Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 32
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JHvrgnnblntiib
Demantur .M
æðstur eðalsteina
(§ttll Sc á£>ilftir
Laugavegi 35
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
Flugleiðir:
Flugmenn
til Líbýu á
SAMKOMULAG náAist í K»r milli
Flugieiða ok fluKmanna um storf
fluKmanna á Fokkerum sem FIuk-
leiðir leÍKja í farþeKafluK til Líhýu í
eitt ár og^fer fyrri Fokkerinn utan
nk. lauKardaK með þremur fluK-
stjórum ok einum vélamanni, en
síóustu atrióin sem samió var um
vörðuðu yfirvinnu og frídaga.
Erling Aspelund framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs Flugleiða sagði
_ í samtali við Mbl. í gær að fyrri vélin
færi fyrir hádegi á laugardag, en
verið væri að kanna leigu á annarri
vél og kæmi niðurstaða væntanlega
skjótt í því máli. Þegar seinni vélin
fer fara tveir flugstjórar með henni
og einn vélamaður, en leigusamning-
urinn er þannig að íslenskur flug-
stjóri verður í hverri ferð, en aðstoð-
arflugmaður af erlendu bergi. Verða
íslensku flugstjórarnir í Líbýu í 30
daga minnst í einu, en þá er reiknað
með að nýir taki við. Mögulegt er að
Flugleiðir tékki út nýja flugstjóra
vegna þessa verkefnis.
Kristján Egilsson formaður FÍA
sagði í samtali við Mbl. í gærkvöidi
flugmenn teldu þessa samninga hag-
stæða samninga fyrir Flugleiðir og
þannig að flugmenn gætu vel sætt sig
við á við þær aðstæður sem eru.
„Þetta verkefni skapar atvinnu og
þarna er farið inn á nýjar leiðir sem
skapa væntanlega nýja möguleika í
framtíðinni," sagði Kristján, en benti
jafnframt á að þarna væri í rauninni
verið að leigja flugvél með einum
manni, því þeir ættu að fljúga með
mönnum sem þeir þekktu ekki. Væri
það að því leyti nýtt fyrir hinn
þrönga hóp flugmanna á Islandi þar
á Fokker
laugardag
sem allir væru þjálfaðir eftir sama
kerfi og hefðu reynslu af persónulegu
samstarfi í fluginu. Kvaðst Kristján
vona að báðir aðilar, flugmenn og
Flugleiðir mættu vel við una. Að-
spurður um kaup Flugleiða á öðrum
Fokker Landhelgisgæzlunnar sagði
Kristján að flugmenn væru mjög
ánægðir með þau kaup og þar væri
um að ræða góða vél sem hefði verið í
góðum höndum.
Kvöld eitt, er skipið var í höfn í
Englandi var mikill gleðskapur
um borð. Skipverji á skipinu hefur
viðurkennt við yfirheyrslur hjá
RLR að hafa snemma morguninn
eftir neytt eiginkonu eins skipsfé-
laga síns til samfara á meðan
félagi hans svaf. Málið var kært
til Rannsóknarlögreglu ríkisins
þegar skipið kom til landsins.
Morgunblaðið leitaði frétta af
máli þessu hjá Arnari Guð-
mundssyni deildarstjóra RLR í
gær og staðfest.i hann að stofnun-
in hefði haft málið til meðferðar
og sagði að rannsóknin væri vel á
veg komin.
Lánsfjáráætlun ekki afgreidd fyrir áramót:
30 milljarða lántökuheimild
lögð fram á Alþingi í gær
GUNNAR Thoroddsen forsætis-
ráðherra kvaddi formenn þing-
flokkanna á sinn fund i gær, og
tilkynnti þeirn, að ekki yrði unnt
að afgreiða lánsfjáráætlun fyrir
jólaleyfi þingmanna. í ræðu á
Alþingi í fyrradag sagði Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra. að
ástæða þess að lánsfjáráætlunin
væri svo seint á ferðinni væri sú.
að upplýsingar og vinna frá
Framkvæmdastofnun og Seðla-
hanka hcfðu komið seint. auk
þess sem hankaverkfall tefði
fyrir gerð áætlunarinnar.
Talsmenn stjórnarandstöðunn-
ar kváðu það á hinn bóginn lágt
lagst hjá ríkisstjórninni að bera
slíku við, vitað væri að það væru
erfiðleikar á stjórnarheimilinu-en
ekki seinagangur embættismanna,
sem tafið hefði gerð lánsfjáráætl-
unarinnar. Það, að bæta svo ný-
tilkomnu bankaverkfalli við, sýndi
aðeins örvæntingarfulla tilraun til
að grípa síðasta hálmstráið til
afsökunar. Samkvæmt upplýsing-
um er Morgunblaðið fékk í gær
hjá þingmönnum í hópi stjórnar-
liða, er líklegt að lánsfjáráætlunin
verði lögð fram 17. til 18. þessa
mánaðar, en gert er ráð fyrir að
fjárlög verði afgreidd hinn 20.
desember. Lánsfjáráætlunin verði
þá afgreidd er þing kemur aftur
saman að loknu jólaleyfi, í janúar
eða febrúar.
