Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
Heilbrigðisráð og lögreglu-
yfirvöld í Hafnarfírði:
Mótmæla nýjum reglum
um hundahald í bænum
Fjöldauppsagnir hjá hrað-
frystihúsum á Suðurnesjum
B/EJARSTJÓRN llafnarfjarðar
samþykkti fyrir stuttu að leyfa
hundahald í ba'num með ákveðn-
um skilyrðum. Kins og áður
hefur komið fram í fréttum Mbl
felur samþykkt bæjarstjórnar-
innar í sér tóluvcrða rýmkun á
þcim rejílum sem áður voru í
Kildi. en þá voru einungis veitt
leyfi til hundahalds vegna Iök-
Bætir fólki
skemmda
mjólk
MIKIÐ hefur horið á því að
mjólk í verslunum á höfuðhorif-
arsva'ðinu hafi verið súr þeKar
húr berst neytendum. I því
samhandi sneri Mhl. sér til
GunnlauKs Bjönjvinssonar ok
saKði hann að Mjólkursamsalan
teldi sjálfsaKt að h;eta fólki
þann skaða sem það yrði fyrir
veKna kaupa á skemmdri mjólk.
„Við teljum alveK sjálfsagt að
fólk fái óskemmda vöru fyrir
skemmda. Í örfáum tilfellum
hefur fólk farið fram á baetur
ve^na þess að skemmd mjólk
hafi eyðilaKt dýra rétti ok reyn-
um við þá að koma til móts við
þaer kröfur eftir bestu getu.“
gaslu og leitarstarfa og til leið-
sagnar hlindum. Eftir breyting-
una eru skilyrði til hundahalds
með svipuðum hætti og annars
staðar þar sem hundahald er
leyft.
Er hinar nýju reglur um hunda-
hald voru afgreiddar í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar sátu tveir vara-
fulltrúar fundinn og greiddu báðir
atkvæði með breytingunni. Heil-
brigðisráð Hafnarfjarðar og lög-
regluyfirvöld á staðnum telja að
mjög óeðlilega hafi verið staðið að
máli þessu, þar sem ekki hafi verið
leitað eftir faglegri umsögn þeirra
aðila, sem ætlað er að sjá um
framkvæmd málsins. I samtali við
Mbl. sagði Sigurður Þórðarson,
formaður Heilbrigðisráðs Hafnar-
fjarðar, að vitað væri að hefði
bæjarstjórnarfundurinn, sem
samþykkti að leyfa hundahald í
bænum, verið setinn aðalfull-
trúum eingöngu hefði málið ekki
náð fram að ganga. Vegna þeirrar
óeðlilegu afgreiðslu, sem málið
hefði fengið í bæjarstjórn sagði
Sigurður að Heilbrigðisráð hefði
talið sér skylt að taka málið til
umfjöllunar og á fundi sem hald-
inn var í Heilbrigðisráði Hafnar-
fjarðar á mánudag voru samþykkt
harðorð mótmæli vegna sam-
þykktar bæjarstjórnar um rýmk-
un hundahalds í bænum. Sjá
nánar á blaðsíðu 18.
„Við hofum haft fréttir af
því að 112 manns hafi verið
sagt upp hjá Hraðfrystihús-
inu Ileimi í Keflavík. og
einnig hofum við haft af því
spurnir að nær öllum starfs-
mönnum Skipasmíðastöðvar-
innar í Njarðvík. 10 til 20
mönnum, hafi verið sagt upp,
svo útlitið er ekki gott,“ sagði
Karl Steinar Guðnason for-
maður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Suðurnesja í
samtali við Morgunblaðið í
gær er hann var inntur frétta
af atvinnuástandi þar syðra.
