Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
5
Skólameistari aíhendir dúxinum. Ingibjörgu Harðardóttur, bókaverð-
laun. (Ljósm: Troels Bendtsen.)
Flensborgarskóli
brautskráir stúdenta
HAUSTÖNN Flensborgarskóla
var slitið laugardaginn 20. des-
ember sl. og þá brautskráðir 3
nemendur með almennt verslun-
arpróf og 30 stúdentar.
Bestum árangri á stúdentsprófi
náði Ingibjörg Harðardóttir, nátt-
úrufræðibraut; hún fékk 38 sinn-
um A og 12 sinnum B á námsferl-
inum, en skólinn starfar eftir
áfangakerfi og einkunnir eru
gefnar í bókstöfum.
Stúdentarnir skiptast þannig á
brautir að 11 eru af viðskipta-
braut, 8 af náttúrufræðibraut, 6 af
eðlisfræðibraut, 3 af félagsfræða-
braut og 2 af uppeldisbraut.
Skólameistari Flensborgarskóla
er Kristján Bersi Ólafsson.
FréttatilkynninK
Bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar:
Um Hlaðir eftir Stein-
dór Steindórsson og
minningar Gísla á Læk
MORGUNBLAÐINU haía borist
fjórar nýjar bækur frá Bókafor-
lagi Odds Björnssonar á Akur-
eyri. Má þar fyrst nefna Hlaðir í
Hörgárdal eftir Steindór Stein-
dórsson og Vini í varpa eftir Jón
Gísla Högnason, en auk þeirra
hefur forlagið gefið út nýja
skáldsögu eftir Sidney Sheidon,
Verndarcngla, og Skugga úlfsins
eftir James Barwick. Hersteinn
Pálsson islenzkaði báðar bækurn-
ar.
Steindór Steindórsson
Bók Steindórs Steindórssonar
frá Hlöðum, Hlaðir í Hörgárdal,
ber undirtitilinn Norðlenskt
sveitaheimili í byrjun 20. aldar.
Bókin, sem er 142 blaðsíður að
stærð, skiptizt í fimm kafla, auk
inngangs, og marga þætti um
bæinn, húsbúnað, klæðnað, matar-
æði, andlegt líf, fjárgæzlu, hey-
annir, vetrarvinnu, hátíðir o.s.frv.
Vinir í varpa, sem er æskusaga
eftir Jón Gísla Högnason, er 420
blaðsíður, en fremst er efnisskrá
yfir þá fjölmörgu kafla sem hún
skiptist í og aftast manna-
nafnskrá. Bókina prýða margar
ljósmyndir og teikningar. Á bók-
arkápu segir, að Gísli á Læk, eins
og hann er jafnan nefndur af
samferðarmönnum sínum, sé
roskinn bóndi úr Árnessýslu. í
bókinni reki hann endurminn-
ingar sínar frá æsku og uppvexti á
fyrstu áratugum þessarar aldar.
Leiðrétting
ÞAU MISTÖK urðu í sunnudags-
blaði, að rangt nafn birtist með
höfundi umsagnar um bók Líneyjar
Jóhannesdóttur. Umsögnin var eftir
Jóhönnu Kristjónsdóttur en ekki
Jennu Jensdóttur og leiðréttist þetta
hér með.
Guðni Kolbeinsson:
„Betra að hætta eftir
eina vitleysu en tvær“
„ÁKVÖRÐUN mín stendur
óhögguð og ég býst við því að
nýr maður taki við þættinum
um áramótin,“ sagði Guðni Kol-
beinsson, umsjónarmaður þátt-
arins Daglegt mál i útvarpinu i
samtali við Morgunblaðið.
