Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 20

Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 29 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Áramótin í febrúar Málefni þjóðarinnar eru í jafn mikilli óvissu, þegar alþingismenn fará í jólaleyfi, og var við upphaf vetrarstarfs þeirra. Síðan þinghald hófst hefur samkomulag að vísu tekist um kjaramál milli stærstu aðila vinnumarkaðarins og fjárlög fyrir næsta ár liggja fyrir. Hvergi hefur þó verið mynduð viðspyrna, sem gerir ríkisstjórninni kleift að ná yfirlýstu markmiði sínu: að fyrir árslok 1982 verði verðbólgan komin niður á svipað stig og í nágranna- og viðskiptalönd- unum. I haust voru forsendur fjárlagafrumvarpsins þær gagnvart verðbólgunni, að á milli áranna 1980 og 1981 hækkaði verðlag að meðaltali um 42%. Þessar forsendur eru pólitískar, ákveðnar af ríkisstjórninni. Hún hefur ekki gefið til kynna, að frá þeim hafi verið horfið. Raunveruleg tala, sambærileg við 42%, er hins vegar nú komin í 65%. Að óbreyttu hækkar þessi prósentutala. Hún lækkar ekki nema með snöggum og markvissum efnahagsaðgerðum. Þær eru nauðsyn- legar strax, ef ríkisstjórnin ætlar að ná markmiði sínu 1982. í athugasemdum fjárlagafrumvarps 1981 sagði: „Á næstunni verða ákvarðanir teknar um aðgerðir i efnahagsmálum, sem tengjast væntanlegri gjaldmiðilsbreytingu." í þjóðhagsáætlun fyrir 1981 segist ríkisstjórnin setja sér það mark að ná verulegum árangri í baráttunni við verðbólguna á næsta ári. Þar segir einnig, að ráðstafanir í efnahagsmálum verði að mynda „samstæða heild" og mestu máli skipti í viðureigninni við verðbólguna, „að þegar verði hafist handa við framkvæmd þeirrar stefnu, sem ákveðin hefur verið". 23. október ávarpaði Gunnar Thoroddsen þing og þjóð í þeim tilgangi að skýra frá stefnu ríkisstjórnarinnar næstu misseri. Þá hafði ríkisstjórnin í huga margháttaðar efnahagsaðgerðir samfara gjaldmiðilsbreytingunni nú um áramótin. Verst væru áhrif sjálfvirkni og víxlhækkana á verðþensluna. Nýr vísitölugrundvöllur ætti að geta gengið í gildi um áramótin. Nauðsynlegt væri að framlengja um eitt eða tvö misseri frá áramótunum aðlögun vaxta að verðbólgu og þar með breyta ákvæðum svonefndra Ólafslaga. Formanni stærsta stjórnarflokksins, Steingrími Hermannssyni, þótti ekki nægilega fast að orði kveðið hjá forsætisráðherra í þessum umræðum og vildi ráðstafanir í efnahags- málum strax fyrir 1. desember sl., svo að draga mætti úr holskeflunni um áramótin. Vinnudaga til áramóta má nú telja á fingrum annarrar handar. ítrekuð tilmæli þingmanna um að ríkisstjórnin gæfi þeim til kynna, hvað hún ætlaðist fyrir báru engan árangur. Yfirlýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu um að þeir væru reiðubúnir að láta jólaleyfið lönd og leið, ef það mætti greiða fyrir afgreiðslu efnahagsmálanna, var hundsuð og þinghaldi frestað til 26. janúar. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem lét sér lynda, að ekkert gerðist fyrir 1. desember, dvelst á skíðum erlendis fram yfir hátíðar. Fór formaðurinn, sem jafnframt er sjávarútvegs- ráðherra, einmitt úr landi, þegar bátakjarasamningar sigldu í strand vegna þess að útvegsmenn leggja á það ríka áherslu, að ríkisstjórnin svari tveimur efnisþáttum er varða sjómenn. Er það verkefni sjávarútvegsráðherra ásamt félagsmálaráðherra, Svavari Gestssyni, að svara þessum þáttum. Um áramótin á nýtt fiskverð að taka gildi, venjulega gerist það ekki