Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Ragnar Júlíusson skólastjóri:
Ráðuneytið og gjaldmiðilsbreytingm
Anna Kristjánsdóttir nám-
stjóri, einn af starfsmönnum
skólarannsóknardeildar
menntamálaráðuneytisins gerir
í Morgunblaðinu 20. des. sl.
athugasemd um kynningu á
gjaldmiðilsbreytingu í skólum.
Tilefni þessarar athugasemd-
ar námstjórans virðist vera frétt
í Morgunblaðinu 17. des. sl. þar
sem sagt er frá kynningu og
fræðslu er fram fór í Álftamýr-
arskóla, en svo virðist að þessi
kynning hafi farið i taugarnar á
námstjóranum, aðaliega vegna
þess að hlutur deildar hennar
hafi ekki verið gerður nógu stór.
Einnig ber hún mér á brýn að
hafa farið með „gróft rang-
hermi“, varðandi þátt mennta-
málaráðuneytis í kynningu
fyrirhugaðrar gjaldmiðilsbreyt-
ingar.
Rétt er að gera nokkra grein
fyrir þeim „ábendingum" er
námstjórinn nefnir í grein sinni
og telur til afreka deildar sinnar
á þessu sviði:
a) Upplýsingabréf 2. maí sl.:
Hið eina sem snerti gjaldmið-
ilsbreytinguna er að út muni
koma hefti er nefnt verði „Mynt
og verð“ ætlað til notkunar í
4.-6. bekk. Hér er ekki gert ráð
fyrir að börn fái heftið afhent
ókeypis sem flest allar kennslu-
bækur, heldur bæði skólum og
börnum gefinn kostur á að
kaupa það. Rétt er í þessu
sambandi að vekja athygli á
eftirfarandi orðum í síðari hluta
greinar námstjórans „þetta
hefti er engan veginn hugsað
sem kynning á gjaldmiðils-
breytingunni..
b) Bréf námstjórans þar sem
hún tilkynnir að hún sendi 2
eintök í stærri skóla og 1 eintak
í þá smærri af upplýsingahefti
„Seðlabanka íslands Nýkróna
’81“ sem námstjórinn segir eink-
um ætlað fyrir kennara 7.-9.
bekkja.
c) I grein sinni segir námstjór-
inn að í öllum námsbókum í
stærðfræði sem út komu á síð-
asta hausti sé sérstaklega tekið
tillit til gjaldmiðilsbreytingar-
innar og notaðar nýkrónur í
verkefnum. Öllum sem til þekkja
mun virðast nokkuð sjálfgefið að
nota nýkrónur í verkefnum
framvegis.
Skólum er gert að panta
námsbækur komandi skólaárs í
aprílmánuði og voru t.d. bækur
til míns skóla afgreiddar 16. maí
sl. fyrir yfirstandandi skólaár og
var hvergi að finna í kennslu-
bókum í stærðfræði orð um
nýkrónuna, að undanskilinni
Stærðfræði 5 A sem notuð er í 5.
bekk. Tilraunabók fyrir 8. bekk
sem námstjórinn talar um virð-
ist aðeins vera fyrir „útvalda“.
d) Síðasta skrefið telur nám-
stjórinn hafa verið dreifingu á
veggspjaldi Seðlabanka íslands,
sbr. bréf dags. 10. des. 1980.
Aðalefni þessa bréfs námstjór-
ans auk þess að óska viðtakanda
gleðilegra jóla og farsæls árs er
að koma því á framfæri að heftið
„Mynt og verð“ muni verða
tilbúið til afgreiðslu í janúar nk.
en væntanlega verður gjaldmið-
ilsbreytingin ekki látin biða
þeirrar útkomu.
Eg furða mig á að námstjór-
inn í stærðfræði láti hafa eftir
sér að gjaldmiðilsbreytingin hafi
í för með sér þyngingaraukningu
á kennslu í tugabrotum, eða man
hún ekki eftir metra-, þyngdar-
og lagarmálunum en þar eru
tugabrotin mest notuð, a.m.k.
var svo meðan ég var stærð-
fræðikennari við barna- og
gagnfræðaskóla Reykjavíkur.