Karl Steinar sagði einnig að
áður hefði tæplega 100 manns
verið sagt upp störfum hjá
Hraðfrystihúsi Ólafs Lárussonar,
og væri ekki talið að þar yrði
opnað á ný. Þá sagði Karl Steinar
að kunnugt væri að Hraðfrystihús
Keflavíkur væri komið á heljar-
þröm og ætti erfitt með að gera út
togara sína vegna fjármagnsleys-
is.
Að sögn Karls er þó enginn á
atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum
af þessum sökum enn sem komið
er, enda væri talsverður hluti
þeirra, sem sagt hefði verið upp
skólafólk.
Karl sagði því þó ekki að leyna
að menn óttuðust atvinnuástandið
Soyðisfirði. 14. júli.
MIKIÐ hefur verið um að vera
hér á Seyðisfirði í dag, því hér
komu tvö skip með bíla og
farþega frá Noregi, Færeyjum.
Skotlandi og Danmörku. Ferjan
Smyrill, sem kemur hingað viku-
lcga, gat ekki annað öllum flutn-
ingunum að þessu sinni, og þvi
var tekið það ráð að láta syst-
urskip Smyrils, Teistin, sigla
hingað með Smyrli frá Færeyj-
um. Alls komu hingað i dag milli
þegar drægi fram á haustið og
veturinn, þó enn væri of snemmt
að vera með nokkra spádóma.
Mikið færi eftir því hvort úr
rættist hjá Hraðfrystihúsi Kefla-
víkur, og einnig væri vonast til að
Skipasmíðastöðin í Njarðvík fengi
verkefni við nýsmíði fiskiskipa.
140 til 150 bifreiðar, og um 500
farþegar. þar af 180 manns með
Teistin, að því er lljálmar Niels-
son afgreiðslumaður hjá Rikis-
skip sagði í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði ekki alveg
einsdæmi að Smyrill annaði ekki
flutningunum. í siðustu viku
hefði til dæmis orðið að fá minna
skip með til að flytja fragt. —
Skipin haida af stað aftur i dag,
og mun Teistin taka vörur með
til haka.
Gott veður er nú á Seyðisfirði,
logn og blíða, og hitinn um 16 stig
nú klukkan 18. Flestir útlend-
inganna sem koma með ferjunum
halda þegar af stað á brott úr
bænum, en alltaf eru þó nokkrir
sem gista hér eina til tvær nætur.
Er óhætt að segja að komur
Smyrils og nú systurskips hans
setji mikinn svip á bæjarlífið hér.
— Sveinn
Þyrla Gæslunnar:
Sótti slasað barn
vestur í Flatey
LÍTIL stúlka slasaðist illa á hendi
síðdegis í ga*r. er hún klemmdist
milli skips ok bryKKju við flóa-
hátinn Baldur í höfninni í Flatey
á Breiðafirði. Var þyrla Gæslunn-
ar, TF-Rán, send vestur til að
sækja hana.
Læknir af Borgarspítalanum fór
með þyrlunni til Flateyjar, en á
meðan þyrlunnar var beðið gerði
þýskur læknir, sem var meðal
ferðamanna í eynni, að meiðslum
stúlkunnar til bráðabirgða.
Flug þyrlunnar í gær gekk vel og
tók hvor ferð um það bil 40
mínútur. Lenti þyrla Landhelgis-
gæslunnar á þyrlupallinum við
Borgarspítalann laust fyrir klukk-
an hálfsjö í gærkvöldi, og var þegar
gert að meiðslum stúlkunnar.
Morgunblaðinu tókst ekki að afla
upplýsinga um líðan hennar á
Slysavarðstofunni í gærkvöldi.
