Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Páll Þorgilsson bifreiðastjóri 85 ára i dag:
„Ég hefði helst viljað
vera leikari og prestur“
Ekki mæðir ellin Pál. Þótt hann sé þéttvaxinn og gildur, þá er hann
léttur á fæti og ekur dag hvern um götur borgarinnar. Hann mæðist
ekki þótt hann gangi til mín upp á þriðju hæð, þá er við tökum tal og
rifjum upp liðna tið. Tilsvör hans, gamansöm, beinskeytt og
markhittin, kannast kunningjar hans við. Djúp alvara og eilifðarmál
tvinnast öðrum þræði þá er Páll rekur sögu sína.
Ég get varla sagt að ég hafi
fengið gigt eða kvef á lífsins leið í
85 ár. Jón Bergmann segir ein-
hvers staðar:
Mér var oft um hjartað heitt
heldur meira en skyldi.
þessvegna er ég ekki neitt
aí því sem ég vildi.
Maður lætur hverjum degi
nægja sína þjáningu án þess að
hugsa. En ef manni hefir liðið vel
á allri ævinni, hraustur og annað
því um líkt, þá getur maður séð
eftir hverjum einasta degi sem
líður, þá er maður að kveðja vin
sem maður sér ekki aftur. Ég
hefði helst viljað vera leikari og
prestur. Gott var ég var ekki
prestur, því ég hefði aldrei úr
pokabuxunum farið. Það er ég
alveg viss um, segir Páll og hlær
Mig langaði mikið til þess að
verða leikari. Ég elti hvert einasta
leikrit sem leikið var. Svo kom
séra Haraldur Níelsson og það eru
þær sælustu stundir sem ég hefi
lifað í mínu lífi, það er að hlusta á
hann í kirkjunni. Það var mikið
um kirkjuhósta í gamla daga.
Afhverju fólkið lét svona botnaði
ég aldrei í. Ekki heyrði það frekar
í prestinum að vera alltaf hóst-
andi. En hjá Haraldi Níelssyni
heyrðist andardráttur. Það
hóstaði enginn þar nema séra
Kristinn Daníelsson og Einar H.
Kvaran, en það var vegna þess að
þeir þurftu þess. Ég hefi aldrei
iifað sælii stund en í kirkju hjá
Haraldi Níelssyni. Ég man, að
þegar hann var kominn í ræðu-
stólinn, þá hafði hann þesskonar
persónu, að hann greip mann um
leið. Það hefði heyrst þó það flygi
fluga í kirkjunni. Það voru biðrað-
ir að dyrunum þegar hann mess-
aði.
Ég hef haft kynni af mörgum
spiritistum. Hafstein Björnsson
þekkti ég allt frá árinu 1933.
Ég er fæddur í Öræfum, á
Svínafelli. Þar voru fimm býli þá.
Jón Pálsson, sá sem fór í jökulinn
1922, hann var einn af 18 börnum
sem Páll í Svínafelli átti. Sá Páll
var Jónsson Pálssonar frá Arnar-
drangi. Jón, sonur Páls, var bróðir
Lárusar hómópata. Þau hjónin
áttu saman 18 börn og hún átti
eitt með ömnmubróður mínum,
Eyjólfi á Reynivöllum, áður en
hún giftist Páli.
Eyjólfur kom víða við. Hann
kom á Fagurhólsmýri einu sinni
til Ara Hálfdánarsonar. Þar var
kerling, ekki eins og fólk er flest.
Eitthvað hafði hann samband við
hana. Hún segir í einhverri ein-
feldni svona svo margir heyra:
Biddu Guð almáttugan að fyrir-
gefa, hvað þú hefir smánað mig.
Og trúðu mér til, hann gerir það,
sagði Eyjólfur.
Runólfur, bróðir Eyjólfs, ömmu-
bróðir minn, hann var orðinn
blindur og kom austur að Svína-
felli og Reynivöllum að heimsækja
börnin sín. Svo fer hann út að
Maríubakka í Fljótshverfinu aft-
ur. Þá var mikið í Skeiðará og þeir
eru að velja hana sitt á hvað, fá
alminleg brot, en tóku hann ekki
af baki því hann var orðinn
blindur. En hestinum leiddist að
bíða, þeir voru svo lengi, fer útí
með kallinn á bakinu og fer rétt
yfir. Jón Sigurðsson, móðurbróðir
minn, var þarna með sína fjöl-
skyldu. Svo var Magnús, hálfbróð-
ir Jóns Pálssonar. Svo var ekkja í
Breiðutorfu. Hét Þuríður.
