Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Rósturnar í Verkamannaflokknum:
Einar K. Guðfinnsson — 3. grein
Á vinstri leið
til einangrunar
Stefna ríkisstjórnar Margareth
Thatcher á ekki upp á pallborðið
meðal breskra kjósenda um þessar
mundir. Það sýna skoðanakannan-
ir ljóslega. Þó frú Thatcher sé ekki
sérlega vinamörg þessa dagana,
þá getur hún huggað sig við að
óvinurinn, stjórnarandstöðuflokk-
urinn, er ekki ýkja hættulegur.
Verkamannaflokkurinn er ekki
bara sjálfum sér sundurþykkur og
flakandi sár eftir innbyrðis hjaðn-
ingavíg. Það má öllu alvarlegra
telja, að hann er hugmyndalega
gjaldþrota og býður kjósendum
upp á valkosti sem þeir hafa fyrir
löngu snúið baki við.
Gamalt breskt orðatiltæki, —
lítið eitt úr lagi fært — lýsir því
vel stjórnmálaástandinu í Bret-
landi í dag: „Með slíka að óvinum
þarfnast frú Thatcher ekki vina.“
Bjartsýni í
Verkamanna-
flokknum
Enginn vafi er á því, að úrslit
kosninganna árið 1979 voru
Verkamannaflokknum mikið áfall.
Flokkurinn fékk meirihluta eftir
síðari kosningarnar árið 1974.
Hans beið erfitt verkefni og óvin-
sælar ráðstafanir þurfti að gera.
Á kjörtimabilinu fóru fram auka-
kosningar og þær ollu því, að
flokkurinn missti meirihluta sinn.
James Callaghan þáverandi leið-
togi flokksins var samt ekki af
baki dottinn. Eftir nokkurn tíma
undirritaði hann samkomulag við
Frjálslynda flokkinn, sem varði
flokkinn vantrausti.
Það var á þessum árum sem
flokksmönnum jókst mjög
sjálfstraustið. James Callaghan
sagði til dæmis eitt sinn: — Sú var
tíðin að menn litu á íhaldsflokk-
inn sem hinn raunverulega stjórn-
arflokk, en á okkur sem stjórnar-
andstöðuflokk. Nú hefur orðið
breyting á. í dag erum við hinn
raunverulegi stjórnarflokkur í
Bretlandi.
Kosningarnar árið 1979 færðu
mönnum heim sanninn um, að
bjartsýnin var ekki á rökum reist.
— Til þess að átta sig á stöðu
Verkamannaflokksins, er eðlilegt
að gera sér grein fyrir því hvað
olli tapi flokksins í kosningunum.
„Vetur
óánægjunnar"
Síðasti veturinn sem Verka-
mannaflokkurinn var við völd,
hefur verið nefndur „vetur
óánægjunnar". Ástæðan er ein-
föld. Þann vetur voru stöðug
verkföll og vinnudeilur. Opinberir
starfsmenn ýmsir, voru þar
afkastamiklir. Þetta kom hart
niður á margvíslegri þjónustu.
Almenningur fann því mjög til
öryggisleysis. Dæmi: Verkamenn-
irnir sem áttu að sjá um að
hreinsa snjó af götum, fóru í
verkfall. Þetta olli því, að oft varð
erfitt að ferðast um götur, sem
voru hálar og sleipar. Starfsfólk í
sjúkrahúsum fór í verkfall svo
loka varð heilu deildunum á
sjúkrahúsunum. Þetta vakti upp
kurr meðal margra. Þá fóru
slökkviliðsmenn í verkfall. Og fólk
fann fyrir öryggisleysi fyrir vikið,
ekki síst vegna þess að það er
alltaf meiri eldhætta á vetrum í
Bretlandi, þar sem fólk kyndir
mikið með kolum í arinofnum.
Verkamannaflokkurinn hafði
skapað það álit, að hann einn gæti
átt gott samstarf við verkalýðsfé-
lögin. Veturinn 1978—1979, sann-
aði, að þetta átti ekki við rök að
styðjast.
Þrátt fyrir þetta setja margir
sama sem-merki á milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og Verkamanna-
flokksins. Hinar óvinsælu aðgerð-
ir verkalýðsfélaganna hafa því
ábyggilega átt sinn þátt í að auka
vantraustið á Verkamanna-
flokksstjórninni.
