Morgunblaðið - 20.12.1980, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980
32
Litríkur og
listrænn vefur
Við vatn og eld
Briggskipið Bláliljan
Höfundur: Olle Mattson
Þýðing: Guðni Kolbeinsson
Bókin sett og prentuð í Prent-
stofu G. Benediktssonar
Ikikband: Arnarfell hf.
Káputeiknirg: Þorvaldur Jónas-
son
Útgefandi: Bjallan
Þetta er án nokkurs efa ein
bezta unglingabók sem komizt
hefir í mínar hendur. Það er fyrst,
að hófundurinn er bráðsnjall, seg-
ir sögu á þann hátt að fáir munu
leika eftir, og í annan stað er það,
að Guðni Kolbeinsson hefir þýtt
söguna á snilldarlegan hátt.
Efnið er um átök milli fátæktar
og efnishroka — á lítili, fátækur
„föðurlaus" drengur, með bægifót
að auki, á hann sama rétt til
lífsins og sá sem ístru ber og
Jan Pienkowski.
DRAUGASPAUG.
Þýðing: Andrés Indriðason. Jane
Walmsley aðstoðaði við mynd-
skreytingu. Hönnun: Thor Lok-
vig.
Draugaspaug er sérstæð bók.
Þið getið talið — því sem næst á
fingrum ykkar — orðin sem í
henni standa. Svo varla getur hún
heyrt undir bókmenntir. Þótt
þessi orð mín lendi sennilega í
þeim flokki.
Bókin er listilega vel gerð hvað
myndskreytingu og uppsetningu
alla snertir.
Að mínum dómi tilvalin fyrir
myrkfælna krakka að spreyta sig
við að semja sögur við hinar
skuggalegu — oft ógnvekjandi —
en bráðskemmtilegu myndir sem
troðna buddu? Til sögunnar eru
nefndir vinir, tvífættir og ferfætt-
ir, sannir vinir í leit að hamingju,
sem þeir þrá en virðast ekki
bornir til þess að ná. Höfundur
fléttar þetta allt í litríkan, list-
Bókmenntir
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
rænan vef, gefir það svo meistara-
lega, að þá lestri er lokið stynur
lesandinn aðeins: Svona á að
skrifa sögu.
bókin byggist á. Sú iðja barnanna
að segja eða semja sögur um
myndirnar minnkar eða jafnvel
eyðir innri spennu og hræðslu við
slík fyrirbæri. Um leið og þau
opna þannig hugarheim sinn fyrir
öllum þessum kynjamyndum á
jákvæðan hátt, auka þau frásagn-
arhæfni sína og bjóða upp á margt
spaugilegt eins og börnum er
einum lagið í tjáningu.
Mér finnst bókin því gott efni
fyrir börn sem foreldrar mega
Bðkmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Oft hefi ég haldið því fram, að
það þurfi miklu meiri færni t.þ.a.
rita fyrir börn en fullorðna. Því
miður telja margir að börnum sé
bjóðandi hvaða glundur sem er,
kaup foreldra á unglingabókum
sanna slíkt.
Ég skal viðurkenna, að margar
stoðir renna undir þá skoðun. En
nú bíð ég spenntur eftir að sjá,
hvort mér verði ekki rétt stoð til
styrktar kenningu minni.
Og þá er það þýðingin. Hún
gladdi mig svo sannarlega. Hér
niðar íslenzk tunga eins og hún á
hljóminn fegurstan. Guðni kann
þau tök, að hann þarfnast ekki
leikvallamáls, t.þ.a. gera sig skilj-
anlegan. Hafi hann þökk fyrir
frábært verk.
Prentun óvenju hrein og góð.
Útgáfan gefur fyrirheit um
fleiri sagnir slíkar. Takist henni
það, þá verður gaman fylgjast með
því er íslenzkum ungmennum
verður boðið.
Hafi Bjallan innilega þökk
fyrir.
vera að að sinna og leiðbeina þeim
til skapandi túlkunar er hugarflug
þeirra fær byr undir báða vængi.
Hún er um leið verkfæri — ef vel
er leiðbeint — í þágu þess að
hrekja úr hugum barnanna ótta
við það sem ekki er til og getur
gert þeim auðvelt að líta á myrk-
fælni og draugatrú með rósemi,
sjáandi hinar gamansömu hliðar.
Svona kemur bókin mér fyrir
sjónir.
En útfrá hinum fáu textaorðum
fæ ég ekki séð neitt spaugilegt við
ungra hæfi. Gagnvart börnum
ráðlegg ég því að gera þau ekki að
neinu atriði.
Að endingu höfundurinn ku
vera frægur fyrir þessa — og fleiri
bækur sínar.
