Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Ernir fá nýja flugvél
Ný flugvél af gerðinni Cessna 404 Titan bættist í flugfiota Vestfirðinga á sunnudaginn, en eigandi
vélarinnar er flugfélagið Ernir. Hörður Guðmundsson og Hálfdán Ingólfsson flugu vélinni heim
frá Bandaríkjunum og i gær fór vélin sína fyrstu flugferð innanlands; frá ísafirði til Reykjavíkur.
Myndin er tekin við komuna tii ísaf jarðar á sunnudaginn. ijúwn. Mbi.: úifar
Fernt á slysadeild
eftir umferðarslys
Hafnarfjarðarlögrejílan
hafði í nógu að snúast í
gær en alls höfðu lögreglu-
menn afskipti af 12 um-
ferðarslysum frá hádegi
og fram undir kvöld.
Fernt var flutt í Slysadeild
Borgarspítalans. Tvennt
var flutt á slysadeildina
eftir að bifreið var ekið á
ljósastaur á Arnarneshæð.
Þá var tvennt flutt á slysa-
deild eftir að bifreið valt á
mótum Reykjanesvegar og
Hafnarfjarðarvegar.
í báðum tilvikum voru bif-
reiðir talsvert skemmdar en
meiðsli voru ekki alvarleg. Þó
dvaldi einn í slysadeildinni þeg-
ar Mbl. fór í prentun.
Bjarni Jakobsson um vörugjaldsfrumvarpið:
„Undrar mig að
menn skuli selja
samvizku sína“
„ÉG VIL nú fyrst og fremst
segja það að ég ásamt sam-
starfsmönnum mínum í Iðju
varð fyrir miklum vonbrigðum
þegar vörugjaldsfrumvarpið
var samþykkt sem lög frá Al-
þingi. Það undrar mig að menn
skuli selja samvizku sina eins
Bjarni Jakobsson
og raunin virðist hafa verið við
atkvæðagreiðslu um frumvarp-
ið. Mér finnst það hreinlega
óvirðing við Alþingi," sagði
Bjarni Jakobsson formaður
Iðju er Mbl. ræddi við hann um
frumvarpið.
„Það er enn ófyrirsjáanlegt
hvað þetta mun valda miklum
samdrætti og þar með tjóni fyrir
gosdrykkja- og sælgætisiðnað-
inn og það fólk, sem við hann
starfar. Við hjá Iðju teljum það
nær öruggt að um nokkurn
samdrátt verði að ræða og þar
með veruleg hætta á uppsögnum.
Það er mikill uggur í starfsfólki
innan þessa iðnaðar eins og
kemur fram í undirskriftasöfn-
uninni, en nú hafa alls um 450
manns skrifað undir mótmæli
vegna frumvarpsins og undir-
skriftir eru enn að berast.
Þetta er einnig í mikilli mót-
sögn við þann tímabundna 40%
verndartoll, sem settur var á
innflutt sælgæti og því er þetta
frumvarp enn óskiljanlegra og
hreinlega þversögn að mínu
mati.“
Útlit fyrir
nægan rjóma
Nýr vatnsgeymir Hvergerðinga reistur. Ljósm. Mbt: surún.
„ÞAÐ VIRÐIST ætla að takst að
fá nægan rjóma á höfuðborgar-
svæðið, en vegna minnkandi
mjólkurframleiðslu töldu menn
lengi tvísýnt um það,“ sagði
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík. í samtali við Mbl. í
gær. Guðlaugur sagði, að síð-
ustu daga fyrir jól seldust um
60.000 lítrar af rjóma á höfuð-
borgarsvæðinu og hefði tekizt
að tryggja 40—50.000 lítra
lengra að en af svæði Mjólkur-
samsölunnar, en á því eru
mjólkurbúin á Selfossi, í
Reykjavík, Borgarnesi og Búð-
ardal.
Hvergerðingar fá
nýjan vatnstank
Hverageröi, 22. desember.
í HVERAGERÐI er verið að reisa
stóran og mikinn vatnsgeymi
fyrir vatnsveituna. Var honum
valinn staður í hliðinni austan i
Hamrinum á svipuðum stað og
gamli vatnsgeymirinn stóð, en
hann er nú ónýtur.
