Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 43

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 23 r, Þór bárust margar góðar gjafir á 65 ára afmælinu Heiðursformaður Þórs, Haraldur Helgason, og núverandi formaður félagsins, Sigurður Oddsson. Heiðursformaður Þórs, Haraldur Helgason og kona hans, frú Áslaug Einarsdóttir. Haraldur heldur á skjali þvi er fylgdi útnefningu hans sem heiðursformaður Þórs. EINS OG sagt heíur verið frá varð Iþróttafélagið Þór 65 ára hinn 6. júní á þessu ári. Margt hefur verið gert til að minnast þessara tímamóta og ýms- ir áfangasigrar hafa náðst í mörgum greinum starfs- ins. Ilinn 14. nóv. sl. var svo haldið afmælishóf að Hótel KEA og þar bárust félaginu margar veglegar gjafir og félagar þess voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu Þórs og íþróttahreyf- ingarinnar í heild. Meðal gjafa sem bárust félaginu voru kr. 1.000.000 frá Þórsfélögum sem ekki létu nafns síns getið og sama upphæð barst frá Kvenna- deild Þórs, kr. 500.000 bárust frá Einari Malmquist og fjölskyldu, en Einar var formaður félagsins frá 1925—1930 og er nú einn af heiðursfélögum Þórs, kr. 100.000 bárust frá hjónunum Hólmfríði Guðnadóttur og Jóni Þórarinssyni og sama upphæð frá Þorsteini Svanlaugssyni og frú til minn- ingar um þá Þórarin Jónsson og Kristján Kristjánss. sem fórust á ferðalagi á vegum félagsins áríð 1950, þá bárust kr. 50.000 frá Reimari Þórðarsyni heiðursfélaga í Þór sem nú er búsettur í Reykjavík. Sigurður Oddsson, formaður Þórs, lýsti yfir kjöri heiðursformanns í félaginu og var það Haraldur Helgason, en hann var formaður Þórs um 20 ára skeið, frá 1960—1980, eða lengur en nokkur annar sem gegnt hefur þeirri stöðu. Var Haraldi fært skrautritað skjal í tilefni kjörsins. Þá hlutu eftirtaldir félagar silfur- merki félagsins fyrir frábær störf að uppbyggingu íþróttasvæðis Þórs: Haraldur Helgason, Guðjón Steindórsson, Haukur Jónsson, Hilmar Gíslason, Hallgrímur Skaptas., Ævar Jónsson, Sæbjörn Jónsson, Samúel Jóhannsson, ívar Sigurjónsson og Herbert Jónsson. Við þetta tækifæri var Haraldur Helgason sæmdur æðsta heiðurs- merki ÍSÍ, heiðurskrossi, af Sveini Björnssyni forseta ÍSÍ fyrir frá- bær störf að íþróttamálum, þá sæmdi Sveinn þá Rafn Hjaltalín og Herbert Jónsson gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Jens Sumarliðason, f.h. stjórnar KSÍ, sæmdi Harald Helgason gullmerki KSÍ og Hallgrím Skaptason silfur- merki KSÍ fyrir dugnað að málum knattspyrnunnar. í tilefni afmælishátíðarinnar kom út starfsrit, sem spannar sögu félagsins í máli og myndum frá upphafi til þessa dags. Þeir félagar sem greitt hafa árgjöld sín munu fá ritið heimsent, en öðrum er eignast vilja ritið er bent á blaðsölustaði. Knattspyrnusnillingurinn Pele sýndi tilþrif á vellinum sem eru ólýsanleg. Hér sést hann framkvæma hjólhestaspyrnu. KR er efst í 1. deild í liðakeppni BTI Liðakeppni BTÍ 1980-1981 Liðakeppni BTÍ 1980—81 hófst í síðustu viku októbermánaðar. Nú er í fyrsta skipti keppt í tveimur deildum í karlafiokki. fyrstu deild og annarri deild. I hvorri deild eru fimm lið. Einnig er keppt í unglingaflokki yngri Önnur deild karla: Fram a-lið Víkingur b-lið Örninn c-lið Fram b-lið KR b-Iið 4 4 0 0 24-10 2 10 1 7-10 2 10 1 10-9 3 10 2 12-15 3 0 0 3 9-18 Fyrirhuguð mót í vetur 8 2 2 2 0 en 15 ára og í kvennaflokki. Leikið er heima og að heiman. Liðakeppninni á að vera lokið fyrir íslandsmótið 14. og 15. marz 1981. 