Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 37 Anna var fríð kona sýnum og bar af sér góðan þokka. Reisn hvíldi yfir öllu viðmóti hennar og fasi. Hún var þægileg í viðmóti við alla og átti gott með að umgangast aðra. Hún flíkaði ekki tilfinning- um sínum, var trúrækin og leitaði stvrks í trúnni. í veikindum sínum síðustu fjög- ur árin þurfti hún mikið á aðstoð annarra að halda. Dvaldi hún tíðum á sjúkrahúsum á því tíma- bili. Er læknum og hjúkrunarliði á Landspítalanum sérstaklega þakkað fyrir góða umönnun og ekki sizt Lilju, hjálparhellunni á heimilinu og fórnfýsi hennar er ógleymanleg. Við sem eftir erum biðjum henni blessunar Guðs við endur- fundi horfinna ástvina og varð- veitum minningu um góða konu. .Eilitt lif! Vor oss huKKun. vorn <>K hlíí. lif í oss. svo ávallt oyKjum a*Ara lífiA. þo aA doyjum. llvaA or allt. þa ondar lif? Eilíft llí! (Matth. Jocumsson) Gunnar Magnússon Já. þótt ók þrautir liAi. ri þaA mÍK buKa má. i litsins stranKa stríAi ók styrk fa' Drottni hjá. Ék hýst viA hoAskap þoim. aA harns sins brátt hann vitji ok harn sitt Orma'tt flytji til himnarikis hoim. Vald. Briom. I veikindum sínum sl. 4 ár lét hún aldrei bugast og kvartaði aldrei. Það var eins og hún hefði óbilandi andlegt þrek. Styrkur hennar var trú á Guð. Sama hlýja brosið og viðmótið á hverju sem gekk. Viljastyrkur, æðruleysi og trú á Guð og leiðsögn hans var henni líkn í þrautum. Hugurinn reikar aftur. Við sjá- um hana fyrir okkur á heimili hennar Lönguhlíð 25. í hvert skipti sem við fjölsk.vldan komum í heimsókn var andlitið uppljóm- að, faðmurinn útbreiddur og það geislaði af henni hlýjunni. Þannig var hún ávallt, þannig mun fjöl- skyldan minnast hennar. Hennar mestu gleðistundir og sameiginlegar gleðistundir hennar stóru fjölskyldu var þegar fjöl- skyldan var öll samankomin á heimili hennar á jóladag svo og á páskadagsmorgna. Ekki sízt áttu barnabarnabörnin þá hug hennar allan. Hún sómdi sér vel sem hús- freyja á sínu heimili, enda bar heimilið ríkuleg merki um natni og umhyggju hennar. Gestrisni og hlýtt viðmót var hennar aðals- merki. Hennar líf og yndi var að gefa og miðla af því sem hún átti. Hún var líka iðin við að miðla okkur sem yngri vorum af sínum mannkærleik og reynslu af lífs- baráttunni, sem oft var erfið þegar börn hennar voru að vaxa úr grasi. Hún var ávallt þakklát skapara sínum fyrir að geta yfir- stigið alla erfiðleika og að koma börnum sínum til manns og ára, enda leiddi hún þau með styrkri móðurhendi út í þeirra lífsbar- áttu. Eftir að heilsan fór að gefa sig fyrir allmörgum árum uppskar hún líka umhyggju og ástúð barna sinna, sem ávallt voru tilbúin að rétta henni hjálparhönd í hennar veikindum. Ur minni gleymist engum sem til þekktu einstök umhyggja Lilju fyrir Önnu Mariu. Lilja bjó lengst- um á heimili Önnu Maríu og manns hennar Guðmundar sem látinn er fyrir allmörgum árum. Umhyggja og fórnfýsi Lilju í veikindum Önnu Maríu verður seint fullþökkuð. Okkur er hugstætt hvað Anna María harkaði veikindi sín af sér. Vildi aldrei að á þau væri minnst. Aldrei mátti hún þó heyra minnst á smávandamál eða veikindi ann- arsstaðar án þess að hún væri ekki sjálf með áhyggjur og væri hvar- vetna í fjölskyldunni fyrst á vett- vang til að liðsinna og miðla af sinni umhvggju. Hannyrðir og ættfræði voru hennar tómstundagleði. Og mörg eru þau heimili barna og barnabarna hennar sem hann- yrðir Önnu Maríu prýða. Þar skilur hún eftir sig fagra hluti, sem ávallt