Fangi eigin
fortíðar
Þrátt fyrir að „vetur óánægj-
unnar" hafi örugglega gert Verka-
mannaflokknum erfiðara fyrir,
var það ekki hann sem úrslitum
réði. Það sem mestu réði um
úrslitin, að mínum dómi, er, að
Verkamannaflokkurinn er fangi
sinnar fortíðar. Flokkurinn býður
upp á notaðar og úreltar hug-
myndir.
Aldrei verður nægilega vel
minnt á, að breski Verkamanna-
flokkurinn og verkalýðshreyfingin
eiga sér sameiginlega sögu. Flokk-
urinn er hinn pólitíski armur
hreyfingarinnar. Árið 1945 komst
flokkurinn til valda eftir sögu-
legar kosningar. Leiðtogi íhalds-
flokksins í þeim kosningum var
sjálfur Winston Churchill. Attlee
leiddi Verkamannaflokkinn. Att-
lee og félagar hans voru með
ítarlega stefnuskrá og þeir voru
staðráðnir í að koma henni í
framkvæmd. Stjórnmálafræð-
ingar, sem hafa skoðað þetta
tímabil, segja það stórkostlegt
hversu mikill hluti þessarar
stefnuskrár komst í raun og veru í
framkvæmd á þeim árum, sem
Attlee var við völd.
Meginhlutverk Attlee-stjórnar-
innar var auðvitað að reisa Bret-
land úr styrjaldarrústunum. Ann-
að aðalverkefnið var að koma á
sæmilegu velferðarsamfélagi með
almannatryggingum, heilsugæslu
og þess háttar. Þjóðnýting var líka
ofarlega á stefnuskránni hjá þess-
ari stjórn og ekki síður hjá þeim
stjórnum Verkamannaflokksins
sem síðar ríktu.
Óheppilegt
Ævinlega hefur ímyndin af
Verkamannaflokknum haldist.
Flokkurinn hefur verið holdtekja
verkalýðshreyfingarinnar. Hann
hefur líka verið ímynd velferðar-
samfélagsins, sem í augum flestra
Breta nú er þó frekar „báknið". Og
loks hefur Verkamannaflokkurinn
verið orðaður við hin þjóðnýttu
fyrirtæki.
Allt væri þetta kannski gott og
blessað ef ekki vildi svo óheppi-
lega til, að þjóðfélagið hefur
breyst á þeim 35 árum frá því að
Verkamannaflokkurinn komst
fyrst til valda árið 1945. Því
óheppilegra er það, að flokkurinn
hefur lítið aðlagað sig þessum
breytingum. — Lítum nú á nokkra
málaflokka sem flokkurinn hefur
borið fyrir brjósti sér.
JW
Hjf .
'q'cT
in CA5T/
foóffnH
fmTinTitepote
fo*T< H fefi\
foof ‘>°*£
'fiif'* MmTtf
■ l!iinCr KI$,
’ (oit MF*<|itr)
' Y»« n<T ifpT fiwr «(
Y'M W Ymt UFT fnrtirt ‘
■pf*T L.00 Í6
w
Michael Foot, séður með augum skopteiknara. Persónufylgi hans
meðal almennings er ákaflega litið.
Tony Benn. Róttskni hans mun
fremur fæia kjósendur frá Verka-
mannaflokknum en laða þá að.
35 milljarða
styrkur á viku
Þjóðnýting ýmissa ríkisfyrir-
tækja var lengi ofarlega á baugi
hjá Verkamannaflokknum. Og
vissulega hafa fyrirtæki verið
þjóðnýtt, en jafnt af íhalds-
meðal almennings. Þessa hafa
verkamannaflokksmenn goldið.
Óvinsældir verka-
lýdshreyfingar-
innar
Sú var tíðin, að verkalýðsbar-
átta hafði yfir sér nokkurn
sjarma. Þetta var sú tíð þegar
skrifaðar voru rómantískar hetju-
sögur um þá atgervismenn, sem
börðust fyrir brauði handa blá-
snauðri alþýðu. Orðið verkalýðs-
barátta hefur fyrir löngu tapað
þessum sjarma. Verkalýðsleiðtogi
er ekki lengur sviphreinn alþýðu-
maður, er öllum vill gott gera.
Verkalýðsleiðtogi er í dag, í aug-
um stórs hóps kjósenda, maður,
sem notar sitt mikla vald til hins
ýtrasta og hreint ekki alltaf til
góðs. Verkföllin árið 1978—1979
minntu þá fáu á það sem höfðu
gleymt því.
