Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 39 Kennarar og nemendur á köfunarnámskeiði Landhelgisgæzlunnar. Frá vinstri: Logi Björgvinsson, Iljalti Sæmundsson, Gísli bórðarson. Þorvaldur Axelsson, Benedikt Svavarsson, Þórður Þórðarson, Hermann Sigurðsson og Jóhannes Ragnarsson. Kafaranámskeið hjá Landhelgisgæzlinmi Undanfarna 15 daga hefur staö- ið yfir kafaranámskeið hjá Land- helgisgæzlunni og mun því ljúka 19. þ.m. Þjálfunarstjóri er Þor- valdur Axelsson og honum til aðstoðar er Hermann Sigurðsson, báðir mjög reyndir kafarar hjá Landhelgisgæzlunni. Mörg námskeið hafa áður verið haldin á vegum Landhelgisgæzl- unnar, en þetta námskeið er að því leytinu frábrugðið hinum, að þetta er í fyrsta skiptið sem köfunar- námskeið í froskköfun er haldið samkvæmt nýútgefinni reglugerð, um atvinnuréttindi og skyldur kafara. En sú reglugerð er byggð á lögum frá 1976. Nemendur á þessu námskeið ' Landhelgisgæzlunnar eru 6, þar af 2 loftskeytamenn, 2 vélstjórar, bátsmaður og timbur- maður. — Og ég spyr Þorvald. — Hvenær lærðir þú köfun og hvar? — Ég lærði upphaflega köfun hjá Landhelgisgæzlunni, hjá Þresti Sigtryggssyni, 1960. Síðan Of sjaldan laugardagur Jón Viðar Guðlaugsson: FJÖRULALLI. %. bls. Salt hf. Bók þessi hefur að geyma nokkrar gamansögur frá uppvaxt- arárum höfundar í innbænum á Akureyri. Hér mun þó fremur um skáldskap að ræða en endurminn- ingar. Sögurnar munu upphaflega hafa verið samdar sem skemmti- efni handa börnum og unglingum í KFUM og K. Þessar sögur eru prýðilega skrifaðar og oft veru- lega sniðugar og þætti mér ekki ólíklegt að höfundurinn ætti eftir að láta meira frá sér fara af hliðstæðu efni og væri það vel. Á kápu bókarinnar segir að sögurn- ar hafi stundum orðið til með litlum fyrirvara. Það virðist ekki koma mikið að sök, en víst er að ekki myndi það saka þótt Jón Viðar gæfi sér rýmri tíma til skriftanna í framtíðinni. Eins og títt er um svona bækur, Bókmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON segir útgefandi um hana að hún sé handa allri fjölskyldunni, ungum sem eldri. Ég held nú samt að börn og unglingar muni hafa mest gaman af þessum sögum og rýrir það í engu gildi þeirra. Eiginlega þvert á móti, því að á þesum tímum litprentaðrar teiknimynda- þvælu og alþjóðlegrar flatneskju og lágmenningar á sviði barna- og unglingabóka, veitir svo sannar- lega ekki af því að skrifaðar séu fór ég í framhaldsnám hjá Danska sjóhernum 1972. Hvað ertu búin að kenna köfun lengi hjá Landhelgisgæzlunni? — Ég er búinn að kenna köfun hjá Landhelgisgæzlunni síðan 1963, hversu mörgum ég hef kennt, hef ég ekki tölu á, en þeir skipta nokkrum tugum, og öll sú kennsla hefur verið miðuð við björgun skipa. Hvernig er með stýrimenn Landhelgisgæzlunnar, hafa þeir ekki lært köfun? — Flestir stýrimenn Landhelg- isgæzlunnar hafa lært köfun, en bæði er þetta starf erfitt og mikil áreynsla á líkamann þannig að menn endast stutt í þessu. Því var svo komið að við þurftum að endurnýja köfunarflokk okkar og því ákveðið að þjálfa þessa menn upp, enda þjálfun þeirra og starfs- reynsla hjá Landhelgisgæzlunni mjög góð. Áttuð þið kafarar Landhelgis- gæzlunnar ekki í nokkrum deilum varðandi kaup og kjör? — Jú, það er rétt. Við fengum nokkra lausn á okkar málum og við fengum líka vilyrði um bættan búnað, því það er annað en gaman að kafa í sjó sem er við frostmark og það í blautbúningi, eins og t.d. við loðnuflotann norður í „Dumbs- hafi“. En okkur var lofað betri búningi og við ornum okkur ennþá við það, — Hver er sú versta köfun sem þú hefur lent í? