Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 31 Hrafn Sæmundsson: Að útrýma neyðar- ástandi í heilbrigðis- málum aldraðra Það er óþægileg tilfinning aö koma út að morgni dags og sjá bílinn sinn á hvolfi á bílastæðinu með hjólin uppí loft og allan beyglaðan og brotinn. Ennþá óþægilegra er að vakna og sjá stjörnur himinsins í gegnum þakið á íbúðinni sinni. Verst er auðvitað að fá eldgos upp við bæjarvegginn. Slíkir atburðir gerast engu að síður hér á landi. Og hvað gerum við þegar slíkt hendir? Auðvitað reynum við að bjarga okkur sjálf- um og síðan eignum okkar. Ekki hrekkur þetta alltaf til. Við stönd- um uppi með gífurlegt tjón. Á seinni árum höfum við ekki reynt að greiða þetta tjón að öllu leyti sjálfir. Við höfum skriðið Hrafn Sæmundsson undir pilsfaldinn á frú samneyslu. Ef ekki eru til peningar í viðkom- andi sjóðum, byrjar mikill söngur um að nú verði að útvega bjarg- ráðasjóðum meiri peninga. Þetta allt gerum við til að firra okkur óþægindum. Þó höfum við flest byrjað á núlli í upphafi og þá unnið okkur í gegnum erfiðleikana af eigin rammleik. Nú viljum við að aðrir taki við. Ekki er ég að tíunda þetta hér vegna þess að ég sé á móti því að tekið sé sameiginlega á skakka- föllum sem fólk verður fyrir. Ég drep hinsvegar á þetta hér vegna þess að það er ekki sama hver í hlut á. Það er verið að greiða úr sameiginlegum sjóðum fyrir eign- ir, sem að stærstum hluta eru á Sókn: Miklar verðhækk- anir þrátt fyrir verðstöðvun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Starfsmannafé- laginu Sókn i Reykjavik: „Aðalfundur Starfsmannafé- lagsins Sóknar, haldinn að Hótel Esju 09-04-81, vekur athygli á, að þrátt fyrir yfirlýstar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um verðstöðv- un, hafa orðið mjög miklar verð- hækkanir, s.s. á matvörum og einnig í ýmsum þjónustugreinum. Þá er það mál manna, að í skjóli myntbreytingarinnar hafi orðið margvíslegar hækkanir, ekki sízt á opinberum vettvangi. Fundurinn skorar á verðlagsráð að vera vel á verði gagnvart öllum hækkunum, hvaðan sem þær korna." vegum yngri kynslóða. Og það er vissulega oft um neyðarástand að ræða. En það getur skapast neyðar- ástand á fleiri sviðum en í sam- bandi við venjulegar náttúruham- farir. Þannig ríkir nú neyðar- ástand í málefnum aldraðra. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Málefni aldraðra hafa verið látin sitja á hakanum um margra áratuga skeið. Það er fyrst nú á allra síðustu árum að veruleg umræða er um þessi málefni. Og stundum gýs hún upp þegar sérstaklega stendur á eins og núna þegar algert neyðarástand ríkir í sam- bandi við öldrunarhjúkrun og að- búnað sjúkra gamalmenna. Það neyðarástand sem nú ríkir í sambandi við öldrunarhjúkrun er aðeins einn þáttur í málefnum aldraðra sem er í ólestri. Einn lítill kafli í stórri vanrækslusynd okkar. En það vill þannig til að við getum leyst þennan afmarkaða hnút ef við viljum. Við þurfum ekki annað en að líta þetta mál sömu augum og að um svolítinn fellibyl væri að ræða eins og í vetur. Við þurfum ekki annað en krefjast þess að útvegaðir verði peningar í sjóðina og B-álma Borgarsjúkrahússins byggð upp í lotunni. Við skulum ekki láta nafn Borg- arspítalans villa okkur sýn. Það hefur ekkert að segja í þessu máli. Málefni aldraðra eru málefni allr- ar þjóðarinnar. Einstök sveitarfélög gera auð- vitað það sem þau geta, en þetta er tiað risavaxið verkefni að allir slendingar verða að ganga að því sameiginlega. Þessi staöreynd byggist bæði á siðferðislegum rök- um og svo hinu að vegna byggða- röskunar og í gegnum fjölskyldu- tengsl er allt landið einn vettvang- ur og verður ekki sundurskilið hvað þetta varðar. Það er ekki einkamál neinna sveitarfélaga þó að fjöldi gamalmenna sé meiri hlutfallslega á þessum þéttbýl- iskjarnanum heldur en hinum. Ég bið þá sem búa úti á landinu til að mynda að leita í huga sér og vita hvort þeir finni þar ekki einn eða fleiri aldraðan ættingja sem býr hér í Reykjavík. Það er ljóst að nú þarf að koma til almenn þjóðarvakning um þessi málefni. Eg legg til að hafist verði handa og skipulega unnið að því afmarkaða sviði sem nú er brýnast, byggingu B-álmunnar í einni lotu á sem stystum tíma. Ég legg til að heilbrigðisstétt- irnar og verkalýðshreyfingin taki forustuna fyrir þessari þjóðar- vakningu. Þessi mál standa þess- um aðilum næst af ýmsum orsök- um. Síðan getur þrengri hópur úr þessum einingum kallað til liðs við sig alla þá sem venjulega leggja slíkum málum lið. Þetta verkefni er tvíþætt: Ann- ars vegar að