Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
47
Verða 3 milljónir
Breta án vinnu á
Veður
víða um heim
Akureyri -1 snjókoma
Amsterdam 6 skýjaó
Aþena 14 skýjað
Berlín 2 skýjað
BrUssel 8 rigning
Chicago -6 skýjað
Feneyjar’A b8 heiðskírt
Frankturt 4 skýjað
Færeyjar 2 slydduél
Gent 5 skýjað
Helsinki 2 rigning
Jerúsalem 16 heiðskírt
Jóhannesarb. 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Las Palmas 19 skýjað
Lissabon 15 heiöskírt
London 11 heiðskírt
Los Angeles 22 skýjað
Madrid 17 heiðskírt
Mallorka 16 lóttskýjað
Malaga 19 heiöskírt
Miami 24 skýjað
Moskva 0 skýjað
New York -3 skýjaö
Osló 0 skýjað
París 8 skýjað
Reykjavík -1 snjókoma
Ríó de Janeiro 38 heiöskírt
Rómaborg 9 heiöskírt
Stokkhólmur 0 skýjað
Tel Aviv 19 heiöskírt
Tókýó 10 skýjað
Vancouver vantar
Vínarborg 5 skýjað
miðju ári 1982
París. 22. desomhor. — AP.'
EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sendir á morgun
frá sér efnahagsspá fyrir aðiidarlönd stofnunarinnar. og nær spáin 18
mánuði fram í timann. eða fram á mitt ár 1982.
I spánni er gert ráð fyrir
áframhaldandi efnahagskreppu í
Bretlandi og að þrjár milljónir
manna verði atvinnulausar þar í
landi á miðju ári 1982, eða sem
nemur 12,25% vinnufærra manna.
Spáð er neikvæðum hagvexti í
Bretlandi á næsta ári, þó ekki eins
miklum og í ár, en að ástandið
batni örlítið í þeim efnum á árinu
1982. Spáð er 12% verðbólgu i
Bretlandi á næsta ári og níu
prósentum árið 1982. I skýrslunni
er rýrð kastað á efnahagsstefnu
stjórnar Thatchers.
Spáð er meiri hagvexti og minni
verðbólgu í Bandaríkjunum á
næstu tveimur árum en í ár. Búist
er við að verðbólgan, sem var
10,5% á árinu 1980, standi í stað
framan af ári, en minnki í 9,5% á
seinni hluta ársins 1981. Spáð er,
að 8% vinnufærra Bandaríkja-
manna verði atvinnulausir 1981,
en 7,75% 1982. Á árinu sem er að
líða voru 8,3% vinnufærra Banda-
ríkjamanna atvinnulausir.
Búist er við að hagvaxtaraukn-
ing verði hvað mest í Japan á
næstu 18 mánuðum, en þar á eftir
koma Bandaríkin, Kanada, Ítalía
og Frakkland. Meðaltals hagvöxt-
ur í löndum OECD næstu 18
mánuðina er áætlaður þrír af
hundraði, en í spánni er jafnframt
gert ráð fyrir því að 25,5 milljónir
manna verði atvinnulausar í lönd-
um aðildarlandanna, eða sem
svarar 7,5% atvinnufærra manna.
Búist er við að meðaltalsverðbólga
í ríkjum OECD verði 9% á miðju
ári 1982, en hún er 11,25% á árinu
sem er að ljúka.
írönsk gagnsókn
á vesturhálendinu
Beirút. 22. des. AP.
ÍRANAR héldu því fram í dag,
þrcmur mánuðum eftir að stríðið
við Pcrsaflóa hófst, að þeir hefðu
hafið gagnsókn og hrakið Iraka
úr stöðvum i vesturhálendi írans
og í oliuhéraðinu Khuzistan. ír-
akar sögðu, að báðum gagnárás-
unum hefði verið hrundið.
Samkvæmt tilkynningum frá
Teheran misstu írakar „nokkrar
víggirtar stöðvar" í snævi þöktum
rótum Zagrosfjalla fyrir ofan
þjóðveginn frá vesturlandamær-
um írans til Bagdad.
íranar sögðu, að 130 íraskir
hermenn hefðu fallið og 21 hefði
verið tekinn til fanga í bardögum
um hæðirnar í héraðinu Sar-E-
Pol-E-Zahab og í héraðinu Gilan
Gharb við norðurenda hinnar 483
km löngu víglínu. Sjálfir sögðust
þeir hafa misst 10 fallhlífaher-
írakar sögðu, að 262 íranar og
47 írakar hefðu fallið í Zagros-
hæðunum og umhverfis olíu-
hreinsunarborgina Abadan, syðst
á vígstöðvunum.
Vestrænir sérfræðingar efast
um að verulegar breytingar geti
orðið á víglínunni vetrarmánuðina
vegna snjókomu í vesturhálöndun-
um og rigninga í mýrlendinu í
Khuzistan.
Má verjast hjartaslagi
með vínanda og kynlífí?
Tel Avlv, 22. desember. — AP.
ÍSRAELSKUR hjartasérfræð-
ingur hélt því fram í dag, að
drekki menn eitt vinglas á dag
eða fái sér einn bjór, og stundi
kynlíf að auki, minnki likurnar
á hjartaslagi verulega.
Læknirinn, sem veitir hjart-
veikivarnarmiðstöð Soroka-
sjúkrahússins í Beersheba for-
stöðu, sagði að við athuganir
hefði komið í ljós, að minni líkur
væru á hjartaslagi meðal þeirra,
sem neyttu „hóflegs magns" af
vínanda, en hjá þeim sem ekki
brögðuðu áfengi.
