Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 12

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 „Sumir dómarnir á mjög lágu plani og skrif aðir með miklu offorsi44 Rætt við Gísla Alfreðsson og Jakob S. Jónsson um gagnrýni þá sem fram hefur komið á leikritið „Nótt og dagur“ Leikrit Þjóðleikhússins, Nótt og dagur eftir Tom Stoppard í þýðingu Jakobs S. Jónssonar, hefur fengið slæma gagnrýni í mörgum fjölmiðlum. Eru leik- arar, leikstjóri og þýðandi gagnrýndir fyrir frammistöðu sína og sums staðar mjög harkalega. Mbl. sneri sér til leikstjórans, Gísla Alfreðsson- ar og þýðandans Jakobs S. Jónssonar. „Ég verð að segja allt bæði gott og vont um gagnrýnina," sagði Gísli Alfreðsson. „Þetta leikrit fékk alls ekki slæmar viðtökur áhorfenda á þeim sýn- ingum sem verið þafa. En það verður hins vegar að segjast að í nokkrum dagblaðanna hafa komið fram afar neikvæðir dómar sem eru með þeim hætti að það er langt síðan slíkt hefur sést hérlendis. Sumir dómarnir eru á mjög svo lágu plani og skrifaðir með slíku offorsi að slíkt hefur varla sést. Gagnrýn- endur eru sums staðar ekki að dæma frammistöðu leikaranna, heldur persónur þeirra. Til þess eru þeir ekki boðnir á sýningar, þeir eru til þess að gagnrýna frammistöðu leikaranna á svið- inu.“ — Um gagnrýni á þýðinguna á verkinu sagði Gísli: „Því er ekki að neita að það er erfitt að þýða verk eftir Stoppard. Hann notar mikið af orðaleikjum sem eru erfiðir viðfangs. Lausnir þýðandans á þeim vanda hafa verið mjög ómak- lega dæmdar af nokkrum gagn- rýnendum. í stað orðaleikjanna hefði verið hugsanlegt að setja inn í skylda íslenska orðaleiki. Gísli Alfreðsson leikstjóri. En í flestum tilfellum hefði það orðið til þess að slíta úr sam- hengi það sem sagt var. Það var því ekki unnt að leysa vandann á þann hátt þótt það hefði vissulega verið gaman.“ — I gagnrýninni kemur það m.a. fram að þýðandinn hafi ekki nægjanlegt vald á enskri tungu til að geta þýtt verk eftir Stoppard. Hvað réð vali þýð- andans? „Það spilaði margt þar inn í held ég. Það var skammur tími til að velja þýðanda og einnig hafði hann sjálfur skamman tíma til að vinna verkið. Það stóð nefnilega tii að setja verkið upp í febrúar á næsta ári en vegna þátttöku eins leikar- ans í kvikmynd varð að flýta uppsetningu leikritsins." „Alltaf má gera allt betur“ — Það má líka sjá í gagn- rýninni að þær persónur sem koma fram á sviðinu í Þjóðleik- húsinu séu mjög frábrugðnar þeim persónum sem birtast í verki Stoppards. „Við erum sannarlega ekki á þeirri skoðun. Við höfum lagt mikla vinnu í það að skoða persónurnar. Við unnum af kappi við að ná þeim og and- rúmslofti verksins þann tíma sem við höfðum til umráða.“ — Ertu ánægður með út- komuna? „Ég get alla vega sagt að ég sé ánægður með samvinnuna við Ieikarana. Við höfðum öll mjög gaman af þessu en það komu líka upp ýmisleg vanda- mál og ég hefði viljað að ýmislegt færi á annan veg en það fór. A þann hátt er ég ekki fyllilega ánægður með útkom- una. Það má alltaf gera betur." — Nú hafa fleiri en eitt leikrit sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu undanfarið fengið slæma dóma leikrita- gagnrýnenda. Er þetta tilviljun eða hvað er um að vera? „Ég get nú ekki dæmt um það. Það er alltaf erfitt að velja leikrit. En ég myndi hallast að því að það væri tilviljun ef gagnrýnendum mislíka mörg leikverk í röð. En það er margt sem spilar þarna inn í.“ — Hvað réði því að verkið „Nótt og dagur“ var valið til flutnings? „Ég átti engan þátt í því svo ég veit það ekki. En ég býst við að það hafi þótt forvitnilegt verk,“ sagði Gísli að lokum. „Ógerningur að þýða breska orðaleiki á önn- ur mál svo vel fari“ Jakob S. Jónsson þýðandi verksins var fyrst spurður að því hvers vegna hann hefði tekið að sér að þýða verk Stoppards miðað við það að gagnrýnendur teldu hann ekki hafa nægjanlegt vald á ensku talmáli til þess að valda því verkefni. Jakob hefur hvorki dvalið í Bretlandi né lagt stund á enskar bókmenntir, að eigin sögn. „Það sem þú spyrð um er auðvitað ætíð matsatriði. Ég hef um nokkurra ára skeið fengist við þýðingar á m.a. leikritum fyrir bæði útvarp og leiksvið. Mér gafst svo kostur á að þýða umrætt verk fyrir Þjóðleikhúsið og fannst við- fangsefnið freistandi. Það var áætíaður all sæmilegur tími til að vinna verkið en af ástæðum, sem ég fékk ekki ráðið við og er ekki í mínum verkahring að rekja, varð sá tími styttri en til stóð upphaflega." Næst var Jakob spurður um viðbrögð hans við þeirri gagn- rýni sem leikritið hefur fengið, ekki síst þýðingin? Jakob S. Jónsson þýðandi. „Ég hef nú ekki haft tækifæri til að lesa eða heyra álit allra gagnrýnenda á verkinu og upp- færslunni. Það er hins vegar kunnara en frá þurfi að segja að álit gagnrýnenda, annars vegar, og annara áhorfenda eða leikhúsfólks hins vegar, hefur ekki ætíð farið saman. Það er ástæðulaust að fara í rusl þess vegna. Og mér finnst allt í lagi að það komi fram að ekki eru allir sammála gagnrýnendun- um eftir því sem ég veit.