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. En ég minnist nokkurra skipta þegar ég eða köfunarfélagi minn urðum fastir í netinu sem við vorum að skera úr skrúfu skipa, og vorum orðnir loftlitlir, en þetta fór allt vel og vona ég að svo verði framvegis. Einn af nemendunum á kafara- námskeiðinu er Jóhannes Ragn- arsson. Hann sagði: — Ástæðan fyrir þessu kafaranámskeiði mínu er sú að ég vil fá atvinnuskírteini í þessu starfi. Ég er að vissu leyti búinn að starfa í þessu í 8 ár, því sjálfmenntaður byrjaði ég að kafa og skera úr skrúfum báta í höfnum, bæði hér í Reykjavík, á Raufarhöfn, Þórshöfn og fleiri stöðum. Síðan var ég í Svíþjóð og kafaði þar við skip í „dokkum" og við að loka sjóinntökum í risa- olíuskipum, botnhreinsa skip og ýmislegt fleira. í þessu starfi mínu kynntist ég ýmsum þeim útbúnaði sem notaður er erlendis, þannig að ég þekki svolítið til þessara starfa. Mér llzt mjög vel á þetta námskeið hjá Landhelgis- gæzlunni og segi að bæði þeir Þorvaldur og Hermann séu ágætis kennarar. Og ég vil sérstaklega koma því á framfæri, að þau störf sem froskkafarar Landhelgisgæzl- unnar hafa innt af hendi, með þeim útbúnaði sem þeir hafa, er þrekvirki. Því það má segja að þessi „Suðurhafseyja“-útbúnaður sem þeir hafa er stórhættulegur vegna hættu á örmögnun við kuldaálag. Ég tel þetta námskeið líka vera frumraun í köfunar- kennslu, samkvæmt lögum sem sett voru 1976, sem mér finnst vara nokkuð laus í reipunum, en ég ber fullt traust til þeirra sem að kennslunni standa og tel full- víst að þetta námskeið muni setja fastar skorður á námsefnið. En ég vil benda forráðamönnum Land- helgisgæzlunnar á, að sá útbúnað- ur sem við höfum í dag, er alls ófullnægjandi, því hann er tæpast fullnægjandi fyrsta flokks kröfu hjá sportköfurum. Ég vil að við fáum þann útbúnað sem okkur hæfir við störf okkar í rúmsjó,þar sem hitastig getur farið niður I 0 gráður á celsíus, og það er að fá þurrbúning. Gísli Þórðarson er búinn að starfa hjá Landhelgisgæzlunni á þriðja ár. Hann hefur haft mikinn áhuga á að læra köfun, ekki aðeins vegna starfsins heldur líka vegna aukinna tekjumöguleika. Og hver láir honum það? Gísli hefur einu sinni farið niður í köfunarbúningi áður en hann hóf þetta nám. — Við þurfum að fara í stranga læknisskoðun áður en við getum hafið námið, segir hann. Auk þessa er það svolítið erfitt fyrir mig, og kannski fleiri, að öll kennslugögn eru á dönsku, en þetta hefst með hörkunni. í mínu starfi um borð í v/s Ægi hef ég nokkrum sinnum verið aðstoðar- maður kafaranna, við köfun, og tel ég mig að þekkja nokkuð til þeirra aðstæðna sem kafarar þurfa að vinna við. Ég tel því að öryggi númer eitt sé að tveir kafarar séu við vinnu. Mér finnst líka að hér vanti ýmiskonar loftverkfæri, til að vinna með neðansjávar, auk þess sem ég tel að afþrýstitanka vanti algjörlega um borð í varð- skipin, því aldrei er að vita hvenær þess er þörf. Auk áðurnefndra kennara, á þessu köfunarnámskeiði Land- helgisgæzlunnar, hefur Hálfdán Henrysson, stýrim., kennt með- ferð sprengiefna neðansjávar, Karl Gunnarsson, lífeðlisfræðing- ur, kennt notkun og meðferð ljósmyndavéla neðansjávar og Jón Magnússon, lögfræðingur, reglur- og skýrslugerð varðandi björgun skipa. H. Hall. 0 INNLENT Jón Víðar Guðlaugsson. skemmtilegar íslenskar sögur handa ungum lesendum. Mér að öðru leyti gersamlega ókunnur maður, Búi Kristjánsson, hefur teiknað myndir í þessa bók. Þykir mér honum hafa farist það býsna vel úr hendi. Bókin er snyrtileg í útliti og með stóru letri. Að lokum langar mig að birta upphaf bókarinnar, til að gefa nokkra hugmynd um það hvað hér er á ferðinni: „Logn, sólskin, laugardagur. Rifs, rabarbari og rófur nærri fullþroskað i görðunum. Þannig var hin fullkomna tiivera i aug- um 6 ára gamals drengs i inn- bænum á Akureyri á því herrans ári 1940. Og ótrúlega margir dagar uppfylltu þessar kröfur fullkomieikans. Það var helst, að laugardagar voru sjaldan oftar en einu sinni í viku; en allt hitt var á sínum stað.“ jóíaWboö /s sér húsgögri eö tePP',v'" nrei6s>ustaWa'a. ^ , a)ft aö 91 einstæöa 9 ettirstoö _*Q^Kva. Op»ö poriáRs 9—23. nvessu JJ•»» , ll t \ i 1 -i i • I UJ '111 i n _j J' sím' • s. 10600 _ # - . ..I / 'y\. . v.Ní : — ' ‘ ‘ 22 04 DEC80 • * • *’

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.