án atbeina sjávarútvegsráðherra. Þótt formaður Framsóknarflokksins sé farinn úr landi, sitja ráðherrar og ráðgjafar þeirra á fundum um efnahagsmál. Hefur Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, hlaupið í skarðið fyrir formann sinn. 4. nóvember síðastliðinn svaraði Tómas Árnason fyrirspurn Matthíasar Á. Mathiesen á Alþingi um það, hvort áramóta-efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar yrðu kynntar þingmönnum fyrir jólaleyfi þeirra. Tómas Árnason svaraði á þann veg, að nauðsynlegar efnahagsaðgerðir gætu að sínu mati ekki beðið lengur, dagsetningar sagðist hann engar vilja nefna en sló þessu föstu: „... ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu leggja sín mál fyrir Alþingi, þegar hún leggur fram tillögur sínar um aðgerðir í efnahagsmálum". Skýrara er ekki unnt að lýsa því yfir, að úr því sem komið er, getur Tómas Árnason ekki staðið að neinum efnahagsaðgerðum fyrr en eftir 26. janúar 1981. Hlutur framsóknarmanna í núverandi stjórnarsamstarfi verður verri með hverjum deginum sem líður. Menn mega ekki gleyma því, að framsókn taldi þessa stjórn algóða, af því hún fylgdi niðurtalningar- stefnu gegn verðbólgunni. Sú stefna hefur reynst með öllu haldlaus til, þessa og síst hafa framsóknarmenn þrek til að framfylgja henni af skynsamlegu viti. Þegar mest á reynir fara þeir annaðhvort á skíði eða gefa yfirlýsingar um að dagatalinu skuli breytt. Er sennilegast, að helsta kappsmál Tómasar Árnasonar i efnahagsumræðunum sé að fá áramótunum frestað fram í febrúar. Á meðan þessi dapurlega vitleysa viðgengst hugsa kommúnistar um það eitt að styrkja stöðu ríkissjóðs með aukinni skattheimtu. Aðeins í skattheimtumálum eru stjórnar- sinnar tilbúnir að láta sverfa til stáls og í efnahagsumræðum sínum hljóta þeir að semja verðskrá um atkvæðaþunga einstakra liðsmanna. Stjórn, sem er jafn léleg og þessi, getur aðeins með einum hætti glatt þjóðina í tilefni jólanna — með því að segja af sér. í MBL. SL. SUNNUDAG var greint frá yfirliti yfir einkunnir og fjölda fyrsta árs prófa Háskóla Islands skólaárið 1979—80 sem lagt var fram á samvinnufundi skólastjóra framhaldsskólanna nýverið. Kom þar m.a. fram að nemendur útskrifaðir frá hinum eldri framhaldsskólum höfðu samanlagt betri einkunnir heldur en nemendur frá sumum hinna nýju framhaldsskóla. T.a.m. höfðu nemendur útskrifaðir frá Menntaskólanum á Akureyri 6,67 í meðaleinkunn, en nemendur t.d. Fjölbrautaskólans í Breiðholti 4,95. Mbl. leitaði álits fjögurra skólastjóra á framhaldsskólastiginu á þessum niðurstöðum, og fara svör þeirra hér á eftir. Mikilsvert að Mbl. veki umræðu um skólamál - segir skólameistari MA „MÉR ÞÓTTI auðvitað mjög vænt um að sjá þessar tölur,“ sagði Tryggvi Gíslason, skóla- meistari Menntaskólans á Ak- ureyri: „þó skekkjan í þeim sé æði mikil. og að mcðaltalsút- reikningur af þessu tæi geti verið mjög viliandi, ef mæla skai hvort skóli cr góður skóli. Raunar er það þetta sem skipt- ir mestu máli: Við hvað er átt, þcgar talað er um góðan skóla, og að hverju ber að stefna. En mér þykir mikilsvert. að Mhl. skuli nú, sem reyndar oft áður, vekja umræðu um skólamál. Menntaskólinn á Akureyri byggir á gamalli hefð, og er fastmótaður skóli, þannig að hann á ekki við byrjunarörðugleika að stríða, eins og sumir þeirra skóla á framhaldsskólastiginu sem stofn- aðir hafa verið undanfarinn ára- Tryggvi Gíslason. tug. Menntaskólinn á Akureyri hefur á hinn