Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
W,
Óðinn sigraði Stjörnuna óvænt
Óðinn — Stjarnan
30-24
STJARNAN byrjaði þennan leik
ákaflega vei. Þeir komust í 7—2
og stuttu seinna i 10—5. Þessi
leikkafli gcrði út um leikinn.
Vörn ok markvarsla Óðins var í
molum í byrjun leiks og skoraði
Stjarnan 9 mörk úr jafn mörgum
sóknartilraunum. Það skal þó
sagt Óðins mönnum tii smá hug-
hreystingar að Stjarnan lék mjög
vel þennan leikkafla, voru örygg-
ið uppmálað i sóknarleik sinum.
I seinni hluta fyrri hálfleiks
jafnaðist leikurinn og náði Óðinn
að minnka forskot Stjörnunnar.
Staðan í leikhléi var aðeins tvö
mörk 16—14.
I síðari hálfleik náði Óðinn að
minnka muninn í eitt mark 17—
18. En Stjarnan gaf ekkert eftir og
virtust þola spennuna sem mynd-
aðist betur, heldur en leikmenn
Óðins. Þeir gerðu sig þá seka um
alls konar mistök. Stjarnan jók
forskot sitt jafnt og þétt og
sigruðu örugglega 30—24.
Þrátt fyrir þessi mörgu mörk
var leikurinn hinn skemmtilegasti
á að horfa. Og glöddu þá einkum
stórglæsileg mörk sem skoruð
voru.
Hjá Óðni var Jakob bestur,
hann sýndi mikið öryggi ekki síst í
vítaköstum sem Óðinn fékk dæmd,
eftir glæsilegar leikfléttur.
Hjá Stjörnunni voru Gústaf og
Magnús Andrésson bestir.
Mörk Óðins: Jakob 13, Frosti 3,
Hörður Sig., Kristján og Hörður
Hafsteinsson 2 hver og Jakob
Gunnarsson og Óskar Bjartmanns
1 hvor.
Mörk Stjörnunnar: Gústaf 12,
Magnús Andrésson og Eggert 4
hvor, Ingólfur 3, Eyjólfur, Gunn-
laugur og Magnús Teitsson 2 hver
og Gunnar Björnsson 1.
íslanflsmótið 3. flellfl
-----------------------
Sigruðum með 22
marka mun í USA
SIGUR íslenska landsliðsins í
handknattleik gegn Belgiu-
mönnum síðastliðinn laugardag
er einn stærsti sigur sem islenska
landsliðið í handknattleik hefur
unnið fyrr og siðar. Leikur lið-
anna endaði 33—10, eða 23
marka sigur fyrir ísland.
Stærstu sigrar íslands í hand-
knattleik eru þessir: Árið 1966
sigraði ísland Bandaríkin er leik-
ið var í New Jersey með 41 marki
gegn 19. Hér heima vannst einu
sinni sigur gegn Bandarikja-
mönnum 39—19. Lið Luxem-
borgar var sigrað 35 — 12 og lið
Belgíu var sigrað 31 — 10 árið á
forkeppni Ol-leikanna á Spáni
árið 1972.
- ÞR
Páll ólafsson átti mjög góðan leik á laugardaginn, hér skorar hann eitt af mörkum sínum. Ljósm. Kristján.
. flokkur KR varð Reykjavikurmeistari i handknattleik, en fyrir skömmu lauk þeirri keppni með
irslitaleik þar sem KR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Á meðfylgjandi mynd Kristjáns Einarssonar er
lið sigursæla lið KR. Þarna eru ýmsir kunnir kappar og má benda á Hilmar Björnsson landsliðsþjálfara,
Jrynjar Kvaran fyrrum landsliðsmarkvörð og Einar Vilhjálmsson spjótkastara, auk Péturs Arnarsonar
lugmanns.
• Einn efnilegasti handknattleiksmaður íslands í dag, Sigurður Sveinsson gefui
komið hefur fram í handknattleik hér á landi í mörg ár, hefur hann mjög gott a
eftir að Sigurður hefur fengið í sig varnarmennina en gefið á línumann sem er ó
Einn stærsti;
í handknattle
23 marka sigur ge
íslendingar bókstaflega möluðu Belga i fyrri landsleik þjóðanna i
handknattleik, sem fram fór á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu
33—10 fyrir Island, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16—4. Er
óhætt að segja, að sigurinn hafi sist verið of stór miðað við gang
leiksins og þann getumun sem augljóslega var á liðunum. Kom á óvart
hversu slakir Belgarnir voru, þegar að er gáð, að hér var á ferðinni lið
sem var hársbreidd frá þvi að komast i B — keppnina eftir siðustu C
— keppni. Liðinu hlýtur að hafa farið gífurlega aftur eftir umrædda
keppni, þvi það virkaði ákaflega slakt á laugardaginn.
Gangur leiksins var í stuttu
máli sá, að jafnt var upp í 3—3 og
voru þá níu mínútur liðnar af
leiknum. Þessar fyrstu mínútur
þreifuðu íslensku piltarnir fyrir
sér og fóru sér engu óðslega. En
þegar hér var komið sögu, sprakk
allt og ísland skoraði 13 mörk
gegn einu síðustu 20 mínútur
hálfleiksins. Voru mörg markanna
skoruð úr hraðaupphlaupum og
má segja, að allt hafi gengið upp
hjá íslenska liðinu. Skotanýting
íslenska liðsins var frábær í fyrri
hálfleik, 16 mörk úr 18 tilraunum.
Þar fyrir utan glataði ísland
knettinum ekki oftar en að telj-
andi er á fingrum annarar handar.
Nýtingin í heild var því stórkost-
lega góð.
Þó að ísland hafi skorað einu
marki meira í síðari hálfleik,
losnaði leikurinn dálítið úr bönd-
unum undir lokin. Þó var mesta
furða hversu agað og yfirvegað
íslenska liðið lék gegn smælingj-
anum, en oft fara leikir út í tóma
vitleysu, þar sem svona ójöfn lið
reyna með sér.
Islenska liðið gerði marga hluti
laglega í leik þessum og nokkra
glæsilega. Má þar nefna fjölleika-
húsfléttuna hjá þeim Sigurði
Sveinssyni, Bjarna Guðmundssyni
og Steindóri Gunnarssyni, er sá
síðastnefndi skoraði 27. mark ís-
lenska liðsins. Meira að segja
Belgarnir gátu ekki annað en
klappað landanum lof í lófa, enda
óvenjulega glæsilegt mark á ferð-
inni. Þá var 24. markið hörkufal-
legt, en þá tók Sigurður Sveinsson
eitt af sínum kyrrstöðuskotum af
löngu færi. Eins gott að mark-
vörðurinn varð ekki fyrir negling-
unni, þá hefði hugsanlega illa
farið. Aftur klöppuðu þeir belg-
ísku. Eins og lesa má, kom Siggi
Sveins mikið við sögu. Hann
skoraði reyndar ekki mikið, en
hann átti engu að síður stórleik,
mataði félaga sína með frábærum
sendingum hvað eftir annað.
Þetta var sem sé mjög góður
leikur hjá íslenska liðinu. Yngri
mennirnir, þeir Páll Ólafsson og
Guðmundur Guðmundsson, sem
reyndar lék þarna sinn fyrsta
landsleik, komu einnig mjög vel
frá leiknum. Stórefnilegir báðir
W,
'i