Nýi geymirinn er gerður úr
steinsteypu og á að rúma um 700
tonn af vatni. Framkvæmdin mun
kosta nálægt 90 milljónum króna
með tengingu og frágangi. Verkið
var boðið út. Verktakarnir Sveinn
Frímannsson og Tómas Sigur-
pálsson höfðu hagstæðasta tilboð-
ið og hófu þeir verkið í haust og
Hólmarar með
stuðningslista
við Friðjón
áætla að ljúka því í maí á næsta
ári.
Sigrún
Guðlaugur sagði, að stærsti
hlutinn kæmi frá Akureyri, en
einnig kæmi verulegt magn frá
Sauðárkróki og Húsavík. Flutn-
ingar hafa gengið vel. Guðlaugur
sagðist ekki ennþá geta sagt til
um kostnaðinn af þessum flutn-
ingum, en hann er kostaður af
sérstökum sjóði, sem framleiðslu-
ráð landbúnaðarins annast og
renna í hann 20 aurar af hverjum
seldum mjólkurlítra.
Bensínafgreiðslu-
menn fara í verk-
fall 28. desember
VERKFALL bensinafgreiðslu-
manna hefur verið boðað frá og
með 28. desember, sem er sunnu-
dagur. Boðaður hefur verið sátta-
fundur með deiluaðilum i deil-
unni hinn 27. desember klukkan
14 og á þá að freista þess að ná
fram samningum.
Nokkrir fundir hafa verið
haldnir í deilunni og mun enn bera
þó nokkuð í milli aðila. Þetta er í
fyrsta sinni, sem gerðir verða
sérstakir kjarasamningar við
bensínafgreiðslumenn, sem til
þessa hafa verið á Dagsbrúnar-
samningum. Við undirritun heild-
arkjarasamninganna hinn 28.
október síðastliðinn, kom fram
sérstök ósk um að gerðir yrðu
sérstakir samningar við af-
greiðslumennina.
í dag er boðaður sáttafundur
með byggingarmönnum, sem
standa utan Sambands bygg-
ingarmanna.
- segir Guðmund-
ur Þ. Jónsson
„VIÐ höfum lýst andstöðu
okkar við vörugjaldið og teljum
þetta vond lög,“ sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson formaður
Landssambands iðnverkafólks.
þegar Mbl. spurði hann um
nýsett lög um vörugjald á sæl-
gæti og gosdrykki.
„Við óttumst að vörugjaldið
muni hafa samdrátt í för með
sér í sælgætisiðnaðinum og þar
með uppsagnir starfsfólks. Þetta
er auðvitað alvarleg staða en
reynslan mun leiða í ljós hve
áhrifin verða rnikil," sagði Guð-
mundur að lokum.
Stykkishólmi. 22. desember.
NÚ UM helgina hafa gengið áskrift-
arlistar í Stykkishólmi, þar sem fólk
skorar á Friðjón Þórðarson að halda
fast við ákvörðun sína um að veita
Gervasoni ekki landvist. Telur fólk
að slíkt gæti dregið dilk á eftir sér.
Bæjarbúar heita Friðjóni stuðningi
sínum. Á skömmum tíma voru
komnar yfir 160 undirskriftir.
Fréttaritari
Eftirlifandi eiginkona Ágústs er
ísafold Jónsdóttir.
Guðmundur Þ. Jónsson
Ágúst Jóhannesson
Ágúst Jóhannesson
fyrrverandi verk-
smiðjustjóri látinn
ÁGÚST Jóhannesson, fyrrum verk-
smiðjustjóri kexverksmiðjunnar
Fróns lést á fimmtudaginn 87 ára
að aldri.
Ágúst fæddist í Reykjavík 19.
ágúst 1893 sonur hjónanna Jóhann-
esar Þórðarsonar, skósmiðs, og Sól-
veigar Björnsdóttur. Hann nam
bakaraiðn í Reykjavík og stundaði
framhaldsnám í Danmörku, þar sem
hann kynnti sér sérstaklega rekstur
kexverksmiðja.
Heimkominn stofnaði hann með
öðrum kexverksmiðjuna Frón 1926
og var verksmiðjustjóri þar til fyrir
nokkrum árum, að hann lét af
störfum aldurs vegna. Ágúst stund-
aði mikið íþróttir á yngri árum og
var um skeið formaður Glímufélags-
ins Ármanns.
„Vond lög“