Tíminn - 14.07.1965, Qupperneq 2

Tíminn - 14.07.1965, Qupperneq 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 1965 NTB-Saigon. Bandaríkjamenn héldu enn í dag áfram miklum loftárás- um á hernaðar mannvirki um 160 km. fyrir sunnan landa- mæri Kína, jafnframt því að samgöngulejðir umhverfis Hanoi voru eyðilagðar. í árás- unum í dag eyðilögðu átta her- þotur herstöðina við Son la gjörsamlega. NTB-Washington. Johnson, Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Washington í dag, að nú virt- ist svo sem Sovétmenn væru reiðubúnir til að taka upp að nýju viðræður um afvopnun í Genf og hefðu ráðstafanir ver- ið gerðar til þess að kalla sam an til 17-ríkjaráðstefnu þann 27. júlí n.k. NTB-París. Amintore ^ Fanfani, utanríkis ráðherra Ítalíu átti í dag þriggja stundarfjórðunga við- ræður við Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka. Lagði Fanfani áherzlu á, að þegar í stað yrði komið á við- rsgður milli fulltrúa Efnahags- bandalagslandanna til þess að reyna að finna lausn á sjálfs- heldu þeirri, sem bandalagið er nú komið í vegna aðgerða Frakka. NTB-Lundúnum. ! Einn þingmanna brezka Verkamannaflokksins, Joseph Edward Fletscher fékk í dag slæmt hjartakast, er hann var á fundi i neðri deild brezka þings ins. Var hann borinn brott á börum, Er þetta mikið áfall fyrir flokkinn, því að nú er meiri- hlutinn aðeins tvö þingsæti i neðri deild. NTB-Chicago Mikill ótti hefur nú gripið um sig meðal íbúa Chicago, eftir að fimm miklar sprengingar hafa orðið þar í borginni síðustu fimm daga og óttast menn, að einhver óður ,,sprengjumaður“ gangi laus í borginni. NTB-Khartoum. Meira en 70 manns hafa fall ið í bardögum milli stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna i suður-Súdan. Fréttir, sem bárust til Khartoum í dag, herma, að fjöldi útlendinga hafi verið handtekinn i S- Súdan, þar á meðal þrir brezk ir borgara, sakaðir um njósnir i landjnu. NTB-Paris, Á morgun er Bastilludagur- inn, þjóðhátíðardagur Frakka. Fer þá fram mikil hersýning, sem ,d§ Gaulle, forseti verður viðstaddur. Verða þar sýnd öll nýjustu vopn franska hersins þar á meðpl kjarnorkuvopn. NTB-Korfu. Friðrik, Danakonungur kom í kvöld til Korfu til að heim- sækja yngstu dóttur sina, Önnu Maríu Grikklandsdrottningu og fyrsta barnabarn sitt, Alexiu, prinsessu, sem fæddist á laug- ardag, Myndir frá Marz tiljarSarínótt? NTB-Pasadena, þriðjudag. Bandaríska gervitunglið Mar iner 4. nálgaðist Mars óðfiuga í dag, með 16.000 km hraða á klukkustund. Samkvæmt upp- lýsingum vísindamanna í rann sóknarstöðinni í Pasadena er allt tilbúið þar til að taka á móti myndum frá Marjner 4., en aðaltilgangur með sendingu gervitunglsins var að ná mynd MÓTTAKARI MARINER IV. um af Mars. Samkvæmt áætl uninni eiga fyrstu myndirnar að berast til jarðar í nótt. í dag átti Mariner 4. aðeins 560.000 km. ófarna til Mars, en þangað eru 520 milljónir km. Gervitunglinu var skotið á loft frá Kennedyhöfða 18. nóvember í fyrra og hefur hald ið beinni línu til Mars síðan. Samband milli gervitungls- ins og rannsóknarstöðva á jörðu hefur verið gott allan þennan tíma og í nótt verða send merki, sem koma mynda vélunum í Mariner 4. af stað. Áætlað er, að gervitunglið fari í 7.601 km. fjarl. fram hjá Mars og taki um leið 21 mynd og sendi til jarðar. Vona vís- indamenn, að hægt verði að birta opinberlega fyrstu mynd- irnar strax á fimmtudag eða föstudag. Myndatakan mun taka 29 mínútur og vonast vís- indamenn til, að margt, sem áður hefur verið á huldu, skýr- ist nú með myndunum frá Mar iner 4. Síðast var haft samband við Mariner 4. seint í júní og í dag benti allt til, að mynda- sendingar tækjust í nótt, eins og ráð var fyrir gert. Á mynd- inni sést, hvernig myndirnar frá Mariner 4 berast til jarð- ar og meöhöndlun þeirra þar. RAFEINDAIIKILI MYNDBRKYTIR "zz m ■.r.