Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 42

Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Tárin streymdu úr augunum á mér kafli úr bók Pelé Iff mitt og knattspyrna Ein af mörgum jólabókum í ár er bókin um mesta íþróttamann sem uppi hefur verið, knattspyrnumanninn Pelé. Bókin heitir Líf mitt og knattspyrna. Það er Formprent sem gefur bókina út hér á landi í þýðingu Ásgeirs Ingólfssonar. Með leyfi útgefanda birtir Mbl. hér á eftir smákafla úr bókinni. Fjallar sá kafli um úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu árið 1958. En þá varð Pelé í fyrsta sinn heimsmeistari í knattspyrnu aðeins 17 ára gamall. Pelé hefur unnið það afrek að verða þvívegis heimsmeistari með liði sínu. Hér á eftir fer hluti af 5. kafla í bókinni. Stokkhólmi, Svíþjóð — 29. júní, 1958. Á meðan við biðum þess að leika til úrslita gegn Svíum, vorum við taldir sigurstranglegri, en það var éðlilegt eftir sigur okkar yfir Frökkum, 5:2. Þeir, sem óskuðu ekki eftir sigri Svía, töldu okkur myndu sigra. Margir héldu þó með Svíum, þar á meðal sænsku dag- blöðin, sænska útvarpið og að sjálfsögðu aðdáendur liðsins. Margt var Svíum í vil. Þeir léku á heimavelli, áhorfendur studdu þá dyggilega og við vorum ekki meira en svo vissir um hlutleysi dómar- ans. Við höfðum áður lent í erfiðleikum, dómara, sem líkaði ekki við Brazilíumenn. Ýmislegt var okkur þó í vil, Leikaðferð okkar byggðist bæði á samleik og getu einstakra liðs- manna; það var ásetningur okkar að fara með Heimsmeistarabikar- inn heim til Brazilíu, og við töldum, að sigurásetningur okkar væri fastari en annarra. Áhorfendur voru fleiri en að leik okkar við Frakka. Ég var enn meira snortinn, er ég heyrði braz- ilíska þjóðsönginn, en ég hafði verið, er hann var leikinn áður en við kepptum við Rússa. Ég titraði, er ég stóð og hlustaði. Mér varð allt í einu hugsað til Dondinho heima í Baurú, þar sem hann sat á þessari stundu fyrir framan út- varpið, og lagði sig allan fram við að heyra allt, sem sagt var. Hvernig leið honum? Var hann taugaspenntur? Auðvitað. Bað hann þess, að við, sem vorum á vellinum í Svíþjóð, vætum ekki eins taugaspenntir og hann? Hvernig leið móður minni? Ég vissi, að hún myndi ekki vera inni í herberginu, þar sem útvarpið var, því að hún ætlaði ekki að hlusta á lýsingu leiksins, þótt ég væri viss um, að um leið og honum lyki, myndi hún spyrja Dondinho, hvort ég hefði verið við góða heilsu, og hvernig ég hefði staðið mig. Hún þurfti ekki að hlusta á útvarpið til þess að vita, hvernig leikurinn gekk — í hvert skipti, sem brazilíska liðið gerði mark, myndu þeir, sem við útvarpið sátu, hrópa af gleði, auk þess sem flugeldum yrði skotið um alla borgina. Mörkum, sem andstæð- ingarnir gerðu, yrði tekið með þungum stunum, sem heyrðust um allt húsið. Það var blásið í flautuna, og ég hætti að hugsa heim, en sneri huganum að vellinum og leiknum. Djalma Santos hafði komið í stað De Sordi, sem hafði meiðzt í leiknum við Frakka; að öðru leyti var liðið eins og þá. Ég var ánægður fyrir Djalma hönd; hann hafði klæðzt brazilíska landsliðs- búningnum oftar en nokkur okkar, en það sem var af Heimsmeistara- keppninni hafði hann setið á varamannabekknum. Hann hafði horft á, ekki leikið með. Svíar sýndu strax í upphafi leiksins leikni, sem við höfðum ekki búizt við að sjá. Þeir gerðu mjög harða hríð að varnarleik- mönnum okkar.