Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
3
Erfiðlega hefur genKÍð að halda áætlun innanlandsflugs siðustu daga
vegna óveðurs víða um land og eru því margir sem bíða eftir fari til síns
heima.
Innanlandsflug
gengur stirðlega
vegna illviðra
ILLA leit út með innanlandsfluK
FluKÍeiða á timabiii i gær og um
hádegi hafði aðeins verið flosið til
Sauðárkróks, Hafnar, Egilsstaða
ok Húsavikur, en nokkuð rættist
úr þegar líða tók á daginn og var
þá hæjít að fljújía til Akureyrar.
EKÍlsstaða og Vestmannaeyja og
undir kvöld átti að halda áfram
ÍIukí til Akureyrar ok Sauðár-
króks, m.a. með fraKt einKönKU.
Ekkert var floKÍð á Vestfirði ok
hefur ekki verið fioKÍð á ísafjörð
siðan á föstudaK.
Varðskipið Ægir fór frá Reykja-
vík á sunnudag til ísafjarðar með
póst og farþega og átti skipið að
fara frá ísafirði í gærkvöld með á
annað hundrað farþega. Fyrirhugað
er að skipið fari vestur á ný um
hádegi í dag, þriðjudag, ef ekki
hefur þá rætzt úr með flug.
Að sögn Sveins Sæmundssonar
hjá Flugleiðum verður lögð öll
áherzla á að fljúga á Vestfirðina í
dag sé þess nokkur kostur og eru
ráðgerðar allt að 6 til 7 ferðir, en um
250 manns bíða fars í Reykjavík og
um 150 á ísafirði. Sagði hann
hugsanlega hægt að nota þotu í
Akureyrarflugið, ef bremsuskilyrði
væru góð á flugbrautinni þar. Sagði
hann starfsfólk Flugleiða leggja
áherzlu á að ljúka tilskildu áætlun-
arflugi fyrir jólin, en veðurútlit
væri e.t.v. ekki sem bezt. Á aðfanga-
dag er gert ráð fyrir að fljúga fram
til kl. 14 og lengur fram eftir degi ef
þörf krefur.
Bráðabirgðalög væru ein-
stök óvirðing við Alþingi
- segir Ólafur G. Einarsson um stöðuna í vaxtamálunum
„I>AÐ er ljóst, að samkvæmt
lögum eiga vextir að hækka
um áramótin um nærri 10% og
ég sé því ekki annað en að
Seðlabankinn verði að fram-
fylgja ákvæðum þessara laga,"
sagði Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokks Sjálf-
stæðismanna, í samtali við
Mbl. er hann var inntur eftir
hans áliti á stöðu mála í
sambandi við vexti og hugsan-
lega vaxtahækkun um áramót-
in.
Ekki trúaður á
hækkun vaxta
- segir Kjartan Jóhannsson,
formaður Alþýðuflokksins
„ÉG ER sömu skoðunar og Seðla-
bankinn um það, að samkvæmt
lögunum beri þeim að hækka
vextina upp í verðbólgustigið um
áramótin,“ sagði Kjartan Jó-
hannsson, formaður Alþýðu-
flokksins. í samtali við Mbl. er
hann var inntur álits á þeirri
stöðu sem nú ríkir varðandi
vexti, en samkvæmt svonefndum
Ólafslögum eiga þeir að vera
komnir i sama prósentustig og
verðbólgan við árslok.
Loðnubátun-
um bannaðar
aðrar veiðar
SAMKVÆMT reglugerð, sem
Sjávarútvegsráðuneytið gaf út
18. desember sl. er þeim loðnubát-
um, sem leyfi hafa til loðnuveiða,
bannað að stunda veiðar með
netum, botn- og flotvörpu og línu
frá 1. janúar til 10. febrúar nk„
eða þangað til annað verður
ákveðið.
Ákvörðun þessi er tekin m.a.
vegna þess að ekki liggur fyrir
endanlega hversu mikið magn af
loðnu verður leyft að veiða á
yfirstandandi vertíð. Raðuneytið
mun á næstunni beita sér fyrir að
upp verði teknar viðræður við
hagsmunaaðila um vandamál
þessara skipa.
„Ég er hins vegar ekki trúaður
á, að vextir verði hækkaðir um
áramótin, annað hvort verða sett
lög, sem heimila að vextir verði
óbreyttir, eða þá lögin verða
hreinlega hundsuð," sagði Kjartan
ennfremur.
