Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 17 Ragnhildur og Björgvin Dreifing Einu sinni pantar Landsbank- inn bíl. Bankinn átti þá franskan bíl og ók honum einn starfs- manna. Bíllinn minn bilaði á leiðinni að Kolviðarhóli. Bankabíl- stjórinn verður þess vísari og gengur til mín og segir: Það er leiðinlegt fyrir jafnstóra stöð og BSR, að bíll skuli bila. Þú þarft nú ekkert að minna mig á það, segi ég. Það er nú annað átakanlegra en það þó að bílskrjóður frá BSR bili. Hvað er það?, segir hann. Það voru bilaðar þurrkurnar á banka- bílnum, ég vissi það og segi: Að þessi eina vinnukona sem þjóð- banki íslendinga hefir undir hönd- um, að hún skuli vera í óstandi, ég álít það verra. Svo kemst ég af stað, en þegar kemur að Ajiavatni þá bilar bíllinn aftur. Eg kem fólkinu heim að Laugarvatni og fer suður um nóttina til að sækja stykki í bílinn og er búinn að því þegar ég á að fara frá Laugarvatni morguninn eftir. Þá, skömmu seinna, bilar rafmagnið á bílnum hjá mér. Það var gert við það á ljósastöðinni. Þetta tafði mig um klukkutíma. Fólkið á bankabílnum bíður eftir mér. Það var kærustu- par í bílnum með mér og þau voru hálfóánægð yfir töfinni, sérstak- lega stúlkan. Mér fannst það eðlilegt, svo ég er að óska þess í huganum þegar ég ek um Kamba, að ég fái tækifæri að borga fyrir mig í gríni. Bjóst nú ekki við því. En þegar við komum á áfangastað, þá er okkur fagnað sem góðum gestum. Svo er farið að borða, en það var beðið eftir okkur. Síðan er farið að segja frá því sem fyrir augun bar á Laugarvatni. Einn sá þetta og annar hitt. Sáu raunar það sama, en sögðu misjafnlega frá því. Þessi nýtrúlofaða stúlka var með þeim síðustu, sem talaði undir borðum, heldur borðræðu. Segist hafa farið klukkan 9 á fætur. Gengið upp fyrir skólann. Komið þar að fimmfaldri gadda- vírsgirðingu. Inni í girðingunni var afskaplega stórt naut. Guð almáttugur hvað ég var hrædd. Það var með stóran hring í nösinni. Af hverju var það bíl- stjóri, segir hún og víkur sér að mér? Hann hefir víst verið nýbú- inn að opinbera, sagði ég. Mikið var hlegið. Þessi saga fór um allt land. Við Egill Thorarensen urðum eitt sinn samferða Krísuvíkur- leiðina. Ég hafði ráðist til Kaupfé- lagsins 1949 til að rukka fyrir hitaveitu og við fórum á gömlum bíl. Rúða var á framsæti, svo við vorum alveg út af fyrir okkur. Við fórum að segja hvor öðrum um dulræne.r lækningar og annað þvi um líkt. Egill sagði mér, að hann væri dauður fyrir mörgum árum ef hann hefði ekki haft dulrænar lækningar. Ég hóf svo starf hjá Kaupfélagi Árnesinga. Svo er ég kominn uppábúinn með tösku út á götu. Þá kemur maður til mín og segir: Komdu sæll. Ég heiti þetta og ég er þetta gamall. Hvernig í andsk ... stendur á því, að þú fékkst svona gott starf hér á Selfossi? Ég er búinn að vera hér alla mína ævi og ég er orðinn þetta gamall og hefi aldrei fengið neitt. Þú átt nú að svara þessu sjálfur, góði, segi ég. En ef þú veist það ekki, þá er nú stundum að menn eru teknir eftir útliti. Þrisvar leit hann aftur og ég stend eins og helv ... merkikerti. Þetta var svo upplagt. Ég var látinn fara í dælurnar klukkan tvö á nóttunni, til þess að vera viss um að þær væru í gangi. Þetta var hálftíma gangur. Ég