Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 3 Setja Nígeríumenn verðþak á skreiðina? - Gæti þýtt 20 dollara lækkun á hverjum pakka NEFND skreiðarseljenda oí? íull- trúa viðskiptaráðuneytisins fer til Nígeríu á næstunni til við- ræðna við þarlend yfirvöld. Veru- le«ir samningar hafa verið gerð- ir við Nígeríumenn um kaup á skreið héðan í ár og sömdu Sambandið ok SkreiðarsamiaKÍð um 310 dollara fyrir hvern pakka af a-skreið. Samkvæmt uppiýs- inKum Morxunbiaðsins er nú talið líkleKt. að yfirvöld i Nigeríu setji verðþak á skreiðina þannÍK að hámarksverð verði 290 dollar- ar fyrir pakkann. Morgunblaðið spurði Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu, að því hvort ráðuneytinu hefðu borizt fréttir þessa efnis. Sagðist Stefán ekki vilja ræða þessi mál í fjölmiðlum og benti á seljendur. Þeir úflytj- endur, sem Mbl. ræddi við, sögðu að það sem reynt hefði á samning- ana til þessa hefði allt staðist fullkomlega. Þeir hefðu því ekki ástæðu til að ætla, að Nígeríu- menn myndu hvika frá gerðum samningum þó svo að sögur þess efnis væru uppi. Sambandið og Skreiðarsamlagið sömdu í marzmánuði um sölu á 180 þúsund pökkum af skreið til Nígeríu í ár að verðmæti 53,5 milljónir Bandarikjadala. Setji Nígeríumenn fyrrnefnt verðþak á skreiðina þýðir það 20 dollara lækkun á hverjum pakka af skreið eða 6,45% lækkun miðað við þann samning. í samningi, sem Samein- aðir framleiðendur gerðu var hins vegar kveðið á um hæsta leyfilegt innflutningsverð á skreið til Níg- eríu. Mikið hefur verið hengt upp af fiski á yfirstandandi vertíð. Engar tölur liggja fyrir um framleiðsl- una, en framleiðsluaukningin er mjög mikil frá síðasta ári, sem þó var „gott skreiðarár". Eignir Arnarflugs: Metnar á lið- lega fimmfalt nafnverð MATSNEFND skipuð til að meta eignir Arnarflugs hefur komist að þeirri niðurstöðu að meta skuli verðmæti hlutafjár á liðlega fimm- földu nafnverði. eða 5,3 og munu samninganefndir Flugleiða og Arn- arflugs því setjast að samninga- borði á ný til þess að ræða hugsan- leg kaup Arnarflugsmanna á hluta- bréfum Flugleiða samkvæmt skil- yrðum ríkisstjórnarinnar við veit- ingu ríkisábyrgðar til Flugleiða. Flugleiðir eiga 57'k% hlutafjár í Flugleiðum, en alls er hlutafé Arn- arflugs um 120 milljónir gkróna. Matsnefndin sem vann að málinu var skipuð Guöna Gústafssyni lög- giltum endurskoðanda sem odda- manni, Sigurði Helgasyni yngri af hálfu Flugleiða og Hilmari Sigurðs- syni af hálfu Arnarflugs. Handritin: Hátíðarsamkoma í háskólanum IIÁSKÓLI íslands efnir til hátið- arsamkomu i dag i tilefni af þvi, að 10 ár eru liðin frá þvi að fyrstu íslenzku handritin, Flat- eyjarbók og Konungshók Eddu- kvæða, komu heim frá Dan- mörku. Prófessor Jónas Kristjánsson flytur erindi um heimkomu hand- ritanna. Handritafræðingarnir Ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson lesa valda kafla úr Flateyjarbók og Eddukvæðum. Camiila Söderberg, Helga Ing- ólfsdóttir og Ólöf Sessilja Óskars- dóttir leika franska og ítalska tónlist frá barokktímabilinu. Samkoman fer fram í hát íðarsal Háskólans og hefst hún klukkan 16.00. Öllum er heimill aðgangur. Vangaveltur um framlengda verðstöðvun VANGAVELTUR eru nú um það í herbúðum ríkisstjórnarsinna, að framlengja hina svokölluðu „hertu verðstöðvun" frá áramótum. — Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði í samtali við Mbl., að engar ákvarðanir hafi verið tekn- ar í þessu efni. — „Málið er hins vegar í skoðun hjá ríkisstjórninni og ákvörðun verður tekin mjög bráðlega," sagði Tómas Árnason. AK.I.VSIMiASIMINN KK: 22410 2t)«ruitnbtabit> Áusturstræti 22 Simi fra legt sumar i Bonaparte

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.