munu vekja upp minn- ingar um stórbrotna hlýju og fórnfúsa konu. Þegar hún gengur nú á fund skapara síns og horfinna ástvina er það huggun harmi gegn að hún hefur fengið hvíld frá sínum veikindum, og að ekkert nema birta og ylur hvílir yfir minningu hennar. Ék hcyrAi Jesú himneskt orA: ■Knm. hvild ók veiti þór. I'itt hjarta er ma'tt ok hiifuA þreytt. þvi halla aA hrjósti mór". (Stefán Thorarensen) Amma í Lönguhlíð eins og hún var ávallt kölluð hefur nú fengið hvíldina. Við fjölskyldan þökkum samfylgdina nú þegar leiðir skilja að sinni og þær hlýju minningar sem hún skilur eftir. Eftir lifir minningin um góða og göfuga konu. Jóhanna Sigurðardóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Kennarinn minn i sálfræðibekknum segir. að maðurinn sé ekkert annað en likami. hann sé vél. og að trúarleiðtogar hafi fundið upp sálina til þess að geta hrætt fólk til betri hegðunar. Hvernig er hægt að hnekkja slikum rökum? Allir geta sett spurningarmerki við hvað sem er. Sumt fólk, sem hefur hæfileika til að hugsa að hætti vísindamanna, virðist hafa gaman af því að setja spurningarmerki við það, hvort Guð sé persóna, og að hrella og hræða fólk, sem trúir af öllu hjarta á Guð. Við erum öll þannig gerð, að við getum efazt og við getum trúað, og það er vilji okkar sem ræður hvort má sín meira. Ef menn leita að rökum fyrir því að efast, finna þeir aragrúa slíkra raka. Biþlían ræðir um þetta þegar hún segir: „Gætið þess, að enginn verði til þess að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi." Við sjáum þessa getu til efasemda eða trúar til dæmis hjá þjálfuðum vísindamönnum. Hvers vegna trúir einn vísindamaður á Jesúm Krist, en annar hafnar Kristi, og þó búa þeir yfir þekkingu á sömu staðreyndunum? Ur því að báðir eru vísindamenn, getur ekki verið, að það séu vísindastaðreyndir, sem koma í veg fyrir trúna. Nei, ástæðan er einfaldlega sú, að annar lætur viljann lúta efasemdunum, hinn trúnni. Viljinn ákvarðar efa eða trú, ekki sannanir og staðreyndir. Sá sem trúir á Krist, hefur allt að vinna og engu að tapa. LADA KOO CANADA v-C'ÍV:. Meö sérstöku hefur tekist a staklega hafa Canada er a sparar bensí ingum viö Lada-verksmiöjurnar ireidda til íslands Lada 1600 sem mleiddir fyrir Canada markaö. úin nýja „ÓZON* blöndungnum sem n um 15% orkutaps t Verö fyrir öryrkja ca. kr. 43.700- Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Þaö var staöfest í könnun Verðlagsstofnunar. Verö ca. kr. 67.890.- Biíreidar & Landbúnadarvélar hí. Sudurlandsbraul 14 - lt«>kja\ik - Simi Auglýsing um lögtök vegna fasteigna og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveön- um 21. þ.m., verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum 1981. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði, hefjast aö 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, veröi þau eigi aö fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 21. apríl 1981. MORGUNBLAOIÐMORG MORGUNBLADIÐMOR MORGUhRLAÐIÐMQ!?- MORGU MORGI MORG/ MOR MOJ MOB NÍ M0 MO MOP' MOR MORG> MORG M»; M(' M0 MO MOl' MOR' MORO MO, MC/ h //" Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Freyjugata frá 28—49 ÐIÐMORGUNBLAÐil) ^QMORGUNBLAÐIO 8GUNBLAÐIÐ ^NBLAÐIÐ BLAÐIO Hringið í síma 35408 M'trmi^; MORGUSÍ^ MORGUNBLV^._____-tn MORGUNBLAOÍb^////^Z%fAÐÍl )IÐ * MORGUNBLAÐIÐMOó ÍNBLAÐIÐMt olmOIÐ iBLAÐIÐ ^LAOIÐ fdBLAÐIÐ /0NBLAÐIO /iUNBLADIÐ r»GUNBLAÐIÐ rflGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.