Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
21
Sigurganga AZ’67 óslitin
AZ ’67 ALKMAAR hélt áfram
sÍKurKönKU sinni í hollensku
deildarkeppninni i knattspyrnu
um heljíina. er liðið sigraði
WageninKen 2—1 á útivelli.
Hefur Alkmaar því náð þeim
frábæra áran>?ri, að tapa aðeins
einu sti>?i í 16 umferðum. Piet
Tol ok Kristian Nygaard skor-
uðu mörk Alkmaar gegn Wag-
eninxen. Feyenoord, eina liðið
sem haldið hefur i við Alkmaar.
knúði fram nauman si^ur Kejfn
FC Tvente. Pierre Vcrmaulen
skoraði sigurmark Feyenoord.
Úrslit leikja i hollensku deild-
arkeppninni urðu annars sem
hér segir:
Excelsior — Sparta 1—2
PSV Eindh. — Groningen 5—0
Nac Breda — Den Haag 1—0
Wageningen — Alkmaar 1—2
Roda JC — Pec Zwolle 4—0
GAE Devent. — Nec Nijm. 3—1
FC Utrecht — Ajax fr.
Willem 2. — Maastricht fr.
Feyenoord — FC Tvente 1—0
Adrie Koster, Paul Posthuma,
Jan Poortvliet, Michel Walke og
Willy Van Der Kuylen skoruðu
mörk PSV gegn Groningen og
PSV er í þriðja sæti deildarinnar
með 21 stig. Feyenoord hefur 27
stig, en Alkmaar hefur 33 stig.
Podborski sigraði
í St. Moritz
Kanadamaðurinn Steve Pod-
borski sigraði i bruni á heims-
bikarkeppninni i St. Moritz í
Sviss um helgina. Podborski
hefur um nokkurt skeið verið í
hópi fremstu skiðamanna ver-
aldar, en þó aldrei unnið meiri
háttar keppni fyrr en nú. Brun-
brautin í St. Moritz var ákaf-
lega erfið og fjöldi þátttakenda
komst ekki á leiðarenda i æf-
ingarferðunum. Podborski lét
það þó ekkert á sig fá og fór
brautinaá 1:54,31 mínútu, einni
sekúndu betri tíma en næsti
maður. sem var Austurrikis-
maðurinn Peter Wirnsberger.
Svisslendingurinn Peter MuII-
er, sem er heimsmeistari í
hruni, hafnaði i þriðja sætinu
að þessu sinni á 1:54,88. Eftir
brunkeppnina i St. Moritz, er
staða efstu mannanna i stiga-
keppni heimsbikarsins sem hér
segir:
Peter Muller Sviss 80
Steve Podborski Kan. 61
Uli Spiess Austurr. 56
Harti Weireither Austurr. 55
Leonard Stock Austurr. 52
Ingimar Stenmark Svíþ. 50
Ken Read Kanada 42
Bojan Krizaj Júg. 26
Hans Enn Austurr. 15
Andreas Wenzel Licht. 15
Kvenfólkið keppti á meðan í
stórsvigi í Bormio á Italíu. Perr-
ine Pelen hin franska bar þar
sigur úr býtum, annar sigur
hennar í heimsbikarkeppninni, á
þessu keppnistímabili. Með sigri
sínum treysti hún sig enn frekar
i sessi í öðru sætinu í stiga-
keppninni. Efst þar er Maria
Teresa Nadig frá Sviss, með 136
stig, en Pelen hefur nú 114 stig.
Nadig rak annan fótinn í hlið á
leið sinni niður brekkuna og fékk
umtalsverða byltu. Slapp hún þó
án meiðsla
Skiðakóngnum sænska, Ingemar Stenmark, hefur ekkert gengið
neitt sérstaklega vel það sem af er heimsbikarkeppninni, a.m.k.
ekki miðað við fyrri afrek hans. Ilér er hann ásamt landa sinum úr
sænska landsliðinu.
