Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
+ Eiginmaöur minn, GUDLAUGUR ÞORSTEINSSON, fv. verkstjóri Melhaga 15, andaöist aö heimili sínu 19. desember. Mítte Þorsteinsson.
+ Móöir mín, JOHANNA PÁLMADÓTTIR, Fálkagötu 3, Reykjavík, dó 3. desember 1980, og hefur jaröarför fariö fram. Helga Jónsdóttir.
+ Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURÐUR JÓHANNESSON, Njálsgötu 85, lézt í Landspítalanum aö morgni 22. desember. Ingibjörg Ulfarsdóttir og börn hins látna.
Faöir okkar og tengdafaöir, MATTHÍAS JÓNSSON, Amtmannsstíg 5, lést í Landspitalanum sunnudaginn 21. desember. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 15.00. Ólafía B. Matthíasdóttir, Þórarinn B. Gunnarsson, Hafdís Matthíasdóttir, Bjarki Friögeirsson, Jón Matthíasson, Matthildur Jóhannsdóttir, Oddný Matthíasdóttir.
+ Móðir okkar og tengdamóöir, BERGNÝ MAGNÚSDÓTTIR, sem lézt 20. des. sl., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. desember kl. 10.30 fh. Asgrímur Sveinsson, Hólmfríóur Jóhannsdóttir, Guömundur Björnsson, Viktoría Kristjánsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Jóhannes Pétursson, Hrefna Björnsdóttír, Kjartan Guðjónsson, Svavar Björnsson, Ása Kristinsdóttir.
+ Útför INGIBERGS STEFANSSONAR, forstjóra, veröur gerð þriðjudaginn 23. desember í Fossvogskirkju kl. 10.30. Svanhildur Sigurjónsdóttir, íris Ingibergsdóttir, Óskar Nikulásson, Sveínn Ingibergsson, Guörún Haraldsdóttir, Ingibergur Ingibergsson, Sigrún Helgadóttir.
+ Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför BERGÞÓRU AUÐUNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Kvenfélags Þorlákshafnar. Sigurþór Skasringsson og börn.
+ Alúöarþakkir færum við starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir umönnun BJARGARJÓNSDÓTTUR, frá Akureyri, er lézt í nóvember sl. Barnabörn.
Blikksmiöjan Grettir veröur lokuð í dag, þriðjudaginn 23. desember vegna útfarar Ingibergs Stefánssonar, forstjóra.
Aldís Olafsdótt-
ir — Kveðjuorð
Fædd 5. nóvember 1920.
Dáin 4. desember 1980.
Hún Allý vinkona okkar hjóna
er dáin. Það er erfitt að trúa því.
Ég fylltist miklum söknuði, er ég
las það í blaði fyrir nokkrum
dögum, er ég var á leið með skipi
heim til íslands í jólafrí með syni
mína. Ég hafði ekki séð Allý í tæp
tvö ár og hlakkaði mikið til að sjá
hana eins og alltaf.
Við hjónin kynntumst Allý um
borð í ms. Gullfossi vorið 1971, þar
sem við unnum saman, og var það
yndislegur tími. Það er mér
ógleymanlegur tími og oft var
glatt á hjalla og mikið gátum við
Allý hlegið vel saman og spjallað.
Allý átti stórkostlega fallegt
heimili, það var eins og að koma í
draumaland að koma til hennar.
Alltaf tók hún vel á móti okkur,
var mjög gestrisin og vildi allt
fyrir mann gera. Það var alltaf
gaman að hlusta á hana segja frá
ferðum sínum á sjónum og margt
spennandi hafði hún upplifað og
ævintýralegt.
Hún hafði líka mætt miklu
mótlæti í lifinu og reynt mikil
veikindi, og var stundum mjög
langt niðri, en fljót að verða glöð
aftur og sjá allt það góða sem lífið
gaf.
Allý var ekki hrædd við að
vinna, vann alla ævi mikið, aðal-
lega við framreiðslustörf. Hún var
einnig mjög listræn, mikil hann-
yrðakona og málaði afar fallegar
landslags- og blómamyndir, og
þykir okkur vænt um þær myndir
sem hún gaf okkur.
Síðustu árin átti Allý við erfið-
an sjúkdóm að stríða, en hún var
sterk og hafði sterkan vilja. Hún
náði aldrei að heimsækja okkur til
Danmerkur, og þykir mér það
leitt, því oft vorum við búin að
ræða um það og hlakka til, en við
héldum að tíminn væri nógur, en
því ráðum við ekki sjálf, því
miður.
