Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
9
Hvílík dásemd
á láði og legi
SteinKrímur Baldvinsson:
Heiðmyrkur
Inngangur eftir Karl Kristjáns-
son
Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1980.
Þegar ég fékk þessa bók í
hendur hafði ég auðvitað heyrt
getið Steingríms Baldvinssonar í
Nesi í Aðaldal, en aldrei hafði ég
hitt hann. Mér hafði verið sagt, að
hann væri fágætt prúðmenni og
drengskaparmaður og ennfremur,
að hann væri sérlega snjall hag-
yrðingur. Eg greip bókina, fletti
henni og las eitt og eitt erindi hér
og þar, og ég varð hissa, en síðan
svo glaður, að segja mætti, að ég
hafi fyllst fögnuði og þakkláts-
semi. Gamli maðurinn átti þá eftir
að lesa nýja bók, sem hefði að
flytja fáguð og heillandi ljóð í því
formi, sem verndaði þessa kosti
frá andlegum dauða og daprar og
dimmar nauðaldir ljóð, sem einnig
væru fullgild sönnun þess, hverju
alþýðleg menningarreisn fengi
áorkað til mannbóta og listræns
þroska.
Svo fletti ég þá fyrstu blaðsíð-
um bókarinnar og sá, að Karl
heitinn Kristjánsson hafði ritað
inngang og hinn þrautþjálfaði
fagurkeri, Kristján Karlsson, val-
ið ljóðin, trúlega úr allstóri syrpu.
Nema síðan las ég Innganginn.
Þar er rakinn æviferill Steingríms
Baldvinssonar, enda Inngangur-
inn brot úr minningarræðu, sem
Karl flutti við greftrun skáldsins,
sem lézt hálfáttrætt 1968. Karl
segir meðal annars svo:
„Eina ritgerð hans vil ég nefna
hér, sem ég tel framúrskarandi
verk af hans hendi — auk þess er
hún einstæð að efni. Þetta er
ritgerðin, er hann nefndi „í ein-
rúmi,“ og birtist í tímaritinu
Samvinnu snemma árs 1967. Sú
ritgerð mun seint gleymast. Þar
segir hann frá því, þegar hann í
febrúarmánuði 1946, féll niður um
snjó, í gjá í Aðaldalshrauni og
beið þar eftir björgun, í myrkri,
lengst af, og kulda í nálega fimm
dægur — björgun sem hann gat
ekki treyst á að kæmi, þó svo vel
tækist til um síðir. Hitt var miklu
líklegra, að hann biði þarna bana
sinn — yrði þarna hungurmorða í
hamraþrónni eða að Laxá hlypi
gjána og drekkti honum — enda
hljóp áin í gjána nokkrum dögum
seinna....“
Hvílík dásemd, líkamleg og and-
leg var það svo ekki, að Steingrím-
ur skyldi sleppa heill heilsu úr
þessu fangelsi, þessum herfjötri
vetrarkulda, skammdegismyrkurs
og einsemdar! Karl getur þess, að
fanginn hafi í gjánni krotað með
blýanti í vasabók sína efnisdreif-
ar, sem urðu uppistaðan í hinni
rómuðu tímaritsgrein — og það,
sem meira er: Hann orti þarna í
„hamraþrónni," hið langa og sér-
stæða kvæði, Heiðmyrkur, sem er
fyrsta ljóð í þessari samnefndu
bók.
„í hinu fimmþátta ljóði segir
meðal annars svo:
„ÞaA hendir sjálfsaicl marKa aA Klryma
Ijóssins gjAf.
unz Keislinn hinzti dvin.
— Skyldi nokkur áAur hafa ort i sinni
grðf
eftirmæli sín?
Ég vissi fyrr aA skammdeKÍA er skugKa-
legt og hart
og skelfing þess nótt,
þ<> hélt ég ekki aA myrkur gæti orAIA
svona svart
og svona dauAahljótt.
Dropar falla i vatniA. og hiA vota, svarta
þak
veitir bergmálssvar.
eins og nálgist hátiAlegt og hljóAlátt
fótatak.
