Morgunblaðið - 23.04.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981
Kabúl:
Oryggislögreglumenn
skotnir á götum úti
Islamabad. 22. apríl. AP.
HAFT VAR eftir vestrænum sendimonnum í dag, að 40 menn, þar á
meðal þrir háttsettir forinujar i afgönsku öryggislöKreglunni, hefðu
vcrið drepnir í Kabúl síðasta hálfa mánuðinn. bað þykir renna stoðum
undir þessar fréttir, að mikið hefur verið um útfarir þar sem
háttsettir menn hafa verið viðstaddir.
Sovéskir hermenn eru nú á
hverju strái i Kabúl og er búist við
að svo verði fram yfir 27. þessa
mánaðar en þá verður þess
minnst, að þrjú ár eru liðin frá
valdatöku marxista. Heimildir
herma þó, að öryggislögreglu-
mennirnir þrír hafi verið skotnir á
götu úti um hábjartan dag.
Fréttir eru um, að sovéskir og
afganskir hermenn studdir fall-
byssuþyrlum hafi gert árásir á
skæruliöa í Charikar til að hefna
þess, að þar voru sjö rússneskar
fallbyssuþyrlur skotnar niður í
byrjun mánaðarins. Vestrænir
sendiráðsmenn í Kabúl segja, að
þar hafi frelsissveitarmenn aftur
tekið til við að dreifa flugritum,
svokölluðum „næturbréfum", þar
sem þeir segja frá baráttunni
gegn Sovétmönnum og miklum
sigrum gegn þeim í Panjshir-
dalnum.
Miklir bardagar eru nú sagðir
geisa í héraðsborginni Kandahar
og eru skæruliðar taldir hafa hana
á valdi sínu þrátt fyrir ákafar
árásir Sovétmanna. Borgin
Kandahar er 450 km fyrir suð-
austan Kabúl.
Danskar húsmæður
hamstra svínakjöt
Kaupmannahofn. 22. april. AP.
DANSKAR húsmæður hófu i morgun að hamstra kjöt, einkum
svínakjöt, en á miðnætti í nótt sem leið skall á allsherjarverkfail i
dönskum sláturhúsum. Ef verkfallið kemur til með að standa einhvern
tíma er talið að bændur muni tapa sem nemur 270 milljónum ísl. kr. á
viku vegna glataðra útflutningstekna.
Búist er við, miðað við hamstrið
í morgun, að allt svínakjöt verði
uppurið í byrjun næstu viku en að
nautakjöt endist eitthvað lengur.
Samtök siáturhúsa hafa einnig
spáð því, að eftir eina viku eða
rúma verði orðinn tilfinnanlegur
skortur í Bretlandi, sem er einn
helsti markaður Dana fyrir svína-
afurðir. Hlutdeild Dana á þeim
markaði er 42%.
Starfsmenn í sláturhúsum höfn-
uðu nýlega kjarasamningi, sem
gilda átti í tvö ár, þar sem ekki var
orðið við kröfum þeirra um minni
yfirvinnu, minni vinnuhraða og
hærri laun fyrir aukastörf.
Ymsir flokkar á danska þinginu
krefjast þess, að verkfallinu verði
frestað með lögum eða deilan sett
í gerð en það var fellt á þingi í dag.
Verkfallið verður aftur tekið fyrir
í þinginu á föstudag.
„Því óþroskaðri sem
hann verður eldri“
- sagði Harold Wil-
son um Tony Benn
í sjónvarpsviðtali
I^ondon. 22. apríl. AP.
SIR HAROLD Wilson, fyrrum
(orsætisráðherra, gerði í gær-
kvöldi harða atlögu að flokksfé-
laga sínum og samstarfsmanni I
ríkisstjórn. Tony Benn. sem nú
er helsti talsmaður róttæklinga I
Verkamannaflokknum. Wilson
sagði um Benn. að hann væri
maður. sem yrði „því óþroskaðri
sem hann verður eldri“ og að
hugmyndir hans um skipu-
lagsmál væru „fíflalcgar“.
Wilson lét þessi orð falla í
sjónvarpsviðtali, sem BBC hafði
við hann og þar lét hann þess
einnig getið, að hann væri and-
vígur reglunum um formanns-
kjör, sem nú hefðu verið sam-
þykktar í flokknum. Samkvæmt
þeim ráða verkalýðsfélögin nú
40%, flokksdeildirnar 30% en
þingmenn aðeins 30%, en áður
Tony Benn
kusu þeir formanninn úr sínum
röðum.