Þá kom það fram hjá Kjartani,
að Alþýðuflokksmenn hefðu á
næstsíðasta degi þingsins lagt
fram frumvarp um vaxtamál og
fjármál húsbyggjenda, sem m.a.
væri tengt þeirri miklu óvissu sem
ríkti í vaxtamálum.
„Megininntakið í þessu frum-
varpi er, að stofnaðir verði nýir
sparireikningar, þar sem sá hluti
innistæðu, sem látinn er óhreyfð-
ur í hverja þrjá mánuði, skuli vera
að fullu verðtryggður. Hins vegar
geti menn gengið í reikninginn
hvenær sem menn vilja, og sá
hluti sem ekki væri verðtryggður
bæri venjulega sparifjárvexti,"
sagði Kjartan.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir
því, að stofnuð verði sérstök við-
bótarlán innan bankakerfisins
fyrir húsbyggjendur, sem sé að
upphæð helmingur þess, sem við-
komandi fær að láni hjá Húsnæð-
ismálastofnun ríkisins. Lánið yrði
síðan borgað niður á fimmtán
árum.
Varðandi hina nýju verðtryggðu
reikninga sagði Kjartan, að hann
væri sannfærður um að þeir
myndu auka sparifjármyndun
innan bankakerfisins.
„Ég vil hins vegar benda á, að
ríkisstjórnin hefur oftar en
einu sinni á árinu lýst því yfir,
að aðlögunartímabil vaxta yrði
lengt. Það hefur hins vegar
ekkert verið gert í þessum
efnum. Við sjálfstæðismenn
spurðum um þessi mál fyrir
þinghlé oftar en einu sinni, en
fengum engin svör, önnur en
þau, að Ragnar Arnalds, fjár-
málaráðherra, sagði í ræðu, að
ákvæðum laga væri fullnægt
með hinum svokölluðu verð-
tryggðu sparifjárreikningum.
Okkur þykir þessi túlkun á
málinu alveg fráleit og höfum
ekki trú á að Seðlabankinn fari
eftir henni,“ sagði Ólafur
ennfremur.
Þá sagði Ólafur, að það væri
einstök óvirðing við Alþingi, ef
sett yrðu bráðabirgðalög vegna
þessa, einhvern næstu daga, því
ekkert hefði verið gert meðan
þing sat, þrátt fyrir margar
yfirlýsingar um málið.
Ekið á hross
Á sunnudaginn gerðist sá atburð-
ur á Vesturlandsvegi að fólksbif-
reið ók á tvö hross, sem verið var
að teyma yfir veginn. Annað
hrossið gaf fljótlega upp öndina og
hitt var aflífað skömmu síðar.
Farþegi í fólksbílnum slasaðist og
var fluttur á slysadeildina.
Núvist — ný ljóðabók
eftir Ingimar Erlend
Sigurðsson komin út
Erlend er komin út. Bókin nefn-
ist NÚVIST. Þetta er sjöunda
ljóðabók Ingimars, en auk þess
hefur hann gefið út þrjár skáld-
sögur og tvö smásagnasöfn. Síð-
asta Ijóðabókin kom út fyrir
tveimur árum, Fjall i þúfu.
MUVIST
Ingimar Erlendur
Sigurdsson
Ljóðabókin Núvist er 170 blað-
síður og inniheldur 140 ljóð. Hún
skiptist í þrjá kafla, er bera heitin:
Þávist, Ljóðvist og Núvist.
Fyrsti kaflinn horfir til liðinnar
reynslu og eilítið úthverfari en í
hinum köflunum. Annar kaflinn
fjallar um samskipti lífs og listar
og er þar meðal annars að finna
einskonar minningarljóð um ýmis
skáld, erlend og innlend. Þriðji
kaflinn er langsamlega ljóðflestur
og öll ljóðin hreinræktuð trúar-
ljóð.
Trúarstrengur er og fólginn í
hinum köflum bókarinnar, svo
segja má að ljóðabókin Núvist
einkennist af trúarljóðum. Þótt
lífssýn höfundar, eins og hún
birtist í þessum ljóðum, sé tví-
mælalaust kristin, lýsa ljóðin sum
hver reynslu höfundar af jógaiðk-
un. Ljóðin eru öll persónuleg,
innhverf en fyrst og fremst myst-
isk — dulræns eðlis.
Bókaútgáfan Letur gefur bókina
út og kápumynd hennar hefur
höfundur teiknað.