Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 _8______________________________ Sögur Einars Benediktssonar Einar Benediktsson: Óbundið mál. SÖGUR Kristján Karlsson gaf út. Fyrra bindi. Uppsetning og útlit: Hafsteinn Guðmundsson. Skuggsjá 1980. Sögur Einars Benediktssonar eru samdar fyrir aldamót og yfirleitt mótaðar af öðrum hugblæ en ljóð hans. Þó má vitanlega greina skyldleika ljóða og sagna Einars sé vel að gáð. Hafa má af því nokkra skemmt- un hve Einar er í sögunum háður raunsæisstefnu þótt hann hafi ráðist gegn henni í blaði sínu Dagskrá. Eins og Kristján Karls- son bendir á eru þættir Einars í Dagskrá „afsprengi raunsæis- stefnunnar", þeir sem flokka má undir feuilleton. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Þættirnir sem Kristján birtir í Sögum eru sumir hverjir ekki í eðli sínu sögur, heldur frásagnir, dæmi, eiginlega þankar eða hug- vekjur. Það skiptir ekki máli heldur hitt að allir eru þessir þættir læsilegir og listrænir að gerð. Lengri sögurnar í Sögum eru jafnvel viðvaningslegar á köflum og verða þannig mannlegar, til dæmis Svikagreifinn, Farmaður- inn og skáldsögubrotið Undan krossinum. Svikagreifinn er Einar Benediktsson markverð fyrir hinn djúpa skiln- ing Einars á „misheppnuðum" persónum þótt einföld sé á yfir- borðinu. Farmaðurinn er dæmi- gerð skemmti- og lífsreynslusaga, getur minnt á Þúsund og eina nótt, en er vitnisburður um biturð sem ekki sver sig í ætt ævintýra. Undan krossinum er miskunnar- laus könnun á skinhelgi bæjarbúa gömlu Reykjavíkur og lipurlega skrifuð auk þess sálfræðilega „rétt“. Það er sterkt kveðið að orði hjá Kristjáni Karlssyni að Valshreiðr- ið sé „meðal allra beztu smásagna tungunnar". Samt hefur Kristján líklega rétt fyrir sér. í Valshreiðr- inu sýnir Einar okkur aðdáun sína á kvenleik sem kemur fram með ýmsum hætti hjá karlmönnum. Einari verður tíðrætt í sögum sínum um konur og besta einkunn sem hann getur gefið þeim er að göngulag þeirra og hreyfingar séu heillandi. Konan í Valshreiðrinu „bar sig vel á ganginum" og hún var „allra kvenna fríðust á fæti“ svo að ein þessara gyðja sé nefnd. Skiljanlegt er að Einari hafi orðið slíkt umhugsunarefni því að það sem helst óprýðir íslenskar konur er hvað þær eru þunglamalegar eins og þær skorti léttleik, að ekki sé talað um reisn. Það mun ekki vera algengt að menn „lesi“ Einar Benediktsson, undantekning eru trúir vinir skáldsins. Hvað þetta varðar má sætta sig við að sama gildir um mörg stórskáld. Aftur á móti þurfa Sögur Einars að vera lesnar því að þær eru margar vandaður skáldskapur og um leið aðgengi- legar. Athugasemd í Morgunblaðinu (18.12.) birtist vægast sagt glannaleg grein eftir Ásgeir Jakobsson, einn af hús- krossum blaðsins. Hann fullyrðir að ég hafi hælt Auði Haralds fyrir rithæfni og hefur það til marks um lélegan málsmekk ritdómara. Nú skal að vísu játað að ritdómar- ar eins og aðrir, til að mynda málfræðingar, geta farið óvarlega með tunguna og jafnvel misboðið henni. Nokkur huggun er að þjóð- in skuli enn eiga leiðbeinendur eins og Ásgeir sem er ekki bara vökumaður í þrasdálki Lesbókar, Rabbi, heldur nýuppgötvaður málvöndunarmaður. Ég skora á Ásgeir að sanna að ég hafi notað orðið rithæfni um Auði. í ritdómi eftir mig um Læknamafíu Auðar (20.11.1980), stendur m.a.: „Auður Haralds er vel ritfær og segir oft fjörlega frá.“ Skilningur minn á orðinu ritfær er samkvæmur Is- lenzkri orðabók Menningarsjóðs sem skýrir orðið á eftirfarandi hátt: „Ritleikinn, pennafær, fær til að semja; sem skrifar vel (lýtur að máli og stíl).“ Rithæfni er hvergi minnst á í dómi þessum, en út af fyrir sig er ekkert athuga- vert við það orð þótt „málsmekk- ur“ Ásgeirs Jakobssonar banni notkun þess. Æska í byrjun aldar Jón Gisli Högnason: VINIR í VARPA Æskudagar. 