Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
nruMuiM* uM-uu
fugla. Eins og ég nefndi í minni
grein er hrafninn hættulegur búfé
og einnig er hann skaðvaldur í
varplöndum. Er oft Ijót aðkoman,
þegar hrafnar hafa ráðist á kind-
ur, lifandi en ósjálfbjarga, og
kroppar úr þeim augun eða holrif-
ið. Veiðibjallan er þekkt fyrir að
tína upp æðarunga jafnóðum og
þeir koma úr hreiðrum auk þess
sem hún er skaðvaldur í göngu-
seiðum laxa og silunga. Loks er
hún sýklaberi, þar sem hún nærist
oft á úrgangi á öskuhaugum í
þéttbýli og er m.a. ekki óþekkt að
hún baði sig í drykkjarvatni þétt-
býlisfólks að slíku áti loknu. Það
er því engin tilviljun að veiðibjall-
an er stundum nefnd „fljúgandi
rotta".
Sportveiðimaðurinn ætlar alveg
að ærast af því að ég tala um að
fækka þessum vargfugli. Má hann
gjarnan vita það, að ég sæi alls
ekki eftir því þó hann skyti sér
slíka fugla, hvort heldur væri til
áts eða annars.
Ekki ætlunin að
standa í blaðadeilum
Það sem hér skiptir meginmáli
að minn hyggju, er að rjúpna-
stofninn hefur farið minnkandi á
undanförnum árum, m.a. og aðal-
lega vegna óþarfa ágangs sport-
veiðimanna, sem oft á tíðum
kunna ekki að umgangast við-
kvæma íslenska náttúru á þann
hátt, sem nauðsynlegt er, þó að
þeir séu jafníslenskir og við sem
búum við hana dagsdaglega.
Stofninn þarf því að mínu mati að
friða, að minnsta kosi um sinn,
svo að hann nái eðlilegri stærð á
ný.
Stofn vargfugla, aðallega hrafns
og veiðibjöllu, hefur hins vegar
vaxið á undanförnum árum óeðli-
lega mikið. Þann stofn þarf því að
minnka, alls ekki útrýma, svo að
jafnvægi komist á. Svo einfalt er
það sem hér um ræðir. Útúrsnún-
ingar og rangfærslur „sportveiði-
manna", sem ég leyfi mér nú loks
að setja innan gæsalappa, fá
þessum staðreyndum alls ekki
breytt.
Með línum mínum hér í dálkum
Velvakanda var ekki ætiunin að
fara að standa í blaðadeilum, allra
síst við einhverja huldumenn, sem
blygðast sín svo fyrir ritverk sín
og málstað, að nafns má alls ekki
geta með skrifum. Slíkt er þó e.t.v.
ekki óeðlilegt, þegar haft er í
huga, hvað verið er að verja."
Ekki rétt
mynd af
fimleikum
Fimleikaunnandi skrifar:
;,Kæri Velvakandi.
Eg get ekki lengur orða
bundist eftir að hafa horft á
„Stundina okkar“ hinn 14.
desember.
par var verið að bera
saman tvær göfugar listir,
ballett og fimleika. Þessi
þáttur var til lítillar veg-
semdar fyrir fimleikana. Eg
get ekki skilið í Bryndísi
hvernig hún getur látið sér
detta í huga að bera saman
manneskjur sem æfa með
íslenska dansflokknum og
eru búnar að æfa hátt í 10 ár
ef ekki meira og manneskju,
sem varla hefur æft í meira
en eitt ár hjá, og ef mér
leyfist að segja það: hjá
lélegu félagi. Efast ég um að
hún hafi nokkurn tíma
keppt í þessari grein.
Ég veit að það eru margir
fleiri en ég þessarar skoðun-
ar og skora ég á þá, sem
horfðu á Stundina okkar að
láta sem þeir hafi ekki séð
fimleikana, því það var alls
ekki rétt mynd af þeim, sem
birtist á skerminum."
Canon jólagjöfin
sem reiknað er
með fyrir hann,
hana og þau
Viö vorum meö þeim fyrstu
sem seldu tölvur hérlendis og
þaö var frá Canon merki sem
heldur velli enda framleiöa þeir
aöeins fyrsta flokks vöru.
Ábyrgö og þjónusta
Shrífuékin hf
Suöurlandsbraut 12.
Sími 85277.
Gleðileg
jól
& SIGGA V/öGA £ \/LVERAW
W4$ \i06T>A OVf WA;
QCR MhtiA VÍBtf, $L\QA.
VA V&'Sfö A9 fe MIA%T
mi Tll AQ S.A
mr