Kynning sú sem hófst í Álfta-
mýrarskóla 9. des. sl. var hugsuð
sem liður í starfi skólans, og
ætluð til að kynna nemendum
breytinguna, enda aflaði skólinn
ýmissa gagna frá Seðlabanka
íslands, gagna sem aldrei voru
send frá skólarannsóknadeild.
Að þessum málum hefur af
ráðuneytisins hálfu verið staðið
mjög á annan veg en gert var
árið 1967—’68 þegar unnið var
að kynningu á fyrirhugaðri
breytingu á hægrihandarum-
ferð, sem tók gildi 26. maí 1968.
Þá var af ráðuneytisins hálfu
allt kynningar- og fræðslustarf í
skólum landsins undir stjórn
eins deildarstjóra menntamála-
ráðuneytisins, Stefáns Ólafs
Jónssonar.
I starfi sínu sá hann til þess að
skólarnir fengju gögnin í tæka
tíð og fylgdi málinu fast eftir,
m.a. með ferðum sínum í skóla
landsins.
Hægur vandi sýnist hafa verið
að standa á svipaðan hátt að
kynningu gjaldmiðilsbreytingar-
innar þar sem ráðuneytið þurfti
ekki nú frekar en þá að sjá um
útgáfu kynningarbæklinga því
ekki hefur staðið á því að
Seðlabanki Islands léti gera og
kosta gerð kynningarefnis, er
sýnist vera mjög vel úr garði
gert.
I dag eru starfsmenn ráðu-
neytisins sem hefðu getað séð
um þessa dreifingu miklu fleiri
en var er hægri umferð var tekin
upp, og er því fámenninu ekki
um að kenna.
Ragnar Júlíusson
Verzlunarráð íslands:
Svör við fyrirspurnum Gunnars
Guðbjartssonar framkvæmdastjóra
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
og formanns Stéttarsambands
bænda til Verzlunarráðs Islands
Svör við fyrirspurnum Gunn-
ars Guðbjartssonar fram-
kvæmdarstjóra Framleiðsluráðs
landbúnaðarins og formanns
Stéttarsambands bænda til Verzl-
unarráðs íslands.
Verslunarráði Íslands er full-
ljóst. að allur almenningur í
landinu þekkir ekki til hlítar
starfsemi Verzlunarráðsins.
Mörgum er t.d. ekki ljóst hvort
Verzlunarráðið er opinber stofn-
un eða heildarsamtök viðskipta-
lífsins. Þegar hins vegar valda-
mesti maður hændasamtakanna.
maður margreyndur í félagsmál-
um og stjórnmálum, spyr
grundvallarspurninga um Verzl-
unarráð íslands í þremur dag-
blöðum. þótt það hafi starfað allt
frá fæðingarári hans, og mis-
skilji umfjollun ráðsins, sem árás
á bændur, er fullt tilefni til
skýrra svara á sama vettvangi.
Heildarsamtök
viðskiptalífsins
Verzlunarráð starfa í öllum
þjóðlöndum, en undir ýmsum
starfsheitum. Má þar nefna fyrst
verzlunarráð og verzlunar- og
iðnaðarráð, en einnig tíðkast
lengri starfsheiti svo sem verzlun-
ar-, iðnaðar- og landbúnaðarráð.
Verzlunarráð íslands var stofn-
að 17. september árið 1917, sem
félagsskapur fyrirtækja í iðnaði,
samgöngum, verzlun og þjónustu.
Þótt fyrirtæki úr flestum greinum
atvinnulífsins hafi strax átt aðild
að ráðinu og svo sé enn, hefur ekki
þótt ástæða til að breyta nafni
ráðsins. Vegna verkaskiptingar,
sem er forsenda atvinnuhátta nú-
tímans, er atvinnulífið í eðli sínu
verzlun, þar sem fyrirtæki selja þá
vöru, sem þau framleiða eða þá
þjónustu er þau veita.