Ég kluata. — Hver er þar?“
Vissulega stendur lesandinn á
öndinni og hlustar með skáldinu,
sem veit hver nálgast, hver býst
við uppgjöf og sætir færi. Og
skáldkempan stælir viljann,
breytir um bragarhátt, hvessir
róminn:
„Hugur flýr úr faAmi kaldrar nætur,
en fangi er hjartaA brjósti minu i.
Þar á lifsins rauAa blóm sér rætur,
réttir DauAinn hendi eftir þvi.
en hjartaA viAnám veitir meAan getur.
voAvans taugar eggja: hertu þig betur.
þú hefur fyrri kynnzt viA kaldan vetur.
og komiA vor á ný.“
Hann skiptir aftur um bragar-
hátt og þar með raddhreim. Hann
gerir sér fulla grein fyrir því, hve
„óralangt er bilið milli guðs og
manns," svo „myrk og torsótt“
sem þroskabraut mannsins hefur
reynzt. En samt sem áður „þá
rata allar bænir beina leið til
hans, sem býður hjálp í neyð“ Og
svo lýkur skáldið hinu um tilurð
og tjáningu einstæða djúphyggju-
ljóði með þessari hjartnæmu en
látlausu játningu og auðmjúku
tilbeiðslu:
„Ég finn i hjarta svar þitt. kuA minn
góAur.
Keislastraumur fer um huKa minn.
Ék skil þinn tilKanK (>K ók finn — ók finn
fðgnuA lifsins — andardráttinn þinn.“
... íslendingar hafa löngum dáð
hetjusögur, en mörgum hefur orð-
ið það á að telja, að frábær
hetjuskapur heyri aðeins til löngu
liðinni tíð í sögu okkar. Svo gat ég
þá ekki stillt mig um að reyna í
þessu greinarkorni að sýna með
stöku tilvitnunum í hið mikla
kvæði Heiðmyrkur talandi dæmi
úr nálægri fortíð um hetjuskap,
sem stenzt samanburð við sér-
hvert hetjuafrek frá fjarlægum
öldum. Og þarna voru ekki egg-
járn, hjálmur og skjöldur vopnin
og verjurnar, heldur þessi dýr-
mæta þrenning:Manndómur,
skáldgáfa og guðstrú, hin sama
þrenning, sem varðveitti líf og
andlega heill íslenzku þjóðarinnar
á nauðöldum hvers konar hörm-
unga... En hvað nú? „Það er betra
að þegja um en segja um.“
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
... Þó að ég hafi farið allmörg-
um orðum um aðeins fyrsta kvæð-
ið í þessari bók, þá er það ekki af
þeim sökum, að þar sé ekki öðru
til að dreifa, sem vert sé að geta.
Þarna er frá mínu sjónarmiði séð í
svo til hverri vísu farið með efni
og form af kunnáttu og listrænni
þjálfun, og samt eru þarna hyll-
ingar — og erfiljóð, sú tegund
kveðskapar, sem flestum skáldum
nútímans finnst allt að því van-
sæmandi að yrkja, þó að af þeirri
tegund séu fjölmargir dýrmæt-
ustu gimsteinar íslenzkra bók-
mennta, allt frá Sonatorreki Egils
til ekkjunnar við ána, Ferju-
manns Guðmundar Friðjónssonar
og Þá var ég ungur. hins gullvæg-
asta ljóðs Arnar Arnarsonar.
Hvergi kemur betur fram hin
fegurðartignandi skáldgáfa
Steingríms, heldur en þegar hann
yrkir um undur vors og gróanda. í
ljóðinu Vornótt segir meðal ann-
ars svo:
„Hvilík dásomd á ládi og lejfi.
litaprýdi um sjónarhring.
Átti aó halda á einum degi
alheims fegurstu skrautsýningÖ
Ljósió birtir sitt litaspil.
lifid hvad þaA á fegurst til.
Himinn safír. en hafid eldur.
hauóur smarags- og rúbín skreytt.
Eins og kristall er elfar feldur.
örþunnt purpura klæói breitt
hafa svifský á svanhvit brjóst.
er svali nætur til feröar bjóst.
Og næsta erindi endar á þessum
ljóðlínum:
„Það er hátíð og heilög
stund.