Guðna varð á í messunni í
þætti nýlega, beygði rangt orðið
lækur og tilkynnti strax í næsta
þætti að hann ætlaði að hætta
umsjón með þættinum. Síðan
hafa margir skorað á Guðna að
hætta við að hætta, t.a.m. Ásgeir
Jakobsson í langri grein hér í
Morgunblaðinu. „Ég tók ákvörð-
un um að hætta án þrýstings og
henni breyti ég ekki þó að þrýst
sé á mig. Það er betra að hætta
eftir eina vitleysu en tvær,“
sagði Guðni.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar lögð fram:
Heildarniðurstöður eru
1.696,5 milljónir króna
FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnar
nesbæjar var lögð fram til fyrri
umræðu 17. desember sl. og eru
heildarniðurstöður á rekstrarreikn-
ingi 1696,5 milljónir króna, sem er
um 53% hækkun frá endurskoðaðri
f járhagsáætlun siðasta árs.
Sömu álagningarreglur gilda og
siðasta ár, þ.e. 10% útsvar með
fyrirvara um 0,5% hækkun. ef
teknaviðmiðun reynist lægri en við-
miðunartölur Þjoðhagsstofnunar.
Fasteignagjöld eru með 20% af-
slætti á íbúðarhúsnæði, eða 0,4% en
1% á annað húsnæði. Gjaldstigi
aðstöðugjalda er óbreyttur frá fyrra
ári.
Viðmiðunartekjur elli- og örorku-
þega vegna niðurfellingar eða lækk-
unar fasteignagjalda hækka enn-
fremur miðað við tekjur og verða
eftirfarandi, miðað við eigin ibúð:
a) einstaklingar:
brúttótekjur 1980 allt að 4,6 m.kr.
100% niðurfelling.
brúttótekjur 1980 allt að 5,4 m.kr.
70% niðurfelling.
brúttótekjur 1980 allt að 6,3 m.kr.
30% niðurfelling.
b) fyrir hjón sem bæði eru ellilífeyr-
isþegar: brúttótekjur 1980 allt að 5,7
m.kr. 100% niðurfelling.
brúttótekjur 1980 allt að 6,4 m.kr.
70% niðurfelling.
brúttótekjur 1980 allt að 7,3 m.kr.
30% niðurfelling.
Helztu tekjuliðir áætlunarinnar
eru Utsvör og aðstöðugjöld, sem gefa
1150 milljónir króna, fasteignagjöld
190 milljónir króna, jöfnunarsjóðs-
framlag 200 milljónir króna, gatna-
gerðargjöld 50 milljónir króna og
vextir 70 milljónir króna. Helstu
gjaldaliðir eru: Fræðslumál 282
milljónir króna, almannatryggingar
og félagshjálp 172 milljónir króna,
gatna og holræsagerð 265 milljónir
króna, stjórn kaupstaðarins 80 millj-
ónir króna, skipulagsmál 64 milljónir
króna, hreinlætismál 61 milljón
króna, samgöngumál (strætisvagnar)
41 milljón króna og bruna- og
almannavarna.
Til eignabreytinga er áætlað að
verja um 440 milljónum króna af
rekstri, sem er hærri hlutfallslega en
verið hefur undanfarin ár eða 26%.
Þessi aukna áherzla á eignabreyt-
ingar gerir það að verkum, að mjög
er dregið úr þjónustuframkvæmdum,
sem setið hafa fyrir undanfarin tvö
ár. Helztu framkvæmdir á eigna-
breytingareikningi eru innrétting 1.
áfanga heilsugæzlustöðvar fyrir 135
milljónir króna, sundlaugarbygging
153 milljónir króna, dagheimilis-
bygging 110 milljónir króna og íbúðir
aldraðra 100 milljónir króna. Áætlað
er að ríkisframlög til þessara verk-
efna nemi um 150 milljónum króna,
og eru niðurstöðutölur eignabreyt-
inga því um 690 milljónir króna.
Áætlunin var samþykkt samhljóða
til annarrar umræðu, sem væntan-
lega verður í janúar nk.
„Armv fötin‘‘
Kúreka fötin
Indíána fötin
Mokkasinurnar
sem allir
hafa beöiö
eftir eru
komnar aftur.
sem tryggja
rétta tízku
IJB
Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055.