Staða forstjóra Landhelgisgæslunnar:
Níu sækja um starfið
UMSÓKNARFRESTUR er nú runninn út um forstjórastöðu hjá
Landhelgisgæslunni. en Pétur Sigurðsson mun sem kunnugt er láta af
störfum hinn 1. september na'stkomandi. Að sögn Baldurs Möllers,
ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sóttu 9 menn um stöðuna, sem
dómsmálaráðherra veitir. Flestir eru umsækjendur þjóðkunnir menn, en
þeir eru eftirtaldir:
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
kennari við Stýrimannaskólann og
áður skólastjóri Stýrimannaskólans
í Eyjum, Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarnaráðs,
Gunnar Bergsteinsson, forstöðu-
maður Sjómælinga, Hannes Þ. Haf-
stein, framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélags Islands, Haraldur
Henrysson, sakadómari, Helgi Hall-
varðsson, skipherra, Jón Magnússon
hrl., lögfræðingur Landhelgisgæsl-
unnar, Sigurður Gizurarson, sýslu-
maður á Húsavík, og Þorsteinn
Þorsteinsson, flugvélaverkfræðing-
ur, tæknistjóri flugrekstrar Land-
helgisgæslunnar.
Geir Hallgrímsson um súrálsmálið:
Leggjum áherslu á að
samningar séu haldnir
Stefna sjálfstæðismanna að taka beri
upp viðræður um stækkun álversins,
aukna orkusölu og hækkun orkuverðs
_í DESEMBER I vetur, þegar iðnaðarráðherra gerði opinherar
áka-rur á hendur Alusuisse, gagnrýndu talsmenn sjálfstæðismanna
málsmeðferð hans. sem fól í sér að dómur var felldur áður en
fullnaðarrannsókn hafði farið fram. Við töldum að slík vinnuhrögð
va*ru til þess fallin að veikja samningsstöðu okkar,“ sagði Geir
Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Mbl. í gær.
en hann var spurður álits á umfjöllun og meðferð iðnaðarráðherra í
svonefndu súrálsmáli ogskýrslu brezka endurskoðunarfyrirtækisins
Coopers og Lybrand, en þingflokksformönnum og formönnum
stjórnarandstöðuflokkanna voru i gærmorgun afhentar niðurstöður
rannsókna fyrirtækisins.
Geir sagði einnig: „Gagnrýnin
á iðnaðrráðherra fólst og í því að
málið væri tekið of seint upp þar
sem hann hefði látið meira en tvö
ár líða frá því hann settist í stól
iðnaðarráðherra án þess að óska
eftir athugun á reikningum ísals
af hlutlausum endurskoðendum,
eins og áskilinn er réttur til í
samningi íslenzku ríkisstjórnar-
innar við Alusuisse.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni buð-
um við sjálfstæðismenn fram
fulla samvinnu til þess að komast
að hinu rétta og lögðum áherzlu á
— og leggjum auðvitað enn
áherzlu á, — að samningar séu
haldnir og gengið sé úr skugga
um það á fullnægjandi hátt.
Þessu tilboði okkar sjálfstæð-
ismanna um samvinnu við stjórn-
völd í málinu hefur í engu verið
sinnt og ekkert samráð verið haft
við okkur varðandi rannsókn og
meðferð málsins, fyrr en í morg-
un að okkur voru afhentar þykk-
ar skýrslur sem trúnaðarmál. Við
getum því hvorki né megum tjá
okkur um efnishlið málsins á
þessu stigi.
Það hefur verið stefna sjálf-
stæðismanna að taka bæri upp
viðræður við Alusuisse um
stækkun álversins í Straumsvík,
aukna orkusölu til þess og hækk-
un orkuverðs með tilvísun til
hækkaðs orkuverðs í heiminum. í
þeim viðræðum er og sjálfsagt að
fá fram þær lagfæringar í samn-
ingunum við Alusuisse sem
reynslan sýnir að sanngjarnar
séu og eðlilegar."
Geir Hallgrímsson sagði að
lokum: „Ég er í engum vafa um að
vegna þess hvernig gengið var frá
samningunum við Alusuisse í
upphafi geta aðilar verið fullviss-
ir um að ná fram rétti sínum, ef
þeir telja á sig hallað."
500 útlendingar komu
til Seyðisf jarðar í gær