Guðmundur Kjartansson: FOLD
OG VÖTN. 222 bls. Bókaútg.
Menningarsjóðs. Rvik, 1980.
Greinar um jarðfræðileg efni
er undirtitill þessarar bókar. Þret-
tán eru þættirnir, auk ævisögu-
brots eftir Þorleif Einarsson. Þar
er upplýst að Guðmundur var
prestssonur frá Hruna í Hruna-
mannahreppi í Árnessýsiu, nam
við menntaskólann í Reykjavík,
lauk þaðan stúdentsprófi og stúd-
eraði að því búnu jarðfræði, aðal-
lega við Hafnarháskóla. »Við
heimkomu Guðmundar tvöfaldað-
ist tala starfandi jarðfræðinga á
Islandi,« segir Þorleifur. En það
var munur að mannsliðinu, Guð-
mundur hóf fljótlega jarðfræði-
rannsóknir og lá þegar mikið eftir
hann þegar hann lést um aldur
fram, sextíu og þriggja ára. Þó var
Guðmundur einum of hlédrægur,
eins og Þorleifur tvítekur fram;
varð að verja ærnum tíma til
brauðstrits og vann hægt við
rannsóknirnar, rasaði aldrei um
ráð fram í niðurstöðum.
Einhvers staðar er gefið til
kynna í Eddukvæðum, minnir
mig, að enginn sé svo snjall að
jafningi hans fyrirfinnist ekki
einhvers staðar. Einhvern tíma
heyrði ég því slegið fram eftir að
tala íslenskra jarðfræðinga hafði
margfaldast frá því að Guðmund-
ur Kjartansson sneri heim frá
námi, að Guðmundur væri allra
þeirra færastur. Athugasemdin
festist mér í minni því Guðmund-
ur lét svo lítið á sér bera sem
verða mátti. Einhver annar hlaut
því að vera höfundur þessarar
staðhæfingar! Við lestur þessara
greina hygg ég að jafnvel
áhugamaður eins og undirritaður
megi vel kallast dómbær um
glöggskyggni og varfærni Guð-
mundar Kjartanssonar.
Segja má að Guðmundur hafi
verið heppinn sem jarðfræðingur
því hvort tveggja, Heklugosið
mikla ’47 og Surtseyjargosið ’63,
bar með hæfilegu millibili upp á
besta skeiðið á starfsævi hans.
En btðum nú við, kannski er
orðið helstil fast í vitund okkar að
jarðfræðin sé einungis eldfjalla-
fræði og ævi jarðfræðings sé
einlæg bið eftir eldgosum. Guð-
mundur Kjartansson sinnti fleiri
viðfangsefnum þó jarðeldar hljóti
eðli sínu samkvæmt að snerta
flest viðfangsefni íslensks jarð-
fræðings að einhverju leyti. Vatn
og vatnsvirkjanir voru honum
ekki síður hugleikin viðfangsefni.
Þorleifur segir að hann hafi »ung-
ur dundað við ýmiss konar stíflu-
og vatnsvirkjunarframkvæmdir
og þá einkum í kirkjulæknum í
Hruna.« Sá áhugi hefur síður en
svo dvínað eftir að starfsævin
hófst. Hér eru ritgerðir sem heita:
íslenzkar vatnsfallategundir, Úr
sögu Helliskvislar, Tungná, og
Frá Jökulsárlóni á Breiðamerk-
ursandi.
Guðmundur var Sunnlendingur,
Árnesingur, og hvort sem því nú
olli heldur átthagatryggð eða til-
viljun þá er svo mikið víst að hann
rannsakaði öðru fremur jarðfræði
heimahaganna.
Meðal annars skrifaði hann
mikla jarðfræði Árnessýslu. Og
það hef ég fyrir satt að Guðmund-
ur hafi uppgötvað æði margt sem
ekki hafði verið komið auga á
áður. Meðal annars var Guðmund-
ur, eins og Þorleifur minnir á, með
hinum fyrstu til að skýra hvernig
móbergsfjöll eru mynduð.
Þá er það ísöldin og hlýskeiðið
sem nú stendur yfir. Isaldarminj-
ar fyrirfinnast víða. ísöldin skildi
eftir sig rúnir sem sumum hefur
orðið hált á að ráða eins og frægt
er frá liðinni öld. Guðmundur
Kjartansson var öðrum gleggri að
lesa rúnir þær sem fimbulvetur sá
Að spauga með drauga
Lífið er ekki mun-
aður heldur athöfn
*
Svami Vivekananda:
STARFSRÆKT (KARMA-YOGA)
Þýðendur: Jón Thoroddsen
og Þórbergur Þórðarsom
Útg.: Þjóðsaga, Rvík. 1980.
