Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 „Þeir hugrökku44 IIAGPRENT IIF. - bókaforlaí?. hefur Kefið út bókina „Þeir huKrökku“ eftir Frithjoí Saelen. Bókin sexir frá Norómanninum Leif I.arsen, sem varð ein mesta striðshetja föðurlands síns. Ilann hlaut fleiri brezk heiðurs- inerki en nokkur annar erlcndur hermaður í síðari heimsstyrjold- inni. Á bókarkápu er þannig sagt m.a. frá söguþræði bókarinnar: „Eftir innrás Þjóðverja í Noreg og þegar norski herinn hafði gefist upp fyrir ofureflinu, sameinuðust Norðmenn um að gera óvininum hersetuna sem erfiðasta. Leif Larsen yfirgaf Noreg og fór til Bretlands og komst í hina frægu Shetlandseyja-herdeild og var að mestu skipuö landflótta Norð- mönnum, en undir stjórn Breta. Verkefni herdeildarinnar var að aðstoða neðanjarðarhreyfing- una í Noregi. Þeir fluttu vopn og njósnara til Noregs og landflótta Norðmenn frá Noregi. Þeir höfðu aðeins til afnota litla fiskibáta, sem þeir uröu að sigla á yfir Norðursjó í gegnum víglínu óvin- anna að ströndum Noregs. Þeir urðu fyrir árásum flugvéla og varðbáta og margir týndu lífinu." AÐEINS MOÐIR Bókin, AÐEINS MÓÐIR, er skrifuó af sex barna móöur, sem lýsir á hríf- andi hátt samskiptum sínum viö börn og eiginmann. Hann fellur frá í blóma lífsins og hún stendur ein eftir meö börnin. Hugrenningar og tilfinn- ingar hennar koma skýrt fram, og umhyggja hennar fyrir öllu er lýtur aö heimilislífi og uppeldi barnanna. Gjöfin handa mömmu... ... ogpabba Bókaútgáfan ±ALZ Freyjugötu 27, sími 18188 Frá Ausliniöndiim fjœr BQróm eru urptfhony Sendum ösamsett A Teboró kr. 35.8CC.- 8 Vír.boró kr. 31 300 - 0 Ve^ghil'ur Kr. ó4.700,- SendUITl H Fatahengi kr. 39.300.- < irmtfkotsborð^w. 94.100 - J H|im1et sítnastöll*kr.'B5,500 ■ SJONVAL Vesturgötu II sími 22 600 Óskar Jóhannsson: Hvernig Jón bakari gerð- ist lögbriótur í voldugum járnkrók fyrir ofan bakarísdyrnar hékk risastór kringla, virðingar- og stöðutákn allra góðra bakara. Börnunum þótti gott að koma inn til Jóns bakara. Þar var hlýtt og ilmur af nýbökuðum brauðum, sem hann var búinn að baka á morgnana, áður en aðrir vöknuðu. Og kringlurnar hans voru fræg- ar um allan bæ. Margan heitan vínarbrauðsenda hafði hann gefið krökkunum, sem seinna urðu fullorðin og báru alltaf hlýhug í brjósti til Jóns því hann var góður og vinsæll bæði sem maður og bakari. Einn daginn var kringlan yfir dyrunum farin, og krókurinn líka, allur virðingarblær var horfinn af bakaríinu. Það minnti helzt á berhausaðan kóng. „Hvar er nú stolt stéttarinnar og virðingartákn?" spurðu við- skiptavinirnir. Dapur í bragði sagði Jón: „Eins og þið vitið hafa spek- ingarnir reiknað út að í nágrenn- inu búi vísitölufjölskylda, sem þeir mæla dýrtíðina með. Þeir reyna með öllum ráðum að halda niðri verði á þeim vörum, sem þeir reikna með að hún neyti. Hún étur víst mikið af kringl- um, og um daginn, þegar hveitið hækkaði, fór ég að stórtapa á kringlubakstrinum, en spek- ingarnir harðbönnuðu mér að hækka verðið á þeim, en ég gæti hækkað eitthvað annað sem rík- ara fólkið keypti, t.d. vínarbrauð- in. Ég seldi pvo mikið af kringlum, að útilokað var að bæta upp tapið með rándýrum vínarbrauðum, sem enginn vildi kaupa og ég fengi óorð á mig fyrir okur, ég neyðist til að hætta að baka kringlur, og ég get ekki auglýst vöru, sem ekki er til.