bóginn ávallt leitast við að gegna vel hlutverki sínu, og ég hef þá trú, að skólanum hafi tekist það — og þessar tölur benda raunar í þá átt, enda þótt umgang- ast verði þvílíkar tölur með mikilli varúð og draga varlega af þeim ályktanir," sagði Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ósvífni að birta þetta athugasemd- arlaust - segir skólameistari Fjölbrautaskólans „MÉR FINNST það vera hreint og beint tii skammar, að stærsta blað landsins skuii slá þessu upp án nokkurra skýr- inga,“ sagði Guðmundur Sveinsson skólamcistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti: „Látum vera þó vegið sé að stofnun. en þarna er bókstafl- ega verið að vega að fólki, ungu fólki, sem er að hefja háskóla- nám. Þessar upplýsingar komu fram á lokuðum fundi og ég hélt þær væru trúnaðarmál. Ég trúi því ekki að það hafi verið kennslu- stjóri Háskólans, Halldór Guð- jónsson, sem kom þessu til Mbl., og það er lúalegt að stærsta blað landsins skuli birta þetta frá einhverjum úti í bæ og án viðhlít- andi skýringa. Það sem heimildarmaður Mbl. kallar „gamla og rótgróna" skóla, viljum við kalla staðnaða skóla, og með þessu er Mbl. að reyna að rýra hlut þeirra sem eru að byggja upp ný námssvið við mjög erfiðar aðstæður. Þessar tölur segja ekki nokkurn skapaðan hlut um það, hvernig stúdentspróf viðkomandi nemenda var, og þess vegna er fáránlegt að fullyrða eitthvað um kosti skólanna út frá þessum tölum. Til þess hefði þurft að rannsaka fylgni milli árangurs nemenda á stúdentsprófi og ár- angurs þeirra í Háskóla íslands. Guðmundur Sveinsson. Ég er með í höndunum þessar upplýsingar, sem Mbl. vitnar til og þar kemur fram, þó Mbl. birti það ekki, að nemendur þessa árgangs úr Fjölbrautaskólanum, sem til umræðu er og var reyndar ekki stór, standa öðrum nemendum við Háskólann fyllilega á sporði í læknisfræði og heilbrigðisfræðum, í raungreinum, eðlisfræði og nátt- úrufræði, en frávikið verður í einni deild, viðskiptafræðideild. Af 181 prófi nemenda frá Fjöl- brautaskóla Breiðholts eru 70 í viðskiptadeild, og það er einungis ein deild sem veldur þessari mjög svo villandi útkomu. Og það mætti allt eins, og miklu fremur, spyrja Háskóla íslands, heldur en okkur í Fjölbrautaskóla Breiðholts, hvernig á þessu stendur. Það er til skammar að Morgun- blaðið skuli birta þessar tölur athugasemdalaust, núna rétt fyrir jólin, þegar Fjölbrautaskólinn er að brautskrá stúdenta. Það er ósvífni. Morgunblaðið ætti að sjá sóma sinn í því, að biðja nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti, og reyndar alla nemendur í Breið- holti, afsökunar á þessu, sagði Guðmundur Sveinsson skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nemendur eldri skól- anna betur búnir undir háskólanám - segir skólastjóri VÍ „ÞAÐ ER í rauninni mjög erfitt að túlka þessar tölur,“ sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla ís- lands. „Samt virðist mega draga þá ályktun. að nemendur eldri skólanna séu betur búnir undir háskólanám, hcldur en nem- endur yngri skólanna. Viðvíkj- andi Verszlunarskóla íslands, vil ég leggja áherslu á, að Guðni Guðbrandsson: rúmur helmingur háskólastú- denta frá Verslunarskólanum stundar nám í viðskiptadeild, en í viðskiptadeild er meðal- einkunn tiltölulega mjög lág, og nemendur úr Verslunar- skólanum eru þar með ein- kunnir sem eru lítið hærri en það meðaltal. Skýringin á þessu er sú, að nær allir ncmendur úr Versiunarskólan- um í