Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Villa lá í Brighton — Liverpool því enn á toppinn — Staöa Ipswich er mjög sterk Liverp<M>l prílaði aftur í efsta sætið í ensku deildarkeppninni. með því að vinna magran sigur gegn Úlfunum. á sama tíma ok Aston Villa tapaði frekar óvænt fyrir HrÍKhton. einu af neðstu liðunum í 1. dcild. Þar með hefur Brighton siijrað tvö af þremur efstu liðum fyrstu deildar á heimavelli sínum, en liðið varð fyrir nokkru fyrsta liðið til að sigra Ipswich. Þó að Liverpool skipi nú cfsta sætið. er staða Ipswich best <>k þrátt fyrir 3—5 tap gejfn Tottenham i síðustu viku, hefur liðið aðeins tveimur stÍKum minna en Liverpool ok hefur leikið tveimur leikjum færra. Ipswich tók aftur upp þráðinn á laugardaKÍnn ok sigraði BirminKham öruKKlcKa á útivelli. Annars urðu úrslit leikja sem hér seKÍr: Þeir Franz Thijssen, Alan Brazil, John Wark, Arnold Muhren ok Eric Gates faKna einu af mörKum mörkum Ipswich á þessu keppnistímabili. Arsenal — Man. Utd 2—1 BirminKham — Ipswieh 1—3 Brighton — Aston Villa 1—0 Liverpool — Wolves 1—0 Man. City — Leeds 1—0 Middlesbr. — Tottenham 4—1 Norwich — Coventry 2—0 Nott. Forest — Sunderland 3—1 Southampton — Cr. Palace 4—2 Stoke — Leicester 1—0 WBA — Everton fr. Toppliðið fóll Brighton lék Aston Villa lengst af sundur og saman og liðið sýndi besta leik sinn á þessu keppnistímabili. Hefur lið- ið oft í vetur leikið mjög vel án þess að hafa heppnina með sér, en nú gengu hlutirnir upp. Mick Robinson skoraði sigurmark Brighton á 15. mínútu leiksins, 12. mark hans á keppnistímabil- inu og áður en yfir lauk, höfðu leikmenn Brighton hæft mark- súlurnar oftar en einu sinni. Þetta var þriðja tap Villa á útivelli í röð. Liverpool ok Ipswich sterk Liverpool og Ipswich létu hins vegar engan bilbug á sér finna og treystu stöður sínar við topp deildarinnar. Liverpool fékk Wolverhampton í heimsókn og var leikurinn þófkenndur. Liv- erpool vann þó eftir atvikum sanngjarnan sigur, Ray Kennedy skoraði sigurmarkið á 35. mín- útu með góðum skalla. Liverpool hefur þar með leikið 83 deildar- leiki í röð á Anfield Road, án þess að bíða lægri hlut. Steve Heighway, írski landsliðsfram- herjinn roskni, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í 14 mánuði og komst mjög vel frá hlutverki sínu. Ipswich tók Birmingham i kennslustund á Saint Andrews leikvanginum í Birmingham. Birmingham hélt þó lengi vel út, en fékk á sig tvö mörk á versta tíma, nánar tiltekið á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Paul Mariner á 41. mín- útu og 3 mínútum síðar bætti John Wark öðru marki við. Birmingham sótti nokkuð í sig veðrið í síðari hálfleik, en Ips- wich var þó áfram hættulegri aðilinn og átta mínútum fyrir leikslok skoraði Alan Brazil þriðja markið. Á síðustu andar- tökunum tókst Alan Ainscow síðan að minnka muninn. Illutverkaskipti Arsenal og United Arsenal tryggði sér fjórða sætið í deildinni í stað Man- chester Utd, er liðin áttust við á Highbury, heimavelli Arsenal. Arsenal lék sinn 20 heimaleik í röð án þess að tapa, en United beið sinn þriðja ósigur á þessu keppnistímabili. Graham Rix skorað fyrra mark Arsenal beint úr hornspyrnu. Var það eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik og kom það snemma í leiknum. Paul Vaessen, sem lék í stað Alan Sunderlands, skoraði síðara markið fljótlega í síðari hálfleik og var staða Ársenal þar með orðin æði sterk. En leik- menn United gáfust ekki upp, liðið sótti mjög undir lokin og Lou Macari tókst að minnka muninn áður en yfir lauk. BotnliAin íenKu skelli Crystal Palace gengur ekkert í haginn og þó að liðið leiki á köflum ágæta knattspyrnu, stendur varnarleikurinn varla undir nafni. Billy Gilbert byrjaði leikinn gegn Southampton á því að senda knöttinn í eigið net, 1—0 fyrir Southampton. Síðan kom Charlie George mikið við sögu, hann klúðraði víti, en skoraði síðan glæsilegt mark með skalla. Tony Sealy tókst að minnka muninn snemma í síðari hálfleik, en þeir Mick Channon og Steve Moran skoruðu um- svifalítið fyrir Southampton og gerðu þar með út um leikinn. Clive Allen