Henni hlotnaðist ekki sú gæfa
að verða móðir, en hún átti 5
góðar og skemmtilegar systur og
mjög elskuleg systrabörn sem
reyndust henni vel, og hún elskaði
mikið.
Systrum hennar og fjölskyldu
votta ég og fjölskylda mín okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku Allý, takk fyrir allt.
Blessuð sé minning Allýjar.
Gullý Hanna
Minning:
Þóra Magnea Magnús-
dóttir frá Fagraskógi
Fædd 8. febrúar 1894.
Dáin 3. maí 1980.
Jólin og undirbúningur þeirra
kalla fram í hugann myndir af
þeim vinum sem horfnir eru en
minnisstæðir.
Einn þessara vina minna er
Þóra Mangúsdóttir í Fagraskógi
við Eyjafjörð.
Ég handleik jólakortið, sem hún
sendi á síðustu jólum. Á því er
mynd af Möðruvallaklausturs-
kirkju, þar sem tendruð voru
hundruð lifandi kertaljós á jólum.
Þetta var kirkjan hennar og kirkj-
an mín þau ár, sem ég bjó á
Hjalteyri. Á Möðruvöllum áttum
við góða vini sem voru presthjónin
séra Sigurður Stefánsson og María
Ágústsdóttir.
Með söknuði minnist ég Þóru,
þessarar elskulegu, trygglyndu
konu, og rifja upp ferðirnar, sem
við fórum saman til Akureyrar að
gera jólainnkaupin.
Þóra fæddist í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru Steinunn Sig-
urðardóttir og Magnús Vigfússon
starfsmaður við Stjórnarráð ís-
lands. Bjuggu þau í húsi, sem stóð
á baklóð Stjórnarráðsins og þar
ólst hún upp ásamt Margréti
systur sinni.
Þóra var snemma bókhneigð og
fróðleiksfús. Hún las allar þær
bækur, sem hún komst yfir. Á
unglingsárunum sótti hún ensku-
og þýskutíma, sem varð henni
ómetanlegt.
Ung að árum sigldi hún til
Kaupmannahafnar og fór þar í
hússtjórnarskóla. Eftir heimkom-
una starfaði hún við Landsíma
íslands.
Hún giftist árið 1916 Carsten
Bherens kaupmanni í Reykjavík og
síðar í Hafnarfirði. Þau eignuðust
tvö börn, Idu sem gift er Robert L.
Dibble, aðstoðarframkvæmda-
stjóra, búa þau í Bandaríkjunum
og Wilhelm Magnús, efnispilt sem
andaðist fjórtán ára að aldri. Eftir
að þau slitu samvistum fluttist
Þóra norður til Akureyrar með
börnin sín og starfaði þar við
Landsímann.
Á Akureyri bjó hún þar til hún
giftist árið 1931 Stefáni Stefáns-
syni bónda og lögfræðingi í Fagra-
skógi. Þóra kunni strax vel við sig
í Fagraskógi og festi þar rætur.
Heimilið var mannmargt og
gestkvæmt.
Þóra og Stefán eignuðust fjögur
börn.
Þau eru: Stefán bæjarverkfræð-
ingur á Akureyri, kvæntur Jó-
hönnu Stefánsdóttur frá Neskaup-
stað; Þóra húsfreyja, gift Gisla
Teitssyni, framkvæmdastjóra
Heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík; Magnús bóndi í Fagra-
skógi, kvæntur Auði Björnsdóttur
frá Ölduhrygg í Svarfaðardal; og
Ragnheiður húsfreyja, gift Har-
aldi Sveinbjörnssyni verkfræðingi
á Akureyri.
Þau hjónin voru hjúasæl og
dæmi voru þess að sama vinnu-
fólkið væri hjá þeim árum saman,
oft þar til það festi ráð sitt og setti
saman eigið bú.
Þóru kynntist ég fyrst í Reykja-
vík fyrir hálfri öld. Það var á
heimili Margrétar systur hennar,
en við Stella dóttir Margrétar
vorum æskuvinkonur. Það var allt-
af stórviðburður þegar von var á
Þóru að norðan. Það var svo mikil
reisn yfir henni.
Eftir að hún gerðist húsfreyja í
sveit var hún ævinlega á íslenska
búningnum og með franskt slegið
sjal.
Þegar ég og fjölskylda mín
fluttumst til Hjalteyrar, endurnýj-
uðum við kunningskapinn og átt-
um margar ánægjustundir saman.
Stefán var nú orðinn alþingis-
maður og var fyrir sunnan á
vetrum. Stundum fór Þóra með
honum, en á þessum árum var hún
heima. Börnin voru í skólum.
