Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 45

Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 25 sigur íslands ikslandsleik gn Belgíumönnum r hér fallega sendingu á línuna. Þrátt fyrir að Sigurður sé ein mesta skytta sem uga fyrir samleik og línusendingum.Og mörgeru þau mörkin semkoma af línu valdaður á línunni. I.júsmynd KrÍHtján E tveir. Kristján varði frábærlega í markinu, m. a. eitt víti, og þeir Steindór Gunnarsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Ólafur Jónsson voru drjúgir ásamt Bjarna, sem jafnan stendur fyrir sínu. Belgíska liðið olli vonbrigðum eins og að framan greinir. Til dæmis er varla hægt að kalla markvörðinn því nafni. Kannski nokkuð ósanngjarnt þar sem vörn- in var upp á fáa eða enga fiska fyrir framan hann. Og sóknarleik- ur liðsins var illa skipulagður þó að knötturinn hafi gengið nokkuð hratt manna á milli. Liðið hefur þó í röðum sínum einn eða tvo frambærilega leikmenn, sérstak- lega pilt að nafni Bronwers, en hann fékk lítinn eða engan stuðn- ing frá félögum sínum. Mörk íslands: Þorbergur Aðal- steinsson 6, 1 víti, Ólafur Jónsson 5, Steindór Gunnarsson, Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson 4 hver, Páll Björgvinsson og Bjarni Guðmundsson 3 hvor, Guðmundur Guðmundsson 2 og þeir Steinar Birgisson og Þorþjörn Guð- mundsson eitt mark hvor. Mörk Belga: Willemsen, Ver Hofstadt, Bronwers og De Bruyn 2 mörk hver, De Vlieger og Thoma- sen eitt hvor. — gg. m, Bjarni Guðmundsson kominn i dauðafæri á linunni og skorar eitt ai þremur mörkum sinum i leiknum. Átta marka sigur var í minnsta lagi ÍSLENDINGAR unnu öruggan sigur á Belgiumönnum 25—17 i siðari landsleik þjóðanna i handknattleik sem fram fór i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. Staðan i hálfleik var 14—9 fyrir islenska landsliðið. Atta marka sigur var i minnsta lagi þar sem lið Belgíu var frekar slakt i leiknum en það vill oft skorta að þegar yfirburðir eru miklir að leikmenn leiki á fullri ferð og af einhverri festu. Og það vantaði i leik islenska landsliðsins að þessu sinni. Sóknarleikur íslenska landsliðs- ins var oft á tíðum mjög lipur. Boltinn gekk vei og hratt á milli leikmanna og laglegar leikfléttur gengu fallega upp. Enda gott að æfa þær gegn slöku landsliði eins og þarna var á ferðinni. Meira hefði þó mátt sjást af hröðum upphlaupum. Varnarleikurinn hefði líka getað verið sterkari sérstaklega í síðari hálfleiknum. En það kom ekki að sök þótt leikmenn færu sér í engu óðslega, sigurinn var stór og allan tímann alveg öruggur. Fyrstu mínútur fyrri hálfleiks- ins var jafnræði með liðunum og þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum hafði belgíska landsliðið forystu í leiknum hafði skorað 4 mörk gegn þremur. Hægt og bítandi sigu þó leikmenn íslenska landsliðsins á og tóku forystu í leiknum og höfðu fimm mörk yfir í leikhléi. í síðari hálfleik var um algjöra einstefnu íslenska landsliðsins að ræða. Liðið lék létt og vel fyrsta korterið og staðan breyttist úr 14—9 í 17—9. Fyrstu 12 mínútur síðari hálfleiks náði lið Belga aðeins að skora eitt mark. Staðan var um tíma 21—10. Þá slakaði íslenska liðið á og lið Belga sótti aðeins í sig veðrið. Um tíma var staðan 22—13 og lokatölur urðu 25-17. Lið Belgíu reyndi að berjast í leiknum og leika vörnina fast, en það gekk upp og ofan að stöðva skyttur og línumenn íslands. Sóknarleikur Belga var afar fálm- kenndur og á köflum var eins og leikmenn vissu ekkert hvað þeir ætluðu að gera. Markvarsla liðsins var svo til engin í síðari leiknum. íslenska landsliðið er erfitt að dæma þar sem mótspyrnan var svo til engin. Leikmenn æfðu ýmsar leikfléttur og gekk það yfirleitt vel að reka á þær smiðs- höggið. Línuspil var ágætt og stórskyttur liðsins Sigurður Sveinsson og Þorbergur Aðal- steinsson sendu nokkra sannkall- aða þrumufleyga í netið. Hilmar Björnsson er alveg greinilega með góðan efnivið í' höndunum. Nú ísland- AB Belgía þarf bara að stilla alla strengi liðsins og æfa upp sterkan varn- arleik, þá ætti liðinu að ganga vel í því erfiða verkefni sem framund- an er í Frakklandi á næsta ári. Besti maður Belga í leiknum var Dirk Verhofstadt. Skoraði hann flest mörk liðsins eða 10 talsins. Islenska landsliðið var jafnt að getu. Einar Þorvarðarson var í markinu í fyrri hálfleiknum og varði af stakri prýði. Kristján varði markið