í gær lagði ríkisstjórnin hins
vegar fram á Alþingi eins konar
„bráðabirgðalánsfjáráætlun", þar
sem annars vegar er um að ræða
tæplega 5 milljarða lán til
greiðslu aftur í tímann, og hins
vegar 25 milljarða lántökuheimild
fram í tímann. Er þetta gert til að
bjarga ríkissjóði þar til endanleg
lánsfjáráætlun liggur fyrir. Munu
formenn þingflokka stjórnarand-
stöðunnar hins vegar hafa til-
kynnt forsætisráðherra í gær, að
þeir myndu ekki fallast á af-
greiðslu þessarar bráðabirgða-
lánsfjáráætlunar, nema Alþingi
fengi áður að sjá hina raunveru-
legu lánsfjáráætlun.
Alla jafna er lánsfjáráætlun
afgreidd samhliða fjárlagafrum-
varpi, en dæmi eru þess þó að slíkt
sé ekki gert, við óvenjulegar eða
óeðlilegar aðstæður í stjórn lands-
ins af einhverju tagi.
Nauðgun um
borð í fiski-
skipi í sölu-
ferð
UPPLÝST er að mestu
alvarlegt kærumál, sem
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins hefur haft til meðferð-
ar að undanförnu.
Málavextir eru þeir að íslenzkt
fiskiskip hélt til Englands í sölu-
ferð í haust. Með í förinni voru
eiginkonur einhverra skipverja.
Verðlagsráð:
Bensínlítrinn
í 580 krónur
- meirihluti vill frjálsa varahlutaálagningu
VERÐLAGSRÁÐ heimilaði á fundi í gær hækkun bensínlitrans úr 515
krónum í 580 krónur, sem er 12,6% hækkun. Rikisstjórnin mun fjalla um
þessa ákvörðun verðlagsráðs og aðrar á fundi i dag, þar á meðal, að
varahlutaálagning verði gefin frjáls.
Auk bensínhækkunar heimilaði
verðlagsráð 11% hækkun á gasolíu,
sem hækkar lítrann úr 210 krónum í
234, og 7% hækkun farmgjalda
skipafélaga og 15% hækkun vöru-
geymslugjalda skipafélaganna.
Ágreiningur var í verðlagsráði
um varahlutaálagninguna og
greiddu fulltrúar Alþýðusambands
Islands og Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja atkvæði gegn því að
gefa hana frjálsa.
Asgeir^
skoraði
þrennu
Knattspyrnusnillingurinn Ás-
geir Sigurvinsson sýndi stórleik i
gærkvöldi er lið hans Standard
sigraði Dynamo Dresden 4 — 1 í
Dresden í IJEFA-keppninni i
knattspyrnu. Ásgeir skoraði þrjú
fyrstu mörk Standard ug voru
þau öll stórglæsileg. Fjórða mark
Standard skoraði svo Tahamata.
Fyrri leik liðanna lauk með jafn-
tefli 1 —I i Belgiu. Með þessum
stóra sigri sínum komst Standard
i átta liða úrslit í keppninni.
Þetta er i annað skipti sem
íslenskur knattspyrnumaður leik-
ur það i Evrópukeppni að skora
þrennu i leik. Pétur Pétursson
skoraði þrennu i keppninni i
fyrra fyrir lið sitt Feyencmrd.
gegn Malmö FF.
Sjá íþróttir.
Slitnaði upp í bankamannasamningum:
Deilt um yfirvinnutíma
sem ígildi afturávirkni
UPP úr samningaviðræðum slitnaði
milli samninganefndar SÍB og samn-
inganefndar hankanna rétt fyrir
hádegi i gær og hafði nýr sáttafund-
ur ekki verið boðaður i gærkveldi.
Hins vegar bjóst rikissáttasemjari
við, að siðdegis í dag yrði hoðaður
nýr sáttafundur í þessari kjaradeilu.
sem nú er farin að kreppa talsvert
að 1 þjóðfélaginu og barst verkfalls-
nefnd hankamanna i gær fjöldi
undanþágubeiðna vegna launa-
greiðslna. sem fram eiga að fara i
dag og á morgun. Öllum þessum
undanþágubeiðnum var hafnað.
Þegar upp úr slitnaði voru menn
enn að ræða afturvirkni 3ja prósent-
anna, sem bankamenn höfðu krafizt
að fá greidd frá 1. júlí 1979, en
bankarnir hafa boðið frá 1. ágúst
síðastliðnum. Til þess að freista þess
að brúa þetta bil, höfðu umræður
snúizt í að ræða um greiðslu fyrir
þennan tíma að einhverju leyti og
ræddu menn um fjölda yfirvinnutíma
og orlofsálag í því sambandi. Höfðu
menn nálgast talsvert og höfðu bank-
arnir boðið, er upp úr slitnaði 10
yfirvinnutíma til greiðslu í janúar
næstkomandi, en bankastarfsmenn
kröfðust 15. Einnig buðu bankarnir
‘h% í orlofsálag, sem greiðast á um
mitt ár. Orlofsálagið er nú 3%, en
hankarnir buðust til þess að hækka
það í 3‘á.
Þegar málin stóðu þannig hljóp
snurða á þráðinn, er í ljós kom, að
aðilar lögðu mismunandi mat á þann
umræðugrundvöll, sem verið var að
ræða á og verulegur ágreiningur var
um útreikning á afturávirkni 3ja
prósentanna. Áður en upp úr slitnaði
höfðu bankamenn gefið verulega eftir
á þeim félagslegu kröfum, sem þeir
hafa haft í frammi, en við lok
sáttafundar lýstu þeir því yfir, að sú
eftirgjöf gilti ekki lengur.