Morgunblaðið - 15.07.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981 11 RAM upplýsingaskyldan við blóð- gjafa. Blóðgjafar þurfa að vita hvernig blóð þeirra er nýtt, hvaða rannsóknir fara fram, hafa hugmyndir um blóð- flokkategundir og svo fram- vegis." Ólafur nefndi sem dæmi að hver einasti blóðgjafi fengi ákveðna þjónustu og eft- irlit um leið og hann gæfi blóð. Blóðþrýstingur og blóðpró- senta væru mæld í hvert skipti. Þá færu fram rann- sóknir á blóðinu, athugað væri um lifrarbólgubakteríur, sem væru þó óalgengar hérlendis, sýfilisprófun færi einnig fram, svo eitthvað væri nefnt. Tilgangi Blóðgjafafélagsins er fyrirhugað að ná með því að efla samvinnu og fræðslu að- ila, sem látið hafa til sín taka í blóðsöfnunarstarfi, bæði skipulags- og hjálparstörfum. Sagði Ólafur, að hér væri sérstaklega átt við Rauða kross íslands, einnig björgun- arsveitir, slysavarnafélags- deildir, starfsmannafélög, kvenfélög, skátafélög og fleiri. Þá sagði Ólafur að undir- búningur að stofnun félagsins hefði staðið yfir í nokkurn tíma. Hann hefði fengið leyfi til stofnunarinnar hjá opinber- um yfirvöldum í marzmánuði og hefðu blóðgjafar og starfs- menn sýnt félagsstofnuninni mikinn áhuga. Hann sagði einnig að ætlunin væri að hafa nána samvinnu við önnur ís- lenzk stoðfélög í heilbrigðis- kerfinu, til að mynda hvað varðar útgáfumál og fleira. Félög sem þetta eru starfandi víða erlendis og sagði Ólafur að hugmynd væri einnig um að starfa í tengslum við þau og hefðu félagar þeirra lýst áhuga á slíku samstarfi. „Fjölmargir hafa nú þegar sjnt máli þessu mikinn áhuga. Eg treysti á liðsinni blóðgjaf- anna okkar fjölmörgu. Eins verður félagið opið öllu áhugafólki um heilbrigðismál. Með fjölmennum stofnfundi og stoð almennings getum við gert félagið gildandi til bættr- ar heilbrigðisþjónustu og rannsóknastarfsemi á þessu sviði," sagði Ólafur Jensson, forstöðumaður Blóðbankans, að lokum. F.P. Byggt við sjúkrahús ið í Stykkishólmi Stykkishólmi. 13. júli. EINS og sjá má af þessari mynd scm tckin er af byggingu við sjúkrahúsið i Stykkishólmi. hefir framkvicmdum þar miðað vei áfram. Nú er þegar búið að grafa það sem þarf og verður nú reynt að koma húsinu undir þak í sumar og haust verði þess nokkur kostur. Þetta er mikil viðbygging, og á hún að þjóna læknishéraðinu og heilsugæslunni hér við Breiðafjörð. Er ekki vafi á að greiðara verður að fá lækna til starfa þegar öll aðstaða hefir verið bætt eins og hugmyndin er með þessari viðbyggingu. Yfirlæknir sjúkrahússins er nú Óli Kr. Guð- mundsson, skurðlæknir, ágætur og hefur hann þegar vakið mikið traust þeirra sem til hans hafa leitað enda farsæll í starfi. Fréttaritari. Frá sýningu tillagna að skipulagi Sogamýrar i Réttarholtsskóla. Teikning af skipulagi Sogamýrar eins og gert er ráð fyrir að það verði samkvæmt verðlaunatillogu þeirra Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Ilall. Samstarfsmaður þeirra var Sigurður Einarsson. Úrslit í samkeppni um skipulag Sogamýrar Nýlega var tilkynnt um úrslit í hugmyndasamkeppni um skipu lag í Sogamýri, sem Reykjavíkur- borg efndi til og hlaut tiilaga númer 5, þeirra Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall, fyrstu verðlaun. að upphicð 36 þúsund krónur. Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, formaður dómnefndarinnar, sagði í ræðu þegar tillögurnar voru sýndar almenningi í Réttar- holtsskóla, að markmiðið með keppninni hefði verið að kanna byggingarmöguleika svæðisins, en í aðalskipulagi frá 1965 er svæðið ætlað sem útivistarsvæði. Alls bárust 20 tillögur. Var í þeim öllum gert ráð fyrir einhverri nýrri byggð á svæðinu, og hjá langflestum þeirra eru íbúðir meginuppistaða þeirrar byggðar. Fimm manna dómnefnd fjaílaði um tillögurnar. Nefndin mat niðurstöður keppn- innar á þann veg að rök séu færð fyrir því að nokkur byggð komi á samkeppnissvæðið auk þess sem það verði nýtt til útivistar. I umsögn dómnefndar segir m.a. að tillaga númer 5 falli mjög vel að núverandi byggð hvað form og mælikvarða varðar. Höfundar gera ráðstafanir til hávaðavarna við aðalumferðaræðar, auk þess sem byggð er í talsverðri fjarlægð frá þeim. „Hugmyndir höfunda um stíga eru skemmtilegar, í fjölbreyttu umhverfi og tengist svæðið vel útivistarsvæðum í Laugardal og Elliðaám." Önnur til þriðju verðlaun hlaut annarsvegar tillaga númer 20, &1fökull hff. Ármúla 36 Sími: 84366 eftir þá Finn Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson og hinsveg- ar tillaga númer 4, eftir Guðna Pálsson og Halldór Guðmundsson. I dómsúrskurði um tillögu 4 segir m.a. að meginkostur þessarar lausnar felist í góðri rýmismynd- un jafnt í byggð sem á útivistar- svæði. I umsögn um tillögu 4 segir að meginkostir tillögunnar séu sterkt heildaryfirbragð byggðar og rýmismyndun innan hennar. Hvor aðili hlaut 20 þúsund krónur í verðlaun. Auk þessa voru nokkr- ar tillögur keyptar af Reykjavík- urborg. í dómnefnd sátu þeir Haukur Morthens, söngvari, Hilmar Ólafsson, arkitekt, og Sigurður Harðarson, arkitekt, skv. tilnefn- ingu Reykjavíkurborgar og til- nefndir af AI þeir Sturla Sig- hvatsson, arkitekt, og Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, sem var formaður nefndarinnar. Trúnað- armaður var Ólafur Jensson, frkvstj., og ritari nefndarinnar Yngvi Þór Loftsson, landfræðing- ur. Líkön og teikningar af tillögun- um verða til sýnis í Réttarhoits- skóla næstu daga. Verður sýningin opin frá kl. 4—8 virka daga og 2—6 um helgar. Viö höfum fest kaup á örfáum DODGE RAMCHARGER jeppum 1979 á ótrúlega hagstæðu jeppaveröi. Þetta eru glæsileg torfærutröll. Bílarnir eru deluxe útgáfur: tvílitir, með sjálfskiptingu, vökvastýri, aflhemlum, læstu mismunadrifi, 8 cyl. vél og ýmsum öðrum eftirsóttum aukabúnaði, sem enginn ætti án að vera. Þeir sem þegar eru búnir að leggja inn gott orð hjá okkur eru beðnir að staðfesta pöntun sína strax og hinir sem sváfu á verðinum eru beönir aö flýta sér, því á morgun getur það orðið of seint. DODGE RAMCHARGER á aldeilis ótrúlegu verði. Það verður erfitt að endurtaka þetta jeppatilboð ársins — nú er annað hvort að duga eða drepast. DODGE RAMCHARGER er bíllinn sem þolir, ef þú þorir. Fyrstu tvær sendingarnar uppseldar. Nokkrir bílar lausir úr þriöju og síöustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.