í síðari hálfleik og stóð sig ágætlega. Þá kemur nýlið- inn í landsliðinu Guðmundur Guð- mundsson mjög vel frá hlutverki sínu í horninu. Er ógnandi og óhræddur við að reyna að brjótast ígegn. Mörk Islands í leiknum skoruðu: Þorbergur Aðalsteinsson 6, 2v, Sigurður Sveinsson 5, Steindór Gunnarsson 3, Atli Hilmarsson 3, Steinar Birgisson 2, Stefán Hall- dórsson 2, lv, Ólafur Jónsson, Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Páll Ólafsson 1 mark hver. Brottvísun af leikvelli: Þorberg- ur Aðalsteinsson og Páll Ólafsson í 2 mín. hvor. - þr. Grótta sigraði eftir hörkuleik — hart barist í 3. deildinni í handknattleik Grótta — Þór 27-26 Leikurinn var leikinn í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 14. desember. Þarna mættust tvö af toppliðum deildarinnar svo ljóst var að hart yrði barist á báða bóga. Þór tók þegar í stað foryst- una og leiddi ávallt með einu til tveimur mörkum. Staðan í leik- hléi var 13—11 Þórurum í hag. í síðari hálfleik hélt Þór for- ystu sinni og náði að komast í fimm marka forskot 20—15. Gróttumenn létu þetta ekki á sig fá. Þeir gáfust ekki upp. Og samfara því að Þórarar hægðu ferðina — trúlega haldið að leiknum væri lokið — efldust Gróttumenn. Og áður en Þórarar höfðu áttað sig var Grótta búin að jafna 25—25. Þórurum tókst ekki að komast yfir, en það tókst hins vegar Gróttu, og náðu þeir tveggja marka forystu 27—25. Á síðustu sekúndu leiksins þegar staðan var 27—26 voru Þórarar óheppnir að skora ekki, fengu tvö dauðatækifæri en Einar Birgisson markvörður Gróttu varði meistaralega í bæði skipt- in. Það var því Grótta sem fékk bæði stigin, jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslitin. Enginn einn skaraði fram úr í liði Gróttu, allt liðið mjög jafnt. Hjá Þór voru Karl Jónsson, Albert Ágústsson og Einar Birg- isson markvörður einna bestir. Mörk Gróttu: Sverrir 7, Gunn- ar Páll og Jóhann 5 hvor, Grétar 3, Hjörtur Jóhannes Geir og Axel 2 hver og Gauti 1. Óðinn — Þór 18-19 Óðinn fékk Þór í heimsókn laugardaginn 13. desember. Leikur þessi var engin undan- tekning á öðrum leikjum í deildinni hvað varðar spennu og jafnan leik. Ilann var hníf- jafn allan timann. Óðinn mætti til leiks án þjálfarans Bogdans og aðalmarkvarðarins EHerts Vigfússonar sem fótbrotnaði á æfingu fyrir stuttu og leikur sjálfsagt ekki meira með á þessu keppnistímahili. í fyrri hálfleik var Þór ávallt með forystu, þó munaði aldrei meira en einu til tveim mörkum. í leikhléi var staðan 11 — 10 Þór í vil. í byrjun síðari hálfleiks kom frábær leikkafli hjá Óðni, þeir skoruðu fjögur mörk í röð, án þess að Þór tækist að svara fyrir sig. Var því staðan orðin 14—11 Óðni í hag. En Þórarar ætluðu sér sigur og ekkert annað. Þeir söxuðu á forskot Óðins og jöfnuðu 16—17 og þegar 45 sekúndur voru eftir var staöan 18—19 Þór í hag. Óðinn byrjaði með boltann og þrátt fyrir ágætar tiltaunir tókst þeim ekki að skora og tíminn rann út. Þórarar stálu því báðum stig- unum. Hjá Óðni var Hörður Sigurðs- son langbestur, skoraði 9 mörk úr 11 skottilraunum. Hjá Þór voru Andrés og Ás- mundur bestir annars er lið þeirra mjög jafnt og erfitt að gera upp á milli einstakra leik- manna. ÍBK - ÍA 16-20 Skagamenn fóru enga fýlu- ferð til Keflavikur si. föstudag, þegar þeir nældu sér þar í tvö stig. — Fyrirfram var búist við jöfnum og skemmtilegum leik og varð sú raunin á. í fyrri hálflcik skiptust liðin á forystu þó virtust Skagamenn leika af meira öryggi. einkum Pétur Ingólfsson sem lék sinn lang- hesta leik í vetur. Skagamenn höfðu forystu í hálfleik 11—9. Síðari hálfleikur var nánast spegilmynd af þeim fyrri nema nú höfðu Skagamenn ávallt frumkvæðið. Þá var öllu meiri harka í síðari hálfleik, þó án þess að leikurinn gæti kallast grófur. Þegar 4 mínútur voru eftir var staðan 16—15 IA í vil. Þá tóku þeir mikinn sprett og sigruðu örugglega 20—16. Lið ÍBK var jafnt og var enginn sem skaraði fram úr. Það vantaði festu í leik þeirra á síðustu mínútunum. Það tekst aldrei að skora tvö mörk í einni sókn, það á hvert lið að hafa hugfast, svo oft sér maður gerð- ar tilraunir til þess. Skagamenn léku af öryggi allan leikinn. Pctur var þeirra langbesti maður, skoraði m.a. 10 mörk. Með slíkum leik sem þeir sýndu í Keflavík ætti lið þeirra að eiga auðvelt með að vera á toppi deildarinnar. Ih

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.