Aðild
Verzlunarráð Islands byggir í
frjálsri aðild aðila í atvinnu-
rekstri. Félagar eru nú rúmlega
400, en í þeim hópi má nefna:
1. Auglýsingafyrirtæki
2. Bílaleigur
3. Bygginga- og verktakafyrir-
tæki
4. Endurskoðunarfyrirtæki
5. Fasteignasölur
6. Ferðaskrifstofur
7. Fiskvinnslu- og útgerðarfyr-
irtæki
8. Flugrekstur
9. Framleiðendur, vinnslu- og
dreifingaraðila landbúnaðar-
afurða
10. Iðnfyrirtæki
11. Innflytjendur
12. Lánastofnanir
13. Prentsmiðjur og útgáfufyrir-
tæki
14. Skipafélög
15. Smásöluverzlanir
16. Tryggingafélög
17. Umboðs- og heildverzlanir
18. Útflytjendur og útflutnings-
samtök
19. Veitinga- og gistihús
20. Ymsa aðra þjónustustarfsemi.
Tekjustofnar
Verzlunarráð íslands nýtur
engra ríkisstyrkja. Tekjustofnar
þess eru eingöngu félagsgjöld, sem
félagar þess greiða af frjálsum
vilja.
Þótt fjöldi félagasamtaka þiggi
fjárveitingar úr ríkissjóði með
beinum eða óbeinum hætti, telur
Verzlunarráðið óheppilegt, að það
sé háð fjárveitingavaldinu um
tilveru sína, enda gætu fjárhags-
legir hagsmunir Verzlunarráðsins
þá stangast á við frjálsa og óháða
gagnrýni á sívaxandi skattheimtu
og útgjöld ríkisins og umdeildar
aðgerðir stjórnvalda almennt.
Tilgangur
Tilgangur Verzlunarráðsins nú
er í aðalatriðum sá sami og var,
þegar ráðið var stofnað fyrir
rúmum 63 árum:
• Að veita viðskiptalífinu forystu
og efla áhrif þess og álit meðal
þjóðarinnar.
• Að vinna að sameiginlegum
hagsmuna- og framfaramálum
viðskiptalífsins á grundvalli
frjálsra atvinnuhátta og jafn-
réttis milli atvinnuvega og
fyrirtækja og gæta þess að
þeim sé ekki mismunað í lög-
gjöf eða athöfnum stjórnvalda.
• Að efla skilyrði fyrir frjálsu
framtaki einstaklinga og sam-
taka þeirra í atvinnulífinu og
stuðla að frjálsum viðskipta-
háttum og frjálsu markaðshag-
kerfi sem grundvallarskipulagi
efnahagslífsins.
• Að hafa frumkvæði að æski-
legri lagasetningu um efna-
hags- og viðskiptamál, veita
umsagnir um slík mál og vera
stjórnvöldum til ráðuneytis á
þessu sviði.
• Að safna, vinna úr og birta
skýrslur um afkomu atvinnu-
greina viðskiptalífsins og sinna
athugunum á ástandi og horf-
um í efnahagsmálum.
• Að beita sér fyrir heiðarlegum
viðskiptaháttum m.a. með því
að koma á siðareglum fyrir
einstakar atvinnugreinar, túlka
og samræma viðskiptavenjur
og starfrækja gerðardóm í
viðskiptamálum.
• Að efla menntun og þekkingu
þeirra sem starfa í þágu við-
skiptalífsins.
• Að annast margvíslega þjón-
ustu og fyrirgreiðslu fyrir fé-
lagsmenn sína, efla samstarf
þeirra innbyrðis, svo og við
erlend verzlunarráð.
Afstaðan til
kjarnfóðurgjaldsins
I byrjun september í haust
óskaði Félag kjúklingabænda,
Samband eggjaframleiðenda og
Félag svínaræktenda eftir sam-
vinnu við Verzlunarráð íslands
um að fá kjarnfóðurskattinn af-
numinn af þessum greinum hlið-
stætt og er um loðdýra- og fiski-
rækt. Féllst framkvæmdastjórn
ráðsins á þá beiðni, enda hafði
Verzlunarráðið mótmælt skattin-
um strax í upphafi.
Eftir gagnasöfnun og nánari
athugun málsins, óskuðu samtök-
in fjögur þess í formlegum við-
ræðum við landbúnaðarráðherra á
fundi þann 21. október sl., að
skatturinn yrði afnuminn af þess-
um greinum og framkvæmd skatt-
heimtunnar breytt. Þeim óskum
hafnaði ráðherra og hefur ekki á
þeim tíma, sem síðan er liðinn,
þegið boð um viðræður. Var ráð-
herra þó sagt á fundinum, að þá
myndu samtökin þurfa að leita
liðsinnis Alþingis til breytinga á
lögunum og kynna málstað sinn
fyrir almenningi. Með þá kynn-
ingu var hins vegar beðið í nær tvo
mánuði.