420 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Stærðin er fyrsta einkenni þess- arar bókar, brotið fremur stórt, letrið í smærra lagi og því mikið á síðu hverri og síðurnar á fimmta hundrað. Þó er þetta ekki ævisaga heldur aðeins »æskuminningar« eins og stendur á titilblaði. En ekki þarf að lesa lengi til að átta sig á hvað stærðinni veidur. Höf- undur er í besta lagi orðmargur og leikur sér víða með mál og stíl jafnframt þvi sem hann er bæði langminnugur og söguglaður. Auk þess hefur hann frá mörgu að segja, afar mörgu. Hann segir náið frá foreldrum sínum og uppruna þeirra. Annað fólk á æskuheimilinu stendur honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Húsdýrin urðu flestum börnum minnisstæð í gamla daga, þó nú væri, og er Gísli á Læk engin undantekning frá því. Og smá- ferðalög urðu ótrúlega minnis- stæð. Kannski var þá ekki heldur neitt smáferðalag að fara milli sveita — því smátt og stórt eru afstæð hugtök og miðast fyrst og Þórður Tómasson: SKAFTAFELL 264 bls. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavík, 1980. »Hér hefur að sönnu margt verið sótt í annarra manna verk,« segir Þórður Tómasson um þessa bók sína, »en ærinn hlutur efnis hefur þó ýmist ekki verið úti á þjóðgötu eða ekki verið áður skráður.« Hingað til hefur Þórður Tóm- asson einkum háð sér efni og safnað fróðleik úr heimabyggð sinni, Eyjafjöllum, eða þá úr sýslu sinni en nú heldur hann austur hringveginn fræga og nemur ekki staðar fyrr en í Skaftafelli. Hann kveðst hafa komið austur að Núpsstað áður en árnar fyrir austan voru brúaðar og þá horft löngunaraugum »austur um svart- an sandinn fyrir neðan Lóma- gnúp«. Eftir brúnum þurfti hann þó ekki að bíða, ekki alveg. En þótt Ðókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON fremst við aðstæðurnar hverju sinni. Gísli á Læk hefur líka gaman af að rifja upp sveitarbrag- inn á æskusióðum og draga sinar ályktanir af. Hann segir að í Gnúpverjahreppi hafi jafnan ver- ið gott mannlíf og Hreppamenn hafi þótt frjálslegir á ferðalögum. »Sumir lögðu hreppabúum það til stærilætis, eða að það væri mont- ið. Slíkt tel ég rangt, en fólkið var frjálslegt í framkomu, og áttu lífsskilyrði þess þátt í að svo var, þau munu hafa verið betri og jafnari en suður í sveitum.* Gísli segir að hjáleigukot hafi verið næstum óþekkt í Hreppunum á þeim tíma og sultur hafi ekki sorfið að neinum þó sumir hafi að sönnu verið fátækir. Og af því að nú eru jól má líka minnast þess hvað fólkið fékk að borða á jólunum á uppvaxtarárum hann ætti eftir að kynnast nánar fólki og landi á Skaftafelli dvínaði ekki sá hillingaljómi sem í fjar- lægðinni hafði leikið um þennan rómaða stað. Raunar átti Þórður eftir að hafa náið samstarf við Austur Skaftfellinga eins og lesa má um í öðrum ritum hans. En vegna sögu Skaftafells og ýmiss konar sérstöðu aldirnar í gegnum var hugur hans enn sem fyrr bundinn þeim slóðum, öðrum slóð- um fremur. Og hér er árangurinn. Sem höfund og fræðimann þarf ekki að kynna Þórð Tómasson né heldur aðferðir hans í fræðaöflun. Sérstaða hans sem fræðimanns felst einkum í því hversu mikið hann sækir til margra — til lifandi fólks, fjölda fólks, þó hann styðjist vitanlega einnig við skrif- aðar og prentaðar heimildir. Þessi bók er síst undantekning frá því. Hér er sagan rakin, greint frá heimilisháttum í Skaftafelli í seinni tíð, bújörð lýst og sam- gönguleiðum, einnig þeim sem Gísla á Læk: »Karlmennirnir fengu lærið með lærlegg en konur mjöðmina, allir þrjú rif af feitri síðu, auk stykkis úr hrygg, salt- kjötsbita og stóra köku, væna rúgbrauðssneið af heimabökuðu pottbrauði og stóra sneið af smjöri. Drengir fengu mjaðmar- bitana til fermingaraldurs, eins og konur, og þótti mörgum sú bið löng. Svo settist hver með sinn disk á rúmið sitt og borðaði matinn með vasahnífnum sínum. Eftirmatur var sætsúpa eða sveskjugrautur með rjóma útá.