Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Fimmtugur í dag: Sr. Guðmundur Þor^teinsson prest ur Arbæjarsóknar Kimmtugur er í dag, 23. desem- ber. Séra Guðmundur Þorsteins- son sóknarprestur Arbæjarsókn- ar, Glæsibæ 7 í Reykjavík. Af því tilefni óskum við hjónin honum innilega t.il hamingju með daginn og árnum honum og fjöl- skyldu allra heilla á ókomnum árum. Ég vil þakka séra Guð- mundi Þorsteinssyni hjartanlega fyrir samstarf okkar á liðnum árum, og allar hans góðu ræður, sem hann flytur okkur við guðs- þjónustur, hann er bænheitur og trúaður maður, var því mikils virði fyrir íbúana í sókninni að hafa fengið góðan prest og kenni- mann á borð við séra Guðmund. Séra Guðmundur Þorsteinsson tók við embætti 3. janúar 1971 að undangenginni kosningu í Árbæj- arsókn, og vægast sagt við slæm skiiyrði hvað aðstöðu snerti til guðsþjónustuhalds, Jjví varð að halda þær ýmist í Árbæjarkirkj- unni litlu, eða í sal Árbæjarskóla. Varð því ljóst að stórt átak var framundan að byggja söfnuðinum fastan samastað. 26. ágúst 1973 tók séra Guð- mundur fyrstu skóflustungu að byggingu safnaðarheimilis á mót- um Rofabæjar og Vatnsveituveg- ar, sem gengið hefir vel að byggja, við þær aðstæður sem nú eru. Biskup Islands séra Sigurbjörn Einarsson vígði fyrsta áfanga kirkjubyggingarinnar 19. mars 1978. Séra Guðmundur Þorsteins- son hefir verið lífið og sálin í þeim framkvæmdum, og gengið á undan mcð góðu eftirdæmi og áfram skal haldið uns framkvæmdum er náð að reisa að fullu safnaðarheimili fjölskyldunnar til dýrðar Drottni vorum Jesú Kristi. Barnaguðsþjónustur í sunnu- dagaskóla séra Guðmundar Þor- steinssonar eru mjög vel sóttar og unun að hlýða á, svo góðum tökum nær presturinn til barnanna, að sjá má eftirvæntingu skína úr augum þeirra, enda kunna börnin að meta leiðsögn og hlýleik hans í orði og verki. Séra Guðmundur er mikill fé- lagsmálamaður og skipuleggjari sem oft hefir komið sér vel og kunnum við bræðrafélagar honum bestu þakkir fyrir alla hjálpfýsi í okkar garð, maðurinn er skemmti- legur félagi og ljúfur í allri sinni framkomu, sem gott er að eiga að vin. Séra Guðmundur Þorsteinsson á sér góða kona, frú Ástu Bjarna- dóttur, sem gegnir margvíslegum störfum við hlið mannsins síns í þágu safnaðarmála. Það er mikils virði að hafa fengið séra Guðmund Þorsteins- son til að stýra málefnum kirkj- unnar í Árbæjarsókn, mættum við njóta starfskrafta hans sem lengst. Við hjónin óskum afmælisbarn- inu og fjölskyldu gleðilegra jóla og nýárs, jólahátíðar og alls þess besta í bráð og lengd. Lifðu heill. Guðmundur Sigurjónsson í dag á fimmtugsafmæli séra Guðmundur Þorsteinsson, sókn- arprestur í Árbæjarprestakalli. Þorláksmessa er ekki heppi- legasti dagur til að eiga á afmæli, allra síst fyrir prest, þar sem í hönd fer ein mesta hátíð ársins og allir eru í óða önn að undirbúa komu jólanna. Það er því hætt við, að afmæli, sem ber upp á þennan dag, vilji gleymast og fari því fyrir ofan garð og neðan. Af kynnum mínum við séra Guðmund á undanförnum 10 ár- um, er ég viss um, að hann hefði ekki valið neinn annan dag frekar, ef hann hefði sjálfur mátt velja sér afmælisdag. Fáa menn þekki ég, sem eins lítið eru fyrir að vera í sviðsljósinu og láta hlutina snúast í kringum sig. Þegar fyrstu prestskosningar fóru fram í Árbæjarprestakalli í desember 1970 hlaut séra Guð- mundur lögmæta kosningu og hefur þjónað þessu prestakalli síðan við miklar vinsældir. Þegar fundum okkar Guðmund- ar bar fyrst saman, er hann tók við prestsstarfinu í Árbæjar- hverfi, þekkti ég hann ekkert, nema af