viðskiptadeild vinna úti hálfan daginn og taka auk þess gjarnan tvö próf í upphafi háskólaárs — án þess að sækja nokkurn tímann kennslu- stundir. Þess vegna eru ein- kunnir þeirra hvorki betri né verri en annarra ncmenda í viðskiptadeiid. En það er ánægjulegt að sjá, að þeir eru með hæstu meðaltals- einkunnir í t.a.m. verkfræðideild, og standa sig yfirleitt mjög vel. Annars er best að segja sem minnst. Það er erfitt að túlka þessar tölur, eins og ég sagði í upphafi. Almennt er munurinn á skólunum ekki mikill, nema staða Menntaskólans á Akureyri virðist afskaplega sterk. Ég vil að endingu lýsa ánægju minni með að fá þessar upplýs- ingar. Þær gefa okkur í Verzlun- arskólanum tilefni til að athuga vissa þætti í rekstri skólans, og ennfremur gefa þær stúdentum frá Verslunarskólanum tilefni til að íhuga hvort þeir hafi ofmetið stöðu sína í viðskiptafræðum og tekið léttar á því námi, en efni standa til,“ sagði Þorvarður Elí- asson skólastjóri Verslunarskóla Islands. Verðmætar upplýsing- ar fyrir skólana - segir rektor MR „ÞESSAR upplýsingar eru auðvitað afskaplega grófar og segja raunar ekki nema hluta sögunnar,“ sagði Guðni Guð- mundsson rektor Menntaskól- Þorvarður Elíasson. ans í Reykjavík. „Þarna eru talin öll próf í öllum deildum, en nemendur framhaldsskól- anna skiptast auðvitað mis- jafnlega í deildir Háskólans. Og það er mjög misjöfn meðal- einkunn milli einstakra deilda þannig að það hefur vitaskuld áhrif, hversu margir nemend- ur ákveðins skóla fara í léttari deildirnar og hversu margir í þær þyngri. Þessar upplýsingar ber semsé ekki að túlka mjög strangt, þær eru í rauninni aðeins beinagrind. Annars er þetta í fyrsta skipti sem Háskólinn gerir tilraun til að gefa okkur í framhaldsskólunum upplýsingar um það hvernig nem- endum frá hverjum og einum skóla vegnar og þess vegna er þetta mikilsverð tilraun, sem gef- ur okkur möguleika á að bæta okkur. Viðleitni Háskólans er af hinu góða og vonandi þessu haldi áfram. Slíkar upplýsingar eru verðmætar fyrir skólana. En ég endurtek, að þessar upplýsingar segja ekki nema hluta sögunnar," sagði Guðni Guðmundsson, rektor MR. Heimilt að hefja smíði nýs útvarpshúss 1981 í TILEFNI 50 ára afmælis Kíkisút- varpsins var sl. laugardag efnt til hátíðarsamkomu i Þjóðieikhúsinu. Þar flutti Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra ræðu og afhenti bréf til útvarpsins, þar sem segir m.a.: „Að loknum nauðsyniegum und- irbúningi í samráði við ráðuneytið er ríkisútvarpinu heimiit að hefja smíðaframkvæmdir á árinu 1981 og halda þeim áfram i samræmi við fjárhagsgetu framkvæmdasjóðs ríkisútvarpsins og aðrar aðstæður hverju sinni. Nánar verður kveðið á um yfirstjórn og skipulagningu byggingarframkvæmdanna, þar á meðal árlega smíðaáfanga.“ Auk ráðherra fluttu ræður Andr- és Björnsson, útvarpsstjóri, og Vil- hjálmur Hjálmarsson, formaður út- varpsráðs. Lauritz Bindslöv, út- varpsstjóri í Danmörku, flutti heillaóskir útvarpanna á Norður- Gunnar Eyjólfsson var kynnir og kafla úr erindum fyrri útvarps- manna fluttu Gunnar Stefánsson, Ása Finnsdóttir og Óskar Halldórsson. löndum og færði islenzka ríkisút- varpinu frá þeim listaverk úr ker- amiki eftir Danann Bo Kristiansen. Klemens Jónsson, formaður starfs- mannafélags útvarpsins afhenti fyrir þess hönd ofið veggteppi eftir Ásgerði Búadóttur, sem nefnist Skjaldarmerki og á því mynd af saltfiski. Sveinn Einarsson, Þjóð- leikhússtjóri flutti heillaóskir