vissi um húsnæði sem hægt var að innrétta sem vistarveru. Þar mátti hafa ein tvö, þrjú herbergi. Ég segi Agli frá þessu. Hann lætur innrétta herbergi. Svo koma þeir báðir, Egill og sýslumaður, báðir fráskildir. Ég segi: Jæja, Egill minn. Ég ætla nú að taka í hendina á þér og þakka þér innilega fyrir. Þú gerðir mér góðan greiða. Þetta er ágætis herbergi og mér líður ágætlega hérna. En nú er hérna annað pláss, segi ég, og þá eru þau orðin tvö. Og svo er kompa hérna á bak við og ég er búinn að fá mér ráðskonu og ætla að fara að búa. Ég held, að það verði nú ekki af þessu, segir Égill. Þú getur fengið þér eina í dag og aðra á morgun, segir hann og hefir mörg orð um þetta. Ég geng beint til Egils. Sýslumaður stóð við hliðina á honum. Klappa Agli á öxlina og segi: Þetta er hægt Egill. Ég hafði bara ekki hugsað mér í ellinni að stunda neina heldri manna reið. Ekkert sagði hann við því. Ég hugsa, að honum hafi líkað þetta. Hann var einn af þeim mönnum, að ef maður bað hann um greiða, þá margfaldaði hann alla djöfla sem honum datt í hug. Þó hann gerði það. Það var hans háttalag. Ég kom einu sinni með bíl og hann bræddi úr sér. Ég lét hann þegjandi inn á verkstæðið. Það kostaði 6000 krónur. Af þvi ég var ráðinn allt árið, þá var ég ekkert að spyrja að þessu. Svo sagði ég Agli söguna um bílinn og að það kosti þessa upphæð. Já, þú ert eins og aðrir andsk... asnar. Þið komið. Þið látið bílinn inn á verkstæðin og komið svo með hlandið í buxunum og getið ekkert borgað. Hafði mörg orð um þetta. Ef það á að kosta þetta Egill Thorarensen, segi ég, þá er mér andsk. enginn þægð í því. En ég skal bara segja þér það, að það er hver einasti Arnesingur sem gerir út bílinn þinn. Hann er með hlandið í buxunum og þarf hér um bil að vinda sig áður en hann kemur hér inn, upp til þín. Það var blekbytta á borðinu og ég lamdi svo í borðið að hún fór um. Þá kallaði hann í Gunnar Vig- fússon frá Flögu, hann var skrif- stofustjóri og ég fékk víxil. Ég hugsa hann hafi haft gaman að þessu. Það var fyrir áratugum, að maður nokkur fór á mótorhjóli austur að Ölfusá. Gekk út á strenginn á gömlu brúnni og sagði: Verið þið sælir strákar. Henti sér í ána. Kunningjakona mín, sem var miðill, hann kom til hennar og sagði hvar hann væri, hvenær hann fyndist og hver fyndi sig. Og það stóð allt heima. Þessi kona, sem var gædd óvenju- legum miðilshæfileikum fór stundum i ferðir út á land. Þegar hún fór í lengri ferðalög, þá hélt hún alltaf miðilsfund og þá sagði þessi maður henni hvernig gengi. Við áttum að sækja unga stúlku sem var í sumarfríi vestur í Hjarðarholti. Ég átti að keyra og var á gömlum bíl, þá var verið að gera veginn yfir Bröttubrekku hjá Dalsmynni og ég hálfkveið fyrir þessu. Svo er haldinn fundur og þá segir þessi maður: Ykkur gengur allt vel, en þegar þið hafið keyrt í 2 tíma, þá farið þið upp bratta brekku, vegurinn var ekki kominn í kring, og þá kemur smávegis fyrir bílinn, en Páll lagar það á 10 minútum. Svo gengur allt vel, það springur ekki einu sinni, svo farið þið í Dali, þar verðið þið dag um kyrrt. Svo farið þið í Húsafells- skóg á þriðja degi. Á fjórða degi farið þið heim. En takið eftir því sem ég segi við ykkur. Þegar klukkan er