Stekkatún hét bærinn okkar.
Faðir minn hét Þorgils, sonur
Guðmundar á Fossi á Síðu. Sá
Guðmundur var Hálfdánarson frá
Núpum í Fljótshverfi. Þeir Guð-
mundur afi minn og Guðlaugur
bróðir hans fóru mjög illa út úr
kláðamálinu. Þeir voru með fjár-
ríkustu mönnum í þá daga. Einu
sinni kom Hálfdán gamli frá
Núpum út á Síðu, segir sagan. Svo
segir hann upp úr eins manns
hljóði þar sem hann var: Já, ég
held ég fari nú að hypja mig af
stað. Ég sé nú, að þeir eru að klára
að skera hausinn af honum Grána
mínum. Og fór. Og þá voru þeir
nýbúnir að skera hann.
Þetta sá hann.
Það var að morgni dags heima.
Mamma kallaði í mig þegar hún sá
að ég var vakandi og bað mig að
fara út að reka úr túninu. Ég gerði
það náttúrlega. Það var grá rolla
með gráum hrút. Var mikil túna-
rolla. Og líkt og hún vaktaði
mann. Það var siður í Öræfunum
þá að taka í töðugjöld og slaga.
Þegar búið var að skera í töðu-
gjöld og búið að slá túnin, þá vildi
mamma vera með og grái hrútur-
inn er tekinn. „Sér eignar smala-
maður fé þó enga eigi hann
kindina." Ég þóttist eiga þennan
hrút. Svo veit ég ekkert fyrr en
Sigurður, elsti bróðir minn, er
kominn með hníf. Mamma kemur
með hríslu og trog og þá er
hrúturinn lagður á völlinn, en þá
sleppi ég mér alveg. Og læt öllum
illum látum þangað til honum er
sleppt, en annar hrútur tekinn,
kollóttur og hann rassskelltur,
líklega með sömu hríslunni og átti
að hræra í blóðinu. Ég man vel
eftir þessu, ég var 7—8 ára. En
móðirin lemur ekki barnið sitt út
af því hún elski það ekki. Það
vitum við. Svo er ég þarna ógirtur.
Svo kemur hún. Þurrkar með
svuntuhorninu sínu tárin. Ef ég
hef þá grátið. Þurrkar mér og
girðir mig, klappar mér, kyssir
mig. Má ég nú taka hrútinn? Þá
var allt í lagi. Þetta er eina
rassskellingin á ævinni.
Hrafnarnir vita sínu viti, segir
Páll. Því til sönnunar fylgir saga
frá æskuárum hans.
Sigurður bróðir minn var höfuð-
veikur og lá stundum fleiri vikur.
Svo er ég eitthvað að sniglast
þarna, þá ungur. Hann kemur út
úr hlöðu. Þá koma þrír hrafnar og
fljúga og fljúga og garga og garga
og hann verður að fara inn í hlöðu
aftur til að ná sér í skaft til þess
að verja sig. Hann kemur út með
skaftið og þeir halda áfram að
lumbra á honum og tala sínu máli.
Hann verst þeim með hrífunni.
Svo þegar kemur heim að bæ, þá
krunka tveir fyrir neðan bæ,
veginn austur að Sandfelli, kirkju-
veginn, en einn sest á bað-
stofuþakið, beint uppi yfir rúminu
hans. Mamma var búin að segja
okkur, að hrafninn vissi um ýmis-
legt. Svo byrja þeir að leggja
veginn yfir Skaftárhraun 1907 og
Sigurður deyr þennan vetur. Hvað
ætlar þú að gera í vor?, sagði
einhver við hann. Ég fer úr
Stekkatúninu, segir hann. Ætl-
arðu að fara að vinna úti í hrauni?
Ég veit bara að ég fer úr Stekka-
túninu. í þrjá sólarhringa biðu
hrafnarnir í Borgarættinni, kvik-
myndinni. Og fljót var Stefanía að
krossa sig þegar hann flaug yfir
bæinn. Hrafninn veit ýmislegt.
Ingibjörg í Varmahlíð hafði lamb-
ærnar í brekkunum fyrir ofan
bæinn. Hrafninn átti þar laup. Og
hún gaf honum alltaf. Ærnar báru
þarna og hann leit ekki við
lömbunum. Svo kom hún út að
mýri um sláttinn. Hann fylgdi
henni. Hann tók ekki mat hjá
neinum nema henni. Aldrei. Það
vildu allir gefa honum. Ef hún gaf
honum, þá tók hann.