í marga áratugi hef ég verið í
leit að skilningi á lífinu og tilgangi
þess. Þess vegna las ég meðal
annars mikið af bókum um þessi
efni. Dag nokkurn var ég orðinn
þreyttur á þessu og gerði þá kröfu
til sjálfs mín, að ég í einni
setningu gæti orðað einhvern
kjarna sem væri hugsunarverður.
Ég hafði ekki fyrr lokið þessari
hugsun en svarið varð mér Ijóst og
ég skrifaði niður setninguna. Hún
var svohljóðandi: „Þú átt aðeins
það sem þú hefur gefið." I fyrstu
virðist þetta þversögn, því flestum
mun þykja líklegra að maður eigi
það sem manni er gefið en það
sem maður gefur öðrum. En þegar
betur er að gætt kemur annað í
ljós. Hvert verður veganesti okkar
þegar við hverfum úr þessu jarð-
lífi? Einungis það sem við kunnum
að hafa gert öðrum til heilla án
þess að ætlast til nokkurs endur-
gjalds. Það sem með slíkum at-
höfnum safnast er með öðrum
orðum sá fjársjóður sem Kristur
talar um, fjársjóðurinn sem
hvorki mölur né ryð fá grandað.
Hér hafði ég því fundið rétta
mælistiku á líf mitt. Ég brá
þessari mælistiku af einlægni á
ævi mína og komst að þeirri
niðurstöðu að ég væri andlega
gjaldþrota. Ég hafði allt mitt líf
verið að þiggja í stað þess að gefa.
Ég nefni þetta litla dæmi úr
eigin lífi til þess að sýna að
setning getur í rauninni haft allt
aðra merkingu en virðist við
fyrstu sýn, miklu dýpri og mikil-
vægari þýðingu.
Þessa litlu bók verður að lesa
með þessu hugarfari. Það sem í
henni stendur þarf íhugunar við.
Hún er hvorki heppileg dægra-
stytting né sérstakur skemmti-
lestur. Hún gerir kröfur til lesand-
ans, eins og allt sem einhvers virði
er í þessu lífi. Hún kennir okkur
að lífið sé ekki munaður heldur
athöfn.
Þessi litla en fallega bók inni-
heldur átta fyrirlestra eftir Ind-
verjann Svami Vivekananda.
Annar þýðandi þessara fyrir-
lestra er einn skemmtilegasti og
frumlegasti rithöfundur íslensku
þjóðarinnar á 20. öld, Þórbergur
Þórðarson. Hann var engum líkur.
Fáum öðrum hefði tekist að hafa í
sama huga jafnólík áhugamál og
að vera annars vegar sannfærður
kommúnisti og jafnframt guð-
spekisinni og spiritsisti. En Þór-
bergur var einnig frábær íslensku-
maður og ber þessi þýðing þess
glögg vitni, en hún er á afburða-
góðri íslensku, svo unun er að lesa.
Þórbergur segir okkur að höf-
undur þessara átta fyrirlestra,
Vivekananda hafi fæðst á Ind-
landi 1863, verið um tíma við nám
í háskóla í Kalkútta, en síðar gerst
lærisveinn Ramakrishna, eins
dásamlegasta guðmennis sem sög-
ur fari af. Vivekananda hafi flutt
fyrirlestra víða um Evrópu og
Ámeríku. Hann hafi verið spek-
ingur að viti, afburðaræðuskör-
ungur og ritsnillingur. Hann and-
aðist árið 1902 harmaður um
Indland þvert og endilangt, og
reyndar talinn sannheilagur mað-
ur.
Fyrirlestrarnir í bókinni bera
þessi nöfn: Áhrif karma á skap-
gerðina „Sérhver er mikill á sínum
stað“, Leyndardómur starfsins,
Hvað er skylda?, Vér hjálpum
sjálfum oss, heiminum eigi, Frá-
hvarf er alger sjálfsafneitun,
Frelsi og Takmark karma-yoga.
Hér er ekki rúm til að gera
nokkra grein fyrir öllum þessum
fyrirlestrum. Það er ekki hægt í
stuttu máli. Þó er óhætt að ráða
hverjum hugsandi manni að lesa
bókina. Einkanlega sökum þess
hve viðhorf höfundar eru gerólík
því sem tíðkast í okkar heimi, hér
á Vesturiöndum. Ég er þó ekki að
halda því fram, að Vivekananda
hafi fundiö ailan sannleikann,
fremur en ýmsir aðrir leitendur
hans. Þrátt fyrir mikinn þroska
höfundar má þó finna mannlega
veikleika í rökum hans sumum.