Ég er hálfa leið kominn á
drottins fund.“
Það er því síður en svo undar-
legt, þó að finnanleg sé í ljóði eftir
Steingrím hörku beiskja í garð
þess freistara, er notar gjafir hins
skapandi máttar sem tálbeitu, í
þeim tilgangi að vekja græðgi,
öfund, slægð úlfúð, sem breyta
Paradís gróandans í víti fjand-
skapar, hermdarverka og styrj-
alda. Hugur Steingríms gagnvart
hinum tveimur máttarvöldum
góðs og ills, sköpunar og eyðingar,
kemur sérlega glöggt fram í ljóð-
inu Vor.
Margt er það af fögrum ljóðum í
bókinni, sem freistar mín — þar á
meðal lokakvæðið, sem er ort til
eiginkonu skáldsins. En hér skal
nú staðar numið, nema hvað ég
birti smáljóð, sem sýnir, að skáld-
ið hefur haft það til að vera
smástríðinn. Ljóðið heitir Laxá og
Skjálfandafljót og hljóðar svo:
„Laxá yrkir IjoAin dýr.
lífiA er hennar vinur.
en KroAurinn leirburA fljótsins flýr
ok flóinn þunxan stynur.
Laxá öllum elfum meir
elska IjóAasvanir,
en fljótiA líka lofa þeir.
sem Íeirnum eru vanir.“
Það má heita svo, að bæirnir í
Nesi standi á bökkum Laxár, og
hinni fögru, grózkumiklu og veið-
sælu elfu unni Steingrímur af
heilum hug, um hana orti hann
fallegt ljóð', sem hann sendi vini
sínum í bréfi. Hann var og slyngur
laxveiðimaður, enda er í bókinni
veiðistöng á lofti8..
Ég læt svo heiðursgarpinn Karl
Kristjánsson um siðustu orð þessa
greinarkorns:
„Kvö.dið 4. júlí 1968 var í
Aðaldal bjart veður og fagurt.
Steingrímur hafði lokið dagsverki
sínu. Gestir báðu hann að skreppa
með sér til árinnar til að hjálpa
sér að losa færi úr botni, sem þeim
hafði orðið þar fast með fiski á.
Við ána, nálægt Skriðuflúð, stað,
sem Steingrímur hafði miklar
mætur á, — hætti hjarta skálds-
ins skyndilega að slá — meðan áin
hélt skrautsýningu. Sú dauða-
stund var samboðin átthagaelsku
góðskáldi. Þannig kvaddi áin
skáldið sitt.“
Bðkmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Löng leið
og torsótt
Á HJÓLUM
Höfundur: Huck Scarry
Þýðendur: Jóhann Pétur Sveins-
son og ólafur Gunnarsson
Prentun: ?
Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og
Örlygur hf.
Bráðsnotur bók, sem fræðir
börn um leit mannsins að hjálp-
artæki sínu hjólinu. Þetta var löng
og torsótt leið, en smám saman
tókst manninum að ná því valdi á
rökrænni hugsun að hjólið varð
til. Höfundur rekur þessa sögu á
kíminn hátt, eins og honum er
lagið, allt frá því er maðurinn bar
á sjálfum sér, til þeirrar stundar
er hann sezt inn í Fordinn sinn og
líður áfram í dúnmjúku hægindi.
Myndirnar eru smellnar, auðséð
að höfundur hefir samúð með
bjástri okkar manna, ánægju af að
skýra klif okkar í leit að þroska.
Hann flettir síðum sögunnar,
dregur upp myndir af vögnum og
kerrum, sem sagnfræðingarnir
greina frá. Þetta er því saman-
þjappaður fróðleikur, sem ég hygg
að börn eigi ekki á öðrum stað
greiðari aðgang að.
Fann ekki hvar prentun var
unnin. En vel var þar að verki
staðið. Hafi Örn og Örlygur þökk
fyrir skemmti- og fróðlega bók.
Boröbúnaöur
Program 8.
Stílhreinn og fagur boröbúnaður.
Bakkar, skálar og alls kyns áhöld.
Efnið er ryðfrítt stál, eldfast postulín og ekta viður
Hönnuðir:
Eja Helander og France Sargian