afspurn. Ég vissi að hann var kominn af miklu ágætisfólki, en faðir hans var séra Þorsteinn B. Gíslason prófastur á Steinnesi, sem lést á þessu ári og Ólína Benediktsdóttir. Ég vissi líka, að séra Guðmundur hafði verið óvenjulega mikill námsmaður í skóla. Þegar hann tók guðfræði- próf frá Háskóla íslands, var það íanghæsta próf sem tekið hafði verið og engum tókst að hnekkja því í mörg ár. Ennfremur hafði ég heyrt, að hann hefði unnið sitt prestsstarf í Hvanneyrarpresta- kalli í Borgarfirði með miklum ágætum. Það er ekki fýsilegt fyrir prest að taka að sér starf í nýbyggðu hverfi í Reykjavíkurprófastdæmi. Aðstaða er nánast engin. Engin kirkja til að messa í og engin skrifstofuaðstaða. Það verður m.ö.o. að byrja frá grunni. Það segir sig sjálft, að það er gífurlegt átak að byggja frá grunni kirkju og safnaðarheimili. Það er ekki lítill tími, sem lagður er í það starf af hálfu prests, sóknarnefnd- ar, kirkjubyggingarnefndar, fjár- öflunarnefndar, auk félaga, sem starfa innan safnaðanna. I öllum þessum nefndum, sem ég taldi upp hefur séra Guðmund- ur setið flesta ef ekki alla fundi. Auk þessa hefur hann verið manna afkastamestur að afla fjár til framkvæmdanna með margvís- legu móti. Það var því stór stund, þegar fyrsti áfangi Safnaðarheimilisins var vígður fyrir tveimur árum og ég veit, að enginn fagnaði því meir en hann. Á aðfangadag verður enn einum áfanga fagnað. Byggingu klukknaturns er lokið og búið að koma.fyrir nýjum kirkjuklukkum og verður þeim hringt í fyrsta sinn á aðfangadag. Munu þessar kirkjuklukkur um ókomna tíð kalla íbúa Árbæjarhverfis til helgra tíða. Ég veit, að ekkert myndi gleðja séra Guðmund meira en það, ef sóknarbörnin hans hlýddu þessu kalli. Það hefur verið mér ánægjuleg lífsreynsla að fá að starfa með séra Guðmundi að safnaðarmálum í Árbæjarprestakalli. Fyrir margra hluta sakir er hann mjög óvenjulegur maður. Auk þess að vera mjög greindur er hann góður ræðumaður. Setur hann mál sitt mjög skýrt fram og hefur góða framsetningu, er söngmaður ágætur og tónnæmur. Og síðast en ekki síst er hann mikill mann- kostamaður. Hann er af „gamla“ skólanum. Þó að margir skólar séu góðir, tekur sá gamli öllum öðrum fram. Hvaða kostir prýða mann- inn meir en áreiðanleiki, orð- heldni, stundvísi og fáguð fram- Heill og sæll, frændi minn góður. Nú hefur þú, með heiðri og sóma, lokið við helming 9. ára- tugsins. Og ekki hvarflar að mér efi um, að þú skilir hinum helm- ingnum, með sama sóma. Ég fagna því, að ég skuli enn vera ofan moldar með þér, því að fjarri er, að ég sé íeiður á lífinu. Én ég húðskamma stundum sjálf- an mig fyrir, að miðla mér ekki oftar tíma til að fá hressandi skammt andlegra vitamína, af óþrjótandi birgðum þínum, sem virðast ekki lúta því lögmáli, að minnki það, sem af er tekið. Þær eru eins og hafið. Á því sér ekki borð, þótt af sé ausið. Þú hefur verið svo innundir hjá drottni allsherjar, að hann úthlut- aði þér úrvalstegund minnis- fruma. Um það vitna ógrynni fróðleiks um menn og málefni, skrítlur, skopsögur, ljóð og lausa- vísur, sem þú hefur á hraðbergi. En fleira gerði hann við þig vel, þú ert hagyrðingur. Og hann gaf þér slíka raddleikni, að þú gast og getur vonandi enn tileinkað þér margar ólíkar raddir og brugðið þér í margra gerfi og leikið. Aldrei hef ég, síðan ég kynntist þér, efast um, að best hefðirðu kunnað við þig á fjölum leiksviðs- ins, og fjalirnar ekki síður kunnað vel við þig, og þá ekki síst áhorfendur og heyrendur. koma? Það eru einmitt greinarn- ar, sem menn nema í gamla skólanum. I hinu kirkjulega starfi hefur