Páll keypti hlut í BSR árið 1929.
Hann á margar minningar frá
ferðum sínum sem ökumaður.
BSR hélt þá uppi ferðum til
Hafnarfjarðar og þótt leiðin væri
ekki lengri, gat margt sögulegt
gerst. Svo var m.a. eitt sinn er Páll
ók þá leið. Ökuferðir voru þá
farnar fyrir eina krónu. Bæjartúr
svonefndur kostaði eina krónu. Og
sæti milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur einnig krónu.
Einu sinni er ég sendur í
Hafnarfjörð á 7 manna bíl, líklega
milli jóla og nýárs, en það spring-
ur hjá mér á suðurleið í roki og
rigningu. Svo kem ég hálftíma of
seint á afgreiðsluna í Hafnarfirði
og fæ ekkert annað en skammir
fyrir hvað ég hafi verið lengi, en
mér er sagt að fara í Gerðið og
taka þar 5 sæti. Þegar ég kem
vestur á Hraunsholt, þá springur
aftur, en af tilviljun kemur bíll frá
BSR, samskonar bíll, og getur
tekið okkur öll í sæti. Um leið pg
ég kem inní þann bíl þá segi ég: Ég
hef enga góða trú á því, að það séu
neinar góðar vættir með mér hér í
kvöld, það er tvisvar búið að
springa milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. Það er best að gera
gott úr því öllu. Ég er enginn
hagyrðingur, en ég segi samt:
Andskotinn vill ei^a Pál
ekki er því aA leyna.
Þá eru þarna í bílnum Herdís
Andrésdóttir frá Breiðafirði,
Theodóra Thoroddsen og Ásthild-
ur Thorsteinsson og tvær aðrar,
sem ekki voru hagyrðingar. Her-
dís segir strax:
Býst étf við hans bjóðist sál
betra veganesti.
Andskotinn fær aldrei Pál
þó allt hjá honum bresti.
Theodóra sagði:
Við erum unvar allar fimm
inn í bil með tveimur.
Næði Kott ok nóttin dimm,
nautnarikur heimur.
Ásthildur sagði:
Vonin fór að verða dimm
vélin full af táli.
Áfram komust allar fimm
óskemmdar af Páli.
Svo sendu þær mér vísurnar.
Þær voru komnar niður á BSR kl.
9 morguninn eftir. Ég ætlaði alltaf
með þær til Þingvalla, en hugsaði
víst aldrei nógu mikið um það.
Það kom í hlut Páls að aka
mörgum nafnkunnum ferðamönn-
um um landið. Þegar Jakobínu
Johnson, skáldkonunni vesturís-
lensku, var boðið til íslands árið
1935 og hún ferðaðist um í boði
ríkisstjórnarinnar, var Páll beð-
inn að aka henni norður í land.
Fararstjóri og leiðsögumaður var
Ari Eyjólfsson er lengi vann í
Garnastöðinni. Fyrsti áfanginn
var að Reykholti, en Jakobína bað
um að koma við í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Segir að sig
langi að sjá lindina, þar sem
Hallgrímur Pétursson hafi þvegið
sér. Förin þangað gekk ágætlega.
Ég stakk upp á því, að við syngjum
í kirkjunni: Son Guðs ertu með
sanni. Það gerum við. Þegar við
komum upp á Ferstikluháls, þá
segir Jóhanna Friðriksdóttir,
ljósmóðir, sem með var í förinni:
Af syfjuóum auKum svefninn fór
í salnum Ijósahjálma
þeKar Páll minn komst í kór
ok kyrjaði HallKrimssálma.
í Reykholti vorum við svo nótt-
ina og förum síðan norður yfir
Holtavörðuheiði. Það var rigning
og vegurinn holóttur. Ég fór
stundum út og athugaði hvort
holurnar væru ekki of djúpar fyrir
bílinn. Þá gerði Jakobína fyrstu
vísuna, hér á landi:
Holtavórðuheiði er Ijót
hættir Páli að svara.
Lýsir KeKn um leir ok Krjót
lipurðin hjá Ara.
Svo komum við norður og þegar
Jóhanna sér yfir háheiðina, þá
segir hún:
Sólin brosti blítt OK heitt
blessaði xestkomuna.