þrjú. Munið þið það, á mínútunni þrjú, þá kemur kol svartur þokubakki á móti ykkur. Okkur datt þetta ekkert í hug, en það skeði allt eins og hann hafði sagt. Á fjórða degi förum við Kaldadal. Það skeði hjá Meyjar- sæti. Þá kom þokubakkinn og ég setti ljósin á. Tíminn líður fljótt í nærveru Páls og við frásagnir hans. Margt fleira bar á góma í spjalli okkar. Dulrænar frásagnir, draumar og fyrirbæri margskonar. Framliðnir er leiðbeindu þeim er leituðu þeirra, að sögn Páls. Fyrsta flug- ferðin í öræfi er Páll fór með Agnari Kofoed Hansen er lenti á æskustöðvum Páls í Hálsaskeri. Páll biður vini sína og kunn- ingja að hitta sig hinn 10. janúar að Holtagörðum, húsi Sambands- ins, klukkan 3 stundvíslega. Pétur Pétursson þulur Og nætur plata átsins Platan fyrir unga fólkið tilvalin í jólapakk- Allt hvítt af snjó í Meðallandi Hnausum. Meðallandi. 19.12., 1980. NÚ ER allt hvítt af snjó hér og allmikill til fjalla. Færð er erfið á hringveginum. megum við samt vel við una. Hefur óvenjuleg veðurblíða verið á þessu ári. Hér i Meðallandi reyndist sláturfé óvenju gott, svo að slíkt hefur aldrei verið áður. Er jafnvel talið, að af þvi fé sem slátrað var á Klaustri, hafi bezt meðalvigtin verið héðan. Einnig var þyngsti dilkurinn héðan 28 kiló, eða vel það, eign Sigurgeirs Jóhannsson- ar á Bakkakoti. Er slátrun var að ljúka, sagði einn ónefndur bóndi hér í sveit, „að þeir til fjalla væru grátandi yfir þessari svívirðu", En að öllu gamni slepptu, þá er þar, sem jarðvegur er beztur, það sama að gerast hér og í Landeyjum. ðhemju frjómagn leysist úr læð- ingi er skurðir taka að eldast. Mikil hey eru núna í sveitinni, en misjöfn að gæðum. Brást þurrkur að mestu leyti í júlí. Tvö íbúðarhús eru í smíðum á Ytri-Lyngum I og Langholti og er farið að búa í þeim báðum. Eru þetta steinhús. Vilhjálmur Þannig var umhorfs i herbergi Williams Burt þegar eldurinn hafði verið slökktur. Lj<ism. Mbi. Július. Brezkur maður lét lífið í eldsvoða BREZKUR maður, William Burt, 40 ára gamall. lét lífið í eldsvoða að Brautarholti 22 í Reykjavík aðfaranótt sl. sunnudags. Ungur maður, sem var að koma út úr veitingahúsinu Þórscafé á fjórða tímanum um nóttina veitti því athygli að eldurtungur stóðu út um glugga í rishæð hússins. Maðurinn brá skjótt við og fór við annan mann upp í rishæðina. Tókst þeim að vekja menn í þremur herbergjum en þeir kom- ust ekki inn í herbergi Williams Burt vegna elds og reyks. Slökkvi- lið kom fljótiega á staðinn og fóru reykkafarar inn í herbergið og fundu Burt þar látinn. I Brautarholti 22 eru leigð út herbergi til einstaklinga. Hafði William Burt haft þar herbergi á leigu um tíma en hann var sjó- maður. Hann hafði verið á Islandi um nokkurra ára skeið og stundað hér ýmsa vinnu. Miklar skemmdir urðu á húsinu af eldi, vatni og reyk. Talið er að eldurinn hafi komið upp í herbergi Williams Burt og er líklegt talið að kviknað í hafi í út frá eldunar- tækjum. Laugavegi 33, Strandgötu, Hafnarfirði HLJÓMPLÖTUÚTGÁMN hf. ■ Tveir af betri söngvurum landsins sameina krafta sína á þessari skemmtilegu plötu. Björgvin og Ragnhildur hafa aldrei veriö betri Kíktu við og kauptu eintak. Þú sérð ekki eftir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.