sinnar stofnunar og blómagjöf og Gísli Alfreðsson, formaður Félags ísl. leikara tilkynnti í sínu ávarpi stofnun leiklistarsjóðs, sem geri nafn Þorsteins Ö. Stephensens og skyldi hann stuðla að eflingu ís- ienskrar leiklitar í útvarpi, í flutn- ingi á verkum og með námskeiða- haldi og námsstyrkjum, en Þor- steinn Ö. Stephensen þakkaði. Auk þess bárust útvarpinu fjöldi heilla- óskaskeyta innanlands frá og utan og í bréfi hafði borist vegleg pen- ingagjöf frá konu, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þá var á hátíðinni upplestur og söngur og var bæði útvarpað frá henni beint og henni síðan sjón- varpað um kvöldið. Andrés Björnsson i ræðustól á afmælishátiðinni i Þjóðleikhús- inu. Póstur og simi: Nýr framkvæmda- stjóri fjármáladeildar GUÐMUNDUR Björnsson hef- ur verið skipaður fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar Pósts og síma frá og með næstu áramótum og tekur hann við starfinu af Páli V. Daníelssyni. Guðmundur er 38 ára gamall Reykvíkingur, sonur hjónanna Björns Jónssonar kaupmanns og Ingibjargar Sveinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1963 og prófi í viðskiptafræði frá HI 1968. Sama ár réðst Guðmundur til Pósts og síma og hann hefur verið deildarstjóri hagdeildar fyrirtækisins síðan 1971. Guðmundur er kvæntur Þor- björgu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn. HSSísBí* Sýning Thors framlengd með nýjum myndum SÝNING Thors Vilhjálmsson- ar í Djúpinu hefur nú verið framlengd fram yfir áramót. „Ég er að fylla í skörðin með nýjum myndum, því ég var búinn að selja um helminginn og fólk vildi fá myndirnar fyrir jólin," sagði Thor í samtali við Mbl. í gær. „Það verða áfram um 30 myndir á sýningunni." Háhyrningur til í fyrsta sinn FYRIR skömmu var einn af há- hyrningum Sædýrasafnsins fluttur flugleiðis til Barcelona á Spáni. Flugfélagið Iscargo sá um flutn- inginn og tókst hann með miklum ágætum. Með i förinni voru Rolf D. Rohwcr eigandi háhyrningsins, James W. Tiebor, milligöngumað- ur um kaupin og flutningana auk dýralæknis, sem fylgdist með líðan háhyrningsins. Háhyrningurinn lá í makindum á mikilli svampdýnu í stóru járnkeri. Hann var smurður með feiti til að koma í veg fyrir að húðin þornaði og af og til þurfti að úða hann með sérstakri kæliblöndu og dreifa ís yfir hann til að halda hitastiginu sem líkustu og var í kerinu við Sædýrasafnið. Hitastigið í flugvél- inni var af þeim sökum aðeins um 2 gráður á celcíus og því heldur kuldalegt í farangursrýminu. Há- hyrningurinn var hinn rólegasti á leiðinni og að sögn dýralæknisins Ieið honum vel miðað við aðstæður. Búrið var þannig úr garði gert að ef til vandræða eða seinkana kæmi væri hægt að halda háhyrningnum í því í alit að 10 da;>:a með því að fylla það upp með vatni. Eigandi hvalsins, Rolf D. Rohwer á mikinn dýragarð í Barcelona, en þetta er í fyrsta sinn sem hann verður með háhyrning þar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem háhyrn- ingur verður í dýragarði á Spáni. Rolf sagði að þetta væri mjög áhættusamt, því háhyrningurinn kostaði sig með öllum tilkostnaði kominn í laug í dýragarðinum hátt í hálfa milljón dollara, því væri eins gott að hann lifði vel og lengi. - HG. Dýralæknirinn, Rolf D. Rohwer, eigandi háhyrningsins og James W. Dýralæknirinn hugar að háhyrningnum við komuna til Spánar. Tiebor fá sér hressingu á leiðinni. Ljósmyndir Mbi. nc.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.