Um þá nýju stefnu Verka-
mannaflokksins að vilja afnema
Lávarðadeildina sagði Wilson, að
hún væri „kjánaskapur", sem
lagður yrði til hliðar í kosningum
þegar tekist yrði á um mál sem
raunverulega skiptu máli.
Enn óeirðir í London
l,ond<in. 22. apríl. AP.
TIL NÝRRA oeirða kom i Lon-
don í gær og áttu einkum hlut að
máli blökkumcnn frá Vestur-
Indium. Að sögn lögreglunnar
gengu 70 ungmenni berserks-
gang um stræti Forest Gate-
hverfisins I London, hrutu búða-
glugga og veltu bílum en fréttir
eru ekki um að neinn hafi slasast.
Eftir óeirðirnar aðfaranótt
þriðjudagsins var lögreglan við
öllu búin og þusti strax á vettvang
þegar fréttist um aðfarir ung-
mennanna. 18 manns voru hand-
teknir. Lögreglan segir að uppþot-
in séu í beinu framhaldi af
götuóeirðum um helgina og at-
burðunum í Brixton 10. apríl
þegar blökkumenn frá Vestur-
Indíum kveiktu í fjölda bygginga.
ASSOCIATED PRESS
Landflótti sovézkra hljóm-
sveitarstjórans Maxims Shosta-
kovich, sonar Dmitri heitins
Shostakovich tónskálds, er enn
eitt áfallið fyrir menningarlífið
I Sovétríkjunum, sem orðið hef-
ur að þola hverja blóðtökuna á
fætur annarri vegna landflótta
og hrottflutnings listamanna og
rithöfunda.
Á undanförnum árum hafa
fjölmargir tónlistarmcnn. rit-
höfundar, skáld ug dansarar
yfirgefið Sovétríkin, og sumir
aðstandcndur menningarmála
þar i landi telja að sveigjanlegri
stefna valdamanna gæti dregið
úr landflóttanum. „Á vissum
sviðum er stefna okkar varðandi
Maxim Shostakovich
Mstislav Rostropovich
Landflótti vandamál í
sovézkum listaheimi
vcgabréfaáritanir greinilega
orðin úrelt,“ sagði einn af tals-
mönnum menningaryfirvalda
nýlega. „Ef listamenn langar til
að koma oftar fram erlendis,
ættum við að heimila það.“
Aðrir telja það frelsi sem
margir rithöfundar, tónlistar-
menn og dansarar óska eftir sé
ósamrýmanlegt sovézku þjóðfé-
lagi. Maxim Shostakovich er 42
ára og fráskilinn. Hann sótti um
hæli sem pólitískur flóttamaður
ásamt 19 ára syni sínum þegar
hann var á tónleikaferð um
Vestur-Þýskaland fyrir tæpum
hálfum mánuði. Óska þeir feðgar
eftir því að fá að setjast að í
Bandaríkjunum.
Fjölskylduvinur einn í Moskvu
segir að Maxim Shostakovich
hafi ekkert látið uppi um fyrir-
ætlanir sínar áður en hann fór í
þessa síðustu tónleikaför sína, og
ekkert hefur verið skýrt frá
ástæðunni fyrir landflótta hans.
Margir þeir, sem að undanförnu
hafa flúið Sovétríkin eða flutzt
þaðan, hafa hinsvegar látið í ljós
mikla óánægju með það hve
stjórnmál og pólitísk yfirvöld
ráða miklu í menningarlífinu.
Yfirvöld verða að veita lista-
mönnum heimild til utanferða, og
mörgum listamanninum þykir
það niðurlægjandi að þurfa að
leggja boð þekktra leikhúsa og
hljómsveita erlendra undir dóm
pólitískra ráðamanna í Moskvu.
Eftir
Thomas Kent
Á sama hátt og ýmsir rithöf-
undar eiga í erfiðleikum með að
fá verk sín birt hjá ríkisreknu
útgáfunum, telja tónlistarmenn
að menningaryfirvöldin hagræði
oft dagskrám hljómleika þeirra
til að varpa Ijósi á þau tónskáld,
sem eru innundir hjá yfirvöldun-
um, en torveldi hinsvegar flutn-
ing verka eftir aðra.
Sovézkum listamönnum er það
einnig ljóst að starfsbræður
þeirra í vestrænum löndum fá oft
mjög ríkulega goldna list sína.
Þótt listamenn í Sovétríkjunum
hljóti góð laun miðað við aðra
landa sína, búa þeir ekki við
neinar allsnægtir. Og utanlands-
ferðir eru af mjög skornum
skammti.
