Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
31
Stórleikur Ásgeirs
- skoraði þrjú mörk
LIÐ Ásgeirs Sigurvinssonar
Standard Liege yíirspilaði
Austur-Þýska liðið Dynamo Dres-
den aigjorlega i UEFA-keppninni
í knattspyrnu í gærkvöldi er liðin
mættust í Dresden. Þetta var
siðari leikur liðanna. Fyrri leikn-
um sem fram íór í Belgíu lauk
með jafntefli 1 — 1. Síðari leikn-
um lauk hinsvegar með stórsigri
Standard Liege sem sigraði 4—1.
Staðan í hálfleik var 2—0.
Það var fyrst og fremst stór-
leikur Ásgeirs Sigurvinssonar sem
færði Standard þennan stóra sig-
ur. Ásgeir snéri hvað eftir annað á
mótherja sína og átti snilldar
sendingar á samherja sína að sögn
fréttaskeyta. Þá voru öll mörk
hans, 3 að tölu, mjög glæsileg.
Fyrsta markið skoraði Ásgeir á
17. mínútu leiksins. Fimm mínút-
um áður en flautað var til hálf-
leiks fékk Standard aukaspyrnu
18 metra frá marki. Og eins og
Ásgeiri er einum lagið sendi hann
10 ár frá láti
Rúnars Vilhjálmssonar
FYRR Á þessu ári voru liðin 10 arstig, Verzluninni Straumnesi
ár frá þvi að Rúnar Vilhjálmsson og Bókaverzlun Olivers Steins í
knattspyrnumaður úr Fram lézt Hafnarfirði.
af slysförum í keppnisför með
islenzka landsliðinu til Englands.
Stofnaður var minningarsjóð-
ur um Rúnar heitinn og var veitt
fé úr honum til byggingar félags-
heimilis Fram við Safamýri.
Nýlega hefur verið fjölgað
sölustöðum, þar sem minningar-
kort sjóðsins verða til sölu. Munu
þau eftirleiðis fást í Lúllabúð við
Ilverfisgötu, Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar við Klapp-
Björk vann
bronsverðlaun
í FRÉTT á íþróttasíðu Mbl. í
Rúnar Vilhjálmsson
Fram burstaði ÍBK!
þrumufleyg með miklum snúningi
í markið framhjá varnarvegg
Þjóðverjanna. Þegar tíu mínútur
voru liðnar af síðari hálfleiknum
skoraði Ásgeir svo þriðja markið.
Tahamata skoraði fjórða mark
leiksins. Á 80. mínútu tókst svo
Þjóðverjum loks að skora eitt
mark.
35.000 áhorfendur fylgdust með
leiknum sem var sjónvarpað um
allt Austur-Þýskaland. Þjálfari
Standard, Ernst Happel, sagði
eftir leikinn að lið sitt hefði leikið
mjög vel og hann væri í sjöunda
himni. Happel kom á sínum tíma
FC Brugge í úrslitaleik UEFA-
keppninnar.
ARNÓR Guðjohnsen og félagar
hans hjá belgiska félaginu Loker-
en smeygðu sér i átta liða úrslitin
í UEFA — keppninni i gær-
kvöldi, er liðið nældi sér í jafn-
tefli á útivelli gegn spænska
liðinu Real Sociedad. Lokeren
vann heimaleik sinn 1—0 og 2—2
urðu lokatölurnar í gærkvöldi.
FRAM opnaði toppharáttuna í 1.
deildarkeppninni í körfuknatt-
leik upp á flóðgátt i gærkvöldi
með því að verða fyrst liða á
þessu keppnistímahili til þess að
sigra ÍBK. Sigur Fram var Iweði
stór og verðskuldaður, liðið lék
miklu betur og i heild mjög vel
þrátt fyrir að gifurlegan villu-
rosa drægi upp á himininn hjá
liðinu. Siðari hluta leiksins
missti liðið hvern máttarstólp-
ann af öðrum út af, en það kom
ekki að sök, þeir sem í staöinn
komu héldu strikinu og Fram
vann mjög frækinn sigur, 86—
66, eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 38—30 fyrir Fram.
