Morgunblaðið - 20.12.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980
3
Eggert Haukdal:
Veit ekki hvort ég
get sætt mig við
að haf a gert þetta
„ÉG HAFÐI ekki borið það á
torn hvort ég væri á móti þessu
frumvarpi. en éj? j?et þó sagt
það. að ég var og er ekki
hrifinn af þessu máli," sagði
Eggert Ilaukdal alþingismað-
ur í samtali við Morgunblaðið.
en hann var spurður um ástæð-
ur þess. að hann greiddi at-
kvæði með frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um vörugjald.
Frumvarp þetta var afgreitt
frá neðri deild Alþingis aðfara-
nótt föstudagsins.
„Svona fjáröflun finnst mér
óheppileg í hæsta máta. Það
muna allir, að innflutningur á
sælgæti var gefinn frjáls, en
síðan var þetta erlenda sælgæti
skattlagt, vegna innlendra
framleiðenda, en því var ég
sannarlega samþykkur. Nú er
búið að setja á vörugjald. Eg er
á móti svona hringli," sagði
Eggert.
Eggert Haukdal
Morgunblaðið spurði Eggert
þá, hvers vegna hann hafi greitt
atkvæði með frumvarpinu.
„Ég fékk vörugjaldið lækkað
úr 10% í 7% og auk þess var
fundin lausn á fleiri málum.“
— Hvaða málum?
„Það fékkst t.d. viss lausn á
málefnum Byggðasjóðs, en hlut-
verk Byggðasjóðs er m.a. að efla
íslenska atvinnustarfsemi vítt
og breitt um landið," sagði
Eggert.
Þá var Eggert spurður að því,
hvort hann gæti sætt sig við
þessa niðurstöðu mála.
„Ég veit ekki hvort ég get
sætt mig við að hafa gert þetta,
en það verður að gera fleira en
gott þykir, þegar menn eru í
samstarfi. Mér finnst samt sem
áður þessi skattheimta óeðlileg
og til hennar hefði ekki þurft að
koma ef þessir hlutir hefðu
verið skoðaðir betur og í víðara
samhengi,“ sagði Eggert Hauk-
dal.
Guðmundur G. Þórarinsson:
Er í hjarta mínu á
móti vörugjaldinu
„ÉG ER i hjarta mínu á móti
þessu vörugjaldi." sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson alþing-
ismaður í samtali við Morgun-
blaðið. en hann var spurður um
ástæður hjásetu sinnar við at-
kva'ðagreiðslu um frumvarp
rikisstjórnarinnar um vöru-
gjald, sem afgreitt var frá
Neðri deild Alþingis aðfaranótt
föstudagsins.
„Það má segja að þegar 32
þingmenn standa að ríkisstjórn
þá verður að vera mikil sam-
staða meðai þeirra til að koma
fram málum. Það er ljóst að allir
þessir þingmenn eru ekki sam-
mála í öllum málum. í flestum
tilvikum eru þess háttar mál
leyst innan þingflokkanná, en
stundum telja menn nauðsynlegt
að ágreiningur komi fram og
mótmæla á þann hátt að fella
frumvarp, en í þessu tilfelli stóð
31 þingmaður að þessu frum-
varpi. Fall frumvarpsins hefði
þýtt halla á fjárlögum sem aftur
á móti hefði þýtt að þurft hefði
Guðmundur G. Þórarinsson.
að fresta afgreiðslu fjárlaga
fram í febrúar," sagði Guðmund-
ur.
„Mín afstaða var sú, að þó ég
væri algerlega á móti þessu
frumvarpi, þá treysti ég mér
ekki til að fella það, með þeim
afleiðingum sem ég áður lýsti.
Viðhorf sín í svona máli verður
maður að eiga við sína eigin
samvisku," sagði Guðmundur.
„Það má segja að ég hafi átt
um tvo kosti að velja og báða
slæma. I fyrsta lagi gat ég fellt
frumvarpið og í öðru lagi gat ég
setið hjá og mótmælt á þann
hátt.“
— Varst þú ekki nógu kjark-
aður til að fylgja sannfæringu
þinni í þessu máli?
„Þetta er ekki spurning um
kjark, menn verða að meta það í
hverju tilviki hvernig bregðast á
við. Ég tel mig hafa valið þann
kostinn sem var minnst verstur í
stöðunni. Ég hef heldur ekki trú
á að aðrir hefðu breytt öðruvísi í
minni aðstöðu. Hins vegar tel ég
upphróp stjórnarandstöðunnar í
þessu máli bæði hræsni og yfir-
drepsskap," sagði Guðmundur G.
Þórarinsson.
KARNABÆR
Laugavegi 66 — Glæsibæ. Sími 85055.
„Dún watt“ (Hollefill)
kápurnar komnar aftur
Hlýjar — léttar — notalegar.
Verö aöeins kr.yg 800 —
Einnig nýkomiö ullarkápur, köflótt
pils, lambsullarpeysur, bolir, skyrt-
ur o.m.fl.