tókst þó að minnka muninn með góðu marki undir lok leiksins. Leicester tapaði einnig og virðist ekkert annað en 2. deildin blasa við liðinu. Stoke var sterkari aðilinn frá upphafi til enda þrátt fyrir að sigurinn væri naumur. Lee Chapman skoraði sigurmarkið snemma í leiknum og þrátt fyrir nokkra sókn Lei- cester seinni hluta leiksins, var sigri heimaliðsins ekki ógnað að ráði. Sunderland er í umtalsverðri fallhættu og liðið átti aldrei möguleika gegn Nottingham Forest. Trevor Francis lék sinn fyrsta deildarleik í háa herrans tíð fyrir lið sitt og kórónaði góða frammistöðu með því að skora þriðja markið nokkru fyrir lok leiksins. Svissneski landsliðs- maðurinn Raymondo Ponte, sem átti frábæran leik, skoraði fyrsta markið og unglingurinn / V SJk* Peter Shilton átti náðugan dag gegn Sunderland á laugardag- inn. Úr leik Arsenal og Manchester Utd. Liðin áttust við um helgina og hafði Arsenal betur. Á myndinni eru Martin Buchan og Steve Coppell í baráttu við Alan Sunderland og Brian Talbot. Kevin Reeves skoraði sigur- mark Manchester City gegn Leeds á elleftu stundu. Colin Walsh annað markið, áður en að Garry Rowell lánaðist að minnka muninn fyrir lið sitt. En eins og fyrr greinir, átti Trevor Francis lokaorðið. Leeds á einnig í baráttu við falldrauginn og staðan liðsins batnaði ekki við ósigur gegn Manchester City á Main Road. City hafði yfirburði í leiknum, en John Lukic í marki Leeds varði eins og berserkur. Það var ekki fyrr en seint í leiknum, að leikmönnum City tókst að finna leiðina í netið og var það Kevin Reeves, sem skoraði sigurmark- ið. Víðar: Lið Tottenham er gersamlega og með öllu óútreiknanlegt. Liðið hefur stundað það í vetur, að leggja stórlið að velli í hörku- leikjum og tapa síðan með mikl- um mun gegn lakari liðum í næstu leikjum. David Hodgeson, miðherjinn ungi hjá Boro, skor- aði sína fyrstu þrennu, er lið hans tætti átakalítið vörn Tott- enham í sundur. Ástralíumaður- inn Craig Johnstone bætti fjórða markinu við, en miðvörðurinn John Lacy skoraði eina mark Tottenham. Norwich átti einn af sínum betri leikjum gegn Coventry og vann verðskuldað. Joe Royle skoraði fyrra mark Norwich, en Graham Paddon það síðara, staðan í hálfleik var 2—0. Nor- wich varð þó fyrir miklu áfalli, júgóslavneski landsliðsmaðurinn í liðinu, Dragan Muzinic, ökkla- brotnaði og verður frá keppni næstu mánuðina af þeim sökum. 2. deild: Cambridge 0 — Blackburn 0 Chelsea 0 — Orient 1 (Mayo) Newcastle 0 — Bristol City 0 Oldham 2 (Steel, Wylde) — Swansea 2 (R. James, Curtis) Preston 1 (Elliott) — Wrexham 1 (Edwards) Watford 3 (Taylor, Armstrong, Poskett) — Grimsby 1 (Kilmore) West Ham 3 (Cross, Goddard, Brooking) — Derby 1 (Swindle- hurst). 1. DEILD Liverpool Aston Vill» Ipswich Town Arsenal Manchester Onited Everton Nottfnxham Forest West Bromwich Southampton Tottenham Stoke Clty Middiesbroxh BfrminKham Manchester City Volverhampton Coventry lœds llnited Sunderland Norwich City Brixhton lolcester Crystal Palace 23 II 10 2 46 23 13 5 5 39 21 11 S 2 37 23 10 8 5 34 23 6 14 3 32- 22 10 6 6 38- 23 10 6 22 9 8 23 9 6 23 9 6 23 7 10 22 9 4 23 8 4 23 8 4 7 34- 5 28- 8 40- 8 43- 6 27- 9 34- 8 28- 10 30- 10 22- 11 26- 11 21- 11 30- 11 29- 13 27- 15 18- 16 29- -27 32 21 31 20 30 -25 28 20 26 -28 26 -24 26 -23 26 -35 24 -41 24 -31 24 -32 22 -30 21 -36 20 -29 20 -35 20 -34 20 -32 19 -43 19 41 16 37 14 -48 12 2. DEILD West Ham 23 14 6 3 39 17 34 Chelsea 23 11 7 5 38 22 29 Swanaea City 23 10 9 4 34 20 29 Notts County 23 10 9 4 26 22 29 Orient 23 10 6 7 32 25 26 Sheffield Wed. 22 11 4 7 31 26 26 Blackburn 22 9 7 6 25 19 25 Derby County 23 8 9 6 32 31 25 Cambr. l)td. 23 11 3 9 28 30 25 Luton Town 23 9 6 8 31 28 24 Grimsby 23 6 10 7 20 23 22 Wrexham 23 7 7 9 20 24 21 Newcastie 22 7 7 8 17 31 21 QPR 22 7 6 9 29 23 20 Bolton 23 7 6 10 37 35 20 Watford 23 8 4 11 28 30 20 Shrewsbury 23 5 9 9 22 24 19 Oldham 23 5 9 9 17 22 19 Cardiff City 21 8 3 10 23 29 19 I Preston 23 5 9 9 22 35 19 Bristol Clty 23- 4 8 11 18 33 16 Bristol Rovers 23 1 10 12 18 38 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.