Þannig leitar hann til einhverrar
dásamlegustu persónu alls Ind-
lands Ramakrishna oj yerist læri-
sveinn hans, en heldur því hins
vegar fram í þessum fyrirlestrum,
að ekkert sé hægt að læra af
öðrum. Ailt komi að innan, frá
manninum sjálfum, og ef svo er,
hverjum eru þá þessir fyrirlestrar
ætlaðir?
Hann talar fallega um trúar-
brögðin og skilur að þau eru
aðeins rnismunandi leiðir til Guðs.
Ekki tekst Vivekananda þó að
halda hlutleysi í umræðu sinni um
trúarbragðahöfundana, því hann
segir í lok síðasta fyrirlesturs
síns, að Buddha hafi verið mesti
maðurinn sem nokkru sinni hafi
fæðst. En hvað sagði svo Buddha
sjálfur: „Trúðu ekki neinu af því
að það stendur í einhverjum
gömlum ritum. Trúðu ekki af því,
að það er þjóðtrú þin, ekki af því,
að þú hefur verið látinn trúa því
frá bernsku, en finndu sannleik-
ann með hugsun þinni, og þegar
þú hefur gert þér grein fyrir
honum, skaltu trúa honum, ef þér
virðist hann vera hverjum og
einum til blessunar, lifa fyrir
hann og hjálpa öðrum til þess að
öðlast hann.“
Þó ég þannig þykist finna ýmis-
legt í fyrirlestrum þessum sem ég
að svo komnu sé ekki ástæðu til að
fallast á og vildi gjarnan rökræða
nánar, ef þess væri kostur, þá ræð
ég mönnum engu að síður til að
lesa þessa bók, því hún hvetur
óhjákvæmilega til hugsunar um
tilveru og tilgang mannsins á
þessari jörð. Ef ég skil Vivekan-
anda rétt í þessari bók, er það
hugsjón hans að hefja manninn
með síauknum þroska til þess að
losa hann algjörlega við allt sem
einkennir hann einmitt sem
mann. Hann á sem sagt að losa sig
við allar tilfinningar til þess að
vera óháður. Slíkur maður finnur
því hvorki til góðs né ills, óham-
ingja eða gæfa annarra skiptir
hann engu máli framar. Ekkert
virðist skipta hann minnsta máli
lengur, því með því einu getur
hann talist óháður.
Mér er auðvitað ljóst hve óend-
anlega mikið ég á sjálfur ólært og
hve óþroskaður ég er, og það er þá
kannski þess vegna, að mér geðj-
ast engan veginn að þessum nýja
manni, þessari háþroskuðu veru
sem virðist vera markmið Vivek-
ananda. Vera, sem er orðin svo
háþroskuð (ef það er þá rétta
orðið) að hún er með öllu orðin
tilfinningalaus fyrir þjáningum
annarra, er í mínum augum ekki
Bðkmenntlr
eftir ÆVAR
R. KVARAN
lengur maður, því hún hefur svift
sig öllu sem einkennir manninn og
það besta sem í honum býr. Þessi
vera heillar mig sannarlega ekki.
Og mér er sama þó það verði af
einhverjum talið mér til van-
þroska.
Með þessum hætti vekur þessi
bók okkur lesendur til umhugsun-
ar um eigin viðhorf og eitt er víst,
hvað sem öðru líður: það er hollt
að hugsa.
Þessi bók er ein þeirra sem
áreiðanlega aldrei yrði metsölu-
bók í neinu landi. Til þess gerir
hún alltof miklar kröfur til les-
enda sinna. Engum er það ljósara
en útgefanda hennar, Hafsteini
Guðmundssyni hjá Þjóðsögu. En
hann er einn þeirra fáu manna á
ísiandi, sem hikar ekki við að gefa
út bók þótt honum sé það fullljóst
að hann tapar á því. Hvers vegna?,
spyr einhver. Svarið er að hann er
hugsjónamaður. Þótt undarlegt
þyki, þá eru þeir enn til á þessu
landi.
Hafsteinn Guðmundsson er
löngu orðinn frægur bókagerðar-
maður, því hann er ekki einungis
frábær prentari heldur einnig
mikill listamaður. Hann hefur
skreytt merkar bækur sem vandað
er til með þeim hætti að aðdáun og
unun vekur. Einhvern tíma verður
haldin sýning með þessum lista-
verkum Hafsteins, sem mun að-
dáun vekja.
Útgáfa þessarar vonlausu sölu-
bókar lýsir vel þessum bókaútgef-
anda. En sá sem les þessa bók þarf
ekki að sjá eftir því.