“ — Hvert er þitt eigið álit á þínum þætti og annarra í verkinu? „Mér finnst algjör óþarfi að básúna út mína skoðun á því hvernig til hefur tekist. Það er auðvitað alltaf hægt að gera betur hverju sinni og alltaf hægt að deila um árangurinn." — Finnst þér gagnrýnin sem „nótt og dagur" hefur fengið vera réttmæt? „Sú gagnrýni sem ég hef lesið og lastar uppfærsluna og þýð- inguna hvað mest er að mínu viti of neikvæð, í þeim skilningi að hún er ekki uppbyggileg. Þeir sem þekkja til verka Tom Stoppards, að einhverju ráði, vita til dæmis að taka, að það er ógerningur að þýða yfir á önnur mál svo vel fari alla þá bresku orðaleiki sem er að finna í verkum hans. Þetta á ekki síst við um „Nótt og dag,“ sagði Jakob að lokum. rmn. Breytir ekki ákvörð- un ráðuneytisins — segir Friðjón Þórðarson „ÞETTA breytir engu um ákvörðun ráðuneytisins,“ sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra i samtali við Morgunblað- ið, en hann var spurður um hvort framkomin þingsályktunartil- laga um mál Gervasonis breytti einhverju um ákvörðun ráðuneyt- isins. Friðjón var og spurður um þingsályktunartillöguna sjálfa, hvort hann vildi eitthvað segja um hana. „Ég hef ekkert um hana að segja, hún skýrir sig sjálf,“ sagði Friðjón Þórðarson. Friðjón Þórðarson Ekkert sérstakt fólk — segir Skúli Alexandersson ✓ „Það er ástæðulaust að skil- greina það, en umræður um þetta mál hafa verið á þann máta að menn hafa færst frá kjarna máls- ins,“ sagði Skúli Alexandersson alþingismaður, þegar Morgun- blaðið spurði hann um, við hvaða fólk væri átt í greinargerð með þingsályktunartillögu sem þeir Stefán Jónsson hafa lagt fram á Alþingi. í greinargerðinni segir að „skillítið fólk hafi aukið á vanda hans (Gervasonis) undir yfirskini vináttu." „Þetta er ekkert sérstakt fólk,“ sagði Skúli. Skúli Alexandersson Álit Alþingis æðra vilja ríkisstjórnar — segir Stefán Jónsson „Ég get nefnt dæmi; tuttugu manna hópinn sem tók sendiráðið í París," sagði Stefán Jónsson alþingismaður í samtali við Morg- unblaðið, en hann var spurður um hvaða fólk það væri sem hann teldi „skillítið" og „hefði aukið á vandræði" Gervasonis, „undir yf- irskyni vináttu", en svo segir í greinargerð með tillögu til þings- ályktunar um mál Gervasonis, sem fram hefur verið lögð í þinginu. „Ég tel það hvorki skynsamlegt af Morgunblaðinu að fara fram á lengri upptalningu né það þjóni nokkrum tilgangi af minni hálfu að krítisera baráttu stuðnings- manna Gervasonis hér heima," sagði Stefán. — Getur þú nefnt fleiri dæmi um ^.skillítið fólk“? „Ég tel nóg að nefna þetta," sagði Stefán. — Telur þú að samþykkt tillög- unnar munu breyta ákvörðun ráðuneytisins? „Gervasoni neitaði að bera vopn og hann neitaði að hlýða skipun- um liðsforingja. Þetta er einmitt það sem við álösuðum þýskum hermönnum fyrir að hafa gert, að neita ekki að skjóta gyðinga. Stjómvöldum liggur ekkert á að senda Gervasoni burt áður en Alþingi hefur lýs't áliti sínu. Brottvísun er ekki svo aðkallandi. Ég tel eðlilegast að ráðuneytið heimilaði Gervasoni að vera um kyrrt, þar til Alþingi hefur látið álit sitt í ljós. Það álit er æðra vilja ríkisstjórnar. Ef Alþingi lætur í ljós vilja sinn í þessu máli, þá ber ríkisstjórn að hlíta því. Mér finnst eðlilegt að Alþingi Stefán Jónsson láti í ljós skoðun sína á þessu máli, þetta mál er þess háttar. Það hefur gjarnan verið talinn mæli- kvarði á drengskap húsráðenda, hvernig þeir hafa brugðist við nauðstöddum mönnum. Því er rétt að Alþingi lýsi skoðun sinni." Stefán var spurður að því hvort hann teldi samþykkt tillögunnar yrði til þess að ráðuneytið breytti ákvörðun sinni. „Það hvarflar ekki að mér að Friðjóni Þórðarsyni sé það í mun á nokkurn hátt að ganga gegn vilia Alþingis í máli eins og þessu. Eg hef fyrir löngu dregið þá ályktun af kynnum mínum við Friðjón að honum væri allt annað ljúfara en að beita nokkurn mann hörðu. Fyrr myndi ég vísa bágstöddu fólki til hans en ýmissa annarra manna sem ég þekki," sagði Stef- án Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.