð í Akureyrarkirkju 11. og 12. desember klukkan 20:30 bæði kvöldin. Söngstjóri er Guðmundur Jó- hannsson, en hlutverk Lúcíu er sungið af Auði Aðalsteinsdóttur. Henni fylgja tólf söngmeyjar. Aðrir einsöngvarar með kórnum verða Halldór Þórisson og Óskar Pétursson, en þar að auki syngja þau Helga Alfreðsdóttir og Eirík- ur Stefánsson einsöng og tvísöng. Undirleikarar verða Dýrleif Bjarnadóttir og Jakob Tryggva- Sverrir Leiðrétting í GREIN Jóns Brynjólfssonar í blaðinu 7. des. sl. féllu niður tvær línur neðarlega í 4. dálki. Setn- ingarnar, sem við það brengluðust, eru þannig: „Lýðræðiskjörið sýnir, að þessi aðferð er út í hött. Það er hægt að ná jöfnuði milli flokka beint út frá heildaratkvæðafjölda, án þess að fjöldi kjördæma og þingmanna komi þar við sögu. Menntamálaráðuneytið: Mælir ekki með frestun á flutningi háhyrninganna MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Menntamála- ráðuneytinu vegna fréttar um háhyrninga í Sædýrasafninu í blaðinu i gær. í athugasemdinni kemur m.a. fram, að ráðuneytið treysti sér ekki til að mæla með beiðni um framlengingu frests um að flytja háhyrningana úr landi til 20. þessa mánaðar. „Athugasemd írá Mennta- málaráðuneytinu. í Morgunblaðinu í dag, á 2. síðu, er frétt sem ber yfirskriftina Iláhyrningarnir hinir spræk- ustu. í fréttinni segir m.a.: „Dýrin áttu að vera farin héðan fyrir 1. desember, en nú hefur Mennta- málaráðuneytið framlengt leyfi fyrir dýrunum og mega þau vera í Sædýrasafninu fram í miðjan þennan mánuð." Vegna þessa óskar ráðuneytið að taka fram eftirfarandi: Ráðuneytið veitir ekki rekstr- arleyfi Sædýrasafninu til handa, heldur er það bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Ráðuneytið er hins vegar umsagnaraðili varðandi safnið, sbr. Reglugerð nr. 67/1971. Bæjarfógeti leitaði umsagnar ráðuneytisins um bréf forstöðu- manns Sædýrasafnsins, dags. 3. þ.m., þar scm þess var farið á leit að framlengdur yrði frestur til 20. þ.m. til að flytja úr landi þá 5 háhyrninga sem geymdir eru í hvalalaug safnsins. Ráðuneytið treysti sér ekki til að mæla með þessari beiðni, sbr. hjálagt ljósrit af bréfi ráðuneytisins til bæjar- fógetans í Hafnarfirði, dags. 9. þ.m.“ Bréf Menntamálaráðuneytisins til bæjarfógetans í Hafnarfirði 9. desember var svohljóðandi: ' „Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, herra bæjarfógeti, dags. 5. þ.m., og ljósrits af bréfi Jóns Kr. Gunn- arssonar, forstöðumanns Sædýra- safnsins í Hafnarfirði, dags. 3. þ.m., þar sem þess er farið á leit að framlengdur verði frestur til að flytja úr landi 5 háhyrninga, sem veiðst hafa á vegum Sædýrasafns- ins og eru nú geymdir í hvalalaug þess. Vegna þessa tekur ráðuneytið fram eftirfarandi: í bréfi ráðuneytisins, dags. 5. september 1979, var það gert að skilyrði, þar sem mælt var með rekstrarleyfi Sædýrasafninu til handa, „að hvalir verði • ekki geymdir í safninu að vetrinum eftir 1. desember." í leyfisbréfi yðar, herra bæjarfógeti, til að reka safnið, dags. 17. september 1979, var þetta skilyrði m.a. sett, en svo sem yður er kunnugt fullnægði Sædýrasafnið ekki þessu skilyrði, sbr. bréf ráðuneyt- isins, dags. 4. desember 1979, en niðurlag þess er svohljóðandi: „Þar sem Sædýrasafnið hefur ekki fullnægt framangreindu skil- yrði um að hvalir yrðu ekki í safninu eftir 1. desember, leggur ráðuneytið til að háhyrningarnir verði tafarlaust fluttir úr landi eða þeim sleppt að öðrum kosti, að viðlagðri sviptingu rekstrarleyf- is.“ Nú gerist það í annað sinn að Sædýrasafnið gerist brotlegt við þær reglur, sem því hafa verið settar varðandi þetta atriði, og biður ekki> um undanþágu til þess að hafa háhyrninga í fyrrgreindri hvalalaug eftir 1. desember fyrr en með bréfi til yðar, dags. 3. þ.m. Ráðuneytið getur ekki unað þessu og telur sér því ekki fært að mæla með áðurgreindri beiðni um und- anþágu til að hafa umrædda 5 háhyrninga í Sædýrasafninu til 20. desember. Ingvar Gíslason. Knútur llallsson."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.