Ég held, að við höfum, ómeðvitað, vanmetið sænska liðið, aðallega vegna þess, að þar sem Svíar voru gestgjaf- arnir, þurfti lið þeirra ekki að standa sig eins vel og önnur til að fá að taka þátt í sex úrslitaleikj- um. Þótt svo væri, hefði það þó ekki náð þeim árangri, sem það hafði náð, nema með góðri frammistöðu. Svíþjóð hafði sigrað Mexíkó og Ungverjaland, og gert jafntefli við Wales, en síðan sigrað Rússland og Vestur-Þýzkaland, sem sigrað hafði í Heimsmeistara- keppninni á undan. Okkur hafði einhvern veginn sézt yfir þetta. Svíar hertu sóknina, en úr okkar sókn dró. Við sendum boltann ekki rétta leið, spörk okkar mistókust og viðbrögð okkar voru hæg. Leikurinn hafði aðeins staðið í fjórar mínútur, er Gren, hægri innherji Svíanna, sendi boltann til Liedholms, miðherjans. Liedholm komst fram hjá bæði Djalma Santos og Nilton Santos innan vítateigs og skaut lágt fram hjá Gilmar í hægra horn marksins. Svíar höfðu yfirhöndina, 1—0. Við lömuðumst í stundarkorn og heyrðum ekki fagnaðaróp þeirra, sem héldu með Svíum, rétt eins og við gætum ekki trúað því, að þetta gæti komið fyrir okkur. Þetta var í fyrsta skipti í keppninni, sem við stóðum ver að vígi en liðið, sem við lékum gegn. George Raynor, fram- kvæmdastjóri sænska liðsins, hafði sagt við fréttamenn, að við myndum „leika með öllu stjórn- laust", ef staðan yrði slík. Við- brögð okkar urðu þveröfug. Dídi hljóp í áttina að markinu til þess að ná í boltann. Hann tók hann upp, sneri sér við og hrópaði: „Af stað." Einhver annar í liði okkar kallaði: „Komið. Af stað. Við erum að sóa tíma." Það var Vavá, og hann hafði fullt vald á rödd sinni. Hann virtist mjög áhugasamur, rétt eins og markið, sem Svíarnir gerðu, hefði vakið okkur af dvala. Við hófum leikinn á ný, og yfir mig kom ró, sem ég hafði ekki fundið til í fyrri leikjunum. Þetta var vellíðan; mér fannst ég geta hlaupið daglangt, án þess að þreytast. Mér fannst óg geta leikið með boltann fram hjá hvaða leikmanni andstæðinganna sem var, og við lá, að mér fyndist ég geta hlaupið í gegnum þá. Mér fannst ég ekki geta meiðzt. Líðan- in var afar einkennileg, og óþekkt. Þetta var ef til vill aðeins sjálfs- traust, en ég hef oftsinnis fundið til þess, án þess að mér fyndist, að ekkert gæti unnið á mér. Markið, sem Svíar gerðu, varð ekki til þess, að við lékum stjórnlaust, heldur varð varð það til þess, að við tókum að beita skynseminni. Garrincha, sem var mér á hægri hönd, sýndi nú, hvað hann gat gert við bolta, en það var ótrúlegt. Hann fékk sendingu frá Zito, sem var á hægra kanti, en lék svo með boltann að Parling, sænska bak- verðinum, sneri á hann, kom Axbom, öðrum bakverði, á óvart með því að sveigja, en hljóp síðan í átt að marki Svíanna, og bjó sig undir að gefa til Vavá, sem kom á harðahlaupum. Vavá lét sig þá engu skipta, sem reyndu að ná boltanum af honum og skaut á mark. Svensson, sænski mark- vörðurinn, sá ekki boltann fara fram hjá sér. MAARRKKK!!! Við hlupum allir til Vavá til þess að faðma hann, en hann kvaðst ekki kæra sig um neitt, sem gæti tafið leikinn. Við höfðum aðeins jafnað; við þurftum að vinna. Hann ýtti okkur öllum frá sér. „Áfram. Við erum búnir að ná undirtökunum. Af stað. Áfram." Þótt við hefðum aðeins náð að jafna, var okkur skyndilega orðið ljóst, að við myndum sigra. Við hófum sókn, og héldum henni áfram af fullu sjálfstrausti. Gilm- ar, sem hafði orðið óstyrkur, er fyrsta markið var gert, hafði nú náð sér fullkomlega, og stöðvað leikinn í hvert sinn sem hann barst of nærri markinu. Hann hrópaði hvatningarorð til okkar, þegar leikið var nálægt honum. Við vissum, að við þurftum ekki að hafa áhyggjur, er hann var fyrir aftan okkur. Það var hins vegar okkar að skora mörkin, sem tryggðu sigur. Leikurinn hélt áfram, án þess að mark væri gert, en við þótt- umst vissir um, að við ynnum. Við urðum