Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 47

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 27 Lið Atla Eðvaldssonar Borussia Dortmund. Atli er fjórði frá vinstri í efstu röð. Borussia Dortmund var i 5. sæti í 1. deild er leikmenn fengu jólafrí. • Jóhannes Eðvaldsson er eini islenski atvinnuknattspyrnumaðurinn sem nú leikur með liði i Bandarikjunum. Jóhannes leikur um þessar mundir innanhússknattspyrnu með liði sinu Tulsa Roughneeks og gerir það mjög gott. Nokkur félög i Bandarikjunum hafa verið að faiast eftir Jóhannesi en hann mun ekki vera falur, enda staðið sig mjög vel hjá liði sínu. Það eru ekki mörg dæmi þess að bræður séu atvinnumenn i knattspyrnu, en þeir Atli og Jóhannes Eðvaldssynir eru einu islensku bræðurnir sem leikið hafa sem atvinnumenn. Hér er Jóhannes á fullri ferð i Celtic búningnum. • Jæja hvernig lýst þér á. Gæti Björn Borg verið að segja við eiginkonu sina Marinu Borg þar sem hann sýnir henni stuttbuxur þær sem hann er að máta fyrir næstu keppni sina. Björn Borg var næst tekjuhæsti tennisleikari á árinu sem er að liða. Borg þénaði aðeins 523,212 doilara. Sá hæsti var John MC Enroe sá hafði 602,383 dollara. Þetta eru bara tekjur fyrir kappleiki. Síðan koma augiýsingatekjur. Þeir eru þvi ekki á flæðiskeri staddir þessir kappar. Viðar Halldórsson fyririiði FH-liðsins var útnefndur af Meistaraflokksráði leikmaður ársins 1980. Viðar sýndi frábæra frammistöðu á leikvelli og hreif félaga sína með er mest á reyndi. Viðar Haildórsson lék þrjá lands- leiki fyrir tsland sl. sumar. Staðan í 2. deild kvenna NÚ FYRIR skömmu lauk fyrri umferð i 2. deild kvenna í fslandsmótinu i handknattieik. Keppt er i tveimur riðlum, A og B, og er hart barist í báöum og staðan jöfn og tvísýn. ÍR hefur forystu í A-riðli og Þróttur i B-riðli. Önnur lið fylgja fast á eftir. Hér má sjá stöðuna í riðlunum þegar farið var i jólafri. Staðan í A-riðli Staðan í B-riðli er þessi: ÍR 5500 120-38 10 er þessi: Þróttur 4 4 0 0 71-43 8 Stjarnan 5 4 0 1 63-50 8 Ármann 4 3 0 1 74-39 6 Fylkir 5 3 0 2 64-50 6 UBK 4 2 0 2 59-63 4 ÍBK 5 2 0 3 45-69 4 ÍBV 4 10 3 60-57 2 UMFN 5 10 4 37-84 2 HK 4 0 0 4 24-86 0 UMFA 5 0 0 5 48-86 0 • Það var nóg að gera hjá Ásgeiri Sigurvinssyni er hann mætti í Pennann í siðustu viku til þess að árita bók sína. Á stórum sjónvarpsskermi sem komið var fyrir i glugga verslunarinnar voru sýndir kaflar úr leikjum Standards. Þar á meðal mörk Ásgeirs á móti Dynamo Dresden. Fjöldi fólks var allan daginn við gluggann og horfði á knattspyrnuna, þrátt fyrir mikinn kulda. Myndin er tekin rétt eftir að byrjað var að sýna á skerminum og strax var kominn góður hópur fyrir utan gluggann eins og sjá má. Ljósm. Kristján Einarsson Mbl. Þetta er markvörðurinn sem allir markverðir óttast Dragar Pant- alic. Hann skorar nefnilega mörk þótt það kunni að hljóma cinken- nilega. Nokkru áður en að keppn- istimabilið hófst i Júgóslaviu i haust, tók lið hans, Radnicki, þátt i fjögurra liða mót þar sem sterk lið áttust við. f einum leiknum skoraði Pantalic þrennu en lið hans fékk þrjár vítaspyrn- ur. Skoraði hann úr þeim öllum. Hann skoraði lika mark fyrir Júgóslaviu i landsleik gegn Dan- mörku fyrr í vetur og nú fyrir skömmu. er Radicki og Velez Mostar áttust við i deildarkeppn- inni, skoraði Pantalic beint úr markspyrnu. Spyrnti hann him- inhátt upp i loftð. þar sem vindurinn hrifsaði knöttinn og skilaði honum i markið hinu megin á vellinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.