Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 40

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 40
íPEPi^r9 Nýborg^ W k Ármúla 23 - Sími 86755 ^ $ull & á£>tlfur Laugavegi 35 g dagur I til jóla ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Ófærð á Vest- f jörðum og Norðurlandi - en greið- fært syðra FÆRÐ á vegum í nátjrenni Rcykjavíkur var sæmilega góA i K3‘r <>k var fært allt austur á firði um Suðurland. l>á var einn- ig fært frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes og í Dalina. Fært var til Akureyrar og Húsavíkur, en til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var ótrygg færð.’ A norðausturlandi var víðast ófært og urðu vegagerðarmenn að hverfa frá mokstri vegna veðurs. Fært var í nágrenni Egilsstaða og Oddsskarð og Fjarðarheiði voru ruddar, en ófært var niður á Borgarfjörð. Á Vestfjörðum var verið að ryðja vegi út frá Patreks- firði. en litlar fréttir bárust af norðanverðum fjorðunum. Vega- gcrðin mun eftir mætti reyna að halda vegum opnum í dag og fram til hádegis á morgun. 12 ára gömul stúlka á gjör- gæzludeild MJÖG haröur árekstur varð milli fólksbíls og vöruhíls á mótum Vesturhóla og Dúfna- hóla klukkan 12.10 í ga*rdag. Fólksbílnum ók 19 ára gömul stúlka og 12 ára gömul stúlka var farþegi í bílnum. Báðar voru fluttar á slysadeild Borg- arspítalans og > ngri stúlkan var lögð mikið slösuð inn á gjör- gæzludeild að lokinni aðgerð. Hún er ekki talin í lífshættu samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Þessi mynd var tekin á Vancouverflugvelli i Kanada á laugardaginn, er háhyrningarnir fjórir frá Sædýrasafninu komu þangað að lokinni flugferð frá íslandi. I texta AP-fréttastofunnar með myndinni segir að ýmsar öryggisráðstafanir hafi þurft að gera vegna flutningsins á háhyrningunum, en frá flugvellinum voru þeir fluttir til sædýrasafnsins í Stanley Park utan við Vancouver. Símamynd-AP. Sjómenn krefjast 30% hækkunar á fiskverði Ríkisstjórnin hefur boðið sjómönnum skatta- ivilnanir i stað hluta fiskverðshækkunar „hETTA er <>ðum að þróast. Það er verið að láta reikna út ýmsar útfærslur, en það er ekki kominn neinn botn i þetta ennþá." sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi um störf efnahagsmála- nefndar ríkisstjórnarinnar, en hún kom saman til fundar á sunnudag- inn og aftur í gærkvöldi. Mbl. spurði Svavar, hvort hann reiknaði með niðurstöðum fyrir jól eða áramót. Hann sagðist síður eiga von á þeim fyrir jól og svo væri til þess að líta, að þröngt væri milli jóla og nýárs með virka daga, þannig að hann vildi engu spá um það, hvenær niðurstöður fengjust. Mbl. spurði þá, hvort vaxtamálin yrðu ekki afgreidd fyrir áramót, en Seðlabankinn hefur lagt til 10% vaxtahækkun þá til að fullnægja FISKVERÐ og bátakjarasamn- ingar eru nú í uppnámi. Sjómenn krefjast 30% hækkunar fiskverðs og útvegsmenn hafa neitað að ræða hátakjarasamninga við sjó- menn, þar sem ríkisstjórn hefur ekki viljað gefa yfirlýsingu um að hún skipti sér ekki af samnings- gerðinni. Þá er gengið látið síga hröðum skrefum þessa daga og stefnir allt í, ef svo fer sem verið hefur, að Bandaríkjadollar verði kominn allverulega á 7. hundrað krónur um áramót. Þá eru sjó- skiiyrðum Ólafslaga. Spurði Mbl. Svavar einnig, hvort sú skýring Ragnars Arnalds, fjármálaráð- herra, að raunvaxtatakmarki Ólafslaga væri þegar náð með sér- stökum sparireikningum, væri skoð- un Alþýðubandalagsins í vaxtamál- um. Svavar sagðist fyrir sitt leyti telja, að þetta gæti vel verið svo, en þetta væri eitt þeirra atriða, sem verið væri að kanna. Spurningu Mbl. um 10% vaxtahækkun svaraði Svav- ar á þá leið, að hann væri henni andvígur. Þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins áttu í gær fund um efnahagsmálin. Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra, hefur tekið sæti Steingríms Hermannssonar í efnahagsmála- nefndinni. „Menn liggja yfir þessu, en ég þori ekki að segja til um það, hvenær niðurstöðurnar korna," svaraði Tómas, er Mbl. spurði hann, mannafélögin nú þessa daga sem óðast að fá verkfallsheimildir og er ráð fyrir því gert, að sjómanna- verkfall verði boöað f upphafi næsta árs. Ingólfur Ingólfsson kvað ríkis- stjórnina hafa viðrað við sjómenn, að hún myndi ívilna þeim í skatta- lækkunum, ef þeir sættu sig við lægri fiskverðshækkun, sern væri á bilinu 700 til 800 milljónir. Ingólfur kvaðst hafa sagt sjávarútvegsráð- herra það sl. fimmtudag, að hann hefði enga trú á því að fyrir slíku hvort helgar- og kvöldfundir bentu til þess, að niðurstöður væru að fást. „Ég hef sagt, að það yrði farið með vaxtamálin að lögum,“ svaraði Tóm- as, er Mbl. spurði hann um það atriði. Mbl. spurði þá, hvort hann ætti við Ólafslög og sagðist hann þá ekki vilja tjá sig frekar um vaxta- málin frekar en önnur atriði sem til umræðu væru í efnahagsmálanefnd- inni. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, er formaður efnahagsmála- nefndarinnar, fulltrúi þingflokks Framsóknarflokksins er Halldór Ásgrímsson og frá Alþýðubandalag- inu Ólafur Ragnar Grímsson og einnig sitja Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Þórður Friðjónsson, hagfræðiráðu- nautur forsætisráðuneytisins, í nefndinni. væri pólitískur meirihluti á Al- þingi, þar sem hér væri kannski um að ræða menn með tekjur á bilinu 12 til 30 milljónir króna á ári á sama tíma og menn ræddu enn um svokallaða barnaskatta og aðgerðir fyrir láglaunafólk. Fiskverðsundirbúningur er mjög skammt á veg kominn. Haldnir hafa verið tveir yfirnefndarfundir og er hinn þriðji ráðgerður í dag. Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í yfirnefnd, kvaðst í gær ekki eiga von á bráðum breytingum í fiskverðsmálum, þar sem engin ákveðin ákvörðun verði tekin þar, fyrr en séð verður, hvernig báta- kjarasamningum reiðir af. Kvaðst Ingólfur ekki búast við því að fiskverðsákvörðun yrði tekin gegn atkvæði sjómanna að þessu sinni með yfirvofandi verkfall þeirra. Hann kvaðst fastlega gera ráð fyrir að verkfall yrði boðað fyrstu viku af janúar. Af undirtektum sagði hann að sér sýndist mikill einhugur og mikil samstaða meðal sjómanna. Ingólfur kvað sjávarútvegsráð- herra hafa boðað á aðalfundi LÍÚ niðurgreiðslur á olíu. Þetta kvað hann vera nýtt fyrir sjómenn og vaknaði þá spurningin, hvernig fjármögnun slíkra niðurgreiðslna yrði háttað. Um þetta hefðu engin skýr svör fengizt. Hann kvað sjó- menn hafa verið með kröfur um afnám olíugjalds, en olíuverð færi hækkandi. Hann kvað fiskverðs- ákvörðun að öllum llkindum ekki verða tekna fyrir áramót. „Við munum ekki standa að verðákvörð- un, fyrr en séð er hvernig kjaramál- in þróast og ég trúi því ekki, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir fisk- verðsákvörðun í blóra við sjómenn með lausa samninga." Hljómflutn- ingstækjum fyrir 4 millj. króna stolið AÐFARANÓTT sl. sunnudags var brotist inn að Grettisgötu 89, en þar eru m.a. til húsa skrifstofur BSRB og hljóðfæra- verzlun Poul Bernburg. Talsverðar skemmdir voru unn- ar hjá BSRB og þjófarnir höfðu brott með sér hátalara og magn- ara af lager hljóðfæraverzlunar- innar að verðmæti um 4 milljónir króna. Sömu nótt var brotizt inn í verzlun Karnabæjar að Laugavegi 66 og þaðan stolið hljómplötum og snældum, 50 þúsund krónum í peningum og 100 krónum sænsk- um og 100 krónum norskum. Málin eru í rannsókn hjá RLR. Síðustu sölurnar á þessu ári SÍÐUSTU íslenzku fiskiskipin. sem lönduðu afla sínum ytra íyrir áramót, lönduðu í Bretlandi og V-Þýzkalandi síðustu daga liðinnar viku. Meðal þeirra var Sólberg ÓF, sem seldi í Grimsby á miðvikudag 154 tonn fyrir 131,3 milljónir króna, meðalverð á kíló 852 krónur. Gæði aflans voru mikil þrátt fyrir heldur lágt meðalverð. Pálmi BA seldi í Grimsby á fimmtudag 76,8 tonn fyrir 57,9 milljónir, meðalverð á kíló 754 krónur. Helgi S. seldi í Gimsby á föstudag 48,9 tonn fyrir 32,1 millj- ón, meðalverð á kíló 656 krónur, 3. flokkur. Yfir 80 um- ferðaróhöpp um helgina ÞUNGFÆRT var í höfuðborginni um helgina og mörg óhöpp í umferðinni. Alls var lögreglan kölluð í umferðaróhöpp í 81 skipti um helgina, í 41 skipti á föstudag, sem er með því mesta sem þekkst hefur, í 21 skipti á laugardag og í 19 skipti á sunnudag. Að sögn lögreglunnar var mjög áberandi að menn festu bíla sína í snjónum, enda ótrúlega margir á ferð, sem illa voru undir vetrar- akstur búnir. „Þeir voru margir á ferðinni sem betur hefðu tekið strætó,“ sagði lögreglan. Auglýsendur athugið Auglýsingar sem birtast eiga í Morgunblaðinu 28. desember nk. þurfa að hafa borist auglýsingadeildinni fyrir kl. 17.00 í dag. Efnahagsmálaneíndin á helgar- og kvöldfundum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.