Það þarf ekki að vera neinum
undrunarefni, sem þekkir tilgang
Verzlunarráðsins, að það sé mót-
fallið kjarnfóðurskattinum í nú-
verandi mynd. Til þess liggja
veigamiklar ástæður:
• Það er skoðun Verzlunarráðs-
ins, að hvorki Framleiðsluráð
landbúnaðarins né annar aðili
utan löggjafarvaldsins hafi
heimild til að ákveða skatta,
hverju nafni sem þeir nefnast.
Sú tilhögun er að mati ráðsins
brot á 40. gr. Stjórnarskrárinn-
ar.
• Kjarnfóðurskatturinn mismun-
ar atvinnugreinum gróflega,
þegar einni grein er gert að
standa undir sköttum, til tekna
fyrir aðrar greinar. í fram-
kvæmdinni er þessi skatt-
heimta einnig atlaga að þeim
greinum landbúnaðar, sem
starfað hafa á eigin ábyrgð á
frjálsum markaði, neytendum
til hagsbóta, en það er það
fyrirkomulag atvinnustarfsemi,
sem Verzlunarráðið berst fyrir.
• Loks lendir framkvæmd skatt-
heimtunnar þungt á félögum
ráðsins í hópi fóðurseljenda, en
þetta flókna kerfi veldur þeim
verulegum kostnaði og tekju-
missi.
Hagsmunir félaga
V erzlunar ráðsins
Verzlunarráði íslands er ljóst,
að „komast má af með lítið
kjarnfóður fyrir sauðfé, jafnvel
ekkert í sumum tilvikum" eins og
segir í forystugrein síðasta tölu-
blaðs búnaðarblaðsins Freys.
Sauðfjárbændur sleppa því vel frá
þessari skattheimtu. Félagar
Verzlunarráðsins í hópi alifugla-
og svínabænda, en framleiðsla
þeirra nemur allt að fjórðungi
heildarframleiðslu þessara greina,
verða hins vegar sérstaklega fyrir
barðinu á þessari skattheimtu.
Sama er að segja um félaga
ráðsins í hópi fóðurseljenda, en
þeir bera ekki sízt hita og þunga
þeirrar flóknu skattheimtu, sem
kjarnfóðurskatturinn er.
Málflutningur
V erzlunarráðsins
Málflutningur Verzlunarráðs-
ins, þau rök og þær staðreyndir,
sem ráðið hefur sett fram, standa
enn óhaggaðar. Upphlaup og út-
úrsnúningar starfsmanna bænda-
samtakanna breyta engu þar um.
Verzlunarráð íslands er ætíð
reiðubúið til málefnalegrar um-
ræðu um öll þau mál, sem snerta
atvinnulífið í landinu og þar með
félagsmenn þess. Verzlunarráðið
mun hins vegar hvorki nú né
framvegis láta aðra skammta sér
þau umræðuefni, sem ráðið tekur
fyrir hverju sinni.
Lokaorð
Að síðustu vill Verzlunarráð
Islands ítreka, að gagnrýni þess
beinist hvorki gegn Framleiðslu-
ráði Iandbúnaðarins né forystu-
mönnum þess, heldur að þeirri
breytingu á kjarnfóðurskattinum,
sem varð með setningu bráða-
birgðalaganna nú í sumar. Ástæð-
ur fyrir þeirri afstöðu eru þegar
tilgreindar. Þau samskipti, sem
Verzlunarráð íslands hefur átt við
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hafa til þessa verið ánægjuleg og
af hálfu Verzlunarráðs íslands
mun engin breyting verða þar á,
þrátt fyrir málefnalegan ágrein-
ing um kjarnfóðurskatt. Að lokum
vonar Verzlunarráðið, að þessi
svör ráðsins hafi aukið skilning á
því mikilvæga hlutverki, sem
Verzlunarráðið gegnir fyrir at-
vinnulífið og hví alifugla- og
svínabændur telja í vaxandi mæli,
að þeir eigi einnig samleið með
Verzlunarráðinu, enda er það
málsvari frjálsra atvinnuhátta og
þess, að atvinnugreinum sé ekki
mismunað í löggjöf og athöfnum
stjórnvalda.