Hann brýndi fyrir mönnum að
stunda líkamsæfingar og leiðir
til að draga úr spennu, og benti á
að kynlíf sameinaði hvort
tveggja fullkomlega. Hann sagði
að athuganir sýndu fram á, að
ekkert væri hæft í fullyrðingum
þess efnis, að aukinn hjartslátt-
ur við kynlíf gætu leitt til
hjartaveilu.
Börn deyja úr
lungnabólgu á
skjálftasvæðum
Napóli. 22. desember. — AP.
TVEGGJA mánaða stúlkubarn
dó úr lungnabólgu á jarðskjálfta-
svæðunum í nótt og heilbrigðisyf-
irvöld óttast að sömu örlög bíði
fjölmargra ungmenna er hafast
við i óupphituðum tjöldum við
þröngan kost á skjálftasvæðun-
um, þar sem mikill kuldi og
vosbúð hefur verið á svæðunum i
nokkra daga, og ekki er búist við
betri tíð í bráð.
Þúsundir manna hýrast enn í
tjaldborgum, án upphitunar eða
viðunandi eldunar- og hreinlætis-
aðstöðu, en í skjálftunum 23.
nóvember sl. misstu þrjú hundruð
þúsundir heimili sín og yfir 3.000
fórust.
Faðir stúlkubarnsins sagði i
dag, að fjölskyldan hefði búið í
tjaldi í mánuð, og ekki fengið
skjólhús annarstaðar þrátt fyrir
margítrekaðar beiðnir til yfir-
valda. Tveggja ára gamall piltur
dó úr lungnabólgu á jarðskjálfta-
svæðunum í síðustu viku, en þar
ríkir nú rigning og hvassviðri.
Helmut Schmidt kanzlari gerir að gamni sínu við Ijósmvndara og þykist ætla að kasta i þá epli.
Schmidt fékk eplin í jólagjöf fyrir rikisstjórnarfund í kanzlarahöllinni.
Fengu ekki að
minnast Lennons
á Leninhæðum
Moskvu, 22. desember. — AP.
SOVÉZKA lögreglan dreifði á
sunnudag hóp nokkurra hundr-
uða ungmenna er safnast höfðu
saman á Leninhæðum til að
minnast John Lennons, bítilsins
er myrtur var í New York fyrir
skömmu. Sex menn voru teknir
fastir er þeir neituðu að hverfa
af vettvangi.
Vitni sagði, að hópurinn hefði
að mestu samanstaðið af fólki
um tvítugt, og báru fjölmargir
myndir af Lennon eða önnur
skilti. Þá spiluðu fjölmörg ung-
menni lög Bítlanna af kassett-
um.
Lögreglumaður kom þar að
sem ungmennin héldu til og bað
þau að hverfa á brott, en þau
létu ekki segjast. Skömmu
seinna birtust tvær rútubifreiðir
með rúmlega 50 lögreglumenn
innanborðs er tókst um síðir að
stökkva aðdáendum Lennons á
braut.
Plötur Lennons eða annarra
Bítla er venjulega ekki að fá í
verzlunum í Sovétríkjunum, en
ganga kaupum og sölum á svört-
um markaði fyrir hátt verð. Þar
sem Bítlarnir voru ekki í háveg-
um hafðir meðal valdamanna í
Sovétríkjunum voru örstuttar
fregnir af láti Lennons aðeins
birtar í tveimur blöðum þar
eystra.
Farþegaþotu
var grandað
Boxota, 22. des. — AP.
MAÐUR, sem sagði ekki til
nafns, hringdi. og varaði við slysi
kólombísku farþegaflugvélarinn-
ar, sem fórst með 68 mönnum. að
sögn talsmanns flugfélagsins í
dag og talið er að um skemmdar-
verk hafi verið að ræða. Allir sem
fórust virðast hafa verið Kól-
ombiumenn.
Þotan fórst í gær í afskekktri
eyðimörk, Guajira, um 800 km
norður af Bogota, skömmu eftir að
flugstjórinn skýrði frá sprengingu
um borð.
Fréttir hermdu að flugvélin hafi
haft meðferðis japanskar hvell-
hettur þrátt fyrir bann við flutn-
ingi á slíkum sprengiefnum. Emb-
ættismenn segja að farþegar hafi
getað látið líta út fyrir að þeir hafi
haft eitthvað annað meðferðis en
hvellhettur.
Maðurinn sem hringdi sagði í
símanum: „Það væri bezt að kyrr-
setja flugvélina, því að hún mun
ekki komast á ákvörðunarstað.“
Starfsmenn flugfélagsins neit-
uðu að svara því hvort leit hefði
verið gerð í þotunni, sem var
tveggja hreyfla af Caravelle-gerð,
að sprengju eftir að hótunin barst.
Sovétbanki
þjóðnýttur
Beirút. 22. des. - AP.
ÍRANSSTJÓRN kunngerði í gær
þjóðnýtingu íransk-sovézka
hankans og setti hann undir
„eftirlit“ seðlabankans.
Ríkisstjórn mun taka við fullri
stjórn bankans 20. jan. 1981.
Sovézk sendinefnd hans hefur
verið í Teheran vegna málsins.
Þetta er síðasti erlendi bankinn
sem er þjóðnýttur samkvæmt
áætlun síðan í fyrra.