Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 10

Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 áður í svipuðum tilvikum, af hverju þessi vettvangur hefur ekki verið ræktaður rækilega löngu fyrr, — en hér kemur fram á átakanlegan hátt gamla sagan um stórfurðulegt and- varaleysi íslenzku þjóðarinnar * um vissan þátt á menningarar- fleifð hennar. Um mörg ár hafa t.d. hangið uppi í sölum Þjóð- minjasafnsins stórmerkilegar myndir frá íslandsleiðöngrum erlendra landkönnuða og nátt- úruvísindamanna, og hefur mér oft verið hugsað til þess, hvílík gullnáma þetta væri fyrir hvers konar útgáfustarfsemi. Útlendingar hafa stórum meiri tilfinningu fyrir þessum hlutum en við, og þannig skild- ist mér, að það hafi verið fyrir frumkvæði hins mikla íslands- vinar, Marks Watson, að hug- myndin að þessari bók fæddist. Hann gaf og Þjóðminjasafninu nokkrar myndir og mun þá vafalaust hafa vakið fyrir hon- um, að þær þyrftu að fjölfaldast og á þann hátt verða aðgengi- legar sem flestum. Það er merkilegt íhugunar- efni, að sönnustu þjóðlífslýs- ingarnar frá umliðnum öldum eru komnar frá útlendum mynd- gerðarmönnum, sem hér voru á ferð og rissuðu upp myndir. Er ég sannfærður um, að enn eigi eftir að koma fram myndir sem enginn hefur haft spurnir af til þessa. íslenzkir myndgerðar- menn fyrri alda ræktuðu þenn- an þátt frekar lítið, enda flestir bundnir af búhokri og öðrum tilfallandi störfum brauðstrits- ins Erlnndir sáu hlutina í VÍð- .ut* Hús sýslumannsins skammt frá Hafnarfirði eftir John Frederich Miller úr leiðangri Banks. JOSEPH BANKS Esq. (1743-1820) Olíumálverk eftir Sir Josua Reynolds, 1772. John Thomas Stanley, Esq. (1770—1850) Vatnslitamynd eftir P. Green 1795. íslenzkur bóndabær (hluti myndar) eftir Edvard Dayes úr leiðangri Stanleys. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt hérlendis að gefnar væru út myndskreyttar bækur, er höfða til liðins tíma og eru mér t.d. í fersku minni Fuglabók Benedikts Gröndals, Kortagerðarbók Haraldar Sig- urðssonar og Reisubók Eggerts Olafssonar. Þessi bókaútgáfa ásamt bókunum um þá mynd- listarmenn Sverri Haraldsson, Guðmund Erró og Halldór Pét- ursson marka án vafa tímamót í íslenzkri bókaútgáfu og koma í kjölfar byltingarkenndrar þróunar á vettvangi prentlistar, — þróunar, sem engan veginn sér fyrir endann á. Bókin um Erró var að vísu að öllu leyti prentuð erlendis, en hún er til vitnis um breyttan hugsunar- hátt í þessufn efnum hérlendis og markar því einnig tímamót að mínu mati. Þá skal hér einnig getið listaverkabóka Fjölva, og ég veit til þess, að í sjónmáli eru enn fleiri bækur, er til sjón- mennta höfða. Það er fullvíst, að það sem öðru fremur hefur háð útkomu slíkra bóka er hinn mikli kostn- aður, sem þeim er samfara, ásamt gífurlegri nákvæmnis- vinnu og þó vegur það þó þyngst, að þó að hér sé um örugga fjárfestingu að ræða, ef rétt er á málum haldið, þá ganga bæk- urnar í flestum tilvikum frekar hægt út. Bókaútgefendur sitja því uppi með mikinn kostnað, sem ekki ber sig fyrr en að mörgum árum liðnum og því er nauðsynlegt að styrkja þessa útgáfu líkt og t.d. kvikmynda- gerð, því að hér er um menning- arþátt að ræða, sem engin þjóð getur verið án, vilji hún standa undir nafni. Bðkmenntlr eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Með útkomu bókarinnar ís- land á átjándu öld, sem kynnir myndir úr leiðöngrum þeirra Joseph Banks og John Thomas Stanley, hefur verið unnið enn eitt stórverkið á þessu sviði, og máski er þetta fallegasta bók í sínum flokki, sem er alíslenzk yst sem innst í vinnslu. Er þetta enn ein rós í hnappagatið á útgefanda bókarinnar, sem er Almenna bókafélagið, en höf- undur bókarinnar er Frank Ponzi listsagnfræðingur og hef- ur hann hér unnið ómetanlegt starf og á skilda mikla aðdáun og ómælt þakklæti. Það sem einkennir bókina öllu öðru fremur, er maður flettir í henni í fyrsta skipti, er hve frágangur allur er frábærlega vandaður og prentun öll hrein og skýr. Er mér fullljóst, að þetta verður ekki gert, án þess að fylgst sé af ýtrustu ná- kvæmni með litgreiningu og prentun mynda, enda er mér tjáð, að hér hafi Ponzi verið strangur og óvæginn húsbóndi og hvergi slegið af kröfum. Árangurinn lét svo ekki á sér standa, því hér er kominn fram einn af kjörgripum íslenzkrar bókagerðar, sem vafalaust á eftir að verða þeim, er að stóðu, til mikils sóma jafnt hérlendis sem erlendis. Við skoðun bókarinnar furðar naður sig á því, svo sem oft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.