Knatt-
spyrnu-
urslit
Úrslit leikja í þriðju og fjórðu deild ensku deildar- keppninnar i knattspyrnu
urðu sem hér segir:
3. dcild: Barnsley — Blackpool 2-0
Burnley — Plymouth 2-1
Charlton — Carlisle 2-1
Chester — Gillingham 1-2
Colchester — Newport 1-0
Exeter — Chesterfield 2-2
Huddersf. — Portsm 0-
Millwall — Oxford 2-1
Reading — Fulham 0-0
Rotherham — Brentford 4—1
Sheffield Utd. - Hull 3-1
4. deild: Crewe — Darlington 1-1
Halifax — Port Vale 2-2
Hartlepool — Peterbr. 1-1
Hereford — Bradford 4-0
Lincoln — Bournemouth 2—0 Northampt. — Rochdale 3—2
Scunth. — Tranmere 2-0
Wimbledon — Wigan fr.
York — Aldershot 4-1
v #
Skotland, úrvalsdeild: Celtic — Airdrie 2-1
Hearts — Morton 0-0
Kilmarnock — Rangers 1-1
Partick — Aberdeen 1-1
St. Mirr. — Dundee Utd. 3—3
Aberdeen hefur enn for-
ystu, en Ceitic hefur heldur betur vegið að liðinu að undanförnu. Nú munar að-
eins einu stigi. Að vísu hefur Aberdeen aðeins leikið 18 leiki á sama tíma og Celtic hefur leikið 19 leiki. Aber-
deen hefur 29 stig, Celtic 28 stig. Síðan kemur lið Rangers með 24 stig að 18 leikjum
loknum.
# •
ftalía: Avellino — Catanzaro 1-0
Bolognia — Fiorentina 2-1
Cagliari — Brescia 1-2
Inter — Torino 1-1
Juventus — Udinese 4-0
Perugia — Napólí 0-0
Pistoise — Como 2-0
Roma — Ascoli 4-1
Roma hefur forystuna í
deildarkeppninni, en liðið
hefur 15 stig. Juventus og Inter hafa 13 stig hvort félag
og Torino hefur 12 stig.
# ♦
v.#-
Spánn:
Atl. Madr. — Real Madr. 3—1
Valladolid — Zaragoza 1-1
Almeria — Salamanca 3-2
Atl. Bilbao — Barcelona 4—1
Sevilla — Hercules 0-0
Murcia — Real Betis 2-0
Gijon — Las Palmas 2-1
Espanol — R. Sociedad 0-0
Valencia — Osasuna 4-1
Atletico Madrid hefur hlot- ið 26 stig og er því fjórum
stigum á undan næsta liði,
sem er Valencia. í þriðja
sætinu er síðan Real Soci-
edad með 20 stig. Osasuna, Barcelona og Sevilla hafa öll
hlotið 19 stig.
Evrópukeppnin í handknattleik
Erfitt að semja við Svía
„VIÐ HÖFUM staðið í samning-
um við sænska liðið Lugi. og
óskuðum eftir þvi að fá að leika
fyrri leikinn hér heima 11.
janúar og siðari leikinn 18.
janúar i Sviþjóð. Þetta gerðum
við meðal annars til þess að
landsliðsmenn okkar gætu far-
ið beint i þá leiki sem eru hjá
landsliðinu í byrjun janúar. Við
höfum hinsvegar fengið skeyti
þess efnis að Lugi samþykkir
ekki þessa leikdaga,** sagði
formaður handknattleiksdeild-
ar Víkings. Eysteinn Helgason í
viðtali við Mbl.
Eysteinn sagði að reyndar
yrðu ýmsar leiðir til þess að fá
að leika hér heima 11. og úti
þann 18. janúar. Ef það tækist
ekki yrði sennilega að leika hér
heima 18. janúar á sunnudegi og
úti í Svíþjóð sunnudaginn 25.