Þóra lifði lífinu lifandi og var
ævinlega til í að skreppa inn á
Akureyri ef ég hringdi til hennar. I
þessum ferðum sáum við margar
leiksýningar, bæði hjá Leikfélagi
Akureyrar og nemendum Mennta-
skólans. í hverri ferð var komið við
á Bjarmastígnum hjá Árna lækni
og Ingibjörgu frænku minni, en
með þeim var einlæg vinátta.
Þessum vetrarferðum eru tengdar
margar minningar. Þegar allt var
á kafi í snjó þá kom Þóra á kana
með hestum fyrir til Hjalteyrar og
sat eins og drottning í hásæti á
kananum. Svo fórum við um borð í
Drang og sigldum inn Eyjafjörð.
Mér er í minni hve hún lagði
mikla alúð í jólainnkaupin og
miðaði þau við Davíð mág sinn svo
hann yrði ánægður. Enda sagði
Davíð aðspurður árið 1956. „Ég
hlakka alltaf til jólanna. Þó að ég
sakni vina í stað heima í Fagra-
skógi þá uni ég mér hvergi betur
en þar á jólum. Þar standa mér
opnar allar dyr.“
Þóra var skemmtileg kona og
Ijóðelsk. Hún kunni að meta gróð-
urmoldina og plantaði trjám tug-
um saman. Þau eru hennar minn-
isvarði í Fagraskógi undir Sólar-
fjöllum.
Faðmaðu bliði blær
bygKðir ok Nundin við...
Sé én hvar bðndabær
brosir i veaturhlið.
D.S.
Þóra var einstaklega hjálpsöm
og vildi hvers manns vanda leysa.
Heimilið stóð opið, ekki aðeins
vinum og vandamönnu'm, heldur
öðrum gestum og gangandi, sem
leið áttu framhjá Fagraskógi. Á
vetrum í vondri færð var hver sá
hólpinn, sem náði heim að Fagra-
skógi, þar var honum vís besti
beini og aðhlynning, hvort sem var
á nóttu eða degi.
Ríkir þættir í skapgerð Þóru
voru trygglyndið og kjarkurinn
sem aldrei brást henni. Kom henni
það vel þegar Stefán maður henn-
ar missti heilsuna, hann var þá um
fimmtugt. Hún var óþreytandi við
að hvetja hann og hjúkra. Hún
fylgdi honum til útlanda þar sem
reynt var að ráða bót á heilsuleysi
hans. Síðustu árin hjúkraði hún
honum heima í Fagraskógi. Stefán
andaðist árið 1955.
Eftir lát manns síns fluttist hún
suður á æskustöðvarnar og bjó
lengst af í skjóli Þóru dóttur
sinnar og Gísla manns hennar. Þar
var hún í nágrenni við Margréti
systur sína, en með þeim systrum
voru miklir kærleikar alla tíð.
Hún ferðaðist til Bandaríkjanna
og dvaldi á heimili Idu dóttur
sinnar. Ida sýndi móður sinni
mikla ræktarsemi og kom oft til
Islands að heimsækja hana og
fjölskylduna.
Þegar heilsan fór að bila þurfti
hún að gangast undir hvern upp-
skurðinn eftir annan en kjarkinn
missti hún aldrei og aldrei kvart-
aðihún.
Ég heimsótti hana á sjúkrahúsið
á Akureyri sumarið 1978. Hún lá í
sjúkrarúmi en trúði mér fyrir því
að á morgun ætlaði hún út í
Lystigarðinn, sér væri það lífs-
nauðsyn að finna bjarkarilminn.
Hún naut þess að vera með
fjölskyldu sinni og vinum. Betri
amma var ekki til að dómi barna-
barnanna fjórtán. Hún gaf sér
ætíð tíma til að sinna þeim, hlusta
á frásagnir þeirra og tala við þau.
Þóra var ekki síður heimsborg-
ari en sveitakona.
Hún las mikið og fylgdist vel
með bæði innanlands og utan.
Síðustu árin bjó hún hjá Stefáni
syni sínum og tengdadóttur á
Akureyri.
Hún tók sér ferð á hendur eftir
síðustu jól til Noregs að heim-
sækja Ragnheiði dóttur sína og
fjölskyldu hennar sem þá dvaldi í
Osló. Þar andaðist hún 3. maí sl.
Hún var flutt heim í Fagraskóg og
kvödd þar en jarðsett að Möðru-
völlum við hlið ástvina sinna.
Á ári trésins kveð ég Þóru í
Fagraskógi með þökk fyrir sam-
fylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Soffía Eygló Jónsdóttir
frá Stóra-Skipholti.