Undanfarin ár hefur stundum
mátt greina merki um sveigjan-
leika yfirvalda gagnvart lista-
mönnum. Áður en hann lézt í
fyrra fékk leikarinn Vladimir
Vysotsky að dveljast langdvölum
á Vesturlöndum. Og Gennady
Rozhdestvensky hefur stjórnað
Sinfóníuhljómsveit BBC í London
frá 1978.
Marga aðra listamenn langar
einnig til að fá að starfa erlendis,
og jafnvel stjömur á borð við
Rozhdestvensky þurfa enn að lúta
fyrirmælum sovézkra yfirvalda.
Menningarráðuneyti Sovét-
ríkjanna gaf honum nýlega fyrir-
mæli um að fara frá BBC og hefja
störf hjá austurrískri hljómsveit.
Meðal merkra sovézkra tónlist-
armanna, sem snúið hafa baki við
Sovétríkjunum á undanförnum
árum, má nefna Mstislav Rostro-
povich, knéfiðluleikarann, sem
bjó um margra ára skeið í
Bandaríkjunum og var loks svipt-
ur sovézkum borgararétti 1978;
hljómsveitarstjórann Kirill
Kondrashin, sem sótti um hæli í
Amsterdam 1978, og er nú látinn,
og Neeme Jarvi, aðal-hljómsveit-
arstjóra eistnesku sinfóníu-
hljómsveitarinnar, sem sótti um
og fékk leyfi til að flytjast úr
landi 1979.
Sumir listfrömuðir telja enga
von til þess að unnt verði að
draga úr landflótta, jafnvel þótt
aukin ferðaleyfi verði veitt og
listamönnum greidd hærri laun.
Þeir halda því fram að yfirvöld
yrðu að lýsa listamenn utan
yfirráða flokks og ríkis — nokkuð
sem aldrei fengist gert í þessu
kommúnistaþjóðfélagi. Þegar á
allt er litið væri sennilega auð-
veldast fyrir Sovétríkin að halda
áfram að þjálfa mikinn fjölda
listamanna í þeirri von að flestir
þeirra haldi kyrru fyrir í landinu,
í stað þess að stefna grundvallar-
hugsjónum yfirvaldanna í hættu
til að halda í þá fáu snillinga, sem
hugsanlega flýðu land.
Réttað í máli eistn-
eskra andófsmanna
Stokkhólmi. 22. april. AP.
IIAFT er eftir útlægum Eistum 1
Svíþjóð, að nú fari fram í Eistlandi
ný réttarhöld yfir andófsmönnum
þar I landi ug sé það liður i
stöðugum tilraunum Sovétmanna
til að hæla niður alla þjóðcrnisvit-
und meðal landsmanna.
Viktor Niitsoo, 29 ára gamall
verkfræðingur og baráttumaður
fyrir auknum mannréttindum, var
handtekinn á heimili sínu í desem-
ber sl. og gefið að sök „andsovéskur
áróður“. Réttað verður í máli hans
nk. fimmtudag og er talið, að hann
eigi yfir höfði sér 12 ára fangelsis-
vist.
Ants Kippar, formaður fyrir sam-
tökum Eista í Svíþjóð, sem berjast
fyrir rétti pólitískra fanga í heima-
landi sínu, sagði við fréttamann
AP-fréttastofunnar, að óttast væri
að andófsmaðurinn Mart Niklus
væri látinn en hann var dæmdur í 10
ára þrælabúðavinnu og fimm ára
útlegð innanlands í janúar sl. Ekkert
hefur heyrst frá honum síðan í mars
sl. en þá stóð til að flytja hann í
fangabúðir í Úralfjöllum.
Fjórir skólanemar og tveir full-
orðnir menn, sem stóðu fyrir mót-
Víetnam:
mælagöngu unglinga í Tallinn í
október sl. eru enn í fangelsi ásamt
þremur unglingum öðrum, sem rifu
niður rússneskan fána.
Rússar innlimuðu lýðveldið Eist-
land í Sovétríkin árið 1944 ásamt
hinum baltnesku ríkjunum tveimur,
Lettlandi og Lithaugalandi.
Flóttamönnum fjölgar
Manila. 22. apríl. AP.
BANDARÍSK herskip hafa á síð-
asta sólarhring bjargað 317 vfet-
nömskum flóttamönnum úr sex
bátum á Suður-Kinahafi og svo
virðist sem fólksflóttinn frá Viet-
nam hafi aftur færst i aukana.
Ekki ber mönnum saman um
ástæður fyrir auknum flóttamanna-
straumi nú en sl. viku hafa banda-
rísk herskip bjargað fleirum en á
þremur næstliðnum mánuðum. Frá
því í júlí 1979 hefur 5700 Víetnöm-
um verið bjargað á þennan hátt.
Flestir fá þeir að setjast að í
Bandaríkjunum.