—z^rr . a i c= , Ul ir • - 9'líl • I a ‘v • o •n ’ • U^i UJL □ r~i mynd ýju kauptaxtarnir Hér fara á eftir aðaltaxtarnir samkvæmt hinum nýju samningum verkaiýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Tímakaup í dagvinnu hækkar frá 13,1%"26%, mismun andi eftiL flokkum og verður sem hér segir: tn.: ’'■•■ '■■■ 1. TAXTÍ. Almenn verkámanna- vinnu. Fyrstu tvö árin kr. 39.64 Eftir tveggja ára vinnu: kr. 41.62. 2. TAXTI. Fiskvinna o. fl. Fyrstu tvö árin kr. 40.67 Eftir 2ja ára starf kr. 42.70. 3. TAXTI. Bifreiðastjórn o. fl. Fyrstu tvö árin kr. 42.19. Eftir tveggja ára .starf kr. 44.30. 4. TAXTI. Hafnarvinna o. fl. Fyrstu tvö ór kr. 42.88. Eftir tveggja ára starf kr. 45.02. 5. TAXTI. Vinna í frystiklefum og frystilestum o. fl. Fyrstu tvö ár kr. 43.74. Eftir tveggja ára starf kr. 45.93. 6. TAXTL Stjórn vörubifreiða, 7 tonna og stærri. Fyrstu tvö ár kr. 44.66. Eftir tveggja ára starf kr. 46.89. 7. TAXTI. Sementsvinna o. fl. Fyrstu tvö ár kr. 46.26. Eftir tveggja ára starf 48.57. 8. TAXTI. Stjórn þumgavinnuvéla o.fl. Fyrstu tvö ár kr. 47.86. Eftir tveggja ára starf kr. 50.25. 9. TAXTI. Boxa- og katlavinna kr. 53.51. TAXTAR VERKAKVENNAFÉ- LAGANNA. — TÍMAKAUPIÐ. í samningum verkakvennafélag- anna er hæsti taxtinn kallaður 1. taxti. 1. TAXTI. Fiskvinna, annað en snyrting og pökkun í frystihús- um o.fl. Fyrstu tvö ár. kr. 40.67 Eftir tveggja ára starf kr. 42.70 Þessi taxti er nú alveg sam- hljóða 2. taxta verkamannafé- laganna. 2. TAXTI. Hreingerning, slátur- húsavinna o.fl. Fyrstu tvö ár kr. 37.89. Eftir tveggja ára starf kr. 39.72. 4. TAXTI. Pökkun, snyrting og vigtun i frystihúsum. Fyrstu tvö ár kr. 37.75. Eftir tveggja ára starf kr. 39.64. 5. TAXTI. Almenn verkakveaina-1 vinna. Fyrstu tvö ár kr. 37.30. Eftir tveggja ára starf kr. 39.17. VESTFJARÐADEILD VERNDAR Stöfriuð hefur verífr^esájarða deild félagsskaparins VÉRjNDÁR og var stofnfundurinn haldinn fyr ir skömmu . Jafnframt var til- kynnt um höfðinglega gjöf hjón- anna Þorbjargar Valdimarsdóttur og Jóns Kristjánssonar byggjnga- meistara á eignum i Hnífsdal og Eyrarhreppi. Fundurinn á ísafirði var fjöl- sóttur, en til hans boðuðu Þóra Einarsdóttir, formaður VERND- AR, og Sigríður J. Magnússon, sem á sæti í stjórn félagsins. Fundarstjóri var Marías Þ. Guð- mundsson framkvstj. í upphafi fundarins flutti Þóra erindi um stofnun, tilgang og starf VERND- AR. Megintilgangur félagsins er að liðsinna og aðstoða ýmsa þá menn, sem gerzt hafa brotlegir við lög og stuðla að því að þeir geti á nýjan leik orðið góðir samborg- arar. Lýsti Þóra því yfir, að til- gangurinn með boðun þessa fund ar væri að stofnsetja fyrstu deild félagsins utan Reykjavíkur, yrði irðí hieð að- Áetiii ItMiPöiiBjr Þá sagði hún frá gjöf, sem VERND hefði nýlega hlotið og kvað stjórn samtakanna hafa samþykkt á fundi sínum í