knýja á að útvegaðir verði nægir peningar með lántök- um eða á annan hátt til viðbótar því sem fyrir er svo að snurðu- laust sé hægt að halda byggingar- framkvæmdum áfram. Hins vegar að láta reyna á það hvað almenn- ingur vill raunverulega á sig leggja til að gfipa þarna í árina. A það hefur aldrei reynt. Að lokum vil ég skora á alla heiðarlega menn að standa nú saman og gera fallegu orðin að veruleika. Eg er viss um að það myndi létta á samvisku okkar þó að það afmarkaða verkefni sem hér um ræðir sé aðeins lítið brot af þeirri skuld sem við eigum ógoldna til þeirrar kynslóðar sem nú lifir elliár sín. Hjúkrunarfræðingar brautskráðir frá HSÍ 10. janúar 1981. Fyreta röð frá vinstri: Klara Gunnarsdóttir, Soffía Guðjóns- dóttir, Hendrikka Alfreðsdóttir, Ásdís Emilsdóttir, Sigrún Sig- marsdóttir, Jón Karlsson, Þor- björg Jónsdóttir, skólastjóri, Katrín Pálsdóttir, hjúkrunar- kennari, Lúðvík Halldórsson Gröndal, Jóhanna Pálsdóttir, Sig- ríður Hrönn Sigurðardóttir, Sonja Guðjónsdóttir, Vilborg Hafsteins- dóttir. önnur röð frá vinstri: Bryndís Guðjónsdóttir, Guðrún Jónatans- dóttir, Margrét Sigurðardóttir, Hjúkrunarskóli íslands: Guðrún Friðjónsdóttir, Anna G. Árnadóttir, Sigrún Þóroddsdóttir, Jónína I. Melsteð, Ingibjörg Hauksdóttir, Lilja Arnardóttir, María Sveinsdóttir, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Soffía Guðmunds- dóttir, Lilja Kristín Einarsdóttir. Þriðja röð frá vinstri: Svava Birgisdóttir, Björg Jónsdóttir, Bryndís Gestsdóttir, Bryndís Reynisdóttir, Sigríður Kristín Tryggvadóttir, Sólveig Jónsdóttir, Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Ólöf Þ. Sveinbjörns- dóttir, Kristín E. Björnsdóttir, ólafía Sigurjónsdóttir, Hrund Helgadóttir, Fanney Sigurðar- dóttir. Fjórða röð frá vinstri: Helga Stefánsdóttir, Margrét Einars- dóttir, Erla Björk Ólafsdóttir, Hanna K. Kristjánsdóttir, Aðal- heiður Kjartansdóttir, Helga Þor- bergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Karólína Vilhjálmsdóttir, Val- gerður Hermannsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Svanlaug Finn- bogadóttir, Snjólaug Sigurbjörns- dóttir, Kristín S. Baldursdóttir. 83 nemendur útskrif aðir á yfirstandandi skólaári Iljúkrunarskóli íslands brautskráði 32 hjúkrunarfræð- inga í september 1980 og 51 hjúkrunarfræðing i janúar sl. eða samtals 83 á yfirstandandi skólaári. í þessum hópi eru að- eins 3 karlmenn, en áður hafði skólinn brautskráð 10 karlmenn, þá tvo fyrstu 1959. Á meðfylgj- andi myndum sjást allir þeir nemendur sem útskrifast hafa á þessu skólaári ásamt Þorbjörgu Jónsdóttur. skólastjóra Hjúkrun- arskólans. og Katrínu Pálsdótt- ur. hjúkrunarkennara. Hjúkrunarfræðingar brautskráðir frá HSÍ i september 1980. Fyrsta röð frá vinstri. Brynhildur Ingimundardóttir, Steinunn Fjóla Ólafsdóttir, Björg R. Ingimundar- dóttir, Ingibjörg Rut Þorsteins- dóttir, Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, Óskar A. Ingvarsson, Guðný S. Guðlaugsdóttir, Rósa Guðrún Jó- hannsdóttir, Guðrún Vignisdóttir, Erna Matthíasdóttir. önnur röð frá vinstri. Guðrún Auður Harðardóttir, Kristlaug S. Sveinsdóttir, Ólöf Leifsdóttir, Sol- veig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, skólastj., Katrín Pálsdóttir, kenn- ari, Helga Einarsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Ann C. Nilsson, Lise Bratlie Snorrason. Þriðja röð frá vinstri. Erla Dann- fríður Kristjánsdóttir, Helga R. Ottósdóttir, Edda Sigrún Gunn- arsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Kristín Högnadóttir, Bergljót Þorsteinsdóttir, Anna Guðrún Valdimarsdóttir, Sigþrúður Ólafs- dóttir, Rannveig Johansen, Krist- ín H. Óskarsdóttir, Kristín Þórar- insdóttir. Góður afli hjá Þorlákshafnarbátum Þorlákshöfn. 21. april. MJOG góður afli var hér hjá Þorlákshafnarbátum fyrir páskana og mikið unnið í öllum fiskverkun- arstöðvum, en réðist þó vel við verkun aflans. Heildar- bátaafli á land kominn miðað við páska eru 17.700 tonn. Þrír aflahæstu bátarnir eru Friðrik Sigurðsson með 1.132 tonn, Jón á Hofi með 996 tonn og Höfrungur III með 988. Friðrik Sigurðs- son mun vera aflahæstur yfir landið allt eins og er, en ýmislegt getur að sjálf- sögðu breyst þann stutta tíma sem eftir er af þessari vetrarvertíð. Togarinn Þorlákur landaði 125 tonn- um fyrir páska. Uppistaða aflans var þorskur og tog- arinn Jón Vídalín kom inn í morgun með 180 tonn og var uppistaða afla hans karfi. Annars hefur verið heldur tregur afli hjá tog- urunum í vetur. Ragnhoiður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.