Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 33

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 41 fclk í fréttum Mótmæli í París + Fyrir skömmu safnaðist stór hópur Frakka fyrir framan sendi- ráð Argentínu í París. Tilgangur- inn var sá að láta í ljós andúð sína á hvarfi þriggja franskra kvenna í Argentínu, en þrjú ár eru nú liðin frá hvarfi þeirra. Sem kunnugt er, hefur athygli manna beinst mjög að Suður-Ameríku að undanförnu, en stjórnvöldum þar virðist ekkert vera heilagt. Morð, mannahvörf og hvers konar hryðjuverk eru þar svo til daglegt brauð. Hins vegar munu vera mjög fjölmennar frels- ishreyfingar í Suður-Ameríku og fyrr en seinna mun dagur frelsis- ins renna upp. I mótmælunum í París tóku margir frægir aðilar þátt. Þessi þrjú eru, frá hægri: franska kvikmyndaleikkonan Catherine Deneuve, franski söngv- arinn og leikarinn Yves Montand og sovéski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Marek Halter. Máttu ekki ganga + Lögreglan í Nashville i Banda- ríkjunum meinaði um daginn hinum forógnaniegu Ku Klux Kian-sam- tökum aö taka þátt i jólaskrúÖ- göngu. Sérþjáifuð 50 manna sveit, vopnuÖ M16 riffl- um, sá til þess, aö hinir kuflaklæddu Klan-menn fengju ekki að vera með. Tjáði lögreglan meðlimum sam- takanna, að þeir mættu ganga um sem einstaklingar en ekki sem hópur eða samtök. Varð nokkurt málaþóf út af þessu, en ekki kom til átaka. Myndin sýnir svartan öryggis- vörð meina Ku Klux Klan-manni að taka þátt í göngunni. Eins og kunnugt mun vera, berjast samtök þessi gegn hvers konar útlendingum og lituðu fólki í Bandaríkjunum. + Fyrir skemmstu voru gamli kvikmyndaleikarinn Kirk Dougl- as og frú í Austur- og Vestur- Berlin i sambandi við töku nýrr- ar kvikmyndar. Þess má til gam- ans geta, að ektakvinnan er þýsk. V erðlaunahafarnir + Hér er mynd af Nóbelsverð- launahöfum 1980. Sitjandi er Bandarikjamaðurinn George D. Snell, fyrir eðlisfræði. Standandi frá vinstri eru: James W. Cronin. Bandarikjunum. fyrir eðlisfræði, Val F. Fitch. Bandaríkjunum, fyrir eðlisfræði. Lawrence R. Klein. Bandarikjunum, fyrir hag- fræði, pólski útlaginn Czeslaw Milosz. fyrir bókmenntir, Frakk- arnir Jean Dauset og Baruj Benecerraf ásamt Bretanum Frederik Sangcr og þeim Walter Gilbert og Paul Berg frá Banda- rikjunum. deildu með sér efna- fræðiverðlaununum. Allir tóku þeir við verðlaunum sinum úr hendi Karls Gústafs, Sviakonungs. Kjólar - kjólar Nýkomið sérlega fjölbreytt úrval af kvöld- og samkvæmiskjólum, úr allskonar prjónaefnum, satíni, prjónasilki og nýtísku hömruðu flaueli í 8 glæsilegum litum. Allar stæröir, einnig tækifæriskjólar. Opiö í kvöld til kl. 23.00. Fatasalan Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni (við hliðina á Hlíðarenda). MICROMA ER FRAMTÍÐARÚRIÐ ÞITT ÞVÍ GETUR ÞÚ TREYST Gæði, nákvæmni, og fjölbreytt útlit er aðalsmerki MICROMA SWISS úranna. Þér er óhætt að láta eigin smekk ráða í vali. Þú færð gæðaúr á góðu verði. Alþjóöa ábyrgð. örugg þjónusta fagmanna. Litmyndalisti. Póstsendum um land allt. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI39 SÍM113462

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.