sterkari, er leið á leikinn, en Svíarnir virtust þreytast. Við gerðum þó ekki mark, og aukinn styrkur vinnur ekki leikinn. Gar- rincha endurtók svo fyrri leik sinn; skyndilega lék hann með boltann af vinstri kanti Svíanna, og aftur var Vavá tilbúinn, er hann fékk boltann. MAARRRRKKK!!!!!! Við höfðum nú yfir. Vavá grét og hló, rétt eins og hann væri genginn af vitinu, og í þetta skipti reyndi hann ekki að reka okkur frá sér. Fyrri hálfleik lauk því þannig; Brazilía 2, Svíþjóð 1. Feola, þjálfari, skipaði okkur að vera rólegir, er við vorum komnir inn í búningsherbergið í hálfleik. Hann sagði okkur að hlusta á sig. „Við vinnum þennan leik, og förum með heimsmeistaratitilinn heim til Brazilíu, ef við töpum ekki.“ Við héldum aftur út á völlinn, og íhuguðum orð Feola. Meirihluti áhorfenda hélt enn með Svíum, og hvatti þá með miklum hrópum til jafnteflis, og svo sigurs. Ég er sannfærður um, að bæði liðin gerðu að engu tækifæri til þess að skora, vegna ákafa. Við sóttum hins vegar án afláts, og það hlaut að bera árangur. Boltan- um var sparkað fram og aftur, en ekki til þess að tefja tímann eins og í leiknum gegn Frökkum, held- ur til þess að halda honum frá Svíum, unz tækifæri kæmi til þess að gera mark. Nilton Santos lék sóknar- og varnarleik til skiptis, og sterkir fætur hans báru hann á fleygiferð fram og aftur um völl- inn — það var Nilton Santos, sem hafði ákveðið að sækja í stað þess að verjast, er við lékum gegn Austurríkismönnum, og skoraði þá annað mark okkar — en það er sjaldgæft, að varnarleikmenn skori í Heimsmeistarakeppninni. Hann sparkaði boltanum nú hátt og langt í áttina til okkar, sem vorum við mark Svíanna. Ég stöðvaði hann á læri mér, spark- aði honum uppí loftið, sneri mér og skaut á markið, er hann kom niður. Svensson reyndi að stöðva boltann, sem fór vinstra megin við hann, en þetta bar of brátt að til þess að hann fengi nokkuð að gert. Hann lá á jörðinni með útrétta handleggi, er boltinn fór í mark. Ég hrópaði MAAARRRKKK!!!!!! og hljóp og hoppaði til þess að fá útrás fyrir óbærilegt álag, en svo lá við, að félagar mínir kæfðu mig, auk þess að reyna að brjóta í mér bakið, en þeir stukku á mig langar leiðir að, og vöfðu handleggjunum um háls mér, svo að við lá, að þeir kyrktu mig. Mér stóð á sama; ég fann ekki einu sinni fyrir því. Þetta mark hafði tryggt okkur sigur. Brazilía 3, Svíþjóð 1. Þeir áhorfendur, sem héldu með okkur, létu nú meira til sín heyra en áður, og loks barst okkur til eyrna: Samba, Samba. Við, sem vorum á vellinum, sögðum hver við annan, næstum móðursýkis- lega: „Við sigrum. Við erum búnir að vinna þá.“ „Þeir eru búnir að vera. Þeir eru búnir að tapa.“ „Við verðum heimsmeistararn- ir. Viö veröum heimsmeistaram- ir.“ Við vorum undrandi, þrátt fyrir það, sem við sögðum. „Getið þið trúað því? Viö?“ Það lá vel á okkur, en leiknum var ekki lokið. Zito og Didi skiptust á stöðum og Djalma Santos, bakvörðurinn, sótti. Við Vavá, sendum boltann á milli okkar til þess að kanna sænsku vörnina, og gættum þess vel að láta Svíana ekki taka stjórn leiks- ins. Zagalo var frammi; Vavá sendi honum boltann, og Zagalo lék með hann fram hjá Boerfes- son, sænska miðverðinum, síðan fram hjá Bergmark, bakverðinum, og skaut honum síðan í markið. Það var listavel gert, hreint snilld- armark. Brazilía 4, Svíþjóð 1. Svíum tókst að skora annað mark, og úr sókn okkar dró, en það var bein afleiðing af velgengni okkar, en slíkt er ekki óalgengt, þegar um þriggja marka forskot er að ræða. Þetta mark Svíanna hafði nær engin áhrif á okkur. Við vissum nú, að við gátum ekki tapað. Einu áhrif