séra Guðmundur lagt sig allan fram. Hann kastar aldrei höndun- um til neins sem hann gerir. Börnin hafa fundið þetta vel. Hafa þau sýnt, að þau kunna vel að meta það, sem vel er gert, enda hafa þau fjölmennt svo á hverjum sunnudagsmorgni, að þau eru að sprengja þetta húsnæði utan af sér. Margt fleira gæti ég nefnt, en læt þetta nægja að sinni. Islensk kirkja á mjög góðan liðsmann, þar sem séra Guðmund- ur er. Áhugi hans er einlægur á því, að benda mönnum á, að án trúar á Guð og frelsarann sé lífið tilgangslítið. Með þessum orðum langar mig að þakka séra Guðmundi fyrir undangengin 10 ár, sem við höfum átt samstarf að safnaðarmálum Árbæjarhverfis, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Ég hef lært mikið af honum og er þakklátur fyrir þennan tíma. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra sóknarbarna hans, er ég óska honum alls góðs á þessum tíma- mótum í lífi hans. Megi Guð blessa hann og fjölskyldu hans um ókomna tíð, með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Geirlaugur Árnason Þótt allt hafirðu vel gert, sem þú hefur stundað, áttirðu best heima á leiksviðinu, það var þinn rétti vettvangur. Fjárans klúður, að þú skyldir lenda utan þess. Páll fæddist og ólst upp í afskekktustu sveit landsins, á hinu forna höfuðbóli Flosa, Svína- felli, í kallfæri við Öræfajökul. Á vaxtarárum hans blöstu stöð- ugt við honum sterkar andstæöur stórbrotinnar náttúru, sem öræf- ingar höfðu mótast af gegnum kynslóðir. — Enda er sagt, að í Öræfum sé ekki til neitt miðlungs- fólk. Með móðurmjólkinni hefur Páll drukkið í sig seiðmagnaða orku Öræfajökuls, ilm úr grasi og skóg, mildi og unað sumars — fegurð, líf og liti allra árstíða, nið og straum- þunga fljótanna á báðar hendur, víðáttu sanda og sævar. Alls þessa, sem Páll hefur hlotið í arf og skynjað gegnum auga og eyra, gætir í skapgerð hans. Páll kvaddi Öræfin 17 ára að aldri. Og þá orðinn karlmenni að burðum. Utþráin ólgaði í blóðinu. Henni varð að fullnægja. Hvort henni hefur verið fullnægt á þeim 68 árum, sem liðin eru síðan, veit ég ekki. En hér hefur hann lifað og starfað um áratugi, og verið meðal þeirra, sem setja svip sinn á borgina. Og aldrei hefur honum, eða þeim systkinum, brugðist hin ör- æfska hjálpfýsi og samúð með öllum, er minna mega sín. Og vonandi verða þeir eiginleikar ávallt aðalsmerki Öræfinga, þótt aldalöng einangrun sé rofin. Þegar þú áttir stórafmæli síð- ast, fyrir 5 árum, og skaust 8. áratugnum aftur fyrir þig, óskaði ég þér víst þess, að þú stæðist öll brögð bragðslyngrar Elli kell- ingar, 9. áratug þinn. Og það hefurðu nú gert með prýði, fyrri helming hans, þótt eilítið hafi slaknað á stælingu og léttleik. Nú óska ég þess, frændi minn góður, að þér endist ríkulegt glímuþrek til næsta afmælis, eftir 5 ár, og lengur, og að þú gangir styrkum fótum, er þú heilsar 10. áratug þínum. Einnig, að engin þurrð verði í þínum andlegu vita- mínbyrgðum, eða miðlun þeirra. Og svo óska ég þér heilla með þetta afmæli — og áfram. M. Skaftfells. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. SINGER Fullkomlega sjálfvirk saumavél. Nálin er skásett til að auðvelda saumaskapinn, þér sjáið betur og saumið betur. Allt þetta við fingurgómana, og saumaskapurinn verður leikur einn. SINGER ER SPORI FRAMAR URA Sjálfvirk hnappagöt. Festir tölur. Sjálfvirk spólun í gegnum nálina. Frjáls armur eða fast flatborð. 25 nytja- eða skrautsaumar. VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 HALLARMÚLAMEGIN 85 ára í dag: Páll Þorgilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.