Verkalýðshreyfingin hefur
furðu lengi staðið á móti því, að
félagsmenn mættu greiða atkvæði
um verkföll og senda það í pósti.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var í fyrra, kom í ljós að 89
prósent kjósenda voru því þó
fylgjandi. Og það sem meira var,
91 prósent meðlima verkalýðsfé-
laga vildu það. Svokallað „second-
ary picketing" setti svip sinn á
Óhamingju Verkamannaflokksins
verður allt að vopni...
Kjósendur Verkamannaílokksins um kosningalof-
orð íhaldsflokksins.
Ætti rikÍ88tjórnin að stefna
aö eftirtöldum markmiöum?
Draga úr ofbeldi og skemmdar- Já % Nci % Veit ekki %
starfsemi Draga úr opinberum bótum handa verkfallsmönnum, þar sem þeir fá hvort eð er bætur frá 95 3 2
verkalýðsfélögunum sínum Stöðva verkfallsvörslu annarra verkamanna en þeirra sem hlut 63 30 7
eiga að verkfalli Lækka tekjuskatt, einkum hjá 78 14 8
þeim sem hafa góðar tekjur Veita leigjendum í verkamanna- bústöðum á vegum ríkis og sveit- arfélaga rétt til að kaupa íbúð- irnar, með afslætti fyrir þá sem 52 45 3
búið hafa þar lengi 75 20 5
Fækka opinberum starfsmönnum Selja hlutabréf i opinberum 70 22 8
fyrirtækjum 40 49 11 Heimild: Anthony King prófessor.
mönnum sem verkamannaflokks-
mönnum. Munurinn hefur bara
verið sá, að íhaldsmennirnir hafa
talað gegn þjóðnýtingartilraunum
alla jafna. Verkamannaflokks-
menn hafa borið kápuna á báðum
öxlum í þessum málum. Hinir
róttækari hafa mælt þjóðnýting-
um bót og raunar viljað ganga
miklu lengra en þegar hefur verið
gert. I þessum hópi eru margir úr
hinni nýju valdastétt, menn á borð
við Tony Benn og Eric Heffer.
Hinir, sem hægfara eru, hafa
aftur á móti minna sagt.
Nú vill svo illa til, að þjóðnýting
er illa þokkuð meðal breskra
kjósenda. Ástæðurnar eru marg-
ar, en ég hygg, að sá árangur, sem
orðið hefur af þjóðnýtingunni,
hafi ekki orðið til að kjósendum
þætti hún til eftirbreytni. Breski
bílaiðnaðurinn, þjóðnýttur að
hluta, er í lamasessi. Verr er þó
komið með stáliðnaðinn. Bresku
stáliðnaðarverksmiðjurnar eru
reknar með ofboðslegum halla.
Samkvæmt nýjustu tölum þurfa
breskir skattborgarar að greiða
sem svarar 35 milljörðum króna
til þessa iðnaðar, í formi beinna
styrkja, á viku hverri. Menn, sem
orðaðir eru við svonalagað fjár-
málaævintýri, eru illa þokkaðir
Bretland fram á þennan dag.
„Secondary picketing" þýddi, að
menn stóðu verkfallsvörð á ein-
hverjum vinnustað þar sem verk-
fall var, þó víðs fjarri sínum eigin
vinnustað. Þetta var illa þokkað.
89 prósent kjósenda vildu láta
banna „secondary picketing", 86
prósent meðlima verkalýðsfélaga
voru slíku banni samþykkir.
Þannig vildi það til að íhalds-
flokkurinn boðaði einmitt stefnu
sem miðaði að því að skerða
ægivald verkalýðsfélaganna. Það
átti því hljómgrunn meðal kjós-
enda. Verkamannaflokkurinn er
rígbundinn verkalýðshreyfingunni
fjárhagslega og skipulagslega.
Hann stóð og féll því með „hags-
munum" hreyfingarinnar.
„Báknið“
Þá er að geta velferðarsamfé-
lagsins. íhaldsmenn tóku þá af-
stöðu eftir stríð að viðhalda og
auka við það velferðarkerfi, sem
komið hafði verið á af stjórn
Verkamannaflokksins eftir stríð.
Hins vegar fór þeirra radda að
gæta eftir 1970, að rétt væri að
athuga hvort ekki mætti einhvers
staðar koma við meiri hagkvæmni
og draga úr eyðslu. Þessum rödd-