Fram lék feiknarlega sterkan
varnarleik að þessu sinni eins og
sjá má af stigatölunni, barátta
leikmanna var gífurleg og hafa
varamennirnir áreiðanlega verið
jafn þreyttir og fastamennirnir í
leikslok, því hávaðinn og lætin á
bekknum var slíkur, að annað eins
hefur varla sést eða heyrst. Ef
frá eru taldar fyrstu mínútur fyrri
hálfleiks, hafði lið Fram allan
tímann forystuna. Það dró þó ekki
verulega í sundur fyrr en í síðari
Lokeren kom.st í 2—0 í fyrri
hálfleik með mörkum danska
leikmannsins Prebcn Elkjær Lar-
sen, en spænska liðið jafnaði i
siðari hálfleik með mörkum Uf-
arte og Zamore. Ilinir 30.000
áhorfendur voru litt hrifnir af
gangi mála.
Fram:ÍBK
86:66
hálfleik. Villudraugurinn grúfði
sig yfir Fram, liðið missti þá
Viðar Jónsson, Þorvald Geirsson,
Val Bracey, Björn Magnússon og
Ómar Þráinsson út af með fimm
villur síðustu 10 mínúturnar. En
það eina sem gerðist var að Fram
jók forystuna! Mestur varð mun-
urinn 22 stig, en lokamunurinn 20
stig, 86—66 eins og áður sagði.
Lið ÍBK, sem tapaði þarna
sínum fyrsta leik í vetur, lék illa
að þessu sinni. Atkvæðamestir
voru Terry Reid sem skoraði 15
stig og Axel Nikulásson sem
skoraði 12 stig. En báðir léku illa
gegn ofureflinu. Hjá Fram stóðu
menn sig hins vegar hver öðrum
betur, engir þó betur en Símon
Ólafsson og Val Bracey, sem voru
frábærir. Símon skoraði 24 stig,
Bracey 21 og Viðar Jónsson kom
næstur með 12 stig. — gg.
Stjörnuhlaup FH
STJÖRNUIILAUP FH fer fram
næstkomandi laugardag og hefst
það klukkan 14.00. Hefst hlaupið
við íþróttahús Lækjarskóla.
Keppt verður bæði í karla og
kvennaflokki og hlaupa karl-
mennirnir 5 kílómetra, en kven-
fólkið 2,5 kílómetra.
Lokaren komst áfram
gærdag af góðum árangri fim-
leikastúlkna á alþjóðlegu móti i
Luxemborg féll niður nafn
Bjarkar Ólafsdóttur sem vann
bronsverðlaun í flokki 17 — 18
ára. Mót það er stúlkurnar
kepptu á var aldursflokkakeppni
í fimleikum. Birna Björnsdóttir
sem dæmdi gólfæfingar á mótinu
var ekki ein af fararstjórum
hópsins eins og skýrt var frá.
heldur ferðamaður á eigin vegum
á mótinu. Þá munu verðlaun
stúlknanna ekki vera þau fyrstu
sem fimleikafólk hlýtur erlendis.
Áður hafa stúlkur unnið til
verðlauna á fimleikamóti í Nor-
egi.
Úrslit í botn-
baráttunni?
EINN leikur fer fram í úrvals-
deildinni í körfuknattleik og má
með nokkrum sanni segja hann
úrslitaleikinn um fallið. Það eru
Ármann og ÍS sem leiða saman
hesta sina í íþróttahúsi Hagaskól-
ans og_ hefst leikurinn klukkan
20.00. Ármenningar standa nokk-
uð höllum fæti fyrir þennan leik,
þar er nokkur upplausn i herbúð-
unum og mikill skortur á
sjálfstrausti. Þá er engan veginn
víst að Bandarikjamaðurinn
James Breeler leiki með Ármanni
vegna deilna sem hann á við
félagið.
ÍS vann hins vegar síðasta leik
sinn í úrvalsdeildinni, ÍR, og hefur
því fjögur stig. Stig Ármanns eru
aðeins tvö talsins. Síðasti leikur
ÍS bendir eindregið til þess að þeir
séu sigurstranglegri gegn Ár-
manni, en ekkert skyldi þó full-
yrða. Tilkoma þeirra Jóns
Oddssonar og Gunnars Thors í
IS-liðið hefur gerbreytt liðinu til
hins betra. Sigri ÍS í kvöld, verður
staðan á botninum skyndilega
mjög ljós.
Leiörétting
SÚ LEIÐA villa slæddist i blaðið
í fyrradag er greint var frá
iþróttamönnum í Texas, að rangt
var farið með nafn lyftingakapp-
ans. Hann heitir Stefán Sturla
Svavarsson en ekki Sigurður,
eins og skýrt var frá.