“ Þegar Jón hætti að baka kringl- urnar jókst salan svo mikið hjá hinum bökurunum, að þeir stór- töpuðu á kringlubakstrinum og urðu að hætta líka. Á öllu íslandi er nú enginn bakari sem bakar ekta kringlur eins og þær eiga að vera, en ennþá er mynd af einni kringlu prentuð í merki bakarafélagsins, lfkt og til minningar um útdauða dýrateg- und. Vandræðabarn íslenzkra efna- hagslífsins, vísitölufjölskyldan, útrýmdi virðingar- og sæmdar- tákni bakarastéttarinnar. Þá datt einum það sniallræði í hug að leika á spekingana. Hann sýndi kerfinu álit sitt á því með þessum hætti: Hann bakaði úr kringluefni hringi eða núll, og seldi núllin á hærra verði en kringlurnar, því hvergi stóð að vísitölufjölskyldan lifði á núllum. Síðan þetta gerðist eru liðin mörg ár, en vísitölufjölskyldan virðist ekki breyta matarvenjum sínum. Franskbrauð og rúgbrauð borð- ar hún í alla mata og smyr með smjörlíki og smjöri. (Nema þegar smjörútsala er, þá étur hún smjör og brauð ofaná.) Aldurs vegna ætti Jón gamli að vera löngu hættur að vinna, en hann getur ekki hætt. Þú heldur kannski að það sé vegna þess að vafi leiki á hvort hann eigi að lifa á greiðslum úr verðtryggðum lífeyrissjóði, eins og mennirnir, sem segja honum hvað brauðin eiga að kosta, eða óverð- tryggðum lífeyrissjóði eins og afgreiðslustúlkan á að fá. Nei, Jón, gamli góði bakarinn, sem í meira en hálfa öld hefur verið búinn að baka brauðin áður en aðrir vakna, hefur engin lífeyr- issjóðsréttindi. Þjóðfélagið telur sig ekki skulda honum neitt. Aðventukvöld í Kristskirkju NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, 14. desemhcr, verður haldið aðventukvöld á vegum Félags kaþ- ólskra leikmanna í Ðómkirkju Krists konungs i Landakoti og hefst það kl. 20.30. I upphafi verður efnisskráin kynnt. Þá flytur séra Ágúst K. Eyjólfsson ræðu. Að henni lokinni leikur Ragnar Björnsson einleik á kirkjuorgelið, Kóral í a-moll eftir Cesar Franck. Síðan les Gunnar Eyjólfsson leikari helgisögu eftir Selmu Lagerlöf, Nóttina helgu. Eft- ir það syngur Skólakór Garðabæjar, stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir. Því næst les Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona jólaljóð eftir Stefán frá Hvítadal, Jóhannes úr Kötlum og Tryggva Emilsson. Þá leikur Manuela Wiesler einleik á flautu, Allemande í a-moll eftir Jóhann Sebastian Bach. Síðan les Björgvin Magnússon jólaguðspjallið og hlýða kirkjugestir á það stand- andi með kertaljós í hendi. Kerti verða afhent í kirkjunni. Loks syngja allir viðstaddir sameiginlega jólasálminn „Blíða nótt“ sem er þýðing Helga Hálfdanarsonar á hinum heimsfræga sálmi Jóseps Mohr, „Stille Nacht". Allir eru velkomnir á þetta aðventukvöld. Daginn áður, iaugardaginn 13. desember, verður bæna- og hugleið- ingardagur fyrir kaþólska í húsi St. Jósefssystra í Garðabæ. Hefst hann með messu kl. 10 og lýkur um 6-leytið síðdcgis. (Frá Kristskirkju)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.