« Ljóst er að Gísli hefur snemma verið hneigður til skáldskapar og íhugana þó beinast lægi við að verða bóndi — sem hann líka varð. Og það hlutskipti virðist ekki hafa reynst honum nein nauð, síður en svo. Nú á efri árum saknar hann þess að geta ekki sem fyrr lagst örþreyttur til hvíldar að kvöldi eftir vel heppnað dagsverk. Á uppvaxtarárum Gísla mun búskapur og bóndastaða hafa ver- ið bæði draumsjón og veruleiki fyrir sjónum margra ungra manna þar sem á skáldskap og fræðiiðkanir var litið sem lífskrydd og frístundagaman sem liggja inn í rökkur þjóðsagnanna. En eins og kunnugt er átti forðum að hafa legið nokkuð bein og greið leið milli Skaftafells í öræfum og Möðrudals á Efrafjalli. Þótt hér sé sagt frá einni bújörð er að sjálfsögðu mörgu lýst sem ekki var einskorðað við Skaftafell heldur tíðkaðist vítt og breitt um sveitir Suð-Austurlands. Bókin hefur því margs konar almennt þjóðfræðagildi. En fyrst og fremst er hún auðvitað miðuð við nefndan stað sem nú er þjóðareign og vinsæll viðkomu og jafnvel dvalar- staður ferðafólks í sumarleyfi. Ferðist það á eigin eyk en langi að vita deili á staðnum gegnir þessi bók svipuðu hlutverki og fjölfróð- ur fararstjóri. Nafnaskrá fylgir. Og ekki má gleyma myndunum. Þó þær sýní naumast hve landslagið er hrika- legt né gefi fullkomlega til kynna hinar gagngerðu andstæður í náttúrunni þar sem skarpar línur eru sums staðar dregnar milli svarts sands, græns gróðurs og skjannahvíts frera gefa þær nokkra hugmynd um þau margvís- Jón Gisll Högnason síst af öllu mætti tefja fyrir mönnum í brauðstritinu. Þeir hétu því að bæta landið og skila því betra en þeir höfðu tekið við því um leið og þeir tryggðu eigin framtíð. Örugglega hefur mörgum þeirra tekist að vinna allt sitt ævistarf með þá hugsjón að leið- arljósi. Að hverfa frá slíku starfi en vera þó enn haldinn löngun til starfs og athafna getur verið bæði tómlegt og bagalegt og á því fékk Gísli bóndi á Læk að kenna eins og fleiri. En þá var að finna sér nýtt Þórður Tómasson legu litaskil sem þarna blasa við augum. Og sem bók er þetta listagripur enda hefur Hafsteinn Guð- mundsson lagt á hana sína högu hönd. viðfangsefni. Og það varð ritun þessara endurminninga. »Lífið hefur aftur fært mér starf í hönd, og fengið tilgang,« segir Gísli í inngangi. í bókarlok fylgir skrá yfir mannanöfn og önnur yfir bæja- nöfn. Þótt undirritaður hafi haft gaman af að lesa þessar fjörlega rituðu endurminningar hafa þær óefað tvöfalt meira gildi fyrir þá sem kunnugir eru á heimaslóðum höfundarins, að ekki sé talað um þá sem muna gamla tíð þar um slóðir. Teikningar Garðars Vigfússon- ar setja svip á bókina auk fjölda ljósmynda frá þeim gömlu góðu dögum þegar Gísli var ungur og átti lífið framundan. Borgarstjórn: Frestaði ákvörðun um af- greiðslu- tíma verslana Borgarstjórn samþykkti sl. fimmtudag að fresta síð- ari umræðu um tillögu nefndar um endurskoðun á reglugerð um afgreiðslu- tíma verslana í Reykjavik. Greint hefur verið frá helstu tillögum nefndarinnar í blaðinu, en þær ganga m.a. út á að verslunum skuli heimilt að hafa opið allt að 8 stundir á viku á eftirtöldum dögum: Frá mánudegi til föstudags kl. 18—22 og á laugardögum 8—12, á tíma- bilinu 1. janúar — 15. júní og á tímabiiinu 1. september — 31. desember. Verslanir mega ekki nýta þessa heimild á fleiri dögum en 2 í hverri viku. Mál þetta verður tekið fyrir á fundi borgarstjórnar í janúar. Land í hillingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.