Sást hún. þð hún setfði ei neitt.
sittna skáldkonuna.
Norðurfjðllin blöstu blá
bjortum himni móti.
Það var eins og yrði þá
annað hljóð i tfrjóti.
Ari fararstjóri segir þegar Jó-
hanna ætlar að halda áfram að
yrkja. Við vorum þá hjá Hrúta-
tungu, sem er næsti bær við
Grænumýrartungu og hann segir:
Þarna eru líka emjandi rollur. Og
í Hrútatungu segi ég. Þá sagði
Jóhanna:
Sleppi Kolan ei mér úr
eða stirðni um tunKU.
Páll skal seinna súpa úr
söKn um IlrútatunKU.
Þá kom þessi vísa:
Ýmsa pinir óijós þrá
oft með tfeði þuntfu
eina stærri auðartfná
upp að llrútatuntfu.
Jóhanna stóð þá á fimmtugu.
Að Bjargi í Miðfirði komum við.
Komumst ekki alla leið á bílnum.
Jakobínu langaði að hitta kalla
sem höfðu verið árið áður í
Ameríku. Við förum yfir mýrar-
fles. Urðum að fara úr sokkunum
til að komast heim að Grettistaki.
Þar er rjúpa í sárum. Mér dettur í
hug að hún segi við mig, hún
talaði á sínu máli: Hvað eruð þið
að ónáða mig? Ég er hér með unga
mína. Því má ég ekki vera í friði?
Svo göngum við í kringum stein-
inn. Það er klípa undir honum
öllum. Hann er fleiri metra í
þvermál. Förum til baka aftur og
að bílnum. Um leið og Jóhanna
kemur inn í bílinn, þá segir hún:
Hræðist ba*ði hunda «k menn.
hrelld af stefnuvarKÍ.
Hefir í mörKU að mæðast enn
móðurást á Bjarvri.
Gísli á Eiriksstöðum segir:
Allar na tur rin á Bjartfi
Ásdís baó o|f ifrét.
Svo fer Jóhanna til Akureyrar
og yrkir margar vísur.
Við vorum heilan sólarhring að
komast frá Reykholti að Sveins-
stöðum. Hún þurfti að koma víða
við. Svo kemur Jóhanna suður
eftir mánuð. Ég hringi til hennar,
þegar ég frétti hún væri komin.
Hvað syngur í þér Jóhanna mín,
segi ég. Komdu blessuð og þakka
þér fyrir síðast.
Jóhanna segir:
t>að leikur vart á tunKum tveim
tæpt er marKt sem sleppur.
Líkur sækir likan heim.
Landspitali ok Kleppur.
Eitt sinn var það á Fæðingar-
deildinni, að maður nokkur kom
með konu sína er var komin að því
að fæða. Hann gekk að dyrum
Jóhönnu og kvaddi dyra. Enginn
svaraði, svo hann fór að ókyrrast
og greiddi hurðinni þung högg og
stór. Lét bylmingshöggin dynja
hvert af öðru, en konan var
hljóðandi á ganginum. Loks birt-
ist Jóhanna og eiginmaðurinn
hafði mörg orð og stór.
Þá svarar Jóhanna:
Æðrast þarftu ei maður minn.
mundu að biða <>k vona.
Að luktum dyrum kom lausnarinn
ok lét hann ekki svona.
Einu sinni var hún búin að taka
ein á móti sjö börnum og hún
hendir sér upp í dívan.
Mér er orðið mál að hátta
meKa sofna vært <>k rótt.
IIvernÍK er það yfir á 8.
er þar nokktrr léttasótt?
Hún átti þá von á konu.
Einu sinni er pantaður bíll hjá
BSR. Fæðingardeildin var fyrir
almenning. Svo kemur Jóhanna
með konu og heldur á litla barn-
inu. Ég stend við afturhurðina á
bílnum. Konan sest inn og hún
réttir henni barnið. Svo fer hún
sína leið án þess að heilsa mér. Við
vorum búin að kljást í viku alla
leiðina norður. Mér þótti þetta
skrítið, svo ég segi bara við hana.
Ég er feginn, að það er ekki mér
að kenna, Jóhanna mín. Þá tekur
hún í hendina á mér og segir:
Allar hafa þa'r þotta þeifið.
þaó sem enifinn sér.
Guð má vita hvað þið eiifið
hvcr um sig hjá mér.
Svo fór maður ýmsa túra. Mað-
ur fór á Laugarvatn og hingað og
þangað.