Reykja- vík að afhenda þeirri Vestfjarða- deild, sem nú ætti að stofna, þessa gjöf til umráða og ráðstöfunar. í gjafabréfi, er lýst yfir því, að til minningar um hjónin Björgu Jónsdóttur og Valdimar Þorvarð arson útgerðarmann og kaup- mann í Hnífsdal, hafi þau hjónin Þorbjörg Valdimarsdóttir og Jón Kristjánsson byggingameistari frá Hnífsdal, sem nú eru búsett í Reykjavík, ákveðið að gefa féiags- skapnum VERND eftirtaldar eign ir: Heimabæ II, húseign og jörð, en þarna er um að ræða stærsta húsið í Hnífsdal, þrílyft steinhús með þremur. ibúðum. Einnig efri hæð í húseigninni Heimabær V, og loks jörðina Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi. í gjafabréfinu er sett það skil- HÉRADSMOTIN UM HELGINA Oalasýsla: Framsóknarmenn í Dalasýslu efna til héraðsmóta að Tjarnar lundi í Saurbæ laugardaginn 17. júlí, og hefst Það klukkan 21. Helgi Bergs ritari Framsóknar flokksins og HaHdór E. Sigurðs- son alþingismaður flytja ræður. Röðlar ieika fyrir dansi. Leikhúskvartettinn skemmtir. Rangárvallasýsla: Héraðsmót Framsóknarmanna í Rangárvallasýslu verður haldið að Hvoli laugardaginn 17. júli og hefst það klukkan 21. Prófessor Ólafur Jóhannesson varaformaður Framsóknarflokks- ins flytur ræðu, og Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, ávarp. Savannatríóið og Jón Gunnlaugss- son skemmta. Fyrir dansi leikur hljómsveit Óskars Guðmundss. Ik ■?. '' Halldór Helgl Björn Ólafur yrði, að fasteignirnar verði nýttar á vegum VERNDAR til hagsbóta fyrir þau málefni, sem VERND berst fyrir eða kann að berjast fyrir hverju sinni. Þó skal VERND heimilt að leigja eða lána fast- eignirnar eða hluta úr þeim fyrjr starfsemi á sviði annarra mannúð- armála en þeirra, sem VERND beinlfnis berst fyrlr, svo sem til rekstrar unglingaheimilis, barna- heimilis eða elliheimilis o.s.frv. Þóra Einarsdóttir sagði, að með þessari miklu gjöf opnuðust stór ’kostlegir möguleikar og lýsti þeirri von sinni að gjöfin yrði hvatning til átaka. Frú Sigríður J. Magnússon talaði um starfsemi VERNDAR á undanförnum árum og umræður urðu um málin. Síðan var Vestfjarðadeild VERND stofnuð og höfðu 47 manns skráð sig sem stofnfélagar. Var deildinni kosin stjórn og eiga sæti í henni Rannveig Hermanns- dóttir, Oktavía Gísladóttir, Haf- steinn O. Hannesson, Marías Þ. Guðmundsson, Kristján Jónsson, Þórður Sigurðsson og Inga Ingi- marsdóttir, en til vara Halldór Pálsson, Jón Þórðarson og Dani- ela Jóhannesdóttir. Stofnfund- urinn sendf gefendunum þakkir fyrir gjöfina. Þing sunn- lenzkra kvenna 37. ársfundur Sambands sunn- lenzkra kvenna var haldinn að Hvoli dagana 2—3. júní 1965. Auk stjórnar sóttu fundinn fulltrúar frá 24 félögum, en alls eru í sam bandinu 26 félög. Einnig sátu fundinn form. K. S. í., frú Helga Magnúsdóttir og frú Hall- dóra Guðmundsdóttir, Miðengi. Kvenfélagið Eining í Hvols- hreppi sá fundarkonum fyrir gist ingu og annaðist fyrirgreiðslu á ýmsan hátt. Samþykkt var að gefa Sjúkra húsi Suðurlands fósturkassa. Veittur var styrkur til sumar búðastarfs í Árnesprófastsdæmi. Orlofsnefnd starfar á vegum sambandsins og nutu 40 konur orlofsdvalar, að Laugarvatni á s. 1. hausti. Garðyrkjunefnd er starfandi _ á félagssvæðinu, og ferðaðist Óli Valur Hansson um héraðið á s. 1. vori og leiðbeindi um skipulagn Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.