8. des.Punktamót Arnarins kl. 19.40 í l.auKardalshnll (1. flnkkur + Meistarafl.) 5. jan. Punktamót KR kl. 19.40 I LauKardals- hðll. 24. jan. Arnarmótió I LauKardalshnll. 19.—21. jan. LandsliAakeppni Evrópu 3. deild I Cardiff. Staðan eftir fyrstu umferðirnar er þannig: 22.-24. jan. STIGA Wales Open í Cardiff. 7. feb. UnKlinKamót KR kl. 13.00 I Foss- vugsskóla. 15. feb. HéraAsmót UMSB 7. mars Islandsmót unKlinga ng uld boys I Fyrsta deild karla: KA a-lið Örninn a-lið Víkingur a-lið Örninn b-lið UMFK 3 2 10 17-8 5 3 111 11-6 3 2 0 2 0 10-10 2 2 0 1 0 5-11 1 3 0 1 2 9-17 1 LauKardalshöll. 14. —15. mars Islandsmót. karlar. konur og opnir flokkar. 21. mars Punktamót UMSB 1(1. og 18. apr. Reykjavikurmót I Laugardals- hðll. 14.—26. apr. Heimsmeistaramót I Júgóslav- lu. Forgjafamót í borðtennis Forgjafarmót Borð- tennisdeildar KR Forgjafarmót njóta mikilla vinsælda erlendis enda aldrei hægt að spá um úrslit. Tilgang- ur með því að halda forgjafar- mót er að gefa öllum jafna möguleika á sigri óháð getu manna í borðtennis. Þetta fyrir- komulag gerir það að verkum að ailir leikir mótsins verða æsisponnandi. Heimaspilarar, fyrirtækjaspilarar og aðrir sem ekki æfa borðtennis með keppni fyrir augum fá nú tækifæri á að sigra i móti. Nú er í fyrsta skipti haldið slíkt mót á Islandi. í forgjafar- móti borðtennisdeildar KR er hverjum keppanda gefin forgjöf á bilinu —15 til +15. Við ákvörð- un forgjafar er fyrst tekið mið af í hvaða BTÍ-flokki (skv. punkta- kerfinu) keppandinn er. Þannig fær: Meistaraflokksmaður í karla- flokki forgjöf á bilinu frá —15 til +5. 1. flokksmaður í karlaflokki forgjöf á bilinu frá —5 til +5. 2. flokksmaður í karlaflokki forgjöf á bilinu frá +5 til +15 og allt kvenfólk. Hver keppandi fær síðan ákveðna forgjöf samkvæmt stöðu hans innan flokksins. Þeir sem ekki hafa tekið þátt í mótum fyrr eða eru óskráðir í punktakerfinu verða að teljast óþekktar stærðir og fá allir sömu forgjöf (10). Dæmi: Miðlungs m.fl.maður keppir á móti miðlungs 2. fl. manni. Byrjunarstaða yrði þá —10:+10 í stað 0:0. Leikið verður upp í 21 eins og í venjulegum leik og leiknar verða 2—3 lotur. Forgjöf helst óbreytt allar loturnar og gegnum allt mótið. Leikinn verður einfaldur úrsláttur og keppt í einum flokki. Keppt verður með Stiga-kúl- um. Keppt verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst það kl. 13.30, sunnudaginn 28. des- ember 1980. Þátttökugjaid er kr. 4.000.-. Siðasti skilafrestur er fyrir 24. desember, til móta- nefndarmanna. Þau félög sem senda þátttak- endur eiga kost á að senda fulltrúa á fund borðtennisdeild: ar KR sem verður í herbergi BTÍ í íþróttamiðstöðinni, Laugardal, laugardaginn 17.12, klukkan 13.00. Þar verður endanleg for- gjöf hvers keppanda ákveðin með tilliti til athugasemda full- trúa félaganna. Dregið verður í mótið á sama tíma. Mótanefnd gefur nánari upp- lýsingar ef óskað er. Mótanefnd: Hjálmtýr Haf- steinsson, Tómas Guðjónsson, Kristján Franklin. Yfirdómari: Pétur Ingimund- arson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.