janúar. Leikjunum á að vera
lokið í síðasta lagi fyrir þann
tíma. Eins og skýrt hefur verið
frá leikur íslenska landsliðið tvo
landsleiki í lok janúar. Báðir
verða erlendis í Belgíu og Vest-
ur-Þýskalandi. Yrði það mjög
bagalegt ef landsliðsmenn Vík-
ings gætu ekki tekið þátt í þeim
undirbúningsleikjum fyrir
B-keppnina. _ j>r_
Landsliðið i körfuknattleik undirbýr sig af kappi undir landsleiki
við Frakka sem fram fara hér á landi um næstu helgi. Landsliðið
varð að sætta sig við tvö töp um helgina fyrir úrvalsliði Danny
Shousc. Fyrri leikur iiðanna fór fram í Ilagaskóla og þar tapaði
landsliðið 87 — 86 eftir spennandi og tvísýna viðureign. Og á
sunnudag tapaði landsliðið i leik við úrvalið á Selfossi, líka mcð
eins stigs mun 90 — 89. Landsliðið í körfubolta mun æfa vel yfir
hátiðina og vera vel undir landsleikina húið. Fyrri landslcikurinn
fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og hefst hann kl. 14.00.
„Þeir voru slakir"
- sagöi Hilmar Björnsson
JÚ ÞEIR voru slakir, en það
þarf lika að æfa sig i að leika
gegn slökum liðum. Það er vel
hugsanlegt að markatala geti
ráðið úrslitum i B-keppninni i
Frakklandi, sagði Hilmar
Björnsson landsliðsþjálfari eft-
ir síðari landsleikinn gegn
Belgíu. — Við lékum vel í fyrri
leiknum en það vantaði alla
festu og ákveðni í síðari leik-
inn. Ég er um margt ánægðari
með fyrri lcikinn. Við gátum
einbeitt okkur að hinum ýmsu
leikkerfum og það gekk vel. Við
munum æfa svo á hverjum degi
á milli jóla og nýárs og taka
þátt í lokuðu hraðmóti. Lands-
liðið mun tefla fram tveimur
liðum auk þess sem FH og KR
við leggjum áherslu á að lands-
liðsstrákarnir fái góða samæf-
ingu út úr þessu móti, sagði
Hilmar.
Jón Erlendsson stjórnarmað-
ur í HSÍ, sagði eftir síðari
landsleikinn að lið Belga væri
mun lakara en þeir hefðu átt
von á. — Við höfðum fengið
upplýsingar um að þeir væru
sterkarL Það er ægilegt að vera
að taka á móti svona slökum
liðum. sagði Jón.
Sjábls. 24-25. - þr.
Þráinn og Þórdís
halda til Alabama
Frjálsíþróttahjúin úr ÍR Þrá-
inn Hafstcinsson og Þórdis
Gísladóttir, fengu óvænta upp-
hringingu á föstudagskvöld frá
Tuscaloosa í Alahama í Banda-
rikjunum. Þjálfari frjáls-
iþróttaliðsins við Alahama-
háskóla var á línunni og vildi
ólmur fá þau Þráin og Þórdísi
til liðs við sig. Og hann veitti
þeim aðeins tveggja daga um-
hugsunarfrest, „... ég hringi
aftur á sunnudag og vonast þá
eftir ákveðnu svari**. sagði
þjálfarinn.
„Þetta kom okkur að sjálf-
sögðu á óvart, fengum gott tilboð
og ákváðum að slá til,“ sögðu
Þráinn og Þórdis í spjalli við
Mbl. í gær. „Þeir vildu fá okkur
strax eftir áramótin og höldum
við út í fyrstu viku nýs árs.“
Þráinn og Þórdís sögðu að þeir
Hreinn og Guðni Halldórssynir
úr KR hefðu dvalist við æfingar
hjá skólanum í fyrravetur og
lýst aðstæðum og móttökum
ytra mjög vel. „Við vitum því
betur en ella að hverju við erum
að ganga.“
Þórdís Gísladóttir er sem
kunnugt er íslandsmethafi í
hástökki, hefur stokkið 1,81
metra og er vel liðtæk í öðrum
keppnisgreinum. Þráinn hefur
lengi verið í röð fremstu frjáls-
íþróttamannanna og undirbjó
sig vel í Kanada og Bandaríkjun-
um í allan fyrravetur og hugði
gott til glóðarinnar í tugþraut í
sumar, en draumar hans um
glæstan árangur í keppni í
sumar urðu að engu er hann
slasaðist illa í stangarstökks-
keppni á Laugardalsvelli í
sumarbyrjun, eins og frægt varð
á sínum tíma. Þráinn var skor-
inn Upp og hefur nú náð sér
nokkuð vel og verður vonandi
sprækur á næsta ári. — ágás.