marksins voru þau, að varnarleikmenn okkar urðu árvakrari en áður. Við send- um boltann fram og aftur. Didi til Garrincha, sem sendi hann til mín, en ég sendi hann svo til Zagalo, sem gaf hann til Vavá, sem gaf hann til Didi, og von- sviknu sænsku leikmennirnir fengu ekki að koma við hann. Zagalo sparkaði boltanum svo inn fyrir markteig Svíanna, nokkrum augnablikum áður en dómarinn blés í flautuna í síðasta sinn. Sænski bakvörðurinn og ég stukk- um eins hátt og við gátum, en ég stökk hærra og skallaði boltann fram hjá Svensson, og skoraði síðasta mark leiksins. Er blásið var í flautuna, og leiknum og keppninni lauk, fannst mér vera að líða yfir mig. Keppn- inni var lokið. Keppninni var loksins lokið. Við höfðum sigrað. Við vorum heimsmeistararnir. Viö vorum heimsmeistaramir. Mér fannst hnén ætla að gefa sig, og ég rétti út handleggina til þess að leita stuðnings, svo að ég dytti ekki; svo var mér lyft upp á axlir félaga minna og borinn um völl- inn. Allir grétu og tárin streymdu úr augum mér, en ég reyndi að halda mér. Gilmar teygði sig upp og tók um fótinn á mér. „Gráttu, moleque. Það er gott fyrir þig“. Hann grét sjálfur, er hann sagði þetta. Allir grétu: Belini, Vavá, Zagalo, Djalma Santos, Didi, Nilt- on Santos — allir. Mário Américo, yndislegi Mário Américo, sem með læknandi hendi og heitu hand- klæði hafði gert mér kleift að leika, hljóp inn í markið til þess að ná í boltann, sem lá þar eftir síðasta markið, sem við höfðum skorað. Dómarinn — sem eignast venjulega boltann eftir meirihátt- ar leiki í Evrópu — blés ákaft í flautuna, og sýndist ætla að Pele bar alltaf númer 10 á leiktreyju sinni. hlaupa í veg fyrir Mário, en Mário var þegar kominn að undirgöng- unum, og hélt boltanum hátt á lofti. Hann hrópaði eitthvað á portúgölsku, sem ég er viss um, að dómarinn skildi ekki, þótt ég sé viss, um að hann hafi skilið látbragðið. „Reyndu að ná boltanum af mér. Reyndu það bara.“ Fjöldi var kominn út á völlinn; fréttamenn, ljósmyndarar, starfs- menn útvarps og sjónvarps og áhorfendur, sem lögreglunni hafði ekki tekizt að halda aftur af. Lögreglan gerði þó sitt bezta til þess að áhorfendur þjörmuðu ekki um of að okkur. Belini, fyrirliði okkar, lyfti hendinni til þess að biðja um athygli okkar. „Við skulum fara í Olympíu- mars umhverfis völlinn." Einhver kom í skyndi með sænska fánann, og Belini tók hann og hélt honum hátt, á meðan við gengum umhverfis völlinn. Áhorf- endur stóðu og fögnuðu okkur, en hópar þeirra, sem haldið höfðu með okkur, gengu við hlið okkar og á eftir okkur. Brazilíubúar, sem voru á áhorfendapöllunum og úti á vellinum, veifuðu brazilískum fán- um og sungu Brazil, Brazil. Fréttamenn og ljósmyndarar fóru á undan okkur og eftir, og reyndu að ná myndum af okkur. Við heyrðum brazilíska þjóðsönginn aftur, og svo sáum við brazilíska fánann dreginn að hún yfir leik- vanginum, hærra en alla hina fánana. Tárin héldu áfram að streyma, og þau skildu eftir sig rákir í svitastorkunni á andlitum okkar. Gústaf Svíakonungur kom út á völlinn, er við lukum Olympíu- marsinum; hann tók í hönd okkar allra, og fór lofsamlegum orðum um leik okkar. Ég er viss um, að hann hefur fundið mikið til ósig- urs Svía þennan dag, en þess var engin merki að sjá, er hann óskaði okkur til hamingju. Ég verð að segja það hér, að hvergi þar sem ég hef leikið, fyrr og síðar, hef ég kynnzt betri áhorfendum en Sví- um. Þeir hvetja sitt lið, en kunna að meta kosti annarra liða, en það er meira en hægt er að segja um áhorfendur í mörgum löndum, sérstaklega í Mið- og Suður- Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.